Bloggfærslur mánaðarins, mars 2015
Þriðjudagur, 31. mars 2015
Aldrei aftur, fyrr en kannski nú?
Stigmögnun (e. Escalation)
Nýtt normal
Einhvern veginn er sú hugsun jafnvel sannfæring sem svo margir báru hið innra með sér í nokkra áratugi, að ný styrjöld í okkar hluta heimsins væri óhugsandi, já, það er eins og að sú hugsun sé að veslast upp. Og frekar fáir virðast taka eftir uppgufuninni
Ein af annarri eru þær bremsur sem halda sannfæringunni stöðugri, farnar að stynja, marra og gefa sig jafnvel í að gefa sig. Glussinn er byrjaður drjúpa. Fitublettir eru á jörðinni. Það hriktir í járninu. Ryðflaga fellur hér og önnur ryðflaga fellur þar. Svo virðist sem að eitthvað sé ekki lengur eins og það átti að vera
Bilun, lélegt viðhald eða hvað? Heilabilun er örugglega ein skýringin og hún sést strax þegar horft er á þá stigmögnun sem átt hefur sér stað meðal þingmanna til dæmis stjórnarandstöðunnar hér á Íslandi. Þar sem nýtt-normal stigmagnaðra þjóðsvika, heimsku og skrílshegðunar hefur náð að festa rætur eftir að síðasta stigmögnun og bremsufall innan fjármálageirans bráðakvaddi þá menn á vettvang í gömlum en ávallt fölskum fötum sósíalismans, sem alltaf hefur elskað ófrelsi, fátækt og ánauð. Þar er allt bremsulaust og tryllingslegt eins og sést
Hélt ég að við hefðum séð það lægsta sem sést hefur í stjórnmálum þessa lands er þjóðsvikaríkisstjórn sósíalista Samfylkingar og Vinstri grænna nauðgaði kjósendum og umboðsönnum þeirra á þingi með svikaumsókn Íslands inn í Evrópusambandsbrjálæðið. Inn í samband sem nú kyndir elda undir álfunni með nýfengum eldspýtum svo kallaðra valdhafa þeirrar ófreskju, en sem enginn virðist gera sér grein fyrir hverjir eru
Miljörðum evra er hvert ár varið til að breiða út hugmyndafræði Evrópusambandsins, af því að ESB er versti óvinur Evrópu og gengur því illa niður. Hugmyndafræðilegur skítur selst ávallt illa nema að hann sé niðurgreiddur eða troðið ofan í fólk með andlegu eða jafnvel líkamlegu ofbeldi eins og sést. En þjóðsvikin eru þó það sem allir sjá og finna rotnunarlyktina af
Fyrri færsla
Ný fangelsisbygging Evrópusambandsins vígð?
Miðvikudagur, 18. mars 2015
Ný fangelsisbygging Evrópusambandsins vígð?
Ólíkt hafast menn að.
Mittelpunkt Europas - nýjar aðalstöðvar ECB
"We Have Created a Monster"
- Thomas Piketty um evruna
10. mars 2015
"prisonniers de lEuro"
(prisoners of the Euro)
- Jacques Sapir um evruna
12. mars 2015
Á meðan musterisriddarar ESB-umboðsleysisins hér heima leita eftir vernd í aðalstöðvum umboðsleysisins í Brussel sem er verndari stjórnmálamanna gegn kjósendum í löndum Evrópusambandsins þá hefur seðlabanki þeirrar ófreskju (e. monster) sem nú er að brenna Evrópu af í fullveldis kjarnakljúf evrunnar, laumulega flutt inn í nýjar aðalstöðvar bankans í Frankfurt, fyrir smá 200 miljarða, sem umboðslaust svarar til byggingu rúmlega tveggja Kárahnjúkavirkjana. Þessar nýju aðalsstöðvar voru vígðar í dag (væntanlega með evruskvettum). Þar inni íklæðast menn snjóþrúgum til að geta lætt sér út á peningagólf evrunnar sem hangir yfir kjallarakvikindum ESB-landa, er kjósendur nefnast
Og á meðan fer hæsta Jeroen Dijsselbloem fjall Hollands fram á að fjármagnshöftum verið skellt á Grikkland svo að björgunareyðilegging ríkis grísku borgaranna sletti ekki blóði á hið nýbyggða altari evrunnar í Mittelpunkt Europas í Frankfurt. Já, eftir 32 ára ESB-aðildarbjörgun hefur Grikkland náð þetta langt
Fari svo að Grikkland muni hrökklast úr evru, þá mun TARGET2 súgþurrkast það mikið, að ECB verður þá eiginfjárhagslega gjaldþrota og nýtt eiginfé þarf að sækja til handa bankanum í gegnum þjóðþing allra eftirlifandi 27 ríkja Evrópusambandsins. Hætt er við að margir núlifandi stjórnmálamenn hinna eftirlifandi ESB-landa kjósi frekar fjallgönguna upp í arnarborg Berchtesgaden, því að í dag er ekki 1999. Mikil reynsla er nú komin á evruna og er hún er vægt sagt hörmung á stóriðnaðarskala.
Þetta komandi þjóðargjaldþrot Grikklands, sem verður það stærsta í mannkynsögunni, mun því kalla á stórherta og stóraukna Brusselvernd til handa stjórnmálamönnum gegn kjósendum landanna. Því annars mun fjallið bíða þeirra. En þar er útsýnið fyrir Evrópu þó óneitanlega og freistandi gott, samkvæmt þekktri hefð. Í hverju skyldi þessi aukna og herta komandi vernd gegn kjósendum í þetta skiptið felast?
Og á meðan eru Frakkar farnir að íhuga Frexit, sem er nýyrði yfir þau grísku örlög sem menn eru farnir að gera sér grein fyrir að bíði Frakklands í evrufangelsinu, sem Jacques Sapir lýsir hér að ofan
Opnunarræðan var að venju stórkostleg:
"The new ECB headquarters are a symbol of the best of what Europe can achieve.."
Og hér eru myndir frá þessari opnun hinna nýju aðalstöðva ECB-seðlabanka Evrópusambandsins í dag. Í gær var hins vegar þýski bankinn Dusseldorfer Hypothekenbank þjóðnýttur af tillitssemi við húsnæðislánapappíra bankans sem liggja sem veð-tryggingar í hirslum þess seðlabanka sem vígði sínar nýju aðalstöðvar í dag. Ekki beint fordæmislega góð frétt til alþjóðlegrar aðspurnar eftirspurnar. Þið vitið; "covered bonds" Hvað næst?
Austurvellingar! - af hverju eruð þið ekki þarna? - að henda matvælum í þennan umboðslausa seðlabanka, ég spyr. Kunnið þið ekki þýsku? Mikið hlýtur þetta að enda rosalega vel
Fyrri færsla
Dear Edgars, Dear Commissioner Hahn,
Óeirðir í Frankfurt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Föstudagur, 13. mars 2015
Dear Edgars, Dear Commissioner Hahn,
Umboðslausum gjörningi fyrri ríkisstjórnar vísað til föðurhúsanna
He he
http://www.mfa.is/media/gunnar-bragi/Bref-ESB-ENS-pdf.pdf
Skál!
Gunnar
It's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off . .
- bump!, datt niður úr stólnum -
it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's off, it's OFF!
Þessu er þá lokið eins framarlega og hægt er að ljúka þessu máli. En það mun samt aldrei deyja svo lengi sem að Evrópusambandið verður ekki beinlínis orðið jafn líkamlega geislavirkt og Tjernobyl er jafnvel í hugum sósíalista
Ágætt og sjálfsagt væri að það kæmi staðfesting frá ESB um að Ísland sé ekki lengur umsóknarland á þeirra skrifborði. Og svo þarf að taka utanríkismálin föstum tökum á ný og snúa sér að vinnunni við hornsteina frelsis, lýðræðis, velmegunar, styrks og þjóðaröryggis
Þingmenn sæki umboð sitt til kjósenda
Ótrúlegt var að þeir (ESB) skyldu samþykkja og taka gilda umsóknina á sínum tíma; hún var nefnilega svona;
Stolinni bifreið Lýðveldisins með íslensku þjóðina innanborðs var 2009 ekið umboðslaust til Brussel (kosningasvik sósíalista Vinstri grænna sem virtu umboð kjósenda að vettugi og unnu forhertir gegn því). Svo heimta síðan sumir að það fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um þjófnaðinn; Ergo; Að haldin verði "þjóðaratkvæðagreiðsla" um að þjófar hins lýðræðislega umboðs fái að komast upp með þjófnaðinn og fái því bara að aka bifreiðinni áfram til Brussel.
Logið var einnig að þinginu um að þetta væri bara eins konar "könnunarleiðangur"! og þjóðinni neitað frá byrjun að koma beint að málinu áður en aksturinn með þjóðina til Brussel í bifreiðinni hófst. Þar með varð bifreiðinni endalega stolið og hún varð þar með að algeru og forhertu þýfi
Umsókn inn í Evrópusambandið verður hér með ekki aftur send, né ESB-aðild tekin upp á Alþingi að nýju, nema að uppfylltri þeirri sanngjörnu lágmarks kröfu að þjóðin sé spurð að því hvort hún vilji ganga í ESB að undangengnum samfelldum 10 ára 75 prósenta meiri hluta vilja hennar til þess, samkvæmt sérstaklega til þess gerðum óháðum skoðanakönnunum. Þennan vinnufrið á æðsta stofnun Íslendinga, Alþingi, algerlega skilið
Þetta þarf nauðsynlega að vera svona, því að þegar umsóknarferli (innlimunarferli) inn í ESB er lokið (svo kallaður samningur (innlimun) liggur fyrir) þá þýðir það að þá-þegar er fyrirfram búið að aðlaga Lýðveldið okkar að ESB og fyrirfram bylta því tilvistarlega, heimspekilega, lagalega, stjórnarfarslega og þjóðréttarlega og það telst þá og þar með formlega innlimað í ESB. Þá er þjóðaratkvæðagreiðsla um svo kallaðan "samning" einungis formsatriði og jafnvel ekki einu sinni bindandi. Stórkostlegt grundvallar skemmdarverk á lýðveldi okkar hefur þá þegar farið fram. Ekki er hægt að bakka út úr þeim gjörningi því búið er þá að umbylta landinu og eyðileggja
Umsóknarferlinu var breytt með tilkomu Acquis, eftir að Noregur sagði tvisvar sinnum nei og áður en að Austur-Evrópa fór inn í það sem svo varð að hugtakinu "stækkunarferli". Ég efast um að fólkið í löndum Austur-Evrópu hafi vitað um hvað var að ræða og hvers eðlis umsóknin inn í ESB var þá orðin, enda lítið hefð fyrir lýðræði í þeim löndum
ESB ætlaði sér þar með ekki lengur að láta hafa sig að niðurlægðum fíflum og breytti ferlinu þannig að ekkert ríki væri að sækja um nema að það væri stjórnarfarfarslega og pólitískt tryggt að það ætlaði inn. Ekkert er til sem heitir "könnunarumsókn". Hneisa er að þetta viðrini skuli hafa tekið á móti hinni stolnu bifreið og svo ofan í kaupið keypt hana. Hvað eru öll þessi "sendiráð" Evrópusambandsins að hugsa? Lifa þau nokkuð inni í lokuðum kassa? Þau eiga að þekkja pólitíska stöðu í það minnsta í nágrannalöndum sínum, í stað þess að básúna út áróðri í þeim.
Hvort hægt sé að draga Jóhönnu Sigurðardóttir, Össur Skarphéðinsson og Steingrím J. Sigfússon fyrir Landsdóm vegna stórkostlegrar vanrækslu og vangá í starfi og fyrir að afvegaleiða Alþingi, veit ég ekki. En það hljóta þó að liggja þung viðurlög við svona algerri vanrækslu og vanþekkingu í þessu máli, sem þau ráku með hrikalegum tilkostnaði og ef til vill skemmdarverkum á Lýðveldi Íslendinga. Nóg er að minnsta kosti til af vitnisburði frá til dæmis atkvæðagreiðslu númer 41079 vegna 38. máls á 139. löggjafarþingi Íslendinga, en þar áttu þjóðkjörnir umboðsmenn þjóðarinnar að starfa í þágu hennar og engra annarra
Hafi þeir á þeirri stund efast um umboð sitt fyrir hönd kjósenda til að sækja um innlimun Íslands í Evrópusambandið, þá áttu þeir ekki þar og á þeirri stund, að hafna beinni aðkomu þjóðarinnar að málinu. Svo þar er engin afsökun fyrir glapverkum þeirra
Fyrri færsla
Deutsche Bank féll á álagsprófi
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Fimmtudagur, 12. mars 2015
Deutsche Bank féll á álagsprófi
Bankastarfsemi Deutsche Bank í Bandaríkjunum stóðst ekki álagspróf FED þjóðríkisseðlabanka Bandaríkjanna. En þar hefur seðlabankinn fulla lýðræðislega lögmæta lögsögu yfir öllum bönkum og einnig yfir öllu peningakerfinu sem bankarnir í landinu starfa í. Seðlabankinn starfar í umboði fólksins sem byggir þjóðríkið Bandaríki Norður-Ameríku
Þetta er í fyrsta skiptið sem þýski Deutsche Bank er settur í álagspróf í Bandaríkjunum. Spænski Bank Santander féll hins vegar á álagsprófi FED í annað skiptið í röð
Þetta lokar á að þessir bankar geti flutt fjármagn (t.d. hagnað) frá Bandaríkjunum yfir til móðurfélaga sinna erlendis. Móðurfélag beggja þessara prófföllnu banka eiga heima í hinu heimilislausa evrupeningakerfi Evrópusambandsins sem er án sameiginlegs skattgreiðanda, lýðræðislegs umboðs og lögmætis, og hvers fjármálageiri er tvisvar sinnum stærri miðað við landsframleiðslu en fjármálageirinn í þjóðríki Bandaríkja Norður-Ameríku er
Þýska bankakerfið er þess utan þekkt fyrir gegndarlaust háa uppgírun eiginfjár (leverage). Þar marrar komandi krísa í hinum ríkisrekna og stjórnmálamannaknúna hluta þess, sem er stór, en þó ekki miðað við það sem koma mun frá hinum einkarekna hluta þess, er fram líða friðarstundir Evrópusambandsins. Fitch lækkaði lánshæfnismatið á Dusseldorfer Hypothekenbank niður í ruslflokk í gær, en hann tengist vopnasala-vinvæddum Hypo Alpe Adria bankanum í Austurríki, sem lesa má um í athugasemdum mínum frá 4. mars, hér - ásamt auðvitað stjórnmálamanna-knúnum Landesbanken LB. Við skulum ekki enn minnast á 416 þýskar bæjarútgerðir Sparkassen, sem friðarbandalagsfaðmar svo ákaft hina þýsku Landesbank
Samkvæmt áliti Financial Times er þetta til marks um hert viðhorf gagnvart erlendum bönkum í Bandaríkjunum, sem í krísum eru aðnjótandi þess að sitja við sama borð og þeir bandarísku. Seðlabankinn sýnir hér með að hann hefur sérstakar áhyggjur af hinum evrópsku erlendu
Allir bandarískir bankar sem prófaðir voru stóðust, en Bank of America þó með athugasemdum um úrbætur er varða matsaðferðir bankans á töpum og tekjum
Fyrri færsla
Þjóðverjar heimta að Schengen verði lokað
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 10. mars 2015
Þjóðverjar heimta að Schengen verði lokað
Í friðarbandalagi Evrópusambandsins faðmast sósíalistar sambandsins nú svo mikið og ákaft að púðurfriðarverðlaun Nóbelsins hljóta brátt að sprengja aðalstöðvahúsnæðið í Brussel utan af sér. En þar eru Nóbelsfriðarverðlaun Evrópusambandsins geymd, þökk sé til dæmis nytsömum fábjánum Noregs
Varnarmálaráðherra Grikklands (já yfirmaður hersins) er sagður hafa hótað Þjóðverjum því, ja, að senda múslímska óskabarna innflytjendur hönnunaryfirvalda Evrópusambandsins í kippum upp til Þýskalands, þar sem kínverjar Evrópu búa
Svar Þjóðverja er náttúrlega það að nú heimtar FAZ að hönnunarsleggjunni Schengen verði lokað og hún læst niðri í skúffu. Þetta er heimtað svo að forða megi Þýskalandi frá hönnunar höggum Scleggjunnar, sem eru að eyðileggja alla Evrópu, samkvæmt áætlun Evrópusambandsins
Mynt Þjóðverja, sósíalistísk evra, er nú fallin um rúmlega 32 prósent gagnvart Bandaríkjadal, ja
Nú hlýtur Pútín að fagna því að hugmynd KGB er nefnist "Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd" hafi verið innleidd fyrir tilstilli nytsamra fábjána Norðurlanda. All is now & therefore clear for he first-nuke strike, and so it will be, forever!
Húrra! Þeir munu ekki einu sinni getað haldið löndum sínum í 5 klukkustundir, ha ha ha! Hvað þá þær 48 klukkustundir sem Bandaríkin-NATO þurfa til að koma Evrópubjörgun á vettvang og borga fyrir það 75 prósent af útgjöldum banda-haha-lagsins - og sem brátt verða 85 prósent, því Evrópa er gjaldþrota, þökk sé Evrópusambandinu
Ó Sovét ESB, hvenær kemur þú
Fyrri færsla
Sósíalistar nasismans og Evrópusambandsins
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 6. mars 2015
Sósíalistar nasismans og Evrópusambandsins
Washington 1. desember 1862
Abraham Lincoln um Bandaríki Norður-Ameríku
the last best hope of earth
Nasisminn var og er ennþá Guðlaus stjórnmálahreyfing sósíalista. Sósíalistar nasismans stóðu fyrir þjóðnýtingu á fólkinu í þágu andþjóðríkislegs málstaðar, kúgunar einstaklingsins og heimsvaldastefnu. Sósíalismi nasista var nokkuð öflugri í praxís en Guðlaus sósíalismi kommúnista Sovétríkjanna, sem fór þá óskilvirkari leið, að þjóðnýta fyrst og fremst öll atvinnutæki, atvinnutækifæri, atvinnulíf og næstum því allt fjármagn í þágu sama málstaðar, sem var sá að leysa þjóðríki upp, kúga einstaklinginn og skapa heimsveldi (imperial state) og að lokum heimsyfirráð
Markmið sósíalista nasismans var að bakka Þýskalandi út úr leið þess inn í lýðveldi og lýðræði (Weimar) og aka því aftur inn í heimsveldið sem prinsinn Bismarck stofnaði í þeim eina tilgangi að bæta samkeppnisaðstöðu þess og einskis annars (álíka og er stofntilgangurinn með Evrópusambandinu í dag)
Markmið nasista var að leysa þjóðríkin upp og að þurrka út og útrýma því súrefni sem manngæskuberandi þjóðríki verða að anda að sér til að þrífast. Kæfa þjóðfrelsisöfl, sem einnig var sú stefna sem sósíalistar Sovétríkjanna viðhöfðu.
Hið áhrifaríka koncept sem af nasistum var nefnt Totale Krieg (allsherjar-styrjöld), fól í sér að allt fólk og allt sem í því bjó var notað í þágu styrjaldar sem átti að tryggja framgang og sigur málstaðarins. Karlar, konur, börn og gamalmenni voru þjóðnýtt í þágu baráttu valdaklíku fyrir sósíalisma nasista. Og sem leiddi til þess að rústa þurfti imperial-ríki þessa fyrirbæris af Bandamönnum til að kalla fram algera uppgjöf og frið á meginlandinu, eins og varð raunin með hrikalegum afleiddum hörmungum. Nasistar fórnuðu þjóðnýttu fólkinu eins og reyndar var einnig í skelfilegum mæli gert í Sovétríkjunum
Bandaríki Norður-Ameríku skópu svo skilyrðin fyrir friði og farsæld á meginlandinu. Þau gættu hans og vörðuðu aðgengi útflutnings og viðskipta frá meginlandi Evrópu út í hinn stóra heim. Þessa varðstöðu hefur þjóðríkið Bandaríkin staðið eitt í samfellt 70 ár
Nasismi sósíalista stóð einnig fyrir aftökum á svo kölluðum aðli (aristokrati). Hann var tekinn af lífi hvar sem hann spyrnti við fótum gegn sósíalisma nasista
Hefðu sósíalistar nasismans unnið styrjöldina hefði heimsveldi þeirra orðið svipað og Austur-Þýskaland og Sovétríkin voru undir sósíalisma kommúnista eftir stríðið. Ungliðahreyfingin Hitlerjugend hefði þá bara heitið Freie Deutsche Jugend-FDJ eins og hún hét í hinu þýska sósíalistaríki kommúnista
Eftir styrjöld sósíalisma nasista gegn mannkyninu komust sósíalistar nasismans til valda í báðum hinum aðskildu stubbum Þriðja ríkisins í öskubakka meginlands Evrópu. Bernhard Benning komst til dæmis fyrst til valda í Bank deutscher Länder og síðan í seðlabanka Vestur-Þýskalands, Bundesbank, sem pólitíkst iðkandi er fyrirsætan á málverkinu af ECB-seðlabanka Evrópusambandsins. Þar sat Benning í Directorate Bundesbankans fram til 1972, eða þar til að seðlabankastjórn Helmuts Schlesinger yfirtók myntbandalagsteikningar hans frá 1941, svo þær mættu á sem hagkvæmastan hátt nýtast komandi nýjum peningayfirvöldum yfir meginlandi Evrópu undir Evrópusambandinu, sem fullherti þær frá og með 1993, eftir aðdraganda er nefnist ERM
Þetta sannreyndist svo sem verandi mjög hagkvæmt, því að X-énarque elítuliði Frakkalands fannst og finnst enn að herseta nasista ofan á Frakklandi færi betur með landið og félli betur að hugmyndum þeirra um tæknilega þaulskipulagt einræði, en hið subbulega óskipulagða engilsaxneska lýðræði og (disorderly) kapítalismi að Vestan
Í Austur-Þýskalandi varð hinn fyrrverandi nasisti en ávallt sósíalisti Hans Bentzien menningarmálaráðherra Austur-Þýskalands á sjöunda áratug síðustu aldar og jafnframt sá síðasti sem gegndi embætti útvarpsstjóra Austur-Þýska ríkisútvarpsins á árunum 1989 til 1990 (Rundfunk der DDR)
Eftir styrjöldina héldu um tíma sumir áttavilltir hægri menn að Evrópusambandið væri það sem utan á því stóð, en svo reyndist eðlilega ekki vera. Evrópusambandið, þegar til kasta þess kom, reyndist fyrst og fremst vera skjaldborg evrópskra sósíalista. Massíft innflæði sósíalista kommúnismans er Berlínarmúr þeirra féll yfir Vestur-Evrópu, styrkti hinn sósíalistíska alræðislega grunn og virki Evrópusambandsins mjög svo. En það er einmitt það sem sambandið fyrst og fremst er í dag og sést það vel á því; það er ný skjaldborg sósíalista og þess vegna aðhyllast íslenskir sósíalistar sambandið svona krónískt í dag. Og efst á dagskrá sósíalista Evrópusambandsins er, eins og áður, að leysa þjóðríkin upp
Það kemur fyrir að menn láti um um stund afvegaleiða sig, alveg eins og þegar ég svo hörmulega óskaði Vinstri grænum til hamingju með kosningasigurinn vorið 2009. En þar með mjög ákveðnu kosningaprógrammi og loforðum sóttust þeir eftir og fengu skuldbindandi umboð frá kjósendum íslenska Lýðveldisins. Þá hljóp ég á mig. Ég kaus þá ekki, en asnaðist til að óska þeim til hamingju með kosningasigurinn og bað þá í góðri trú um að fara vel með völdin. Sem þeir gerðu ekki, heldur notuðu þeir þau til að nauðga kjósendum og brenna með fyrirlitningu á báli það umboð frá kjósendum sem þeir áttu að fara með og gæta. Eins og kunnugt er þá sækja þingmenn umboð sitt til kjósenda. Það eru ekki kjósendur sem sækja lýðræðið til þingmanna
Evrópusambandið er bæði Guðlaust, andlýðræðislegt og andþjóðríkislegt með imperial metnað. Og það er að lagalegum grunni alræðislegt fyrirbæri. Þar er einnig þjóðnýtt í þágu ákveðins málstaðar, sem er Evrópusamruninn. Sjálf stjórnmálin í Evrópusambandinu hafa jafnvel verið þjóðnýtt. Lagaleg heimspeki og stjórnarskrá Evrópusambandsins líkjast lagalegri heimspeki, dómstólum og stjórnarskrá Sovétríkjanna, þar sem aðeins kommúnismi sósíalista var leyfður sem lífsmáti innan landamæra ríkisins. Í Evrópusambandinu er það hins vegar aðeins Evrópusamruninn sem leyfður er sem lífsmáti innan landamæra sambandsins. Hann byggir á "hinni sérstöku hugmynd um Evrópu" og sem er undirstaða allra sáttmála, dómstóla og lagabálka sambandsins. Lengra nær hinn tilvistarlegi heimspekigrundvöllur Evrópusambandsins ekki. Þetta er totalitarian koncept
Til að skilja aðeins betur sósíalisma nasista er ágætt að lesa pólitíska greiningu Stebastian Haffner (þ. Anmerkungen zu Hitler | d. Hitler - en politisk analyse) sem kom út frá Ny Nordisk Forlag Arnold Busck A/S árið 1979 í Danmörku og árinu áður í Þýskalandi. Greiningin er talin sú besta og sönnust. Gömul dönsk kona, vinkona, sem áratugum saman hafði búið og starfað í Vestur-Þýskalandi, færði mér árið 2003 þessa, að því er virðist, sjaldgæfu bók að gjöf. Hún er ekki löng, bókin, þrátt fyrir löngusöguvillu svo margra í dag
Fyrri færsla
Bíddu, er þetta ekki sjálfur áður-utanríkisráðherrann?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 3. mars 2015
Bíddu, er þetta ekki sjálfur áður-utanríkisráðherrann?
Frétt Mbl.: "Fórnarlömb sjúks fjármálakerfis" (2. mars 2015 eKr.)
"Nei nei, við erum ekkert á þeirri leið"
Sem sagt: Eigum ekkert erindi þarna inn núna! Bíddu er þetta ekki sjálfur áður utanríkisráðherrann sem nú segir að Lýðveldið Ísland eigi ekkert erindi inn í Evrópusambandið, eins og sambandið er. Þetta er alveg makalaust. Þriggja þrepa ráðherrann gerir sér allt í einu ljóst að þegar maður er ekki heimilisfastur inni í púðurtunnu að þá er hægt að segja að maður eigi ekkert erindi þangað inn. Hvað skyldi annað útbrunnið þrep ráðherrans hafa sagt ef svo hörmulega hefði viljað til og fyrir hans tilstuðlan að Lýðveldið Ísland væri nú þegar heimilisfast inni í púðurtunnunni Evrópusambandið. Hvað hefði þá síðasta þrep ráðherrans sagt? Auðvitað hefði hann þá ekki sagt neitt og krafist þess að eyðilegging Lýðveldisins héldi viðstöðulaust áfram, svo að skattfrjálsar stöður ESB-elítu landsins kæmust ekki í uppnám. Jarmað ESB-sönginn áfram hvað sem það kostaði
Íslensku þjóðinni hefur af fyrrverandi og núverandi ráðherrum aldrei verið sagt frá því að Evrópusambandsaðild er óafturkræf sjálfseyðandi sporbrautarganga um sorpeyðingarstöð fullveldis og lýðræðis þar til að Lýðveldið Ísland er algerlega brennt upp til agna. En nú hrópar hann mamma mamma, ég orðinn bensínlaus!
Sósíalistískt gáfumannaveldi Evrópusambandsmanna á borð við þann sem hér kemur grenjandi upp úr rústum Evrópusambandsins og sem keimlíkt marx-lenínistum kennir "alþjóðlega fjármálakerfinu" (eftir hrun lesist: "vondum spekúlöntum") um, er vægast sagt aumkvunarverð tilraun til handaþvottar við vask númer eitt, tvö og þrjú í röð lyga um tollabandalagið fræga sem allt í einu á við "stjórnmálakreppu" að glíma. Hafið þið áður séð tollabandalag sem skyndilega hefur öðlast svo mikið eigið líf að það á allt í einu við "stjórnmálakreppu" að stríða? Nei það hafið þið ekki séð, því allt átti þar að vera svo "ópólitískt" og svo skinheilagt að jafnvel ókjörinn yfirstjórnmálamaður sambandsins, sjálfur seðlabankastjóri ECB-sogrörsseðlabanka Þýskalands, átti bara að vera "reglubundinn embættismaður", þ.e. bara eins konar "aðalritari vorsins" í pakkhúsi ESB
Evrópusambandið er ekki tollabandalag eins og reynt hefur verið að ljúga að þjóðinni og það er heldur ekki Evrópusamband. Það er einfaldlega þjóðríkisbanandi elítuveldi, ófriðarbandalag og stjórnlaus samkunda afglapa á háum launum
Það var Evrópusambandið sem eyðilagði til dæmis Landesbankakerfi Þýskalands. Og það var Evrópusambandið sem eyðilagði sanna verðlagningu og mat áhættu (risk premiums & risk spreads) í fjármálakerfum evrulanda. ESB heimtaði að öll ríki sambandsins fengju sömu vaxtakjör og sættu sama áhættumati. Það var meðal annars sagður sjálfur tilgangur myntbandalagsins
Evrópusambandið eyðilagði einnig Maastricht sáttmálann sem það upp á punt skrifaði og markaðsfærði sem eins konar heilaga ritningu til að blekkja almenning og alþjóðlega fjármálamarkaði með því að smygla áhættutöku einkageirans yfir á herðar skattgreiðenda. Byssu var síðan troðið upp í kjaftinn á evrulöndum og þeim skipað að sprengja þjóðfélög sín í loft upp til að bjarga þeirri fjármálabólu sem Brusselveldisklíkan bjó til og sem Myntbandalag Evrópuelíta nefnist, sjálfri evrunni, sjálfum Frankenstein fjármála í ESB
Er nú þetta allt sprungið sem stærsta fjármálabóla veraldarsögunnar framan í borgarna undir níunda rúgbrauðs tröllverki Evrópusambandsins. Það voru stjórnmálaembættismenn sambandsins sem bjuggu þetta viðrini og drápsvél velmegunar til með ERM og EMU. Slefið úr þessum fyrirbærum þeirra yfir Evrópu má rekja allar götur aftur til ársins 1977 og ostapólitíkur. Er evrusvæðið nú sem afleiðing þessa, hið versta efnahagsvæði veraldar og á sér litla sem enga framtíðarvon
Að fjármálamarkaðir hafi trúað lygunum sem flutu út úr aðalstöðvum Helgels Í Brussel er grátlegt. Þeir hefðu aldrei átt að lána þessu viðrini einn túkall með gati. Aldrei átt að trúa neinu því sem kom úr munni ESB-tölubana Brusselveldisins
Bandaríkin eru ekki í fullveldisáhættu eins og ríki Evrópusambandsins algerlega að þeim óspurðum eru höfnuð í. Í Bandaríkjunum er einungis tekist á í hefðbundnum átakastjórnmálum eins og alltaf hefur þar verið gert og kosningar í þeim eru virtar og völdin með glæsileika afhent næstu þjóðkjörnum fulltrúum bandarísku þjóðarinnar (transition of power). Í Bandaríkjum Norður-Ameríku hafa stjórnmál (politic) ekki verið þjóðnýtt eins og í Evrópusambandinu. Myntin Bandaríkjadalur er heldur ekki kirkjugarður ríkisstjórna, eins og evrusvæðið er
Trylltur, ofsafenginn og lygum varðaður áróður sósíalistaskjaldborgar ESB-lýðskrumara, er það sem hrjáir Evrópu í dag. Þetta ferðalag mun enda sem svo ömurlegt meginland taparanna, að það mun aldrei nokkru sinni eiga sér viðreisnar von. Evrópusambandið hefur drepið Evrópu og tendrað elda í veröldinni
Næsti kafli Jóns Baldvins, eftir hlé, mun svo fjalla um hvernig meira Evrópusamband (more Europe) á að bjarga Evrópu frá Evrópusambandinu. Hann mun heita; "bygging eldmúrs Evrópusambandsins gegn hagsæld og friði í allri álfunni", gjörið svo vel
Og svo var okkur að lokum sagt að gengju Eystrasaltslöndin bara í ESB og tækju upp evru, að þá væri þar ekki lengur neitt að óttast. Að þá gætu allir andað léttara. En hvað sjáum við í dag? Þarna hýrast menn ósjálfbjarga inni í hreysinu ESB og pissa evrum í leigðar og botnlausar buxur sambandsins
Ekkert er jafn eyðileggjandi fyrir frið og hagsæld í löndum eins og tilvist ríkis innan ríkisins. Evrópusambandið er sú hreina terpentína sem notuð er til að leysa ríkjaskipan þjóða upp. Sambandið og rotin heimspeki þess er einn mesti ófriðarvaldur sem heimurinn hefur séð öldum saman. Hvorki meira né minna. Evrópusambandið er eins og Brusselútgáfan af ISIS, en samt ennþá án hreinræktaðra morða. Það er Ríki í ríkinu sem brýtur niður ríkjaskipan veraldar; sjálfur óstöðugleikinn fullbúinn. Evrópusambandið er ein hættulegasta hugmynd veraldarsögunnar. Og eins og áður, eru krónískir sósíalistar því afskaplega hrifnir af henni. Á hvaða leið skyldi Jón Baldvin vera?
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 13
- Sl. sólarhring: 100
- Sl. viku: 232
- Frá upphafi: 1390862
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 138
- Gestir í dag: 12
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008