Bloggfærslur mánaðarins, október 2011
Föstudagur, 21. október 2011
Þeirra eigin orð í ESB; George Papandreou á kosningaaðventunni 2009
Mynd; Grikkland 10 ár í evrum og 30 ár í ESB
Núverandi ríkisstjórn Grikklands, undir forsæti George Papandreou sem einnig er forseti alþjóðasambands sósíalista, var kosin til valda eins og Samfylkingin og Vinstri grænir vegna þess að hún hafði lofað kjósendum betri opinberri þjónustu og meiri velferð í kosningabaráttunni sem leiddi hana til sigurs í þingkosningunum í október 2009
Í desember, aðeins tveimur mánuðum síðar, sagði þessi nýi forsætisráðherra Grikklands eftirfarandi um ESB-vandamálin sem upp voru komin í Grikklandi og þar með einnig í Brussel;
Launa- og verkafólk mun ekki þurfa að gjalda fyrir þessa stöðu mála; við munum ekki koma með frystingu launa, launalækkanir né niðurskurð. Við vorum ekki kosin til valda til þess að rífa niður velferðarsamfélagið
Við sama tækifæri í desember 2009 skrifaði ég þetta
Nú velta menn streituþjáðum vöngum yfir því hvernig þetta mál verði leyst, ef það þá verður leyst. Evans-Pritchard segir að myntbandalagið hafi lokkað Grikkland í gildru. Stýrivextir voru alltof lágir í Grikklandi, Portúgal, Spáni og á Írlandi. Þetta sogaði þessi lönd inn í eigna- og launabólu. Seðlabanki Evrópusambandsins brást hlutverki sínu til þess eins að geta komið þunglyndu Þýskalandi í gegnum efnahagslega armæðu og vesöld. Bankinn hélt stýrivöxtum undir 2% fram í desember 2005. Þetta þýddi ofhitun og bólumyndun í hagkerfum suðursins og svo á Írlandi.
Í greininni segir einnig að "hinn djúpi sannleikur sem enginn fæst til að ræða í evrulandi er sá, að myntbandalagið er varanlega gagnslaust fyrirbæri fyrir alla - og þar með talið fyrir Grikkland og Þýskaland". Evans-Pritchard segir að það verði ESB sem kikni fyrst í störukeppninni. Það verður ekki Grikkland sem bliknar fyrst; Telegraph
Niðurstaða 2011
Þingkosningar í Evrópusambandinu eru bæði tilgangs- og gagnslausar því þjóðríki sambandsins hafa varpað fullveldi landa sinna fyrir róða yfir til Brussel. Svona er að vera í Evrópusambandinu. Sambandið og tilvist þess hefur eyðilagt lýðræðið í Evrópu. Brátt fáum við Brusselska útgáfu af herra Adolf.
Fór ríkisstjórn Íslands á námskeið í Evrópusambandinu?
Með þessum orðum endar þessi pistill og ég sendi góðar kveðjur sjóveginn yfir landhelgi Íslands og yfir til Bessastaða. Þar virðist fullveldi Íslands búa, eins og er, eftir að handjárn Steingríms J. Sigfússonar voru lögð á þjóðkjörna þingmenn svo klára megi niðurlögn fullveldis Íslands fyrir Samfylkinguna. Kosningasvikarinn sá.
77
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.10.2011 kl. 07:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 20. október 2011
Rökunum rakað saman
Hann er orðinn absúrd þessi ESB leiðangur Samfylkingarinnar
- Ríkisfjárhagur margra evrulanda liggur í rústum
- Bankakerfi flestra ESB landa liggja í rústum eða öndunarvélum og geta ekki gengt hlutverkum sínum
- Fjármagnskostnaður evrulanda og lánskjör eru að verða þau verstu í heiminum
- Myntbandalag ESB liggur alveg rústað
- Sjálfur tilvistargrundvöllur ESB og evru liggur sem gjall í rústum stjórnmálamanna
- Rétt- og lögmæti bæði ESB og evru liggur í rústum massífs atvinnuleysis sem varað hefur áratugum saman. Fátæktin eykst og eykst
- Ekkert nema svartnættið blasir við Erópusambandinu um langa langa framtíð
- Regluverk ESB og myntbandalagsins liggur í rústum
- Spillingaröfl hafa sjaldan eða aldrei verið eins sterk í ESB eins og nú
- Öfgaöfl nærast á öfgum Evrópusambandssinna
- Afskipti ESB af ríkis- og sveitastjórnun hafa heltekið meginlandið og eru að eyðileggja það
- Heil 5 ESB lönd eru í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum; Grikkland, Lettland, Írland, Portúgal, Ungverjaland
- Allt Evrópusambandið er komið í meðferð hjá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og betlað er um björgunarhring hjá Bandaríkjunum
- Í 20 mánuði hefur heimurinn staðið á öndinni yfir þessu allsherjar klúrði Evrópusambandsfíkla sem gengu einni myntinni og 500.000 regluverka-blaðsíðum of langt í valdagræðgi
Þetta á eftir að verða eitt helsta hættusvæðið í heiminum um langa ókomna tíð.

Þegar vinir Jacek Rostowski fjármálaráðherra Póllands segjast vera að sækja um græna kortið til flutnings yfir til Bandaríkjanna vegna þess að þeir eru sannfærðir um að styrjöld brjótist út á meginlandi Evrópu innan næstu 10 ára, þá segir það sína sögu. Pólland þekkir meginland Evrópu mjög vel. Löng og ströng er evrópsk reynsla þess lands. Það er ekki eins heppið og Ísland að hafa hálft Atlantshaf á milli sín og brjálæðinga
Uppfært: Óh, á meðan ég man. Jörðin okkar hefur nú náð að snúast einn hring um sjálfa sig í viðbót við þá snúninga sem þegar voru komnir í almanakið í gær. Og á þeim tíma, já á þeim 24 tímum, tókst að boða til enn eins neyðarfundarins í Brussel. Þetta er þá líklegast 38. aðalfundur í skiptaráði Neyðarevrópu. Það sem gerðist var það að neyðarfundinum sem átti að halda á sunnudag var frestað, aftur. Stærsta tímasprengja veraldar, evrusvæðið, tifar áfram.
Uppfært aftur; neyðarfundurinn á sunnudag verður víst haldinn segja nýjar véfréttir úr ýmsum áttum, aðallega úr humáttum og hurðargáttum. Síðan er hálfleikur og svo eru framhaldsneyðarfundir í boðinu í næstu viku. Passar þetta? Það veit ég ekki.
Vaxtakostnaður Ítalíu fóru langt upp úr því sem íslenska ríkið þurfi að greiða um daginn fyrir 5 ára lán á alþjóðamörkuðum; Vextir Ítalíu fóru upp í 5,73 prósent í gær, fimmtudag á fimm ára lánum. Sjá mynd að ofan; BB.
Myndskeið Bloomberg; France, Germany May Lose AAA Rating, Grant Says
Stjórnmál og samfélag | Breytt 21.10.2011 kl. 17:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 19. október 2011
Klukkan er 23:44 og 37. neyðarfundur Sovétstjórnar myntbandalags ESB fer að hefjast
Nú hlýtur þetta að fara að koma. Enn einn neyðarfundurinn um neyðina sem íslenskir evrusértrúarmenn segja að sé ekki neyð og alls ekki myntinni að kenna fer að hefjast á loft einhvers staðar á evrusvæðinu bráðum.
Neyðin er þannig innréttuð að eftir dagsins Frankfurt-fund þeirra Merkel & Sarkozy leiðtoga Evrópu, sem enginn kaus nema í einu landi af tuttugu og sjö, birtist sú fregn að allt myndi bráðna til grunna í Evrópu ef ekki næðist samkomulag um málið sem er ekki neitt og einvörðungu íslenksu krónunni hans Davíðs Oddssonar um að kenna áður en sólin hnígur örþreytt niður eftir að hafa starað á evrusvæðið allan daginn fram að kveldi sunnudags næstkomandi. Sólris í Asíu á mánudag myndi þá líklega taka við, segja sérfróðir. En ekki er það nú víst þar sem um sjálft evrusvæðið er að ræða.
Það flotta við stöðuna segir grískur hagfræðiprófessor er það að evran sem er mynt 17 landa gæti átt á hættu að leysast upp á einum sólarhring þegar Grikkland tekst á loft og flýgur úr vöggu lýðræðisins í ESB og yfir í drökmu myntina sína á ný. Altså, einn sólarhringur. Uno. Sá tími sem það tekur jörðina að snúast einn hring um sjálfa sig og boða til næsta neyðarfundar um neyðina sem er ekki neyð á evrusvæðinu.
Samma sekund som Grekland drar sig ur eurosamarbetet startar nedräkningen för hela eurozonen. Inom ett dygn faller flera euroländers ekonomier. Det spår den grekiske domedagsprofessorn Yanis Varoufakis i en intervju med Sveriges Radio.
Krækjan; Grekisk professor varnar för grekiskt euroutträde
Jacques Delors gengur til liðs við hugveitu sambandsríkissinna
Þessi maður sem frægur varð fyrir "einn peningur - einn markaður", hefur gengið til liðs við hugveituna Spinelli Group til að berjast fyrir stofnun Bandaríkja Evrópu upp úr ESB sambandinu sem sumir halda jafnvel enn að sé bara "kíkja í tollabandalag". Í gær sagði Delors í viðtali við franska dagblaðið Le Monde að Brussel þyrfi að yfirtaka hlutverk ríkissjóða og ríkisstjórna evrulanda og að koma þyrfti upp útspörkunarhurð út úr evrunni með því að meirihluti ráðstjórnarráðs Brussels gæti kosið um að sparka löndum út úr evrumyntinni frægu í gegnum þá hurð sem kíkt hafði verið upphaflega inn um.
Krækjan: Jacques Delors dénonce le "coup de poker" de Sarkozy et Merkel og Foreign Policy um sama mál.
Það góða við tímann er það að á meðan ég skrifaði þessa hurðarstafi þá kom Standard & Poor's og læknaði lækkaði lánshæfnismat Slóveníu sem er evruland. Bankakerfi landsins er of veikt því ríkisfjármálin eru of versnandi og veik vegna skulda og þar af leiðandi versnandi horfum í hagkerfi Slóveníu í heild, því bankarnir áttu upphaflega að lána fé til atvinnustarfsemi í landinu. Það geta þeir ekki því Slóvenía er með evrur og er evruríki. Slóvenía fylgir í lækkunnarkjölfar evrulandanna Kýpur, Ítalíu, Spánar, Portúgals, Írlands og Grikklands á þessu ári; BB
Manifesto hugveitu Jacques Delors er þetta:
Today things are moving in the opposite direction, towards a looser instead of a closer Union, towards a more national instead of post-national Europe. Throwing the Community spirit behind, Member states let short-term national interests cloud the common vision. They favour intergovernmental solutions above European solutions. Almost to the point of breaking up the Euro, the most concrete symbol of European integration.
We oppose this backward and reactionary direction. Europe has been yet again abducted by a coalition of national politicians. It is time to bring her back. We believe that this is not the moment for Europe to slow down further integration, but on the contrary to accelerate it. The history of the European Union has proven that more Europe, not less, is the answer to the problems we face. Only with European solutions and a renewed European spirit will we be able to tackle the worldwide challenges.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.10.2011 kl. 04:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Þriðjudagur, 18. október 2011
Klukkan slær hálf Frakkland
- 14 nóvember 1991: Finnska markið er fellt með 12,3%
- 08. september 1992: Finnland gefst upp á einhliða ERM bindingu
- 17. september 1992: Bretland gefst upp á gagnkvæmri ERM bindingu, pundið flýtur aftur
- 17. september 1992: Ítalía gefst upp á ERM bindingunni, líran flýtur aftur
- 17. september 1992: Spánn gefst uppá þröngri ERM bindingu
- 19. nóvember 1992: Svíþjóð gefst upp á einhliða ERM bindingu eftir að hafa hækkað stýrivexti í 500% til að verja bindinguna.
- 23. nóvember 1992: Spænski peseta og portúgalski escudos eru felldir um 6%
- 10 desember 1992: Noregur gefst upp á einhliða ERM bindingu
- 02. ágúst 1993: aðeins Þýskaland og Holland halda uppi +/- 2.25% gagnkvæmri bindingu ERM.
- 10. janúar - fjárlög Svíþjóðar kynnt og reynast vera með 71 SEK milljarða halla
- 26. ágúst - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 16 prósent
- 8. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 24 prósent
- 9. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 75 prósent
- 16. september - Sænski Seðlabankinn hækkar stýrivexti í 500 prósent
- 23. september - Sænska ríkisstjórnin gefur út ábyrgð fyrir alla banka í landinu, "enginn banki má verða gjaldþrota"
- 30. september - enn einn áfallapakkinn frá ríkisstjórninni kynntur
- 19. nóvember - klukkan 14.28 er einhliða fastgengi sænsku krónunnar gagnvart EMS-gjaldeyrisbandalagi EB lagt niður, og á augnabliki fellur sænska krónan 10 prósent
Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2011 kl. 01:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 17. október 2011
Jóladagatal ESB í Grikklandi - næstu 4 evrudagar
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 16. október 2011
Nokkuð satt - og loksins rétt
Did I think they were morons, he asked?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sunnudagur, 16. október 2011
Merkilegt
Föstudagur, 14. október 2011
100 prósent ESB-PONZI tap fjárfesta á Grikklandi evrusvæðisins

A worrying Eurozone bank murmur? For the past week the figures have signalled that something is amiss
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 14. október 2011
Atvinnuleysi er að aukast á Íslandi, ekki minnka
Oftar en ekki gleypa menn hrátt það sem sagt er. Sagt var í gær að atvinnuleysi væri að minnka á Íslandi. En er það rétt?
Nei, það er ekki rétt. Það sem hefur minnkað er sú traffík sem menn leggja á sig til að skrá sig atvinnulausa hjá Vinnumálastofnun því þeir eiga ekki rétt á neinu. Sem sagt; dregið hefur úr vinnu þeirra sem vinna við að skrá fólk sem á rétt á einhverju atvinnulaust. Það er allt og sumt.
Þeim sem eru atvinnulausir - fólk án atvinnu - hefur hins vegar fjölgað, þrátt fyrir fólksflóttann. Og hér eru einnig mældir þeir sem eiga ekki rétt á bótum. Þessi tala stækkar - og stækkar. Og vinnustundum í hagkerfinu fækkar. Og atvinnuþátttaka minnkar. Og hagvöxur, hvar er hann?
Atvinnuleysi:
- Árið 2008; 3,0%
- Árið 2009; 7,2%
- Árið 2010; 7,6%
- Árið 2011; 7,8 % (1.ársfj) og 8,5% (2.ársfj)
Atvinnuþátttaka:
- Árið 2008; 82,6%
- Árið 2009; 80,9%
- Árið 2010; 81,1%
- Árið 2011; 79,2% (1.ársfj) og 83,0% (2.ársfj)
Vinnutími:
- Árið 2008; 41,6t
- Árið 2009; 39,6t
- Árið 2010; 39,5t
- Árið 2011; 39,5t (1.ársfj) og 40,0t (2.ársfj)
Ekkert gengur árfam. EKKERT! Fólkið dettur bara út af bótaskrá og missir kaupmátt enn frekar.
Tölur Hagstofu Íslands, vinnumarkaðsrannsóknir; Laun, tekjur og vinnumarkaður
Þetta er líklega mesta atvinnuleysi á Íslandi síðan mælingar hófust! Að minnsta kosti síðan AGS fór að fá tölur frá Íslandi. Hvorki meira né minna. Og það mun aukast enn frekar í vetur.
Þetta er óbærilegt atvinnuleysi á íslenskan mælikvarða. Uppskriftin að fátækt og áframhaldandi skattahækkunum. Tekjur ríkissjóðs koma allar frá atvinnustarfsemi og þær eru mun minni en gert var ráð fyrir. Svo skiptir einnig höfuðmáli við hvað fólk vinnur, enda sést það á hagvaxtarhryllingnum.
Þetta er stórfellt atvinnuleysi, alveg sama hvað gerðist árið 2008. Og árið 2012 er að ganga í garð eftir rúma tvo mánuði.
Fjárfestingar og einkaneysla að aukast? segið þið. Nei. Þetta er bara hið klassíska dead cat bounce sem þið sjáið; dauði kötturinn sem hoppar 3,2 prósent upp í lofið þegar hann skellur líflaus á steinsteypunni. That's all.
Með þessu áframhaldi verður kreppan kannski búin eftir 50-100 ár
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Fimmtudagur, 13. október 2011
Vitsmunalegur stöðugleiki væri ágætur
"Kanada hefur frá 1987 verið með staðfasta peningastefnu og verðbólgu á svipuðu róli og gerist í Bandaríkjunum, en það gildir einu. Landið er lítið og fylgdi áður óstöðugri gengisstefnu og á gjaldeyrismarkaði er gjaldmiðli þess aldrei treyst, sama hversu góðri efnahagsstjórn er fylgt. Kanadamenn greiða nú um 1 % hærri í vexti en Bandaríkjamenn, sem er e.k. aukaálag fyrir þann munað að slá sína eigin mynt. Þannig er einungis sá ávinningur sem felst í lægri vöxtum um-talsverður fyrir utan það hagræði að fá gjaldmiðill sem nýtur alþjóðlegrar viðurkenningar"
![]() |
Umræða um hrunið á villigötum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.10.2011 kl. 00:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýjustu færslur
- Kína komið til "ósubbulegs" sálfræðings
- ESB og Kína þekkja ekki bandaríska miðvestrið
- Bóndinn og prófessorinn í Selma um tolla Trumps. Grænland
- Evrópa er á leiðinni á nauðungaruppboð: Kaninn unir ekki að G...
- Svo lengi sem Grænland er viðriðið Danmörku mun heimurinn ekk...
- Landsölupakkhús Þorgerðar fúlt út í JD Vance
- Kannski hægt að byrja á farsímavef Veðurstofunnar - strax í d...
- Hamast við moksturinn í Reykjavík
- Grunnvextir hækka á evrusvæðinu - varanlega
- Fallbyssur Trumps í tollamálum
- Bandaríkin eru tilbúin að fjárfesta milljörðum dala í Grænlan...
- Já, Pólverjar verða að vakta landamærin upp að Þýskalandi. Þa...
- Á Ísraelsríki þá líka að leggja kosningar af?
- Njótið: Evrópa loksins home alone
- Þorgerður Katrín styður Pútín
Bloggvinir
-
Heimssýn
-
Samtök Fullveldissinna
-
ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
-
Guðmundur Jónas Kristjánsson
-
Ragnhildur Kolka
-
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
-
Haraldur Hansson
-
Haraldur Baldursson
-
Páll Vilhjálmsson
-
Halldór Jónsson
-
Valan
-
Samstaða þjóðar
-
Frjálshyggjufélagið
-
Sigríður Laufey Einarsdóttir
-
Eyþór Laxdal Arnalds
-
Jón Valur Jensson
-
Samtök um rannsóknir á ESB ...
-
Kolbrún Stefánsdóttir
-
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
-
Jón Baldur Lorange
-
Guðjón E. Hreinberg
-
Jón Ríkharðsson
-
Anna Björg Hjartardóttir
-
Loftur Altice Þorsteinsson
-
Valdimar Samúelsson
-
Fannar frá Rifi
-
Bjarni Jónsson
-
Sigurður Þorsteinsson
-
Gunnar Ásgeir Gunnarsson
-
Haraldur Haraldsson
-
Örvar Már Marteinsson
-
Kristin stjórnmálasamtök
-
Gestur Guðjónsson
-
Ingvar Valgeirsson
-
Predikarinn - Cacoethes scribendi
-
Guðsteinn Haukur Barkarson
-
Guðmundur Helgi Þorsteinsson
-
Lísa Björk Ingólfsdóttir
-
Bjarni Kjartansson
-
Bjarni Harðarson
-
Guðrún Sæmundsdóttir
-
Sveinn Atli Gunnarsson
-
gudni.is
-
Gústaf Adolf Skúlason
-
Tryggvi Hjaltason
-
ESB
-
Marinó G. Njálsson
-
Baldvin Jónsson
-
Elle_
-
Sigurbjörn Svavarsson
-
Emil Örn Kristjánsson
-
Johnny Bravo
-
Jón Finnbogason
-
Rýnir
-
Þórarinn Baldursson
-
P.Valdimar Guðjónsson
-
Már Wolfgang Mixa
-
Ívar Pálsson
-
Júlíus Björnsson
-
Guðjón Baldursson
-
Baldur Fjölnisson
-
Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
-
Einar Ólafsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Vilhjálmur Árnason
-
gummih
-
Sveinn Tryggvason
-
Helga Kristjánsdóttir
-
Jóhann Elíasson
-
Baldur Hermannsson
-
Kristinn D Gissurarson
-
Magnús Jónsson
-
Ketill Sigurjónsson
-
Birgitta Jónsdóttir
-
Axel Jóhann Axelsson
-
Þorsteinn Helgi Steinarsson
-
Aðalsteinn Bjarnason
-
Magnús Þór Hafsteinsson
-
Erla Margrét Gunnarsdóttir
-
Sigurður Sigurðsson
-
Þorsteinn H. Gunnarsson
-
Haraldur Pálsson
-
Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
-
Bjarni Benedikt Gunnarsson
-
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
-
Ægir Óskar Hallgrímsson
-
Helgi Kr. Sigmundsson
-
Óskar Sigurðsson
-
Tómas Ibsen Halldórsson
-
Axel Þór Kolbeinsson
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Hörður Valdimarsson
-
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
-
Þorsteinn Valur Baldvinsson
-
Margrét Elín Arnarsdóttir
-
Ásta Hafberg S.
-
Erla J. Steingrímsdóttir
-
Helena Leifsdóttir
-
Agný
-
Brosveitan - Pétur Reynisson
-
Jón Árni Bragason
-
Jón Lárusson
-
Högni Snær Hauksson
-
Kristján P. Gudmundsson
-
Kristinn Snævar Jónsson
-
Sigurður Ingólfsson
-
Rakel Sigurgeirsdóttir
-
Sigurður Þórðarson
-
S. Einar Sigurðsson
-
Pétur Steinn Sigurðsson
-
Vaktin
-
Sigurjón Sveinsson
-
Dóra litla
-
Arnar Guðmundsson
-
Jörundur Þórðarson
-
Rafn Gíslason
-
Hjalti Sigurðarson
-
Kalikles
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Bjarni Kristjánsson
-
Egill Helgi Lárusson
-
Gunnar Skúli Ármannsson
-
Halldóra Hjaltadóttir
-
Jón Pétur Líndal
-
Guðmundur Ásgeirsson
-
Reputo
-
Gunnar Helgi Eysteinsson
-
Sigurður Sigurðsson
-
Ólafur Als
-
Friðrik Már
-
Gísli Sigurðsson
-
Sigurður Einarsson
-
Rauða Ljónið
-
Sumarliði Einar Daðason
-
Gísli Kristbjörn Björnsson
-
Kári Harðarson
-
Sigurður Antonsson
-
Valdimar H Jóhannesson
-
Rósa Aðalsteinsdóttir
-
Dagný
-
Guðmundur Pálsson
-
Jakob Þór Haraldsson
-
Birgir Viðar Halldórsson
-
Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
-
Tíkin
-
Jón Þórhallsson
-
Íslenska þjóðfylkingin
-
Erla Magna Alexandersdóttir
-
Óskar Kristinsson
-
Dominus Sanctus.
-
Ingólfur Sigurðsson
-
Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.4.): 35
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 455
- Frá upphafi: 1402241
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 273
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Apríl 2025
- Mars 2025
- Febrúar 2025
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008