Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008
Miðvikudagur, 30. júlí 2008
Hitnar í kolunum
Komið þið sæl kæru lesendur
Bloggið mitt lifði ekki af í diskaþvottinum í uppþvottavélinni hjá Morgunblaðinu. Magaspeglun fer nú fram hjá okkar góða og önnumkafna tölvufólki hjá blogginu á Morgunblaðinu. Þemað mitt, appelsínugult, virkar ekki með mynd setta inn í síðuhaus svo ég hef breytt útlitsþema yfir í blátt, svona tímabundið.
En annars þá virðist vera ansi heitt í kolunum á mörgum stöðum. Tölvan mín segir að það séu 24 gráður hér fyrir utan veröndina, og hitamælirinn minn hérna undir þakinu á veröndinni segir að það séu 33 gráður hér í skugganum. Þetta er því skuggalegt. Og svo virðist vera búið að setja Íslendinga í bræðslu - 22 gráður í Reykjavík og 21 gráða á Akureyri! Bandaríski Dollarinn þýtur og upp og sama viðrist gilda um íslensku krónuna.
Jæja, það er best að drífa sig út að hlaupa. Þá get ég nefnilega bætt nokkrum góðum gróðurhúsalofttegundum við and-rúms-loftið okkar, og vökvað blómabeðið með svitanum úr sjálfum á eftir, ég er nefnilega 15 kílóum of þungur. Hvalveiðar hafa verið bannaðar svo lengi.
Er þetta heimsendir ?
Au revoir
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 21. júlí 2008
Lítill áhugi á evru hjá atvinnurekendum í Skandinavíu
Berlingske Business skrifar hér í dag að samkvæmt könnun meðal 2.400 forstjóra fyrirtækja á Norðurlöndum, að það sé dvínani áhugi á evru sem gjaldmiðli hjá skandinavískum forstjórum.
Yfir helmingur af aðspurðum dönskum forstjórum hafa lítinn áhuga á evru og segja að hún skipti ekki máli. Mestur áhugi var meðal finnskra forstjóra, en Finnland er nú þegar með evru sem gjaldmiðil. Ísland er ekki með í þessari könnun meðal forstjóra stærri fyrirtækja, en fréttin segir þó að í kjölfar nýlegrar efnahagslegrar lægðar á Íslandi sé aukin umræða um aðild Íslands að ESB og upptöku evru. Í Noregi er engin umræða í gangi um aðild að ESB og upptöku evru, og var norskum forstjórum mest sama um evru meðal allra aðspurðra forstjóra í þessum fjórum Norðurlöndum.
Danir: evra vafasamt mannvirki
Á meðal þeirra dönsku forstjóra sem eru andsnúnir upptöku evru vega þyngst rökin um að evra sé vafasamt mannvirki sem varasamt sé að taka upp og reiða sig á. Evran gæti þróast í verða Dönum meira til tarafala en til hagsbóta, og gæti einnig takmarkað athafnasvigrúm þeirra. Hjá þeim dönsku forstjórum sem aðhyllast upptöku evru vega þyngst væntingar um að fá að sitja við stjórnarborðið í seðlabanka evru. Flestir danskir hagfræðingar hafa náð fram til þeirrar niðurstöðu að evra skipti Danmörku ekki máli.
Slóð: Topchefer er ligeglade med euroen
Mín skoðun
Það er alþekkt fyrirbæri í markaðsfærslu að um leið og neytendur hafa keypt vöru, og þá sérstaklega dýra vöru, þá fara þeir strax í gang með að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi gert góð kaup. Til að styrkja trú sína á að þeir hafi einmitt gert góð kaup, þá fara þeir oft að sjá ýmsa kosti við vöruna sem aðrir sjá ekki, og munu því oft mæla mæla með vörunni við aðra sem hafa hana ekki. Til þess að skapa það sem kallað er "brand-community" (vörumerkja(sam)félag) og til að viðhalda staðfestingarviðleitni þeirra sem hafa keypt vöruna þá er bráðnauðsynlegt að söluaðilar vörunnar haldi áfram að auglýsa vöruna jafnvel þó svo að engin sala sé í gangi, því þannig sjá þeir eigendum vörunnar fyrir áframhaldandi staðfestingu á að þeir hafi gert góð kaup. Ef maður sér aldrei auglýsingu fyrir vöru sem maður hefur keypt þá mun maður smásaman fara að halda að maður sé einn í heiminum með þessa vöru, og hafi verið einn af fáum sem keyptu hana, og að hún sé léleg. Þessvegna hafa Finnar ennþá mestan áhuga á evru af öllum aðspurðum í könnuninni. En þeir eru samt innst inni (smá)hræddir við hvað nágrannarnir muni gera og álykta um þá vöru sem þeir einmitt hafa keypt. Og svo er ábyrgðartíminn útrunninn og ekki hægt að skila vörunni lengur, og ekkert annað hægt að gera en að mæla með vörunni áfram.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 15. júlí 2008
Fast gengi og ESB-aðild hindrar ekki mestu verðbólgu hjá Dönum siðan 1975
Verðbólga vöru sem framleidd er innanlands í Danmörku mælist nú hin mesta siðan 1975. Danskt framleiddar vörur hafa því ekki hækkað eins mikið í verði á milli ára siðan fyrir 33 árum. En allar vörur innlendar sem erlendar á innanlandsmarkaði hafa ekki hækkað meira í verði á milli ára síðustu 26 árin. Verðhækkanir á milli mánaðanna maí og júní er 1,6% og 11,2% frá því á sama tíma á síðasta ári. Innfluttar vörur hafa hækkað um 7.2% á milli ára og danskar vörur um 15,9% frá því á sama tíma á síðasta ári. Hátt gengi evru eyðir 100.000 atvinnutækifærum Danir segja að um 100.000 atvinnutækifæri hafi nú tapast á undanförnum örfáu árum eingöngu af því að gengi dönsku krónunnar, sem er beintegnt og límt fast við gengi evru, er núna nálægt sögulegu hámarki allra tíma. Danir telja sig nú hafa misst tekjur og velmegun sem svarar til tekna frá 100.000 tapaðra atvinnutækifæra eingöngu vegna bindingar dönsku krónunnar við evru, og það einungis allra síðustu fáu árin. En 50% af útflutningi Danmerkur fer til landa utan Euro-Zone og þau lönd eru ekki beintengd við evru. Það er sem sagt heimur fyrir utan evru. Danmörk féll inn í kreppu í síðustu viku. Þumalfingurreglan segir að fyrir hver 3-4% sem gengi dönsku krónunnar hækkar þá tapast 40.000 atvinnutækifæri því útflutningur verður þá minna samkeppnishæfur við vörur frá öðrum löndum. Er til heimur fyrir utan evru-land og ESB ? Margir gleyma að þó svo að gengi dönsku krónunnar sé bundið fast við gengi evru, að já - þá hoppar og skoppar danska krónan á hverjum degi gangvart öllum gjaldmiðlum heimsins nema einum, evru. Þetta þýðir að gengisstöðugleiki er bara gangvart einum einasta gjaldmiðli heimsins. Ef markaðir þessa eina gjaldmiðils eru slæmir fyrir þær vörur sem danska þjóðin selur til og kaupir af þessum eina markaði þá má segja að bindingin sé í það minnsta mjög einfaldur og einhæfur sannleikur því mesti og besti hagvöxtur í heiminum undanfarin mörg ár hefur einmitt ekki átt sér stað á þessum eina markaði evru. Þessi markaður hefur að miklu leyti verið frosinn fastur í vaxtargildru ESB í áratugi. Aðalvöxturinn fyrir Danmörku hefur verið á öðrum mörkuðum og mun einnig verða það í framtíðinni. Mestur áhugi á ESB í Evrópu að finna á Íslandi? Einn aðal stuðningsmaður ESB á Íslandi hefur eftirfarandi að segja um það sem hann kallar "Evrópumál" - en sem ég kalla ESB-mál því það eru aðeins 27 af um 54 löndum Evrópu sem eru meðlimir í það sem núna kallast Evrópusambandið og sem þar áður var kallað Efnahagsbandalagið og þar á undan EF og sem þar á undan var kallað Stál og Kola sambandið og sem þar á undan hét einungis Evrópa, og sem Ísland var með í frá því að landið var uppgötvað og numið af víkingum, eða frá byrjun. Að sögn þessa manns þá þurfa allir Íslendingar að ganga í Evrópu aftur. "Ísland og Íslendingar þurfa að hysja upp um sig buxunar í alþjóðamálum og hætta þessu væli sem er í gangi í dag. Íslendingar eiga að ganga í ESB, ekki bara til þess að taka ákvarðanir á evrópskum grundvelli, heldur einnig til þess að taka ábyrgð á því sem er gert hérna á landi. Það sem við gerum hérna á landi hefur áhrif í Evrópu og víðar, áhrifin eru ekki bara bundin við Ísland, eins og margir virðast halda. Það er kominn tími til þess að tímabil sveitamennsku endi á Íslandi og Íslendingar gangi inní Evrópu stolt og jafnframt sem sjálfstæð þjóð innan ESB" Meira má lesa um "Evrópumál" þessa stuðningsmanns ESB á Íslandi hér: Stutt eru stráin Fleiri greinar sem ég mæli með Ónýtir gjaldmiðlar Breytt mynd af ESB - höfuðstefna Pillan Lenín verðbólga
Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.7.2008 kl. 09:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Mánudagur, 14. júlí 2008
Spurt og svarað: Fyrst allt er svona gott á Íslandi, af hverju eru þá allir að kvarta!
Hún Ásta sem er að fara í sumarfrí spurði mig þessarar spurningar hér á blogg Eyþórs Arnalds.
Ég svaraði henni Ástu okkar svona
Af því að flest er afstætt Ásta. Íslendingar hafa undanfarin mörg ár upplifað einstaka tíma. Tíma mikils framgangs og mikillar velmegunar sem á sér fáa líka í heiminum. Það er erfitt að gíra sig niður. Þetta er því smá afvötnun og hún er stundum sársaukafull. Svo þegar meðferðin hefst, þá fara Íslendingar að rífast sín á milli. Þeir kenna hinum og þessum um allt á milli himins og jarðar og finnst til dæmis sárt að komast ekki í nema þrjár utanlandsferðir á sama árinu. Þeir reyna einnig veruleikaflótta og finna stundum hinar og þessar leiðir fram hjá timburmönnunum, þ.e. þeir fara að sjá ofsjónum og sjá oft "þriðju" leiðina eða jafnvel "fjórðu" leiðina út úr fráhvarfseinkennunum.
Svo eru Íslendingar einnig gæddir þeim góða kosti að þeir halda alltaf að allt sé betra í útlöndum en heima hjá þeim sjálfum. Þetta er nokkuð góður kostur að hafa því það forðar Íslendingum frá því að falla ofaní þá gryfju að halda alltaf að allt sé best heima hjá þeim sjáfum, eins og allir halda hér í landi, Skandinavíu og í mörgum löndum ESB. Þetta tryggir nefnilega að Íslendingar séu manna duglegastir að vinna í garðinum sínum, enda hefur hann stækkað mikið miðað við alla aðra garða í heiminum. Uppskeran er mikil.
En það er samt sárt þegar það koma ormar úr görðum annarra og éta hluta af uppskerunni. Til dæmis olíu og hráefnaormar og svo útlendir peningarormar. Þá verða Íslendingar reiðir. En þetta eru samt bara virkir vöðvar frelsisin sem eru að vinna sitt starf hjá frjálsum Íslendingum og sem eru sífellt starfandi. Íslendingar sætta sig ekki við hvað sem er því krafturinn og sjálfsbjargarviðleitnin sem þeir náðu sér í sjálfir árið 1944 er svo sterk og hefur virkað svo vel að hann hefur gert þá að þriðju ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma.
Svo halda þeir einnig að íslenska krónan, sem hefur gert þá svona ríka, sé einnig orðin ormétin og farin að mygla. En krónan er al saklaus, það vita flestir nema Íslendingar sjálfir, því hún hefur ekki gert neitt af sér. Það eru hinsvegar þeir sem hafa notað hana sem hafa ollið þeim kalí-bruna sem kom í garðinn núna í vor. Þeir báru aðeins of mikið á í garðinum síðustu þrjú vor. En þetta mun allt lagast og er reyndar nú þegar farið að lagast dálítið. Svo munu koma ný blóm í garðinn á næsta ári.
Svona hefur þetta alltaf verið á því Íslandi sem hefur mótað og meitlað þjóðina í gengum þúsund ár. Þetta er ekkert venjulegt land og fólkið sem býr í þessu landi er heldur ekkert venjulegt fólk. Þetta skilja þó aðeins örfáir í hinum görðunum í nágrenninu og þeir skrifa því oft heim til barna sinna um þetta skrýtna fólk þarna í efsta garðinum, og sem hefur númerið Ísaland
Ég óska Ástu góðs og ánægjulegs sumarfrís.
Eftirmáli og formáli
Einu sinni kom út bók sem bar titilinn Þriðja Augað. Ég las hana þegar ég var táningur. Þessi bók var bull. En núna voru Íslendingar að finna upp nýjan titil á þessa bók. Þeir kalla hana núna fyrir Fjórða Augað. Og þessi titill var ekki hugmynd Lobsang Rampa. Nei hugmyndin er alíslensk. Hún er þessi: að taka upp gjaldmiðil annars lands án þess að ganga í landið og það strax. Og alveg án þess að fá illt í magann. En þá vil ég benda augnlækninga- og leiðamönnum á eftirfarandi:
Ef þið væruð með evru núna skv. Björns Bjarnar-leið eða X, Y eða Z leið (sama hvort þið væruð með í ESB, Noregi, Sviss, Danmörku, Bandaríkjunum, eða ekki) þá sæti Ríkisstjórn Íslands núna á erfiðum fundum við að undirbúa þær refsiaðgerðir fyrir heimili og fyrirtæki sem alltaf þarf að viðhafa til að ná niður verðbólgu og þenslu í hagkerfum sem hafa misst stýrivaxtavopn og peningastjórn sína til annarra landa. Til dæmis væri hægt að hækka tekjuskatta og fjármagnsskatta, hækka skatta á láglaunafólk og lækka persónuafslætti, setja á 100% eða 180% skráningargjöld á nýjar bifreiðar, setja lúxusskatta á matvæli og vörur sem stjórnmálamenn hafa ákveðið fyrir þig að séu "óþarfa vörur". Banna viss útlán og afborgunarlán hjá peningastofnunum. Í stuttu máli: að finna upp allt sem þarf til að stoppa þessa neyslugleði, fjárfestingar og framkvæmdir. Allt saman til þess að ná niður þessari verðbólgu! Og þetta mun bitna jafn illa á þeim sem hafa hagað sér skynsamlega og þeim sem hafa hagað sér minna skynsamlega í peningamálum. Þá myndu nú Íslendingar fyrst fá alvarlega illt í magann og finnast þeir verða ormétnir. Atvinnuleysi væri þá orðið að hagstjórnartæki og Íslendingar myndu fara á kassann í massavís. Og svo þegar það þarf að örva fjárfestingar, atvinnu og neyslu aftur þá er það varla hægt lengur og Ísland verður fátækara og mun dragast meira og meira afturúr eins og ESB er einmitt að dragast afturúr efnahag Bandaríkjanna og Íslands. Öll dýnamík og sveigjanleiki horfinn. Þá væruð þið loksins komin á kassann.
Þið gætuð ekki haft neinn fjármálageira að ráði á Íslandi ef þið væruð með evru svona eins og Björn Bjarnarson og fleiri nefna eða eru að tala um. Hann þyrfti því að flytja úr landi, alfarinn. Stórframkvæmdir væru óframkvæmanlegar undir svona nýlendu peningastjórn. Og svo þyrftuð þið að fara út og kaupa evrur (eða eitthvað annað) á gengi dagsins fyrir tugi milljarða króna til að dreifa í umferð í peningakerfinu í stað ISK - og það væri einungs stofnkostnaðurinn - allt hitt sem myndi fylgja á eftir væri eitt risastórt vandamál. Þá væri Ísland orðið nýlenda á ný. Til hamingju. Afkomendur ykkar munu varla fara út í þann kostnað að kaupa ramma til setja utanum mynd til að hengja upp á vegg af svona kjánum. Stoppistöð vanþakklátra er greinilega alltaf að verða stærri og stærri.
Ég vil leyfa mér að benda á eftirfarandi staðreyndir
Sumir á Íslandi halda að núna sé eitthvað að ske á Íslandi sem þeir kalla "efnahagsvandi okkar". Ég vildi ekki óska ykkur að þetta sé aðeins efnahagsvandi ykkar. Svo illgjarn er ég ekki. Næstum öll lönd þurfa einnig að kljást við afleiðingar alþjóðlegrar hráefnaverðbólgu, olíuverðbólgu, og alþjóðlegrar fjármálakreppu.
Nú er ESB ekki gjaldmiðill, því þá væri ESB úthrópað sem verandi "gjaldþrota" og "handónýtt", og það af ESB-sinnum sjálfum. Það sem einkennir algerlega umræðuna á Íslandi er gjaldmiðill Íslands, krónan, ISK. En menn þurfa að hafa eftirfarandi í huga þegar þeir dæma sjálfstætt Ísland sem verandi gjaldmiðil.
Seðlabanki Íslands á hrós skilið fyrir að vinna vel undir krefjandi kringumstæðum síðan krónunni var sleppt á frjálst flot árið 2001. Menn eiga eftir að skilja þetta mikið betur seinna. Það er ekki hægt að segja annað en að það séu undur og stórmerki að krónan skuli hafa haldið þetta vel undir eftirfarandi kringumstæðum. Margir hafa greinilega meiri trú á að Ísland muni spjara sig betur í framtíðinni en sumir hafa trú á á sjálfu Íslandi.
1) Krónan er gefin frjáls árið 2001. Íslendingar kynna gjaldmiðil sinn fyrir umheiminum. Kynning hans er í umsjá nýlega alþjóðavædds fjármálageira Íslands. Síðast þegar þetta skeði í Evrópu þá var það evra sem var kynnt fyrir umheiminum og hún féll álíka mikið eða yfir 30% án nokkurra sýnilegra framfara, ávinninga, aukinna fjárfestinga eða framkvæmda. Hún féll bara. Þeir voru ekki að byggja virkjanir eða fjárfesta hér í EvruLandi ef einhver skyldi halda það. Áður en þessi kynning á krónunni fór af stað vissi enginn hvað ISK var. En núna er ISK í öllum fréttum og er kominn í hóp þeirra gjaldmiðla sem greinendur og fjármálastofnanir fjalla um á hverjum degi erlendis.
2) Heill nýr atvinnuvegur Íslendinga leit dagsins ljós, sem er alþjóðavæddur fjármálageiri og sem skilaði fyrsta íslenska fyrirtækinu innná NASDAQ-OMX-100 listann - þ.e. Kaupþing Banki er núna eitt af 100 stærstu fyrirtækjum á þessum lista.
3) Stærsta fjárfesting Íslandssögunnar fór fram.
4) Alþjóðlegt lánsfé var ódýrara en nokkurntíma áður síðan krónan var sett frjálst fljótandi. Fjármálageiri Íslands notaði tækifærið til að hamra járnið meðan það var heitt. Nú er það hinvegar að kólna.
5) Svæsin alþjóðleg olíu- hráefna- og matvælaverðbólga hefur ríkt núna í tvö ár.
6) Vesta alþjóðlega fjármálakreppa heimsin síðan 1930 hefur núna ríkt í 12 mánuði.
Þetta er all nokkuð nokkuð afrek hjá Seðlabanka Íslands að halda utanum þetta án þess að ver hafi farið. En traust gjaldmiðla er langhlaup og ekki spretthlaup. Eftir þessa kreppu mun krónan verða HERT KRÓNA. Það er augljóst. Ef allir ætluðu að skipta um gjaldmiðil undir svona kringumstæðum þá væru allir gjaldeyrismarkaðir lokaðir, alltaf.
Hefði evra staðist allt þetta? Er einhver sem trúir því í alvöru ? Nei og aftur nei, alveg örugglega ekki. Núna er evran hinsvegar allt allt of há fyrir útflutning frá ESB og það á sennilega að fara að taka hana í karphúsið aftur, og það alvarlega í þetta skiptið.
Sjálfstætt Ísland er ekki króna og ESB er ekki gjaldmiðill og alls ekki GaldraPappír
Framhald: nánar, og af sannfæringu, er fjallað um Galdrapappíra og ESB á bloggi forstjóra Brimborgar, Agli Jóhannssyni: Ísland og Lettland: Áhugaverður samanburður í ljósi evru umræðu - ég mæli með þeirri lesningu.
Skrásett vörumerki : GALDRA PAPPÍR © 2008 einkaleyfi Hans Haraldsson - gengisfelling óheimil án leyfis Deutsche Bundesbank- meðalvextir samfylkingar í esb gilda
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
ESB mun stefna Bretum fyrir óreiðu í ríkisfjármálum
Aðalstöðvar ESB ætla að stefna Bretum fyrir að það muni verða halli á fjárlögum breska ríkisins á næsta ári. ESB er búið að reikna sig fram til að það mun verða mun meiri halli á fjárlögum breska ríkisins en sem nemur þeim þrem prósentum sem leyfileg eru samkvæmt stöðugleika sáttmála ESB. En það er stöðugleika sáttmáli ESB sem heimilar þessum áður sjálfstæðu ríkjum að þjóðarskúta þeirra megi hallast um allt að þrjár gráður á slagsíðu stjórnborðsmegin.
Ef hallinn á þjóðarskútunni verður meiri þá hefur hann hingað til verið leiðréttur með því að þeir skipverjar sem sunda vinnu sína stjórnborðsmegin verða að leggjast í kojur sínar bakborðsmegin og halda kyrru fyrir í rúmum sínum þar til skipið er aftur komið á jafna siglingu. En stundum skeður það að skipið fer að halla of mikið á bakborða vegna þess að allir skipverjar eru komnir í koju og sofnaðir. En þetta vandamál er venjulega leyst með því að henda nógu mörgum sofandi skipverjum fyrir borð þar til aftur er komið á jafnvægi. En þá er veiðum þó yfirleitt hætt og siglt í land til að sækja nýjan mannskap. Þetta skapar því mikla atvinnu fyrir nýja skipsverja.
En það er þó ekki hægt að sekta Breta fyrir að hallast um þær 3,7 gráður sem ESB er búið að reikna sig fram til að það muni gera. Nei, Bretar eru nefnilega ekki með í peningaklúbbi ESB, sem núna heitir evra, stundum kölluð GaldraPappír á Íslandi. En það er þó hægt að draga þá í réttinn og setja þá í skammakrókinn. Þetta hjálpar yfirleitt til við að halda góðum og jákvæðum anda á meðal skipverja.
En þrátt fyrir þetta þá eru Bretar - sem einu sinni voru sjálfstæð þjóð og eru það einnig að nokkru leyti enn - mjög móðgaðir. Þeir eru núna komnir í skammakrók ESB ásamt Ungverjalandi. Bretum finnst ESB ekki taka neitt tillit til lágra skulda Breta, og heldur ekki tillit til viðskiptaárstíða Bretlands sem hagkerfis (koma og fara á örðum árstímum en á meginlandinu), og alls ekki taka tillit til fjárfestinga Breta í hinum opinbera geira og innviðum breska ríkisins.
Bretar hafa fengið frest fram til október á næsta ári til að henda fleiri skipverjum í sjóinn.
Britain told to rein in deficit by EU
Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.7.2008 kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 4. júlí 2008
Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi ?
Greiningadeild gjaldeyrismarkaða hjá Jyske Bank spáir að evra muni til að byrja með falla um það bil 15% gagnvart dollar fram að áramótum.
Jyske Bank er einn stærsti banki Danmerkur og greiningadeild þeirra á sviði gjaldeyrismarkaða þykir ein sú besta.
Jyske Bank telur að í fyrsta skipti í sögu evru muni aðilar á gjaldeyrismörkuðum ganga sérstaklega harðneskjulega til verks við að fella evru. Ástæðurnar eru þessar, segir greiningadeildin:
- Evra er ekki há vegna þess að hún sé góður gjaldmiðill sem byggir á sterkum hagstærðum evru-landa. Hún er há vegna þess að Bandaríkjadollari hefur verið lágur.
- Ef athyglin fer að beinast að Evrópu vegna þeirrar vaxtargildru sem ESB er í og því ójafnvægis sem nú er á milli hagkerfa ESB og evru-landa, þá munu markaðirnir fara út í að sannreyna evru sem gjaldmiðil.
- Greiningadeildin sér vaxandi vandamál í hagkerfum evru-landa. Suður Evrópa sé að fara inn í kreppu og hafi því alls ekki gott af þeirri stýrivaxtahækkun sem ECB kom með í gær, en þá hækkaði bankinn stýrivexti evru um 0,25 prósentur.
- Athyglin mun beinast meira og meira að þeirri togstreitu sem er á milli hagkerfanna á bak við evru. Menn munu fara að krefjast þess að þeir fái meiri áhættuþóknun þegar þeir kaupa gríska ríkispappíra en þegar þeir kaupa þýska ríkispappíra. Þessi spurning ætti yfirhöfuð ekki að koma upp í myntbandalögum segir Jyske Bank. Aðilar í markaði munu í auknum mæli beina athygli sinni að þessu misræmi.
- Ofaní mikinn halla á greiðslujöfnuðum landanna í Suður Evrópu þá berst Norður-Evrópa í bökkum með efnahag og hagkerfi sem keyra á felgunum. Þetta eru hagkerfi sem áður fyrr voru álitin stöðug.
- Þessvegna álítur Jyske Bank að það muni ekki líða á löngu þar til gjaldeyrismarkaðirnir munu fara að undirbúa sig undir að Evrópa muni falla ofaní öldudal, og að sú lægð muni kalla á lækkun stýrivaxta.
- Evrópskir bankar eru til dæmis í mun meiri hættu frá undirmálslána-kreppunni en amerískir bankar séu því þeir hafa einfaldlega fjármagnað stærsta hlutann af þessum lánum, eða samtlas 900 milljarða dollara - Púnktur
Heimild: Euroen på vej mod nedtur over for dollar
Mín skoðun:
Það var einmitt það. Ég mun núna, yfir helgina, fara í það að skoða kosti og galla þessa máls og þá með það fyrir augum að við tilkynnum umheiminum að við munum strax fara í það að undirbúa okkur í að redda þessum málum og munum því umsvifalaust koma efnahag ESB til bjargar. Hvað sagði ég ? Við reddum þessu! Er það ekki?
Uppfært kl. 19:31
Skoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á framtíðarhorfum Íslands var birt í dag:
1. Íslenska hagkerfið er auðugt og sveigjanlegt. Tekjur á mann eru meðal þeirra hæstu og tekjuójöfnuður einna minnstur í heiminum. Vinnu- og framleiðslumarkaðir eru opnir og sveigjanlegir. Stofnanir og umgjörð stefnumótunar eru öflugar og skuldir hins opinbera eru mjög litlar. Eftirtektarverð stjórnun á náttúruauðlindum landsins hefur gert Íslandi kleift að auka fjölbreytni hagkerfisins og stuðla að sjálfbærni. Í ljósi þessa eru langtímahorfur íslenska hagkerfisins öfundsverðar
Þetta álit sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 2008 var birt í dag. Á vefsetri Seðlabanka Íslands (það er að segja Seðlabanka Íslenska Lýðveldisins) er að finna: Lauslega þýðingu. Álitið á ensku: IMF Concluding Statement July 4, 2008
Stjórnmál og samfélag | Breytt 5.7.2008 kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008