Leita í fréttum mbl.is

Prófessor Max Otte; evran á 4-6 ár eftir ólifuð. Það verður gott fyrir Evrópu að losna við hana


Prófessor Max Otte var einn fárra manna sem sáu fyrir það fjármálahrun og þá efnahagskreppu sem skall á heiminum á árunum tveimur, 2007-2008.

 
Er þetta þá svona?

Innst inni vita flestir sem hugsa, að dagar evrunnar eru taldir. Hin pólitíska stétt veit þetta þó ekki, ennþá. Fyrir fimm mánuðum vissi stéttin heldur ekki að hún fengi eina helgi til að bjarga evrunni frá upplausn. Þetta gerðist í maí. Financial Times hefur skrifað ágætis þriggja greina seríu um björgunina. 

Það vefst hins vegar dálítið fyrir okkur, sem hugsum, hversu marga daga vil þurfum að telja niður til endaloka evrunnar. Prófessor Max Otte kom með ágætis boð; 4-6 ár. 

Fyrstu viðlagasjóðir til að mæta upplausn evrunnar eru þó komnir á sinn stað, þökk sé Bandaríkjunum.

Síðan vitum við það að Axel Weber seðlabankastjóri Þýskalands vill helst ekki starfið sem nýr bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins. Hann vill ekki starfið.

Þegar mestu og innilegustu áhugamenn og aðdáendur evrunnar, menn eins og Wolfgang Munchau, eru farnir að skrifa opinberlega að þeir sjái þetta gerast, og að þetta sé reyndar að verða óumflýjanlegt, þá er það nokkuð merkilegt. Svo ekki sé meira sagt. Það koma reyndar fram fleiri og fleiri hugsandi menn sem segja að evran VERÐI að fara.
 
Eftir, sem og áður, mun Seðlabanki Íslands og krónan okkar standa.  
 
Tengt efni
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 7. nóvember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband