Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009
Sunnudagur, 29. nóvember 2009
Svörin við efnahags- og stjórnmálagetraun síðustu helgar: Rétt svar er Írland (uppfært)
Efnahags-getraun síðustu helgar var þessi.
rétt svar er: Írland
spurningarnar voru þessar
Efnahags- og stjórnmálagetraun helgarinnar: Hvar er eftirfarandi að gerast núna? Í hvaða landi?
- Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 26,3 miljarða krónur á hverjum einasta degi frá árinu 2007
- Verðmæti húsnæðismassa landsins var 102 þúsund miljarðar krónur árið 2007
- Verðmæti húsnæðismassa landsins í dag er 76 þúsund miljarðar krónur
- Verðmæti húsnæðismassa landsins hefur fallið um 25% á tveim árum
- Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið sprengt til baka til ársins 1999 á tveim árum
- Verðmæti leigutekna frá húsnæðismassa landsins hefur verðið flutt til baka í tíma um 10 ár á aðeins tveim árum
- Það hafa veðskuldirnar hins vegar ekki gert
- Allir bankar landsins eru komnir í faðm ríkisins. Ríkið heldur í þeim lífinu
- Atvinnuhúsnæði og tengd lán þess að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu landsins hafa verið sett í vörslu hins opinbera (já, er núna í eigu ríkisins)
- Um 20-25% hluta atvinnuhúsnæðisins stendur tómt
- Atvinnuleysi landsins er komið í 13% og hækkar hvern mánuð
- Enginn bankanna getur lánað peninga út til fyrirtækja því verðmæti fyrirtækjanna og veð lánanna falla svo hratt í verði
- Flestar eignir bankanna eru með veði í húsnæðismassa landsins
- Verðgildi bankanna þekkir því enginn
- Nýir hluthafar vilja ekki snerta á svona brennandi bankakerfi
- Útlánavextir bankanna eru 5,5% til 9,6%
- Verðhjöðnun er 6% á ári
- Allt sem þú kaupir af eignum er 6% minna virði en það var fyrir 12 mánuðum
- Þetta þýðir að það eru 11% til 16% raunvextir á lánum þínum
- Greiðslubyrðin þyngist og þyngist því laun lækka og lækka en það gera lánin ekki
- Afkast peninga er 6% minna en fyrir 12 mánuðum síðan
- Hver vill taka lán á 11% til 16% raunvöxtum til að kaupa eitthvað í dag sem verður ódýrara á morgun
Það eina sem getur bjargað landinu er að prenta peninga til að reyna að stöðva verðhjöðnun og reyna að búa til verðbólgu á ný. Þetta bjargaði Bandaríkjunum í apríl árið 1932. Þá henti forseti Bandaríkjanna ráðum efnahagsráðgjafa sinna út um gluggann. Hann tók Bandaríkjadal af gullfætinum og heimilaði seðlabanka Bandaríkjanna, The Federal Reserve System, að hefja prentun peninga. Prentun nýrra Bandaríkjadala. Á einum degi hækkaði vísitala hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum um 15% og innan mánaða tók landsframleiðsla og við sér.
- Hvaða land er um að ræða?
- Hvaða mynt notar landið og af hverju?
- Af hverju er ekki hafin peningaprentun í landinu?
Af hverju er allt of hátt gengi myntar landsins ekki fellt svo hægt sé að bæta samkeppnishæfni, atvinnuástand og lánstraust landsins innan sem utanlands? Ríkið yrði þá strax betri og trúverðugri skuldari því tekjulind - og þar með greiðslugeta þess - myndi þá síður þorna upp. Atvinna og viðskipti búa til skattatekjur ríkisins. Búa til greiðslugetu ríkisins. Þá yrði ríkið ekki atvinnu- og tekjulaust. Atvinnuleysisbætur fyrir ríki og ríkisstjórnir eru nefnilega ekki til. Þá myndi landið njóta meira og betra lánstrausts innan sem utanlands - og svo lægri vaxta, eins og til dæmis Svíþjóð hefur gert
- Af hverju virkar peningakerfið ekki í landinu?
- Af hverju horfa menn aðgerðarlausir á?
- Hvað olli þessum óförum landsins?
- Af hveru eru stýrivextir ekki lækkaðir?
- Er hér um fullvalda ríki að ræða, nýlendu eða hvorugt?
Svörin (merkt: heilbrigð skynsemi: oft er hægt að vera ákaflega stoltur af því sem maður gerði aldrei) ætti að senda í Forsætisráðuneytið - Stjórnarráðshúsinu við Lækjartorg - 150 Reykjavík, Ísland. Verðlaunin fyrir rétt svör eru áframhaldandi bjartar og öfundsverðar framtíðarhorfur fyrir lýðveldið Ísland og þegna þess. Afrit, ef menn vilja, er hægt að senda í fjármálaráðuneyti Íslands. Bent skal á að ekki er ráðlegt að senda svörin til utanríkisráðuneytis Íslands. Það er nefnilega allt upptekið við annan, miklu lengri og kostnaðarsamari spurningaleik. Spurningaleik sem upphaflega kom landinu hér að ofan í öll vandræðin
Svörin við spurningunum
Landið heitir Írland
Mynt Írlands er evra
Írska evran hefur ekkert gengi. Því er ekkert hægt að gera í gengis og peningamálum Írlands
(uppfært, gleymdist)
Peningakerfið á evrusvæði virkar ekki því millibankamarkaður evrusæðis hefur ekki virkað síðan kreppan skall á. Hann virkar einungis innan hvers evrulands fyrir sig en ekki á milli þeirra. Ástæðan er sú að um er að ræða peningakerfi með 14 seðlabönkum með 14 ríkissjóði og ríkisfjárlög þeirra á bak við sig. Lánveitendur vilja helst vita hvort skuldunautar þeirra verið á lífi þegar greiða á lán til baka. Þeir treysta ekki bönkum annarra ríkja og sérstaklega ekki ríkja sem stefna í greiðsluþrot. Næsta skref er því að sameina ríkisfjárlög allra landa myntsvæðisins. Það er eina leiðin til að fá myntbandalagið til að virka. En fyrst þarf að leggja ríkin niður í smá skömmtum. Þetta er stefna "federalista" innan ESB. Allt er þetta gert til að bjarga myntsvæðinu frá hruni. Núna er búið að smygla áhættutöku einkageirans á evrusvæði (bankana) yfir á ríkissjóði landa myntbandalagsins. Þetta gerðist þrátt fyrir Maastricht sáttmálann og er algerlega bannað samkvæmt honum. Núna er því myntbandalagið kol ólöglegt og hefur í reynd brugðist þegnum þess algerlega. Það er krypplingur núna og virkar sem steinn um háls hagkerfa myntbandalagsins
Írar meiga ekki prenta peninga lengur. Það er þeim bannað. Þeir misstu réttin til peningaútgáfu þegar þeir hentu írska pundinu fyrir borð og fengu evrur sendar frá Þýskalandi í staðinn.
Írar tóku upp evru því þeim var sagt að hún væri svo góð. Hún var í tísku þá. En núna er ekki hægt að losna við hana. Aldrei.
Írar horfa aðgerðalausir á hamfarirnar vegna þess að þeir geta ekkert gert. Sumir hagfræðingar hafa lagt til að Írland fari íslensku leiðina. Hendum evrunni
Það sem olli þessum ósköpum var peningastefna seðlabanka Evrópusambandsins á Írlandi. Sú stefna bjó til grunn og farveg ófara Írlands með neikvæðum raun-stýrivöxtum á Írlandi í mörg ár. Nánar um þetta hér: Hugleiðing um raun-stýrivexti
Írland getur ekki lækkað stýrivexti á Írlandi því stýrivöxtum Íra er stjórnað í Frankfürt í Þýskalandi. Þeim er stjórnað af Þjóðverjum og Frökkum og alveg gersamlega án tillits til þarfa Írlands. Þegar stýrivextir þurfa að hækka í Þýskalandi og Frakklandi á næstunni munu þeir bráðnauðsynlega þurfa að lækka á Írlandi. En, því miður, ekkert geta Írar gert í þessu, annað en drepist.
Nei, hér er ekki um fullvalda ríki að ræða. Hér er um lands-hérað í stórríki Evrópusambandsins að ræða. Hérað sem er að missa fullveldi sitt í smá skömmtum. Írland er á leiðinni til að verða nýlenda aftur.
Tengt efni
Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Engin leið út úr evru aftur án þjóðfélags- og efnahagslegs sjálfsmorðs
Dell Computer yfirgefur evrulandið Írland
Hætta í ESB eða verða gjaldþrota segir írskur hagfræðingur
Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Laugardagur, 28. nóvember 2009
Ekki er nóg að hafa evru sem gjaldmiðil
Það hjálpar Írum ekki að hafa evru núna, þvert á móti
Það sem fer fram innan í sjálfum hagkerfunum er hins vegar miklu og óendanlega mikilvægara en sjálf spurningin um hvaða mynt sé notuð innvortis í hagkerfinu
Þetta vita Írar mjög vel núna, því þeir eru nefnilega fastir um alla eilífð inni í sameiginlegum seðlabanka Þýskalands og Frakklands - og með alltof fáar evrur í rassvasanum. Þeir geta því miður ekki prentað fleiri svona evrur til að hafa í vösunum. Þeir hafa ekki lengur neinar peningaprentvélar, þeir meiga heldur ekki skaffa sér neinar peningaprentvélar. Þeir meiga ekki neitt. En þeir hafa jafnvel ennþá færri fjárfesta sem vilja snerta á þeim fasteignum sem eru til sölu í landinu þeirra
Til þess að lokka fjárfesta til að festa fé sitt í húsnæði á Írlandi núna, þurfa annað hvort sjálf verð fasteigna að falla um helming, eða þá að húsaleigan sem þeir innheimta af leigutökum þarf að tvöfaldast - og þá í þessum evrum talið. Hvort er líklegra að muni gerast í 6,5% verðhjöðnun, 13% atvinnuleysinu og hrikalegum samdrætti landsframleiðslu á Írlandi núna? Er líklegt að laun hækki svo mikið á Írlandi núna að hægt sé að innheimta tvöfalt hærri húsaleigu af leigutökum? Að kaupmáttur Íra aukist svona mikið í hruninu?
Er hitt ekki frekar líklegra? Að það séu verð fasteigna sem þurfi að falla um helming svo fólk hafi efni á að greiða þá leigu sem fjárfestar þurfa að fá inn svo leigutekjur geti staðið undir fjárfestingum þeirra í þessu sama húsnæði? Independent
Brennuvargurinn á Írlandi: Seðlabanki Evrópusambandsins
Hvaða seðlabanki skyldi það nú hafa verið sem bjó til farveginn fyrir þá fasteignabólu sem myndaðist á Írlandi á undanförnum árum? Var það kannski seðlabanki Írlands? Eða var það sjálfur seðlabanki Evrópusambandsins (himnabankinn) sem bólugróf efnahag Íra með neikvæðum raun-stýrivöxtum í mörg ár? | Hugleiðing um raun-stýrivexti
Millibankamarkaður evrusvæðis hefur ekki virkað á neinum tíma frá því kreppan hófst
Miguel Angel Fernandez Ordonez formaður seðlabanka Spánar, þann 28. nóvember 2009
Tengt efni
Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands
Írski hagfræðingurinn David McWilliams: Förum íslensku leiðina. Hendum evrunni
Fyrri færsla
Beðið eftir Bandaríkjunum, bindi IV
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 26. nóvember 2009
Beðið eftir Bandaríkjunum, bindi IV
Þetta ætti að geta orðið jólabók fjármálaráðherra flestra landa heimsins þessi jólin, þ.e.a.s. ef einhver myndi skrifa bókina. Ef einhver tæki að sér að skrifa þessa bók yrði hann að byrja á bindi fjögur því fyrstu þrjú bindin hefðu átt að koma út á milli ca. 1860 og 1999.
Japan er til dæmis núna að bíða eftir Bandaríkjunum. Skattatekjur japanska ríkisins munu falla um hálfa billjón dollara á þessu fjárlagaári. Skuldir hins opinbera í Japan eru um 200% af landsframleiðslu og vaxa hratt. Skuldatryggingaálag á skuldum japanska ríkisins þýtur upp á flugeldahraða. Japan er mjög líklega á leiðinni í ríkisgjaldþrot innan bara fárra ára. Núna er sparnaður japanskra sparifjáreigenda að verða uppurinn því svo örfáir nýjir skattgreiðendur fæðast þar - og þá verður ekki lengur hægt að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins með peningum þessara sparifjáreigenda. Þeir þurfa nefnilega sjálfir að nota peninga, auðvitað í ellinni.
Þeir sem hafa áhyggjur af Bandaríkjunum ættu að kaupa sér bók, japanska bankabók, vaxtalaus inn í hið óendanlega núll komma ekki neitt - og hratt fallandi; Bloomberg I og II
Japan er á leiðinni á hausinn
Við ættum ekki að hafa áhyggjur af Bandaríkjunum, heldur af Japan. Þetta var þema greinar Ambrose Evans-Pritchard í breska blaðinu Telegraph fyrir skömmu
Skuldatrygginaálag japanska ríkisins hefur nú mölvað bryggjupollana og fullt strand & sökk í japönsku höfninni er yfirvofandi fyrir kyrrsettan efnahag Japans. Þessi efnahagur er hættur er að vaxa fyrir langa löngu og er nú að brasa saman innan sem utanfrá. Gjaldþrot japanska ríkisins er yfirvofandi. Skuldatrygginaálag japanska ríkisins er nú þrefalt hærra en Bandaríkjanna, Þýskalands og Frakklands og mun hærra en ríkissjóðs Bretlands sem margir hafa áhyggjur af
Markaðirnir hafa áhyggjur af að Japan sem að komast í þrot. Skuldir ríkisins eru svo óstjórnlega ofboðslegar, segir Albert Edwards hjá Société Générale
Fyrrverandi yfirhagfræðingur hjá AGS, Simon Johnson, sagði frá því í bandaríska þinginu að skuldaþróun Japans sé nú komin úr böndunum og hætta sé á að Japan lendi í hörmulegu ríkisgjaldþroti
AGS býst við að skuldir ríkissjóðs Japans muni ná 218% hlutfalli af landsframleiðslu á þessu ári, 227% á því næsta og 246% á árinu 2014. Japan hefur aðeins getað ráðið við þetta vegna þess að japanskir sparifjáreigendur hafa nauðugir viljugir lánað ríkinu peninga sína fyrir næstum ekki neitt. Ávöxtun ríkisskuldabréfakaupa þeirra hefur verið ömurleg eða um 1,3% á 10 ára bréfum. Þetta hlutfall skaust svo upp í 1,45% í síðustu viku. Japanska ríkið hefur svo séð um að sólunda peningum þeirra. Alveg eins og flestar ríkisstjórnir gera alltaf þegar þær fá einn túkall með gati frá borgunum til að skalka & valka með.
Svona hafa sparifjáreigendur gleypt skuldir hallareksturs japanska ríkisins. Þeir hafa getað fjármagnað þessa skuldasöfnun því þeir áttu sparifé til að skjóta inn í framtíð Japans. En nú er nýtt vélarhljóð að taka sig upp í japanska undraverkinu. Öldrun þegnana er nú svo hröð að sparifé þeirra er á góðri leið með að verða upp étið; Telegraph
Fyrri færsla
Góðir skjaldborgarar, ágætu félagar . . .
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur, 25. nóvember 2009
Góðir skjaldborgarar, ágætu félagar . . .
Dapurleg tíðindi hafa borist
Góðir sérfélagar, samálfar og ungir skuldarar framtíðar samfylkis okkar.
Númer eitt: Finnland er fallið
Númer tvö: Skjólið er fokið og amma er komin aftur
Númer þrjú:
Eins og ég sagði á fundi í álfheimum í síðustu viku - þar sem ég mælti svo fyrir að ferlegt ferkílómetraverð skyldi notað til að reikna út á hvaða verði ætti að selja Ísland til Evrópusambandsins - þá er hér um brýnt hagsmunamál að ræða. En nú hafa komið upp viss vandamál sem krefjast úrlausnar í farvegi hins virka skjóls svartra nátta.
Mynd; koss ömmu: jafngott og jafnvel betra er að vera ríkissjóður fyrrverandi hálfkaraðs kommúnistaríkis en að vera ríkissjóður evrulandsins Grikklands í "skjóli" seðlabanka ESB. Ályktun; evran virkar. Afleiður skuldatrygginga eða e. credit default swaps. Skuldatryggingaálag á 5 ára ríkisskuldabréfum Grikklands og hinsvegar Póllands, Ungverjalands, Rúmeníu og Tékklands (CEE); FT
Finnland er fallið og amma er komin aftur
Finnland er ekki sú skjaldborg sem við héldum. Það verður því að finna nýtt Finnland.
Hjálp, bráðum fer að verða best að vera bara Ísland
Góðir félagar. Amma andskotans er komin aftur og nú til að kyssa evruna okkar. Hún er með rauðan varalit og glundroða í kinnum. Finna þarf nýtt viðmiðunarmark - og gera nýjar áætlanir. Óráðlegt að að minnast frekar á sardínur. Við þurfum nýtt plan. Æðra plan.
========== SÍMSKEYTI =========
BNP Paribas now believe CEE spreads will inevitably have to follow. As they noted:
The central bank of Greece created a wave of volatility when it revealed that it had invited domestic lenders to outline potential funding sources in the coming months just as the ECB begins limiting its liquidity provision to the European banking system. Discrimination between poorer credits will inevitably follow and this is currently being reflected in the widening of spreads with the recently downgraded Greece. We believe that it is only a matter of time before this move feeds through into local CEE, markets where funding issues are similarly important.
========== FULLT STOPP =========
Félagar, Finnland er fallið
Evrópusambandstilveran er verri fyrr landsframleiðslu Finnlands en hrun Sovétríkjanna var fyrir landið. Evran er hrunin ofan á efnahag Finnlands og ekkert hægt að gera annað en horfa aðgerðarlaust á hamfarirnar.
Samdráttur í landsframleiðslu Finnlands (hagvöxtur) er núna ennþá meiri og verri en hann var í kreppunni miklu í byrjun 10. áratugs síðustu aldar. Þegar Sovétríkin hrundu ofan á Finnland og gerðu efnahagskreppu landsins ennþá verri fyrir vikið. Sú kreppa hefur jú alltaf verið notuð til að útskýra hversu slæmt það var að vera ekki í ESB. Enginn minnist á þetta. Enginn talar um að Evrópusambandið og gjaldmiðill þess sé hruninn ofan á Finnland í dag - og hefur reyndar verið að smá-hrynja ofan á landið allar götur frá árinu 2000.
Það hefur kostað Finnland meira en 3000 miljón evrur að vera í ESB. Hvernig gat þetta gerst?
Finnland hefur ekki fengið eina krónu nettó frá ESB. Aðeins árið 2000 fengu Finnar fjármuni frá ESB. Greiðslujöfnuður Finnlands við Evrópusambandið (peningar sendir til ESB mínus peningar fengnir frá ESB) er algerlega neikvæður. Þessir peningar hefðu að hluta til getað notast til að hjálpa landbúnaði og dreifbýli í Finnlandi. Ríkisstjórn Finnlands hefði getað ákveðið þetta sjálf ef hún hefði ekki álpast inn í Evrópusambandið í augnabliks geðveiki. En núna kemst Finnland ekki út úr ESB aftur. Aldrei, því miður. Svíþjóð hefur heldur aldrei fengið eina krónu frá ESB og núna er fátækasta lén Svíþjóðar, Norrbotten, orðið nettógreiðandi til ESB. (Hverjir fá og hverjir þurfa að borga)
Fyrri færsla
Myntbandalagið: "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti"
Tengt efni
Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Ferkílómetrar peninga
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra Íslands í ræðu: Ræða Jóhönnu í heild
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Mánudagur, 23. nóvember 2009
Myntbandalagið: "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti"
Boom-bust-dead peningastefna myntbandalagsins
Grikkland færist óþægilega nær því að sogast ofaní skuldaniðurfall í botni Evrópusambandsins. Evrulandið Grikkland er fyrsta þróaða ríki beggja megin Atlantsála sem hefur náð það langt í ófjármagnaðri eyðslusemi ríkisins að þolinmæði fjármálamarkaða í garð ríkisfjármála landsins er nú þrotin. Allt er í hers höndum, eins og svo oft áður í Grikklandi, en nú vegna inngöngu landsins í myntbandalag Evrópusambandsins
Sjálf evruaðild Grikklands lokar á allar hugsanlegar leiðir út úr vandamálunum - nema þá einu, auðvitað - að hefja langa stranga betligöngu innan í hinu trójanska hesthúsi Evrópusambandsins. Svona fer þegar auðtrúa pólitísk elíta fávísra stjórnmálamanna gengur í myntbandalag sökum glysgirni hrafnaþingmanna. Gróðavonin bar þá örvita í glingurdái inn í faðmlag furstaklúbbs Evrópu; inn í sjálfan myntbandorminn. Núna er njálgurinn að gera útaf við Grikkland. Ekki er hægt að losna við kláðann og lyfin eru læst inni í apóteki gaukshreiðursins í Brusselgarði. Þaðan sem hvítur reykurinn steig upp frá í síðustu viku
Lars Christensen hjá Danske Bank segir að Grikkland skilji ekki hvað sé að gerast. Að þeir geri sér alls ekki grein fyrir þeim mikla niðurskurði sem verður að framkvæma á fjárlögum landsins. Yfirmaður Abwehr dulmálsdeildar seðlabanka Evrópusambandsins, herra Jean-Claude Vigilant Trichet, skammar Grikkland opinberlega með orðunum um að "útkjálka fjárlagagap Grikklands í myntbandalaginu sé að rýja landið öllu trausti". Á vægu dulmáli: certain sinners on the edges of the eurozone were "very close to losing their credibility"
Lars segir ennfremur að nútíma hagkerfi hafi áður staðið frammi fyrir svipuðum vandamálum og leyst þau. En þau hafa bara aldrei staðið í sporum Grikklands. "Þeir geta ekki prentað peninga og þeir geta ekki fellt gengið"
Kommúnistar og stjórnleysingjar Grikklands eru nú þegar komnir út á Austurvelli Aþenu. Afrek þeirra í síðustu viku var að brenna bíla og koma 200 manns úr þeirra eigin hópi í steininn
Eftir að hafa lofað aukinni og bættri opinberri þjónustu í nýafstöðnum þingkosningum í Grikklandi segir Geórgios Papandréou að gatið í peningakassa gríska ríkisins sé fjórfalt stærra en gert var ráð fyrir. Markaðurinn kvittar fyrir með því senda skuldaálag gríska ríkisins upp í himinhæðir skjaldborga. Því munu kosninga loforðin enda í hinu algerlega gagnstæða, þ.e. í miklum og erfiðum niðurskurði. "Við verðum að bjarga Grikklandi frá gjaldþroti" segir Papandréou
Svona er lífið á botni myntbandalagsins. Samfylkingarskýrislífið í glingurgarði hrafnaþingmanna er ömurlegt fyrir Grikkland. Hér myndu jafnvel armbandsúrin á höndum íslensku trjókunnar svitna eins og þau gerðu í barnabókum Maxíms í Gorkúlum. Léleg barnæska og ónýtir háskólar eru engin afsökun fyrir áframhaldandi fíflagangi trjóku Íslands
Greece tests the limit of sovereign debt as it grinds towards ...
Tengt efni
Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk
Stjórnmál og samfélag | Breytt 24.11.2009 kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 21. nóvember 2009
Nýir skattgreiðendur óskast: við bjóðum lélega framtíð, hækkandi skatta og fátt ungt fólk
Ísland eða Samfylkingin. Valið er þitt.
Hin eina óendurnýjanlega náttúruauðlind Evrópusambandsins, fólkið í ESB
Þýska hagstofan tilkynnti í fyrradag að þýsku þjóðinni muni geta fækkað úr 82 milljón þegnum í dag og niður í 65 milljón manns á næstu 40 árum. Í dag eru 16 af 82 milljón Þjóðverjum eldri en 65 ára (20%). Árið 2060 verður þetta hlutfall 33%. Í dag eru 100 persónur á vinnualdri til að styðja undir samfélagslega velferð síns sjálfra og 34 annarra persóna sem eru 65 ára og eldri (við skulum ekki tala hér um allan þann massa sem líka er atvinnulaus og undir 65 ára). Árið 2030 (eftir 20 ár) þurfa þessar 100 persónur að standa undir meira en 50 manns sem verða þá 65 ára og eldri.
Hver kýs undan sér peningakassann?
Reynsan sýnir að þessar spár standast næstum aldrei því frjósemishlutfall framtíðarinnar er alltaf ofmetið. Raunveruleikinn verður nær undantekningarlaust verri (low fertility trap). Þau börn sem fæðast inn í barnfáar fjölskyldur munu alltaf eingast ennþá færri börn en foreldrar sínir þegar frjósemishlutfall fer undir ca 1,5 fætt barn á hverja konu. Menn geta einnig ímyndað sér hvernig skattar og launamyndun verður í svona þjóðfélagi. Þrýstingurinn niður, niður og enn neðar verður mikill. Lífið fyrir ungt fólk verður ekki skemmtilegt í svona ellisamfélögum og innflytjendur sækast ekki eftir að koma. Þeir fara bara annað. Þegar flestir kjósendur verða gamalmenni er varla hægt að tala um lýðræði lengur. Hver kýs undan sér kassa hins opinbera? Í ESB er ellin að mestu skattafjármögnuð. Lífeyrissjóði, eins og þá íslensku, eiga þeir ekki. Öllum peningunum hefur verið eytt í atvinnuleysisbætur og eymdarhjálp síðastliðin 30 ár. Í kosningunum í Þýskalandi núna í haust var helmingur kjósenda orðinn 60 ára og eldri.
Góðar framtíðarhorfur og erlendir fjárfestar óskast. Þeir innlendu eru því miður útdauðir
Konur á frjósemisaldri munu ekki láta bjóða sér að fæða börn inn í svona vonlaus samfélög. Þær munu kjósa með fótunum og flýja til betri og sjálfbærari samfélaga í takt við að gamlir kjósendur fá meiri og meiri völd til að kjósa mannsæmandi líf undan ungu fólki. Þýska þjóðfélagið, eins og flest þjóðfélög Evrópusambandsins, er ekki sjálfbært. Vinnuafl Þýskalands mun sennilega minnka frá 50 milljón manns árið 2005 niður í 35 milljón manns árið 2050. Hagvöxtur mun ekki sjást þar næstu margar kynslóðir. Neytendurnir urðu útdauðir og gamalmenni finna mun síður upp mikilvægar nýjungar sem eru svo lífsnauðsynlegar í samkeppninni við öll önnur lönd heimsins. Frá árinu 2004 til og með ársins 2007 fækkaði Þjóðverjum um tæplega 350.000 manns. Það er bara byrjunin á hnignun Þýskalands; hagstofa Þýskalands
Hint: hægt er að skoða dæmi um framskriðið öldrunarhagkerfi í raun-tíma (live) með því að horfa á Japan. Það er stórt land á leiðinni beint í ríkisgjaldþrot innan örfárra ára. Ekkert gefur afkast í Japan. Hvorki fólk, eignir né peningar. Enda er sparnaður Japana að verða uppurinn. Þá mun enginn kaupa ríkisskuldabréfin af þeim svo hægt sé að fjármagna hallarekstur japanska ríkisins áfram og því mun japanska ríkið verða bust. Japanskar konur eru í æfilögnu verkfalli. Nútíminn kom aldrei til þeirra, því miður.
Sama verður reyndin hjá svo kölluðum "afdala-mönnum" Evrópusambandsins í mið, suður og (fjár)austur Evrópu. En þá mun Evrópusambandið auðvitað heita the European Debt Union; Evrópuskuldasambandið, EDU.
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt 22.11.2009 kl. 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
OECD varar við skattahækkunum
The flight manual: "do not reduce engine power during takeoff"
Varúð: dragið ekki úr vélarafli hreyfla í flugtaki
OECD hvetur ríkisstjórn sósíalista Spánar til að fresta fyrirhuguðum skattahækkunum í landinu. OECD segir að skattahækkanir núna muni seinka því að efnahagbati komist í gang og muni jafnvel hafa þau áhrif að landið fari inn í nýja kreppu. OECD spáir -3,6% hagvexti á Spáni á þessu ári, 0,3 á því næsta og aðeins 0,9% hagvexti árið 2011; El Pais
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Föstudagur, 20. nóvember 2009
Vaira Vike-Freiberga um Evrópusambandið; "minnir mest á þegar valinn var nýr maður í embætti aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna"
Útnefning í Brusselgarði
Frambjóðandi Lettlands, til nýja forsetaembættis Evrópusambandsins, Vaira Vike-Freiberga, segir að útnefning til embættisins sé framkvæmd á sovéskan máta og minni mest á þegar valinn var nýr maður til að gegna embætti aðalritara kommúnistaflokks Sovétríkjanna. Sá flokkur þjóðnýtti stjórnmál í Sovétríkjunum öllum. Hún segir að leynimakk og fyrirlitning á áliti almennings ráði ferðinni.
Fjölskylda Vaira Vike flúði frá Lettlandi árið 1944 þegar Sovétríkin hernumdu land hennar í annað sinn. Hún er eina manneskjan sem hefur lýst því yfir að hún gefi kost á sér til embættisins. Vaira Vike varð forseti lettneska lýðveldisins árið 1999; Telegraph. Tengt efni: "æðsta ráð ESB stendur fyrir þjóðnýtingu stjórnmála í Evrópu á ný"
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
Fyrri færsla
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 19. nóvember 2009
Í dag er beðið eftir að hvítur reykur stigi upp úr aðalstöðvum lýðræðisins í Brussel
Þar eru nefnilega samankomnir 27 æðstu valdamenn 27 ríkja Evrópusambandsins til að velja nýjan og fyrsta forseta þess. Nú er það heill forseti sem á að stýra því sem sumir á Íslandi halda ennþá að sé efnahagsbandalag. Þetta verður erfitt því bæði Angela Merkel og Nicolas Sarkozy verða að finna minni persónu en þau eru hvort fyrir sig. Persónan má ekki vera það stór að hún varpi skugga - á þau. Öðru máli gegnir með hin 25 peðin sem hýrast í kjallara ESB-garðs.
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>
Þá voru þó kosningar - Wall Street Journal 16. september 1930; Dow vísitalan er 236.62 -3.72 (1.5%). Kosningaúrslit eru komin frá Þýskalandi. Flokkur þjóðarsósíalista (nasistar) fékk 107 þingsæti miðað við 12 þingsæti í síðustu kosningum. Kommúnistar fengu 76 þingsæti miðað við 54 áður. Sósíaldemókratar fengu 143 þingsæti. Þeir sem fylgdust með kosningunum eru að sögn ánægðir með að kommúnistar fengu ekki fleiri þingsæti. Róttækir flokkar virðast hafa unnið á vegna efnahagskreppunnar. Kommúnistar eru í slagtogi með Moskvu á meðan þjóðarsósíalistar eru and-lýðveldissinnar, and-þingræðislega sinnaðir, and-samfélag-þjóða sinnaðir, and-Gyðinga sinnaðir, and-kapítalistískir og aðhyllast myndun öfgafulls einræðis með sósíalistískum eiginleikum; news from 1930 blog. | Mynd; atvinnuleysi og kosningafylgi nasista Brad DeLong | Músik Julian Fuhs Orchester - Tango from Berlin 1930
<><><><> FULLT STOPP <><><><>
Fyrri færsla:
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. nóvember 2009
Harðasti DDR-kapítalisti vestursins?
Árni Þór Sigurðsson, þingmaður VG, sagði að menn mættu ekki gleyma því, að Íslendingar beri ábyrgð á Icesave-skuldbindingum. Það voru Íslendingar sem fóru út í heim, stofnuðu til þessara skuldbindinga og lögðu á okkar herðar," sagði Árni Þór.
Já endilega !
Einkavæða gróðann væni minn og þurrka svo tapinu yfir á þjóðina. Svona á að gera þetta herra hæstvirtur þingmaður! Þetta var lagið. Skyldi þingmanninum og ríkisóstjórninni allri nokkurn tíma hafa dottið það í hug að forsenda kapítalismans er að illa rekin fyrirtæki fari á hausinn og drepist. Þjóðin á ekki að erfa skuldir þeirra. En þetta er kannski sérútgáfu-kapítalismi? DDR-kapítalismi? Skuldamúrinn sem féll vestur á bóginn og yfir þjóðina?
Sumir menn eru skelfingu lostnir yfir því að 130 bankar séu farnir á hausinn í Bandaríkjunum. En það eru þó hin raunverulegu gleðitíðindi. Mikil gleðitíðindi. Því fyrr sem rotin tré falla í skóginum því fyrr verður skógurinn heilbrigður og meira pláss skapast fyrir sterk tré sem þola stóra storma.
Trésortir íslensku bankamannanna voru útráparar og glannar með diskóljós. Bankarnir deildu út eldspýtum með brennistein til óvita. Útkoman varð spýtnarusl og brunagildur ofvaxinna illgresistegunda sem fjármálaeftirlit Samfylkingarnar átti að hafa auga með, en gerði þar minna gagn en ekki neitt. Þessar eldspýtnahrúgur voru alger vanvirðing við markaðinn, enda flestar reknar með montprikum grobbhana. Bankarnir ólu þessar spýtnahrúgur upp.
Á þjóðin að borga fyrir þetta? Bara svo ríkisstjórn þingmannsins geti haldið áfram að svíkja kjósendur sína og grafa undan landi og þjóð?
Skógur níðstanga hefði þá betur verið reistur en skógur eldspýtna úr öskubökkum útrápara bankanna.
Skófla er skófla
En það er auðvitað Evrópusambandið sem ræður þessu. Það vitum við vel. Þú þurftir því ekki að segja þetta svona herra þingmaður. Þú hefðir getað sagt þetta hreint og beint. Ekkert Icesave, ekkert ESB. Við erum ekki eins heimsk og þú heldur.
Klár og hrein tengsl Icesave og ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008