Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2018

Framsóknarmenn hugi að mörkum sínum

Sjá frétt Morgunblaðsins að neðan:

Upplýsandi umræða í Jerúsalem: Yoram Hazony og George Weigel: "Modernity, Religion and Morality"

****

Hvernig má það vera að hægt sé að hafa menntað sig í sagnfræði og meiri sagnfræði og þýskum bókmenntum og svo einnig í "alþjóðaviðskiptum", en samt ekki vita neitt um heiminn sem hún býr í. Er þetta vísvitandi vitsmunalegur umskurður á mannkynssögunni og menntakerfi Vesturlanda, eða er þetta einmitt það sem er að á Alþingi í dag. Að þangað safnist fólk sem er hámenntað í heimsku. Manni ofbýður einfeldningsháttur af þessu dagi. Enn einn clueless komin á þing

Ætti þá ekki að banna bólusetningar barna líka? Þar er vopni stungið í varnarlaust barn og framandi efni dælt inn í líkama þess. Held að framsóknarmenn verði að endurskoða þessa dellu sína, nema að þeir vilji að kjósendur sturti þeim út með þeim fóstureyðingum sem þeir hafa lagt blessun sína yfir í stútfullu landi af getnaðarvörnum og steingeldum Líberalistum

Hvað er að þessu fólki? Veit það ekkert? Því ef þetta gengur fram þá mun enginn gyðingur geta búsett sig á Íslandi né fæðst hér af íslenskum foreldrum. Skömm okkar í meðferð á Gyðingum er enn sótsvört frá fyrri tíð. Hví þetta hatur og fyrirlitning á því góða fólki sem hefur gefið okkur svo mikið? Gyðingar gáfu okkur Vesturlönd

Held að Framsóknarmenn þurfi að fara að huga að mörkum sínum. Þeir eru hættir að þekkja muninn á sínu fé og annarra, enda hafa þeir brugðist stétt bænda. Brugðist fjárhirðunum Abraham, Jakob, Móses og Davíð. Allir saman sauðfjárbændur sem halda hjörð sinni saman, en sundra henni ekki. Sama hvaða baráttu það kostar

Fífl!

Fyrri færsla

iPhone-X sagan, "sérfræðingar og markaðir"


mbl.is Vilja stöðva frumvarp Silju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

iPhone-X sagan, "sérfræðingar og markaðir"

Uppgjör Apple H/F kom í gærkvöldi eftir lokun markaða og það var það besta í sögu fyrirtækisins. Ég hlustaði samviskusamlega á opinn símafund almennings-hlutafélagsins, eins og ég hef gert frá upphafi. Þetta fyrirtæki er ekki bara venjulegt fyrirtæki því það stendur ekki bara fyrir "bréfi", heldur heilum flokki eigna (e. asset class) á markaði og er í dag líklega verðmætasta fyrirtæki á plánetu okkar

Staðfestist nú hér að í þessum -og því miður flestum öðrum efnum- vita fjölmiðlar nákvæmlega ekkert um mörg þau mál sem þeir fjalla um. Þeir apa bara apið upp eftir öðrum öpum; þ.e. sérfræðingaveldi veraldar

iPhone X var vinsælasti síminn allan þann tíma sem hann var til sölu á síðasta ársfjórðungi, þvert á það sem stendur í frétt Mbl hér að neðan og einnig í flestum öðrum fjölmiðlum veraldar. Hverja einustu viku sló hann sölumetið á öllum mörkuðum. Hann var til sölu frá og með í nóvember, og það var ekki fyrr en eftir sex vikna harða reið að Apple hafði tekist að anna pantana-biðröðinni sem myndast hafði í vefverslun þeirra. Viku fyrir jól varð iPhone X svo fáanlegur í verslunum og allan janúar hefur hann verið söluhæsti síminn sem fyrirtækið er með á boðstólum

Þessi sími er að grunni til of fullkominn og tæknilega nýstrálegur til að greinendur skilji það. Nema náttúrlega að leikur þessara svo kölluðu "greinenda" sé sá hinn sami og hann hefur verið flest árin sem nýir símar frá Apple hafa komið á markað. Sá leikur hefst með því að (1) svo kallaður "viðskiptafjölmiðill" í Asíu (til dæmis Nikkei - Asian Review) kemur með "frétt" (fake news) um að íhlutaframleiðandi fyrir Apple sé að skera afhendingar til Eplisins niður um helming, vegna þess að hann seljist ekki. Þar næst (2) sýpur allt Wall Street umstangs-umhverfið hveljur til að tala bréfin í Apple niður, svo að (3) þeir geti lánað þau ódýrar til að selja þau til að koma þeim enn neðar. Svo reynast fréttir fjölmiðlanna nær undantekningarlaust rangar og Apple kemur með uppgjör sem sýnir að enginn fótur var fyrir neinu, og þá (4) hækka bréfin fljótlega aftur (eignahluturinn í fyrirtækinu) og orðróma-versmiðjan selur lánsbréfin með miklum hagnaði. Þetta er ferli sem endurtekið hefur sig eins og klukka frá og með árinu 2013, en þá varð hún reglubundið tikk-takk þvaður

En staðreyndin er sú að nær allir "greinendur" hafa aldrei skilið Apple sem fyrirtæki og þeir munu aldrei gera það, enda er það hið eina raunverulega hlutverk sannra tæknifyrirtækja að þau skilji ekki nokkur maður. Það er svo, vegna þess að þau eru einmitt trú sjálfum sér við það að vera harðkjarnatæknifyrirtæki og ekkert annað. Þau halda ekki fyrirlestra út um bæ og borg um hve snjöll þau eru. Og þau eru sem minnst að troða sér fram í aulapressu veraldar. Borða bara sínar kleinur og afhenda áratug eftir áratug nýjungar sem varla neinum manni hafði dotti í hug að þau myndu koma með. Um leið og greinendur skilja tæknifyrirtæki þá þýðir það, að þau eru þar með hætt að vera sönn tæknifyrirtæki

Þegar Apple opnaði fyrstu verslun sína árið 2001, var hlegið innilega að þeim af greinendum sem fjölmiðlar apa sitt ap upp eftir. Í dag er velta verslananna meiri en velta allrar miðasölu á kvikmyndir og leikhús (box office) í öllum heiminum. Vörulína Apple í verslunum fyrirtækisins byggir á aðeins sex vörum sem fyrirtækið framleiðir. Tölvur, tölvusímar og handtölvur og dóti í kringum þau

Apple var síðast bandarískra tæknifyrirtækja til flytja hluta framleiðslunnar til útlanda, því þeir trúðu á Bandaríkin og bandarískt vinnuafl. En þegar "allir" eru komnir þangað út, þá vandast málið samkeppnilega séð fyrir þá sem eru þar ekki. Það kæmi mér ekki á óvart ef að Apple yrði fyrst til að flytja framleiðsluna að mestum hluta til heim á ný - og nýstárgera hana einu sinni enn, því verksmiðjur þeirra í Bandaríkjunum voru einmitt mjög svo nýstárlegar þegar þær voru að mestu leyti þar

Við lifum á óöld sérfræðinganna og veldis þeirra sem klessti veröldinni í að því er virðist óbætanlega klessu árið 2009. Frá 1945 til 2009 tókst þeim að brenna veröldina svo af, að lítil von er til að heimurinn rétti úr kútnum með þeirra aðstoð. Þetta stóð sérfræðinga tók við af gamla aðlinum og kóngaveldinu, eftir að stutt hlé hafði verið á áhrifaveldi þess frá og með bresku iðnbyltingunni og fram til 1945, sem er hátímabil sjálfsákvörðunarrétts þjóða í mannkynssögunni. Eftir heimstyrjöldina var vegna fips, fums og gepólitískra atburða, ákveðið að "sérfræðingar" þyrftu að koma að stjórn heimsins því stjórnmálamönnum hafði fipast. En þetta var dellukenning sem átti við engar staðreyndir að styðjast. Nú hefur þetta sér-fræðingaveldi náð svo langt, að í stað þess að hringja í aðalinn sem yfirsmekksdómsvald yfir lýðnum, þá er hringt í örvita og einskis nýtt sálfræðingaveldi og næringar(skorts)fræðinga til að komast á klósett eða til að forða fólki frá því að deyja úr hræðslu við eitt hárfínt bein í fiski. Fólk er almennt orðið svo lamað af hræðslu að það er gangandi taugahrúgald í tískufötum

Ameríski draumurinn á meira að segja undir högg að sækja. En hann gerði konum til dæmis kleift að lita hárið sitt bleikt ef þeim sýndist svo, án þess að vera gert skylt að hringja fyrst í hirðina til að fá staðfestingu á því að slíkt væri þeim heimilt. Evrópa saup hveljur og kennir Ameríkönum um að hafa troðið inn á sig hamborgunum, pítsum, bleiku hári og stærri brjóstum. Allt saman fyrirbæri sem komust við illan leik til Evrópu, eftir að yfirdómaraígildi kóngaveldis álfunnar í formi menningar(fá)vita og sérfræðinga var spurður álits um hvort slíkt mætti. Bandaríkjunum var að sjálfsögðu skítsama um hvað evrópskir álfar átu og gerðu. Þeir átu bara sína kleinuhringi í hring og héldu áfram að lita hárið bleikt, stækka brjóstin og háma í sig óætið. Þeir höfðu frelsi til þess. En Ameríkönum kennir samt Evrópa um allt, eftir að öll álfan hafði beiðið í hlægilegri 30 ára biðröð eftir leyfi menningar- og sérfræðingaveldis álfunnar til að fá sér einn hamborgara

En þetta veldi er að hrynja í dag. Sérfræðingarnir reyndust ekki vera sérfræðingar. Þeir eru einungis enn ein nýju föt gamla keisarans. Miklar breytingar eru því í vændum þar sem rífa þarf heiminn upp úr forarsvaði sérfræðinnar. Og mun það í sumum löndum jafnvel leiða til blóðugra byltinga, því óefnið er orðið svo mikið að enginn hagvöxtur getur lagfært misþyrmingu sérfræðingaveldisins á þjóðum Vesturlanda, þar sem millistéttin og neðri millistéttin var skilin ein eftir á fjóshaug alþjóðavæðingar og esb. Rúllustiginn upp í lífi þessa fólks var tekinn úr sambandi og þrep-1 þess stiga var með henni gert að lífslöngu refsistigi á krataforheimskandi, andþjóðlegu og framfarabanvænu altari líberalismans

Fyrri færsla

Odda-samsteypan þolir ekki hálaunaða íslenska kúnna


mbl.is Telur að Apple hætti framleiðslu á X
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband