Leita í fréttum mbl.is

Innistæðutryggingakerfi Evrusvæðis drepið í fæðingu - þýskir bankar "fullir af eitri"

Forsætisráðherra Ítalíu, Matteo Renzi, drap í ítalska þinginu í fyrradag tilraunir jötunuxa myntbandalags Evrópusambandsins til að koma á sameiginlegum innistæðutryggingum í bankakerfum hins deyjandi myntsvæðis. Tilraunir sem háðar eru vissum forsendum sem útflutningssteikt Þýskaland krefst. Renzi sagðist beita neitunarvaldi gegn tilraunum Þjóðverja til að takmarka ríkisskuldabréfaeignir banka evrusvæðis. Þar með er óhugsandi að tillögur um innistæðutryggingakerfið nái fram að ganga. Og Þýskaland getur ekki gengið gegn Ítalíu án þess að skjóta sig í báða fætur

Enn fremur sagði ítalski forsætisráðherrann að þýskir bankar væru barmafullir af eitruðum og einskis virðis úrgangi þýskra fjármálagjörninga og í raun aðeins lifandi lík. Nefndi hann sérstaklega Deutsche Bank og Commerzbank sem dæmi um líkkisturekstur fjármálastofnana Þýskalands. Fólk ætti frekar að beina spjótum sínum að þýskum bönkum í stað ítalskra banka, sagði hann

Virði hlutabréfa í Deutsche Bank nálagst nú hratt núllið og ólögmætið. Þau eru fallin um 85 prósent síðan í maí 2007 og er virði bankans nú lægra eða svipað og það var er heimurinn í ESB var að farast í upphafi þúsund þátta neyðarfundaseríu árin 2008 til 2009. Atburðarrás er varir enn í hinu pólitískt- og peningalega gjaldþrota myntbandalagi Evrópusambandsins. Já, evran kemur - líklega á undan Rússunum

Evrópa, fyrir tilstilli sjálfrar tilvistar Evrópusambandsins, er komin í óafturkallanlegt upplausnarferli sem enginn veit með vissu hvernig endar. Og upplausn Evrópusambandsins, sem hófst um leið og það var stofnað, er aðeins ein byrjunin á þeim tryllingi. Komandi ríkisgjaldþrot Kína mun heldur ekki sprengja nein blóm "Sonderwegar" út úr bergnumdu fjármálakerfi Þýskalands í vöggu Hegels. Kína mun fara í greiðsluþrot innan næstu 10 ára - ef vel gengur

Fyrri færsla

Já, raunveruleikinn hélt síðan áfram


mbl.is Helgi Hjörvar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það er langt og sársaukafullt dauðastríð Evrópusambandsins, en líklega óhjákvæmilegt. Almenningi er slétt sama því hann hefur áttað sig á að Brusselbatteríinu var aldrei ætlað að gæta hagsmuna  hans.

Ragnhildur Kolka, 19.2.2016 kl. 14:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ragnhildur

Mikið rétt. Evrópusambandið hefur aldrei haft neitt með fólkið í ESB-löndum að gera. Það er einungis innbyrðis valda-vegasalt hins pólitíska veruleika Frakklands og Þýskalands, og sem spunnið hefur kögglinum 26 ríkjum utanum sig. Kom ofan frá og var dregið yfir höfuð borgaranna algerlega að nauðsynjalausu. Það hefur gert allt verra viðureignar í Evrópu. Stjórnleysið ríkir og eina símanúmer Evrópu sem virkar er í Moskvu. Allt annað er óstjórnanlegt (ungovernable) og pólitískt eitrað síki.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.2.2016 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband