Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið ein rjúkandi rúst. Sósíalistar ESB endurskilgreina óskir sínar.

Umboð seðlabanka Evrópusambandsins 

Ok. Hvað höfum við?

Eitt stykki myntbandalag í upplausn. Myntbandalag sem kemur í veg fyrir hagvöxt og hagsæld. Hagvaxtarslátrari. Fátæktargildra. Það hlaut að koma að skuldadögum núllvaxtar. 

Lettland. Á barmi örvæntingar og undir umsjá AGS. Lettneska hagkerfið er að hverfa í mesta samdrætti á vesturlöndum. Fasteignaverð fallið um 60%. Gengisbinding við evru var brjálæði. Allt bankakerfið í eigu útlendinga. 

Litháen. Á barmi örvæntingar. Hagkerfið að hverfa. Allt bankakerfið í eigu útlendinga.

Eistland. Á barmi örvæntingar. Hagkerfið að hverfa. Allt bankakerfið í eigu útlendinga.

Finnland. Meiri samdráttur núna en var þar þegar Sovétríkin hrundu. Miklu meiri samdráttur er í Finnlandi núna en á Íslandi. Þetta gerist þrátt fyrir 10 ára evruaðild Finnlands. Iðnaðarframleiðsla og útflutningur hruninn. Massíft atvinnuleysi og enn hærra en á Íslandi. Fátækt eykst. Fjármagn vantar í vaxtasprota.   

Ungverjaland. Undir umsjá AGS

Grikkland á leið að missa sjálfstæði sitt sem sem þjóð. Er á leiðinni í faðm AGS undir stjórn ESB. Verða settir í evrubann og geta ekkert gert til að auka samkeppnishæfni. Meiga ekki prenta sína eigin peninga. Hafa ekkert gengi. Yfirvofandi greiðslufall gríska ríkisins. 

Spánn. Er á svipaðri leið og Grikkland. 20% atvinnuleysi er á Spáni núna og 42% atvinnuleysi hjá ungmennum. Landið er ein rjúkandi rúst eftir peningastefnu evrópska seðlabankans.

Írland er sokkið. Sumir Írar segja að byrja þurfi samfélag þeirra upp á nýtt. Landið er ein rjúkandi rúst eftir peningastefnu evrópska seðlabankans.

Þýskaland í mesta samdrætti af öllum meiriháttar hagkerfum heimsins. Massíft atvinnuleysi áratugum saman. 

Bretland. Breska bankakerfið var 8 klukkustundum frá gjaldþroti.

Danmörk. Hver fjórði danskur bóndi er á leið í gjaldþrot. Hver bóndi í Danmörku skuldar að meðaltali 650 miljónir ISK.  

Svo kemur hér rúsínan í pylsuenda ESB

Martin Schulz, sem er hávær Þjóðverji og leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, hefur lýst því yfir að frá og með nú séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið".

Hér gengur allt eins og það á að ganga eftir að Berlínarmúrinn féll frá austri og yfir Vestur-Evrópu. Hann féll mest vestur á bóginn en ekki öfugt, greinilega. 

Ýmsar slóðir með nánari fréttum: 

Fyrri færsla

Er evran landgönguprammi? Mikil spilling í Evrópusambandinu og í Brussel segja þegnarnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Breskir bankar lánuðu mikið fé til Dubai, fé sem nú er glatað. Furðulega lítið um það í fréttum hvaða afleiðingar hrunið í Dubai mun hafa fyrir breska bankakerfið.

Guðrún Sæmundsdóttir, 13.12.2009 kl. 18:53

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Svo er um við íslendingar að eiða miljörðum í að komast í sæluríkið." Ja það eru gáfur þetta"

Ragnar Gunnlaugsson, 13.12.2009 kl. 22:23

3 Smámynd: Kalikles

Það er augljóslega verið að þurka út innri landamæri sambandsins, og millistéttina í leiðin; það er nýtt fasistaríki að fæðast í evrópu, sem núna skyndilega er farin að virðast full nærri.

Kalikles, 14.12.2009 kl. 02:53

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur kærlega fyrir

Þetta er víst ekkert sem menn þurfa að hafa áhyggjur af - Guðrún, Ragnar og Kalikles - ef marka má til dæmis umsagnir Evrópusamtaka Íslands og málflutning ESB-sinna á Íslandi. Því samkvæmt sósíalistum Evrópusambandsins þá verður hagkerfi ESB peningalaus sjálfsþurftarbúskapur svo engar þurfa menn að hafa áhyggjurnar af þessum léttvægu málefnum.

Þeir svo kölluðu íslensku sveita- og afdalamenn sem vilja ekki búa í svona Pol Pottasleikja samfélagi hins verðandi and-kapítalistíska samfélagi framsækinna Evrópusambandsmanna, ættu að skammast sín fyrir að vilja hafa peninga, stunda frjálsa alþjóðlega verslun og svo (bráðum) glæpsamleg fjármálaviðskipti.

Þið ættuð að skammast ykkar. Framtíðin er svo greinilega í Evrópusambandinu. Það sjá allir af þessari nýju stefnumörkun þingflokks 184 þingmanna sósíalista á þingi ESB. Þetta kemur. Verið alveg óhrædd. Þetta kemur. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 07:54

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

ÞJÓÐNÝTING BANKA Í AUSTURRÍKI  

Austurríki var að þjóðnýta fyrsta bankann sinn rétt í þessu. Sagt er að seðlabankastjóri Evrópusambandsins, herra Jean-Claude Vigilant Trichet, hafi verið viðstaddur athöfnina. Ekki fylgir fréttinni að þetta hafi verið gert samkvæmt ósk 184 þingmanna sósíalista. En bankaerfi Austurríkis er að þrotum komið.

Þetta er bara byrjunin á þjóðnýtingu banka í hinu margrómaða skjólbelti góðviðrismannvirkis Skjaldborga-Brussel evrunnar á evrusvæðinu:

WSJ; Austria Nationalizes BayernLB Unit 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 13:44

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reuters

MUNICH, Dec 14 (Reuters) - German Landesbank BayernLB [BAYLB.UL] said it did not need additional capital to shoulder writedowns from the nationalisation of its Austrian unit Hypo Group Alpe Adria.

BayernLB, on Monday said it would sell its 67 percent stake in HGAA to Austria for one euro, a move that will lead to writedowns of 2.3 billion euros ($3.37 billion) for the Munich-based lender.

BayernLB's core capital ratio will take only a marginal hit from HGAA writedowns, a source familiar with the matter said.

Its core capital ratio was 10.7 percent as of end of June.

BayernLB, which is owned by Bavaria, will give an additional 825 million euros in capital, and leave 3 billion euros of liquidity in HGAA.

Hypo, Austria's sixth-biggest bank, which is also a major lender in the former Yugoslavia, needed a bailout after requiring up to 1.7 billion euros for writedowns and loan losses which threatened to wipe out a large part of its capital.

Austria is taking over 100 percent of Hypo from BayernLB [BAYLB.UL], insurer Grawe and the Austrian state of Carinthia, after shareholders agreed to inject around 1 billion euros in capital. 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 14:19

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Leiðrétting

Þetta er annar bankinn í Austurríki sem er þjóðnýttur. Sá fyrsti var þjóðnýttur í nóvember 2008 og heitir: Kommunalkredit Austria AG

Nánari fréttir:

 Bloomberg: Austria Decides to Nationalize Hypo Alpe-Adria Bank (Update3) 

Gunnar Rögnvaldsson, 14.12.2009 kl. 14:30

8 identicon

Sæll Gunnar og takk fyrir að vera óþrjótandi uppspretta upplýsinga fyrir okkur hin sem erum ekki eins dugleg að leita af þeim.

Segðu mér, ég var að leita að færslu hjá þér sem var um atvinnuleysistölur í evrulöndum, fyrir og eftir ESB inngöngu...getur þú bent mér í rétta átt.

kv

karen

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 11:35

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Karen og takk fyrir kveðjurnar

Þessar tölur eru hér, flestar:

Atvinnuleysi í ESB núna

Þarna eru tölur ESB landa síðustu 12 mánuðina og svo fyrir flest evrulönd hin síðustu 28 ár og svo héraðs og landa atvinnuleysi ESB og EES síðustu 10 árin.

Góðar kveðjur til þin  

Gunnar Rögnvaldsson, 15.12.2009 kl. 12:43

10 identicon

takk fyrir þetta Gunnar....

Karen Elísabet Halldórsdóttir (IP-tala skráð) 15.12.2009 kl. 13:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband