Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2016

Theresa hefur herinn - eins og Oliver

Úr myndinni: Cromwell 1971

Er hægt að komast hjá því að hugsa aftur í tímann þegar maður heyrir um upphafið á útgöngu Bretlands af meginlandi Evrópusambandsins. Svona er að koma nýja keisaranum af ESB fyrir í lagabálkum ríkja sem börðust öldum saman fyrir einmitt því að vera án þannig drottnandi keisara. Í Bretlandi er þessa dagana meira að segja rætt um að dómarar séu einnig menn sem sýkst geta af veirum, eins og til dæmis ESB-veirum. Kirkjuatriðið í myndinni er einnig vel þess virði að horft sé á það aftur, sérstaklega með augum okkar Mótmælenda. Já, vér mótmælum enn. Þessi mynd var, og er enn, hreint afbragð og leikur Richard Harris einstakur. Minna má á að þeir sem kusu að Bretland yfirgefi Evrópusambandið, voru af flestum þeim sem búa til opinbert álit, sagðir vera "venjulegt fólk", e. ordinary people, og skoðun þess því lítils virði

 

Fyrirlestur. Evrópa: Dæmd til styrjalda?

Ungverjinn George Friedman, andlegur og vitsmunalegur stofnfaðir Stratfor 1996, hélt ágætisfyrirlestur um ESB-Evrópu í Chicago í fyrra. Ég mæli með þessum fyrirlestri á meðan við bíðum eftir honum Bjarna okkar

Fyrri færsla

Donald Trump hlýtur þá að sigra


Donald Trump hlýtur þá að sigra

 

Donald Trump að snæðingi 500 px

Donald Trump: vondur, vondur, vondur

Af hverju segi ég það? Jú vegna þess að 370 hagfræðingar og sex þeirra með Nóbel í vasanum, hafa rétt í þessu ritað opið bréf til bandarísku þjóðarinnar þar sem þeir vara hana við að kjósa Donald Trump. Þá hlýtur Trump að sigra kosningarnar

Við sáum þetta fyrst hér heima þegar sammála-hagfræðingar vöruðu Íslendinga við að afneita norður-kórensku Icesave frystikistunum. Svo kom Brexit og þar vörðuðu tja, já þúsund hagfræðingar bresku þjóðina við því að hefja útgönguna af Egyptalandi Evrópusambandsins

Vonandi koma fleiri svona bréf frá elítunum sem vita allt. Já Trump hlýtur að sigra

 

Julio Iglesias 1981

Mér fannst Julio bestur þarna, árið 1981. Nokkrum árum áður en hann varð algerlega heimsfrægur. Þarna var hann algerlega einstakur. Það fór honum ávallt langsamlega best að syngja á móðurmálinu. Þvílík rödd, en sem nýtur sín best á spönsku, eins og til dæmis hér

Fyrri færsla

81 prósent kjósenda Samfylkingar eru farnir


81 prósent kjósenda Samfylkingar eru farnir

Samfylking - alþingiskosningar 29 október 2016

Mynd: Evrópska Samfylkingar bölið: ESB

Næstum 81 prósent kjósenda Samfylkingar hafa yfirgefið flokkinn. Eftir standa hin berandi málefni Samfylkingarinnar allsnakin. Þau eru þessi: 1) að afsala fullveldi og sjálfstæði Íslands yfir til Evrópusambandsins: þ.e. landsala. Og 2) að kollvarpa stjórnarskrá lýðveldisins: þ.e. niðurrif til að opna fyrir landsölu

Í þessum kosningum hurfu 55,2 prósent kjósenda flokksins í pólitískri sjálfssprengjuárás hans á sjálfan sig. Þegar hið innra mannfall síðustu tveggja kosninga er lagt saman, þá hafa tæplega 81 af hverjum 100 kjósendum flokksins yfirgefið hann

Þannig mun fara fyrir öllum þeim íslensku stjórnmálaflokkum sem berjast fyrir þessum ömurlegu málefnum. Þeir tortíma sér, en ekki Íslandi. Við sjáum til þess. Og vér eigum endalaust magn af brakandi þurru púðri eftir. Hvar sem þið byggið virki ykkar á ný, munum við koma eftir þeim, og í rústir þau leggja

Fyrri færsla

Kosningasigur Sjálfstæðisflokksins


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband