Leita í fréttum mbl.is

Hmm, seðlabankar. Eru þeir bara orðnir munkaklaustur nútímans?

"Pabbi, það nennir enginn að hlusta á svona hagfræði í dag, get real maður." Þetta samtal við dóttur mína - þjóðhagfræðing - átti sér stað fyrir einum 5 árum síðan. Á háskólaárum mínum var ég einn þeirra síðustu sem náðu í skottið á því sem hagfræðingurinn John Maynard Keynes stóð fyrir. Stuttu seinna var kenningum og fræðum Keynes skolað út með nýrri hagfræði. Nýja hagfræðin sem kennd var í skólum eftir 1980-1985 gerði grín að öfum okkar og ömmum í kreppunni miklu, og þeim lærdómi sem foreldrar okkar drógu svo af þessari stóru kreppu þeirra, sem varaði árin 1930-194x. Sú hagfræði, sem dró lærdóm af kreppunni miklu, var svo klár til notkunar rétt fyrir 1950 og var kennd og stunduð fram til um það bil 1980-1985.
  
Sýnist ykkur að seðlabanki Evrópusambandsins hafi staðið sig með Austurríska skóla sínum? Hann handjárnaði hagvöxtinn og sprengdi mörg lönd evrusvæðisins í loft upp með einglyrnis vaxtastefnunni frá aðalstöðvum verðbólgunasistanna í Frankensteinfürt. Nú stumra óttaslegnar ríkisstjórnir yfir seðlabankanum sjálfum og myntinni sem ekki er hægt að bjarga, og sem á aðeins 10 árum hefur þegar kostað efnahag Írlands, Grikklands, Portúgals og Spánar lífið næstu áratugina. Eilíf efnahagskreppa bíður alls evrusvæðisins, ellegar kjarnorkusprengju-hrun alls myntsvæðisins, með tortímingu Icesave-eigna Landsbankans sem líklega aukaverkun. Þá mun tortímast bróðurpartur bankakerfis allra evrulanda. Bankakerfin eru nú þegar á nippinu. Rugga eins og Royalbúðingur gerði um hádegið á sunnudögum, eins og þeir voru í þá gömlu góðu daga þegar fábjánar voru fábjánar, eins og þeir sönnu grasasnar sem sömdu og bjuggu til myntbandalag Evrópusambandsins. Þarf ekki að fara að loka skólum einhvers staðar?
  • Intellectual instability
  • Political instability
  • Financial instability 
En hvað ég vildi segja var þetta. Heimurinn væri ekki í svona djúpum skít ef þessi nýja hagfræði hefði virkað. Hún virkaði ekki, því þrátt fyrir hið svo kallaða sjálfstæði seðlabanka heimsins, þá gátu þeir ekki komið í veg fyrir kreppuna. Þeir sáu hana heldur ekki koma því þeir eru kannski orðnir eins og munkaklaustur. Ágætis fræðisetur, en úr tengslum og oft mannaðir munkum. Nema þegar Davíð var í einum þeirra. 

Seðlabankar nútímans eru sumir hverjir (Íslands?) farnir að minna dálítið á banka sem bannað er að stunda fractional banking; þeir verða þá bara stofnanir úr tengslum við hagkerfið. Hver leyfði gengi krónunnar að hækka á ný? Hvaða hagfræði er þetta eiginlega? Þetta er mjög óviturlegt.

En ég hef samt frekar mikla trú á The Federal Reserve. Þar er enginn Már kommúnisti, engin Jóhanna hin ömurlega og enginn Steingrímur J. Hyde. The Fed virðist vera vel jarðtengdur og þora. Hið sama er ekki hægt að segja um ríkisstjórn né stjórnarandstöðu þess lands, sem ættu að vinna með seðlabananum. Hönd í hönd. Jep, þessi seðlabanki Bandaríkjanna virðist vinna í þágu samfélagsins.
 
It’s possible to be both a conservative and a Keynesian; after all, Keynes himself described his work as “moderately conservative in its implications.” 
 
Já. Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur, það vitum við. Það sést á því að hún getur ekki tekið á móti auðæfum úr heilabúi annarra en sinna eigin manna, sem hafa þau engin. Seðlabankinn undir stjórn Davíðs Oddssonar hefði átt að fá Iceasve málið til lausnar. En Samfylkinginni er bara svo hjartanlega sama um Ísland og Íslendinga að það mátti ekki. Það sama má segja um forystu Vinstri grænna, Putin toppinn. En Davíð Oddssyni var hins vegar ekki sama. Og honum er ekki sama ennþá. Gott hjá honum. Ég vona að hann geti notað alla sína krafta til að lúberja fast á þessari ömurlegu ríkisstjórn Íslands, því það á hún svo sannarlega skilið. Myrkraverk hennar eru ömurleg. 

Krugman segir að þetta sé allt saman því að kenna að lærdómur foreldra okkar, sem byggði á reynslu afa okkar og ömmu, fjaraði út í heilabúi nýrrar kynslóðar. Reynslan feidaði út. Þvarr. Það sama er að gerast með sjálfstæði og fullveldi Íslands. Það er að fjara út í heilabúi nýjustu kynslóða og nú notað sem söluvara valdadópista í póltísku hazardspili Steingríms J. Hyde, sem kjósendur höfnuðu í samfleytt 20 ár, eða svo. En nú er hans tími kominn. Það sést bæði og heyrist út um allt. Því miður. Felið ykkur. Ekki var því að undra að ég spyrði sjálfan mig að því hvort ég væri orðinn geðveikur; Er ég geðbilaður? Verndað viðtal við fjármálaráðherra

Tralla lalla la . .
 
Uppfært: Ha? Lánshæfnismat ríkissjóðs Írlands var lækkað rétt í þessu um heil fimm þrep. Hvernig gat þetta gerst? Þeir eru með Evrópuvexti Össurar, evrur Jóhönnu og glatað fullveldi Steingríms. Moody's segir lánshæfnismat ríkissjóðs Írlands vera BAAA1 núna - og horfur neikvæðar. Evrulandið sjálft! 
 
Tralla lalla la . .
 
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 17. desember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband