Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fátækt hefur aukist mikið í Þýskalandi - 11,5 milljón manns nú fátækir.

 Mynd úr sjónvarpsþætti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorð Evrópu

Mynd úr sjónvarpsþætti danska ríkissjónvarpsins um sameiginlegt sjálfsmorð Evrópu dr.dk 

Á síðustu 10 árum hefur fátækt aukist mikið í Þýskalandi. Það er efnahagsrannsóknastofnun Þýskalands (Deutschen Institut für Wirtschaftsforschung) sem segir þetta í nýrri skýrslu. Alls eru 14% allra íbúa Þýskalands fátækir. Samkvæmt mælikvarða stofnunarinnar telst fólk fátækt þegar það þarf að lifa af á undir 60% af meðaltekjum allra í landinu. Um 30% fleiri eru fátækir í Þýskalandi í dag en voru þar fyrir 10 árum. Úr hópi ungs fólks á aldrinum 19-25 ára falla 25% þeirra í flokk fátækra. Um 40% einstæðra foreldra með eitt eða fleiri börn eru fátækir. Bandalag þýskra fylkisbanka (Landesbank) aðvarar stjórnvöld um að fátækt meðal gamals fólks í Þýskalandi muni verða vaxandi vandamál; Berliner Zeitung 

300.000 manns fóru úr þýska hagkerfinu á síðasta ári

Ekki nóg með það að allir vilji fá lánað AAA kreditkort Þýskalands núna, þá sagði þýska hagstofan frá því um daginn að Þjóðverjum hefði fækkað um 300.000 manns á árinu 2009. Þjóðverjum byrjaði að fækka árið 2003 og var fækkunin um 400.000 til 500.000 manns frá 2003-2008. Harði fækkunar er að aukast og mun hann aukast ár frá ári næstu áratugi. Mannfjöldaspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að þýsku þjóðinni geti fækkað úr 80 milljón manns og niður í 60-65 milljón manns árið 2045-2055. Vöxtur verður varla mikill í svona hagkerfi í framtíðinni. Hætt er við að kjör ungs fólks verði litið aðlaðandi í þessu erfiða ellisamfélagi; Hagstofa Þýskalands

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net 

Fyrri færsla

Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára. 


Ef Bretland væri með evru þá væri atvinnuleysi þar tvöfalt meira. Evran deyr innan næstu 4 ára.

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins 

Gordon Brown mun verða minnst fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. 

Miðstöð efnahags- og viðskiptarannsókna í Bretlandi (CEBR) segir að Bretar muni minnast Gordon Brown fyrir það afrek að hafa haldið Bretlandi utan við myntbandalag Evrópusambandsins. Gordon Brown var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Tony Blair frá 1997 til 2007, áður en hann tók við núverandi forsætisráðherraembætti árið 2007. Allan tímann undir Tony Blair beitti Gordon Brown sér ákaft gegn evruáhuga Tony Blairs, en ríkisstjórn Tony Blair komst til valda í maí 1997.

Niðurstöður útreikninga úr efnahagslíkani CEBR segja að ef Bretland hefði gengið í myntbandalagið væri atvinnuleysi í Bretlandi um 15% núna. Það væri þá um það bil tvöfalt hærra en það er í reynd í dag.

CEBR segir að hagvöxtur í Bretlandi á tímabilinu 1998-2006 hefði orðið örlítið meiri undir evru. En á sama tíma hefði verðbóga orðið meiri því stýrivextir myntbandalagsins voru lægri en þeir voru undir sjálfstæðri peningastjórn Englandsbanka. En þegar kreppan færðist yfir í byrjun ársins 2007 hefði samdráttur í Bretlandi orðið 7% undir evru í stað 5% undir sjálfstæðri mynt Bretlands.

Í viðtali við Reuters sagði Gordon Brown að hann álíti að sveigjanleiki breska hagkerfisins væri meiri með því að standa utan myntbandalagsins.

Hvað varðar vandamál myntbandalagsins þá segist CEBR alltaf hafa álitið að það muni koma til nokkurs konar ESB-björgunaraðgerða í Suður-Evrópu til að byrja með. En í endanum verður ESB að velja á milli miklu meiri samruna (sameiginleg skattheimta, fjárlög og skuldir) og þess brjóta myntbandalagið upp og leggja það niður. 

CEBR segir að latínska myntbandalagið á milli Sviss, Frakklands, Ítalíu og Belgíu (fleiri lönd komu þar einnig við sögu) á miðri 19. öld hafi farið í þrot á innan við 30 árum. CEBR segist eiga erfitt með að tímasetja komandi atburðarás. En í ljósi þess að allt gerist miklu hraðar í dag en á 19. öldinni þá er það skoðun CEBR að myntbandalag Evrópusambandsins muni brotna upp áður en árið 2015 rennur í garð; CEBR | PDF | Telegraph

 

Viðauki - hlýnun smjörfjalls - skemmt(i)atriði frá 2002

WHY BRITAIN SHOULD JOIN THE EURO

Eftir: Willem Buiter,  Willem Buiter  og  Willem Buiter

og nokkra aðra - við hengd PDF-skrá

 

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags. 


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

ERM-land myntbandalags Evrópusambandsins setur heimsmet í hruni efnahags.

Sögulegur samanburður á samdrætti hagkerfa og tímalengd samdráttar 
 
Miðstöð efnahagsrannsókna (e. CEPR, Center for Economic and Policy Research), hefur sent frá sér skýrslu um efnahagssamdráttinn í Evrópusambandsríkinu Lettlandi. En landið er í hinu svo kallaða ERM-ferli inn í myntbandalag ESB. Gengi myntar Lettlands er þar af leiðandi bundið fast við evru.
 
Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn (AGS) var kallaður til Lettlands þegar fjármálakreppan skall á 2008. Í sameiningu komu AGS og stjórn Evrópusambandsins sér saman um "hjálparpakka" handa Lettlandi. Stjórn ESB er sögð hafa krafðist þess að gengi myntar Lettlands yrði ekki fellt. En það er oft eitt af því fyrsta sem AGS krefst, ef þörf krefur, þegar sjóðurinn kemur löndum til aðstoðar. AGS virðist ekki hafa viljað ganga gegn vilja ESB í þessu máli og hefur gengis-bindingunni því verið viðhaldið allan tímann. Sænskir bankar eiga mikið í húfi í Lettlandi og myndi gengisfelling koma bönkunum afar illa. Forsætisráðherra Svíþjóðar hélt á formannsembætti Evrópusambandsins seinni helming ársins 2009.

Samkvæmt kenningu og stefnu Evrópusambandsins, sem mörkuð er af grunnleggjandi fæðingargalla myntbandalagsins - þ.e. einn peningur og eitt gengi fyrir alla - þá átti svo kölluð "innvortis gengisfelling" (launalækkun og verðhjöðnun) að koma í stað snöggrar hefðbundinnar gengisfellingar myntar Lettlands. En nú hefur atvinnuleysi í Lettlandi náð þeirri ótrúlegu tölu að vera 22,8% - og á síðustu tveimur árum hefur raungengi (miðað við laun og innra verðlag í landinu) aðeins lækkað um 5,8%. 

Í skýrslu CERP kemur fram að ein afleiðing gengisbindingarinnar sé að heimsmet í hruni landsframleiðslu nokkurs ríkis síðan sögur hófust, sé nú verið að setja með 30% hruni landsframleiðslu Lettlands í Evrópusambandinu. Samdrátturinn í landsframleiðslu Lettlands á þremur árum verður nefnilega yfir 30%. Þetta er meira en landsframleiðsla Bandaríkjanna féll í stóru kreppunni frá 1929-1933.       

The Latvian recession, which is now more than two years old, has seen a world-historical drop in GDP of more than 25 percent. The IMF projects another 4 percent drop this year, and predicts that the total loss of output from peak to bottom will reach 30 percent. This would make Latvia’s loss more than that of the U.S. Great Depression downturn of 1929-1933; 
 
 
Vefslóðir: CEPR  | PDF
 
Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net
 
Fyrri færsla
 
 


Hið heimagerða gríska eldhús Fredrik Reinfeldts og heimska svona almennt

Desember 2009:

Þáverandi yfirmaður Evrópusambandsins í hálftíma var forsætisráðherra Svíþjóðar í frístundum. Hann sat þá ábúðarfullur við aðra hvora vinnu sína og sagði þetta: 

The Greek situation, he said, was "of course problematic, but it is basically a domestic problem that has to be addressed by domestic decisions"

 

Þýðing: Hann sagði að vandamál Grikklands væri innanhússmál (svona eins og gerist og gengur í sjálfstæðum ríkjum). Hann sagði líka að Grikkir yrðu að leysa þetta vandamál sjálfir. Ha ha ha ha.

Stuttu áður:

Skömmu eftir að Lehmansbræðrabanki féll, þá skaut - alla leið frá Stuttgart - Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands því að heiminum öllum, og auðvitað í fullum trúnaði, að fall bankans og undirmálslánakreppan í Bandaríkjunum væri bandarískt innanhússvandamál. Ha ha ha ha.

Stuttu eftir þetta bjargar seðlabanki Bandaríkjanna (ekki í Stuttgart) tryggingafélaginu AIG frá gjaldþroti. En bíddu, af hverju gerði seðlabankinn þetta? Jú því annars hefði allt bankakerfi Evrópusambandsins hrunið til grunna. Það sem meira var: fyrsta verk Bandaríkjamanna þegar fjármálakreppan skall á haustið 2008 var að tryggja það að enginn erlendur aðili myndi tapa einum dal á því að eiga eitthvað af pappírum sem hugsanlega væri hægt að bendla við bandaríska ríkið.

Nú er Reinfeldt kominn í aðra hvora vinnu og Steinbrück er laus við atvinnu. Tveir spámenn Evrópusambandsins. Hver tekur svona blómabeð alvarlega? Ekki ég. Er eitthvað sem getur bjargað þessu? Nei, ekkert. FT

Tvær teiknimyndir

Erlendar skuldir 20 ríkja

 

Lánshæfnismat ríkissjóða evrulanda febrúar 2010 

Fyrri færsla

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu. 

Eitt lag enn

 


Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni. Mörg ný Weimar lýðveldi í uppsiglingu í Evrópusambandinu.

Þetta minnir mig á eitt eða tvennt.

Ástand ríkisskuldabréfamarkaðs 16 ríkja undir einni mynt og ca 17 seðlabönkum

Það var ritstjórnargrein í Die Welt núna í vikunni. Höfundurinn vill að Grikkland segi sig úr myntbandalaginu. Það er eina leiðin til að bjarga Grikklandi sem sjálfstæðu ríki og samfélagi. Fyrir Grikkland virkar myntbandalagið eins og fangelsi, segir höfundur. Eina leiðin til frelsis fyrir Grikkland er að taka gömlu Drachma myntina sína í notkun aftur. Allt sem átti að tryggja líf myntbandalagsins er hrunið. Stöðugleikasáttmálinn svo kallaði er orðinn að pappírstígrisdýri. Það sem Evrópusambandið er að krefjast af Grikklandi, Spáni og Portúgal núna er það sama og Heinrich Brüning kanslari Þýskalands reyndi í Weimar lýðveldinu sem stofnað var í Þýskalandi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Fyrir Grikki er það því til baka til gömlu myntar landsins með aðstoð AGS; Die Welt

Aðeins "járnagi" getur bjargað evrunni

Viltu fá þýska markið aftur eða halda evrunni. Já 76%

Í annarri grein á Die Welt er fjallað um sama efni, þ.e. evruna og myntbandalagið. Fyrirsögnin er "aðeins með járnaga getur Berlín bjargað evrunni". Það verður að stíga skuldabremsurnar á evrusvæðinu í botn, ef það á að bjarga evrunni. Sem betur fer er Grikkland loksins komið undir umsjá evrulanda, segir greinin. "Loksins vaknaði Berlín". Að öðrum kosti myndi Þýskaland segja sig úr myntbandalaginu eða það brotna upp. Annar möguleikinn er líka að Grikkland, Spánn eða Portúgal sé hent út úr myntbandalaginu, nema þau kalli á AGS sér til hjálpar strax.

Á síðunni er lesendum gefinn kostur á að kjósa um hvort þeir vilji taka gamla þýska markið í notkun aftur, eða halda fast í evruna. Tæplega 1000 hafa kosið. Heil 76% vilja fá þýska markið aftur. Aðeins 24% vilja halda evrunni; Die Welt

Meira úr sömu skúffu hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins 


Hinn hreini ráðgjafakynstofn Samfylkinga Evrópusambandsins

Eitt mikilvægt og fram til þessa vanrækt og óleyst verkefni í þessu sambandi, eru nýjar aðstæður og brýn þörf á viðbrögðum við málefnum landa suð-austur Evrópu. Samkvæmt efnahagslögmálinu um að gjöfum fylgja kvaðir, þá verða lífsvenjur fólks í þessum löndum að breytast. Að öðrum kosti mun "ferlið" stoppa einn góðan veðurdag. 

Prófessor Dr Heinrich Hunke, efnahagslegur ráðunautur Þjóðarsósíalistaflokksins, 1942 Berlín; ráðstefnuskjöl efnahagsmáladeildar (economic conference paper).

  

Ekkert hefur breyst.

Lesandi góður. Þú verður að breyta þér. Nú fer Grikkland á skurðarborð hinna rétttrúuðu Evrópumanna, eina ferðina enn. Næst koma svo Portúgal, Spánn og Ítalía. Ert þú næstur?

Sósíaldemókratar hafa hins vegar ekkert breyst. Allt hér í ESB er ennþá við það sama gamla. Hinn eini sanni og hreinræktaði stofn réttra ráðgjafa Samfylkingarinnar í ESB standa þér ávalt reiðir og vel búnir til aðstoðar.

Samfylkingin og Vinstri-grænir bjóða þig velkominn.  

Slóð: FT

 

Fyrri færsla

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa. 


Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi? Óhug slær á Evrópubúa.

"A monetray union too far".

Mótmæli í Grikklandi. Dagblaðið Politiken

Danska dagblaðið Politiken, þriðjudaginn 2. febrúar.

Dönsk verkalýðsfélög eru afar óánægð með að yfirmenn Evrópusambandsins geti þröngvað launalækkunum í gegn í Grikklandi. Í fyrsta skipti í sögu hinnar sameiginlegu myntar Evrópusambandsins er evruland það nálægt ríkisgjaldþroti að ESB er því sem næst að yfirtaka stjórnun ríkisfjármála og hins opinbera í landinu.

Í dag munu yfirmenn Evrópusambandsins afhjúpa fyrir ríkisstjórn Grikklands bindandi áætlun þar sem miklar og bindandi kröfur verða gerðar til innheimtu skatta og niðurskurðar launa hjá opinberum starfsmönnum í landinu. Hér er ekki um að ræða vinsamlega beiðni. Hér er um að ræða skuldbindingu. Ef Grikkir brjóta skuldbindinguna þá munu þeir þurfa að greiða miljarða evrur í sektir.

"Aldrei fyrr hefur verðið sett fram svo nákvæmt, þröngt og ósveigjanlegt eftirlitskerfi með skýrslugerðarkvöðum og heimildum til refsiaðgerða", segir evrukommissar Joaquin Almunia.

Það er óttinn við að ástandið í Grikklandi muni ná að smita allt evrusvæðið með skulda- og gjaldþrotaáhættu, sem fær ESB til að koma með svo harkalegar kröfur á hendur Grikkjum, segir blaðið.

Politiken segir að hætta sé á að aðgerðirnar í Grikklandi muni vekja upp mikinn óhug út um alla Evrópu. Blaðið hefur eftir formanni launþegasamtaka opinberra starfsmanna í Danmörku, Dennis Kristensen hjá FOA (verkalýðsfélag opinberra starfsmanna), að það að Evrópusambandið sé að grípa inn í launamyndun og kjarasamninga sé algerlega ósamþykkjanlegt.

Dennis Kristensen segir að verkalýðssamtökin hafi aldrei skipt sér af þjóðaratkvæðagreiðslum í Danmörku. En það sé alveg á hreinu að ef við erum komin svo langt út á plankann að ESB sé farið að skipta sér af kjarasamningum og krefjast launalækkunar í löndum sambandsins, þá munum við taka upp til endurskoðunar hvort við eigum ekki beita okkur gegn því að Danmörk taki upp evru. Því þá er í raun launamyndun og hið frjálsa kjarasamningakerfi okkar í húfi fyrir alla Danmörku;

Politiken | Krugman; a monetary union too far

Fleiri esb-fréttir í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Stál- og Kolabandalagið árið 2010 

 

PS:næsta bloggfærsla gæti heitið: "Fara Grikkir í innkaupaferðir til Kaupmannahafnar og rápa þar um í verslunum Hennes & Martröð". Þetta er eðlileg spurning því Grikkir eru með evrur. Þetta væri verðugt rannsóknarefni fyrir kven- og karlkerlingar við efnahagsmáladeild Háskóla Íslands og Bifastekki. Evrópusamtökin á Íslandi gætu auðveldlega fjármagnað þessar rannsóknir með smáauglýsingum á bloggsíðu samtakanna. 


Stál- og Kolabandalagið árið 2010

Evrópusambandsleysið. 

Hér höfum við fyrirbæri sem í byrjun átti að heita efnahagsbandalag. Þetta fyrirbæri byrjaði sem símalína á milli Frakklands og Þýskalands með Stál- og Kolabandalaginu stuttu eftir hina evrópsku heimsstyrjöld númer tvö. Stórmenni Evrópu hafa áður skaffað okkur, a) nýlenduvæðingu heimsins, b) tvær heimsstyrjaldir, c) hátæknivæddar útrýmingarbúðir fyrir Gyðinga í hjarta Evrópusambandsins, d) eina rússneska byltingu með 50-70 milljón fórnarlömbum - og nú síðast e) efnahagslega rjúkandi rúst hálf gjaldþrota evrulanda árið 2010. Velkomin í evrópska apótekið. Tilraunalækningar Evrópu standa ennþá yfir. 

Það sem embættismenn og stjórnmálamenn Evrópu gátu ekki skaffað Evrópubúum er hin eina bylting í Evrópu sem kom frá fólkinu sjálfu, þ.e. fall kommúnismans og Berlínarmúrsins. Allt hitt hefur komið að ofan og verið dregið yfir hausa Evrópubúa eins og svört lambhúshetta. Þar með er talið allt Evrópusambandið sjálft og nú síðast hin ónýta mynt þrotabús sambandsins í suðri.  

Þessi símalína Stál- og Kolabandalagsins hefur þróast í það að vera lokuð símstöð með 27 löndum innan ný-sovésks skiptiborðs af Kremlartegund. Skiptiborðið sem málleysinginn Jóhanna af Íslandi er núna að heiðra með þögulli heimsókn heyrnarleysingjans. Kyssa mun hún vöndinn og sleikja skó formannsins frá fyrrverandi einræðisherraríki og nú hálfgjaldþrota rjúkandi rúst Portúgalsins. 

Þetta svo kallaða efnahagsbandalag er núna mannað með eigin forseta sem enginn kaus, eigin utanríkisráðherra sem er umboðslaus fáráðlingur, dómstólum, 45.000-100.000 embættismönnum, Kremlarbyggingum, eigin ónýtri mynt, eigin ónýtum seðlabanka, stjórnarskrá sem enginn kaus, þjóðsöng sem enginn valdi og fána sem enginn vill sjá. Þetta er Stál- og Kolabandalagið árið 2010. Getulaus Tröllkarl B. Afdalamannsson með vatttyppi og tóman pung á milli brauðfóta. Það eina sem vantar upp á núna er fullvopnaður her undir stjórn afdalamanna Evrópusambandsins.  

Það sem átti að vera eins konar fyrirbyggjandi flogaveikislyf fyrir Frakka og Þjóðverja er nú orðið að drykkjarvatni fyrir fíkla, fífl og dópista niðri í Kreml-Brussel-B.

Gríski P.I.I.G.S. rétturinn selst afar illa á lokuðu uppboði hinnar innvortis garnaflækju í skiptiborði Evrópusambandsins núna.

Frjálsir kjarasamningar í ESB í húfi segja Danir

Verkalýðsfélög opinberra starfsmanna í Danmörku eru lítt hrifin af þróun mála í ESB. Þau segja að Evrópusambandið sé á leið til að útrýma frjálsum kjarasamningum og að yfirtaka launamyndun í ESB með aðferðum sambandsins í Grikklandi núna. Meira um það hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn 


Myntbandalag ESB: Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn

Að þola lyfin 

Smyglarar, slökkvilið og brunalið myntbandalags Evrópusambandsins

Einn eftirsóttasti smyglvarningur á evrusvæðinu, smá 12 árum eftir að sjálfstætt gengi allt að 16 landa myntbandalagsins var lagt niður, er hagstætt og sjálfstætt gengi eigin gjaldmiðils sem passar við ástand efnahagsmála heima í einmitt hverju landi fyrir sig. Gengi sem passar við ástandið heima hjá okkur. Þessi lönd fengu það sem Bandamenn og Frakkar sömdu um þegar Þýskaland var sameinað á ný. Fast gengi við fasta nágranna sína í gegnum sameiginlega mynt. Þetta, sögðu sérfræðingarnir, átti að jafna út mismun og ójafnvægi í samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna. Þetta átti líka að stórauka - 300% sögðu sumir - verslun og viðskipti milli þeirra landa sem voru svo heppin að fá að koma með í þennan klúbb útvaldra ríkja með "fyrirmyndar" efnahag, eins og t.d. Portúgal , Írland, Ítalía, Grikkland og Spánn.

12 árum seinna, 23. janúar 2010: Growing imbalances between countries within the common currency are a "matter of serious concern for the eurozone as a whole", and these imbalances "can weaken confidence in the euro and endanger the cohesion of the monetary union"

 

En nú er kviknað í húsum nokkurra fastra nágranna. Þau standa í ljósum logum. Það slökkvilið sem löndin áttu alltaf heima hjá sér er nú læst inni í skáp sem er staðsettur í Brussel. Enginn veit hvort það megi nota vatn á eldinn eða ekki. Hann brennur því áfram, hægt en örugglega, öllum til mikils ama. Mestur er aminn og gremjan hjá þeim sem sögðu að þetta fyrirkomulag væri óbrennandi. Sögðu að slökkvilið elda væri úrelt. Sumir muna kannski ennþá eftir ákafanum og gleðinni þegar níunda rúgbrauðssymfónía Beethovens ýtti evrunni úr vör - án slökkviliðs.

Í Brussel er þessu alveg þveröfugt farið. Þar er það fullveldi og sjálfstæði nokkura þjóða með brennandi efnahag sem er hinn eftirsóttasti smyglvarningur af öllum. Menn geta varla stillt sig um að taka á varningnum. Brjóta upp kassana og éta sig fallþungaða af innihaldinu. Sérstaklega ekki eftir að það tókst svona afburða vel að smygla áhættutöku þorpara einkageirans, sem bankarnir tilheyra, yfir og inn í Maastricht-ríkisfjármála-sóttvarnargirðingu þeirra sérfræðingana sem lögðu niður slökkviliðið og settu í stað þess á stofn brunaliðið í Brussel. Núna nærir eldurinn sig á þessum bakteríum þorpara einkageirans sem skógur embættismanna í brunaliðinu átti að hafa eftirlit með. Eldurinn nærir sig á ávöxtum skattgreiðenda sem eru þar með komnir í gíslingu. Þetta átti ekki að geta gerst því það var búið að skrifa í skjöl sóttvarna að þetta væri bannað. Þess vegna er myntin sameiginlega nú orðin meira til ógagns en jafnvel spádómar flestra efasemdarmanna buðu upp á frá byrjun.

12 árum seinna, 23. janúar 2010: With surveillance reach growing and the debate moving into the area of political sanctions being applied by over-arching Brussels bureaucrats, «Europe» is making a power-grab for the purse-strings of the member states that fund it.It's not new but Greece easily represents «a turning point in the history of monetary union,» which was the 1999 creation of the shared euro currency, says Royal Bank of Scotland economist Jacques Cailloux.

 

Nú er ástandið svo slæmt að jafnvel brunaliðið í Brussel er komið á hvolf. Núna segir Brussel að það sé einmitt mismunurinn á samkeppnisaðstöðu og samkeppnishæfni á milli hagkerfanna sem sé að eyðileggja myntina. Hafið þið heyrt það betra? Það sem myntin átti að lækna er nú að eyðileggja sjálfa myntina. Þetta svarar til þess að læknir skammar sjúkling sinn fyrir að vera veikur því veiki hans eyðileggi virkni lyfsins sem hann gaf sjúklingunum við sjúkdómnum. Læknirinn segir núna að sjúklingurinn verði fyrst að verða heilbrigður til að geta þolað lyfin sem áttu að lækna sjúkdóminn sem lyfin voru framleidd til að lækna. Halló!

12 árum seinna, 23. janúar 2010: «Let us be clear: in the past, some national politicians have resisted stronger mechanisms of governance» in Brussels, Jose Manuel Barroso, who heads the European Commission, the body that drafts and enforces EU laws, said last week.«I hope that... all EU governments will now recognize the need for full ownership of Europe 2020 and for a truly coordinated and coherent action in economic policy,» he said, referring to a new strategic framework.

 

Því segir formaður brunaliðsins í Brussel nú að brunaliðið þurfi bráðnauðsynlega að slá eignarhaldi sínu á alla Evrópu. Ekkert minna dugar til. Þeir sem skilja þetta ekki valda formanninum vonbrigðum. Já sjúklingurinn veldur vonbrigðum. Hann passar ekki við lyfin. Þó hafa engar stökkbreytingar átt sér stað á Evrópu, a.m.k ekki hin síðustu nokkur hundruð ár. Svo mun einnig verða áfram. Evrópska apótekið er ekki orðið neitt smá batterí núna, ekki frekar en fyrri daginn. Engum virðist lengur detta í hug að láta sjúklinginn bara í friði. Tilraunalækningar Evrópu halda áfram.

DerSpiegel | EuObserver | Eurointelligence | Kathimerini

Meira 

Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu 

 


Aðalvandamálið er evran - að segja sig úr myntbandalaginu og ESB á einni nóttu

Stöðugleiki myntbandalaga 

Miklar vangaveltur.

Grikkland; nú eru góð ráð dýr, eins og venjulega. En slæm ráð geta líka verið alveg eins kostnaðarsöm. Forsætisráðherra Grikklands segir að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. Fjármálaráðherra Grikklands segir að landið þurfi ekki hjálp. Seðlabankastjóri Grikklands er einnig sendur út með skriflega tilkynningu í FT - sem sennilega að mestu er stíluð á forsætisráðherra Grikklands. Seðlabankastjórinn er einnig á sama tíma fulltrúi Grikklands í stjórn seðlabanka ESB. Óvíst er hvort markaðirnir trúi á orð grísku ríkisstjórnarinnar.

En hvað nú? Fyrir það fyrsta, ef ég væri forsætisráðherra Grikklands, myndi ég hafa sagt nákvæmlega það sama og haldið áfram að segja þetta sama á meðan ég auðvitað gerði eitthvað allt annað. Íbúar Grikklands eru um 11,3 milljónir. Þessir íbúar eru nýlega búnir að kjósa þessa ríkisstjórn Grikklands til valda. Hún var kosin vegna þess að hún lofaði betri opinberri þjónustu og meiri velferð. Ef Grikkland er sent í það erfiða ferðalag að skera niður stóran hluta opinberra útgjalda, lækka laun stórkostlega og þrengja að almenningi, ungmennum, börnum og gamalmennum, frá öllum hliðum, þá held ég að það ferðalag muni reynast hvaða grísku ríkisstjórn sem er ákaflega erfitt - og jafnvel ómögulegt. Nema menn vilji aftur fá her- og/eða einræðisstjórn til valda í Grikklandi.

Flestir sem hafa vit á efnahagsmálum segja að það sé óðs manns æði að ætla að reyna að koma á jafnvægi í ríkisfjármálum á krepputímum án þess samtímis að hafa fulla möguleika á að auka samkeppnishæfni hagkerfisins og þar með láta stóraukinn útflutning um að vinna stóran hluta þess erfiða verks. Það getur Grikkland ekki gert með evru sem gjaldmiðil landsins. Grikkland virðist því sitja fast. En mun Grikkland gera það? Mun það láta setja sig fast?

********************

If a country left the eurozone abruptly, it would need to find temporary ways to separate its share of the euros from the rest. In the early 1990s, the Czech Republic and Slovakia chose to stick distinguishing stamps on their banknotes. We had thousands of people working day and night, putting tiny stamps on nearly 80 million old Czechoslovak banknotes, Mathes said. The Czechs affixed different stamps to their portion of the old notes and the currency was thus divided. Each side eventually printed its own currency, and the stamped notes were withdrawn and destroyed.

********************

 

Síðasta þjóðaratkvæðagreiðsla sem haldin var í Grikklandi var haldin árið 1974. Þá ákvað þjóðin að leggja niður konungsembættið. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1973, var ákveðið að leggja konungsveldið niður og stofna lýðveldi. Í þjóðaratkvæðagreiðslunni þar á undan, 1968, samþykktu 92% kjósenda nýju stjórnarskrá herstjórnar Grikklands. Síðan 1974 hafa ekki verið haldnar neinar þjóðaratkvæðagreiðslur í Grikklandi. Ekki ein einasta um ESB eða evru. Ekki um svoleiðis smámál. Því auðvitað er bæði ESB-aðild og evra smámál miðað við stofnun gríska lýðveldisins.

Því segi ég aftur og aftur eins og forsætisráðherra Grikklands segir núna, að engar líkur séu á að Grikkland yfirgefi myntbandalag Evrópusambandsins. En svo kemur nýr dagur á morgun. Ef menn eru duglegir á milli daga, þ.e. á nótunni, þá er hægt að gera ýmislegt á einni nóttu - og hvað þá yfir eina heilaga helgi. Ekki þarf að hafa áhyggjur af því að spyrja þjóðina um neitt í sambandi við ESB. Svo hér höfum við alveg frjálsar hendur á heimavelli. Það er algerlega það mikilvægasta, að hafa fulla stjórn í eigin húsi. Það mun því koma sér vel að hafa aldrei spurt þjóðina að neinu í sambandi við ESB. Það gerir þetta allt miklu auðveldara.

********************

The value of the currency of the country leaving the eurozone is certain to plunge vis-à-vis the euro, so its citizens would remove stamps en masse, thus converting them to the more valuable original euros. Another physical solution, Mathes says, it to laser-engrave distinguishing marks onto the portion of the euros, which would have been allocated to the country departing the eurozone. This can be done relatively quickly and would make the currencies irreversibly different, said Mathes, adding “but I suspect that the European Central Bank will not look kindly on a state burning holes in its currency.

******************** 


Líklega myndu engin lagaleg atriði flækjast fyrir úrsögn Grikklands úr ESB á einni nóttu. ESB hefur varla hirt um að búa til nein sérstök lög þar að lútandi því engum var ætlað að komast þaðan út aftur. Það er svo margt sem ESB hefur aldrei dottið í hug að myndi koma og því síður hefur ESB hlustað á þá sem vöruðu við einmitt þessari stöðu. 

Nei, stærstu vanamálin yrðu peningamálin og fjármálamarkaðirnir. Hvernig getum við lagt niður evruna á einni nóttu eða á einni helgi. Það er aðal málið. Er það yfir höfuð hægt? Ég spyr. Við vitum að eftirleikurinn yrði líklega hryllingur. En hann myndi þó ganga yfir. Grikkland á líka her og er í NATO. Auðvitað yrði erfitt að fela þann undirbúning sem einnar náttar úrsögn krefðist. Sennilega mun erfiðara en að fela 10% fjárlagahalla í 10 ár fyrir Brussel. Bankar, hraðbankar, sjálfsalar, stöðumælar, bílastæði, leigubílar, búðarkassar - og svo að koma nýjum seðlum og mynt í umferð strax. Ekkert smá mál, en þó kannski ekki óviðráðanlegt. Grikkland er ekki öfundsvert. Aðstaða landsins ómöguleg í alla staði.

Ég rakst á 11 ára gamla ritgerð um þetta efni og datt í huga að áhugavert væri að skoða hana. Þetta er ritgerð um upplausn ríkja- og myntbandalags þeirra tveggja ríkja sem áður mynduðu ríkið Tékkóslóvakíu. Ritgerðin heitir "Stability of Monetary Unions: Lessons from the Break-up of Czechoslovakia". Hún er eftir Jan Fidrmuc, Julius Horvath og Jarko Fidrmuc. Hér er einnig slóð á bloggfræslu Tomas Valasek sem ræðir við meðlim úr stjórn Slovak National Bank, Ján Mathes, um hvernig seðlar voru aðgreindir þegar myntbandalag Tékklands og Slóvakíu var leyst upp þann 3. febrúar 1993; Ritgerðin PDF | Bloggsíðan

Já. Fleiri svona og oft daglegar fréttir hér í glugganum á tilveraniesb.net

Fyrri færsla

Evran að verða Lehmansbræðra mynt Evrópu. Aðalritarar miðstjórnar ESB undirbúa nýja 10 ára áætlun.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband