Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2013

Evran: beyond point of no return

Nú getur ekkert bjargað meginlandi Evrópu lengur

Jafnvel upplausn þjóðríkja myntbandalagsins og samruni þeirra í eitt ríki eða ríkisfjárlagasvæði er ekki nóg til að bjarga meginlandi Evrópu

Fljótlega eftir að fjármálamarkaðir heimsins gerðu sér grein fyrir slíkum fyrirætlunum, myndu þeir fara að óttast þá ófriðarhættu sem óhjákvæmilega skapaðist á myntsvæðinu vegna einmitt þannig tilrauna

Þjóðir myntbandalagsins, sjálft fólkið, vill hvorki leggja niður þjóðríki sín né lúta yfiráðum annarra yfir skatta- og ríkisfjármálum sínum

Stjórnmálamenn evrulanda og embættismannaverkið í Brussel eru þó nægilega heimsk til að reyna þetta. Hjá þeim er „meiri Evrópa“ alltaf svarið við öllu

Úr vandamálum evrunnar geta allir sem sjá og vilja lesið hversu gríðarlega mikilvægur hluti sjálfstæðis og fullveldis þjóðríkja sjálf myntmálin eru

En þjóðir myntbandalagsins myndu þó alltaf þiggja að fá að kjósa sig til auðæfa annarra, sé þeim boðið upp á það: kjósa sig til auðæfa þinna

Fyrri færsla

100 prósent atvinnuleysi á stóru hernumdu evrusvæði 

 


100 prósent atvinnuleysi á stóru hernumdu evrusvæði

Taki maður þær 19,2 milljónir íbúa 17 evrulanda sem eru atvinnulausir. Og hugsi síðan um þá óhugnanlegu tölu í samhengi við mannfjölda þeirra landa sem búa á hernámsvæði evrunnar, þá er niðurstaðan þessi:

Í eftirtöldum ríkjum eru 19,6 milljónir manns á vinnualdri. Umreiknað þýðir þetta þá að allir íbúar á vinnualdri í þessum löndum búa við 100 prósent atvinnuleysi

  1. Malta
  2. Lúxemborg
  3. Kýpur
  4. Eistland
  5. Slóvenía
  6. Írland
  7. Finnland
  8. Slóvakía
  9. Austurríki

Þessi lönd eru öll á hernámssvæði evrunnar

Mín spurning er sú hvort einhver hafi hugsað út í afleiðingar hins 30 ára langtímaatvinnuleysis næstum allra landa Evrópusambandsins, þar sem nú búa alls 26,5 milljónir manns við ESB-atvinnuleysi

Bankakerfi evrulanda virka ekki því þau búa á hernumdu hættusvæði evrunnar. Atvinna getur ekki skapast. Og fjárfestingar hrynja. Bókstaflega hrynja. Framlag fjárfestinga til mögulegs hagvaxtar á evrusvæðinu er neikvætt og hefur verið neikvætt á 11 af síðustu 16 ársfjórðungum. Og fjárfestingahlutfall fyrirtækja á evrusvæðinu hefur hrunið: bókstaflega hrunið, allar götur margra ESB-ríkja frá 1980

Þróun heildarfjárfestinga frá 1980 og til í dag er til dæmis átakanleg í Finnlandi. Hreint átakanleg. Miðað við árin áður en Finnland fór að fikta við ESB, segja sig úr EFTA og þjást í evrum. Þar er ríkir nú 8,2 prósent atvinnuleysi í kjölfar mesta hruns landsframleiðslu Finnlands síðan 1918. Finnland á ekki afturkvæmt út úr evru

Og nú hefur síðasta verksmiðja Nokia í Vestur-Evrópu lokað. Álverið í Straumsvík stendur hins vegar óhagganlega og framleiðandi fast, eftir heil 44 ár síðan 1969. Það er sennilega eitt og sér þjóðhagslega mikilvægara fyrir hagkerfi Íslands en Nokia er fyrir hagkerfi Finnlands nú. Það haggast ekki

Umbylting meginlands Evrópu yfir í hættusvæði er að takast með mikilvirkri nákvæmni. Uppskeran mun síðan eftir miklar komandi hörmungar á endanum líkjast nýju Evrópusovétríki. Lagaramminn og sáttmálarnir að einræðinu hafa þegar tekið sér stöðu yfir meginlandi Evrópu. Sem samkvæmt áætlun, loksins er komið beyond point of no return

Fyrri færsla

Sjáðu Davíð! Þarna helltum við öli þjóðarinnar niður: í Samfylkinguna!


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband