Leita í fréttum mbl.is

Sokknar sænskar raddleysur ESB

Þið hafið eflaust heyrt um þetta. Ef ekki, þá heyrðuð þið það örugglega í dag. Hvað er ég að tala um? Jú, nú finnst svo mörgum sænskum að ríkjasamband Norðurlanda sé svo afskaplega góð hugmynd. Takið vinsamlegast eftir að þetta er sænsk hugmynd. En hún er einmitt sænsk vegna þess að Svíar hafa misst röddina eftir að þeir í tryllingslegu áróðurs- og hræðslukasti álpuðust inn í Evrópusambandið. Þaðan út komast þeir aldrei aftur. Þar sitja þeir týndir og tröllum gengnir. Aldrei heyrist sænskt múkk á alþjóðavettvangi lengur. Svona er að ganga í ESB. Þá missir maður röddina og áhrifin. Svíum langar í ný áhrif. En því miður kæru Svíar; þið eruð í ESB. Er eitthvað að þar? Eruð þið ekki stanslaust í ofboðslegum áhrifum þar? Inni í sjálfum pakkanum? 

Hugmynd Svía um ríkjasamband hefði verið óhugsandi hér áður fyrr. En hvers vegna? Jú, vegna þess að þá var Svíþjóð stórveldi norðursins. En nú eru þeir hins vegar bara próvins í ESB. Þeir þurfa að þola að hýrast í köldum kjallaraholum Brusselgarðs á meðan frau Þýskaland og monsieur Frakkland drekka úr skálum síns einka-fullveldis á hæstu hæðum ESB. Svona er að vera sænskur í dag.

Þegar menn gæla við hugsunina um ríkjasambönd, þá eru hvatarnir alltaf þessir:
  • Hvað get ég látið aðra borga fyrir mig.
  • Hvað fær ég út úr þessu.
Það hvarflar hins vegar aðeins að örfáum að þeir þurfi sjálfir að borga; að eignir þeirra og auðæfi lendi hjá kaupmanninum, eins og yfirleitt gerist þegar fólk shoppar. Að shoppa með fullveldið í vasanum er hættulegt. Það þarf að banna.

Norðmenn hafa kröftuga rödd á alþjóðavettvangi. Hvernig skyldi standa á því? Ísland hefur ofurmannlega rödd og áhrif í heiminum miðað við stærð. Þessu gleyma margir.

Einu sinni var til land sem hét Svíþjóð. . en svo ..
 
Sjálfur er ég í sambandi við landið mitt: Ísland. Takk fyrir fullveldi okkar, kæru elsku forfeður. Takk!
 
Fyrri færsla

Bloggfærslur 2. nóvember 2010

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband