Mánudagur, 26. október 2009
Finnar einmanna með evruna - og geta ekki skilað henni til baka
Sjá tengingu við frétt Morgunblaðsins neðst í færslunni
Mynd atvinnuleysi í Finnlandi og á Íslandi í 30 ár
Það er alþekkt fyrirbæri í markaðsfærslu að um leið og neytendur hafa keypt vöru - og þá sérstaklega dýra vöru - þá fara þeir strax í gang með að sannfæra sjálfa sig um að þeir hafi gert góð kaup. Til að styrkja trú sína á að þeir hafi einmitt gert góð kaup, þá fara þeir oft að sjá ýmsa kosti við vöruna sem aðrir sjá ekki og munu því oft mæla með vörunni við aðra sem hafa hana ekki
Til þess að skapa það sem kallað er "brand-community" (vörumerkja(sam)félag) og til að viðhalda staðfestingarviðleitni þeirra sem hafa keypt vöruna, er bráðnauðsynlegt að söluaðilar vörunnar haldi áfram að auglýsa vöruna jafnvel þó svo að engin sala sé í gangi, því þannig sjá þeir eigendum vörunnar fyrir áframhaldandi staðfestingu á að þeir hafi gert góð kaup
Ef maður sér aldrei auglýsingu fyrir vöru sem maður hefur keypt þá mun maður smá saman fara að halda að maður sé einn í heiminum með þessa vöru, þ.e. hafi verið einn af fáum sem keyptu hana og að varan sé léleg. Þessvegna höfðu Finnar mestan áhuga á evru af öllum aðspurðum í könnun meðal atvinnurekenda í Skandínavíu á síðasta ári
En þeir eru samt innst inni (smá)hræddir við hvað nágrannarnir muni gera og álykta um þá vöru sem þeir einmitt hafa keypt. Og svo er ábyrgðartíminn útrunninn, ekki hægt að skila vörunni lengur og því ekkert annað hægt að gera en að mæla með vörunni áfram. Ekkert sem sé hægt
Gengu í Evrópusambandið og tóku upp evru, því miður - og atvinnuleysi Finnlands komið í 8,7% kryppu eina ferðina
Finnland ásamt Álandseyjum gékk úr EFTA og í ESB árið 1995. Síðan þá hefur atvinnuleysi í Finnlandi aðeins farið niður fyrir 8% í tvö til þrjú ár af síðustu fjórtán árum. Á þessu tímabili hefur Finnland greitt yfir þrjá miljarða evrur (3066 milljón evrur) í nettógreiðslu til Evrópusambandsins. Þetta er greiðsla Finnlands fyrir ESB aðildina. Finnland hefur þurft að greiða nettógreiðslu til Evrópusambandsins öll árin frá 1995 til dagsins í dag, nema árið 2000. Það er þó einu ári skárra en hjá Svíum sem aldrei hafa fengið nettógreiðslu frá ESB síðan landið gékk þar inn; sjá tölulegar upplýsingar ásamt fleiru um Finnland: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru
Tengt efni
Fyrri færsla
Vill Norðurlöndin á evrusvæði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 15:27 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (8.11.): 32
- Sl. sólarhring: 44
- Sl. viku: 392
- Frá upphafi: 1387157
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 221
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ekki það að ég sé sérstakur áhugamaður um að ganga í ESB, en finnst öfgarnar báðum megin undarlegar. Les maður ekki út úr fyrra línuritinu að allar götur síðan Finnar gengu í ESB hafi atvinnuleysi farið minnkandi og hafi verið farið að nálgast það ástand sem var fyrir hrun Sovétríkjanna og finnsks útflutnings (vonandi að íslenska hrunið verði ekki eins afdrifaríkt fyrir okkur) þegar núverandi alþjóðlega bankakreppa kom með bakslag og því seinna að þegar Finnar gengu í ESB hafi þjóðarframleiðsan á mann verið svipuð og á Íslandi en sé orðin meiri nú, þrátt fyrir að hafa verið minni á tímabili þegar þjóðarframleiðsan var knúin áfram af innustæðulausri peninga/eigna/neyslubólu.
Semsé, ef maður, eins og börnin, skoðaði bara myndirnar, en læsi ekki textann, teldi maður að greinin var áróðursgrein fyrir ESB.
Þá má til gamans geta að ég tel að síðan 1995 hafi ég lagt talsvert meira nettó til samfélagsins í verðmæti peninga og þjónustu en ég hef fengið til baka, og skal viðurkenna að mér er nú ekki vel við alla þá sóun sem viðgengst í íslenskum ríkisrekstri (Það er svo merkilegt að vond stjórnsýsla, niðurgreiðslusukk, lýðræðishalli og annað ranglæti þrífst utan ESB). Samt sem áður, er ég ánægður með að vera hluti af íslensku samfélagi.
Síðan eitt ráð varðandi framsetningu á línuritum. Aldrei brjóta skalann fyrir jafn lítinn ávinning í nákvæmni og á seinni myndinni. Að láta lóðrétta skalann ná niður í núll gefur mun gleggri mynd (án þess að tapa nánast nokkru af smáatriðum hreifingana) af hlutföllum en brotni skalinn.
Haukur (IP-tala skráð) 26.10.2009 kl. 17:53
Gunnar, þú kannt að töfra fram tölurnar. Málið er að það kemur ýmislegt undan erlendu steinunum, alveg eins og þeim íslensku.
Marinó G. Njálsson, 26.10.2009 kl. 20:05
Nú skil ég ekki alveg... Líkt og Haukur bendir á þá virðast bæði þessi gröf sýna gríðarlegan viðsnúning til hins betra í Finnlandi eftir inngöngu þeirra í ESB, sem fyrst fór að dala núna í kreppunni (og hrapið miklu minna heldur en á Íslandi).
Páll Jónsson, 27.10.2009 kl. 01:54
Þakka ykkur kærlega fyrir innleggin
Ok Páll. Ef við lítum aðeins á myndirnar aftur. Hvað sjáum við, hvað segja myndirnar okkur? Jú. Kreppur geta ekki varað að eilífu nema kannski ef væri í myntbandalögum.
1) Fyrir banka og USSR kreppuna í Finnlandi var þjóðfélag Finna frekar gott, með lágu atvinnuleysi og engum stórum vandamálum sem þeir gátu ekki læknað sjálfir. En svo kom sem sagt banka & USSR-kreppan og svo hrundi EMS ofaní hausinn á þeim líka. En ERM/EMS var geðbilun Evrópusambandsmanna frá byrjun:
ERM/EMS reyndist þarna einungis vera slæm tilraunastarfsemi ESB með líf þegnana í þeim löndum sem áttu aðild að samstarfinu. Þetta fyrirkomulag kemst einna næst því að geta kallast útópía Evrópusambandsmanna. Það er alltaf jafn ótrúlegt að hugsa til þess núna að þetta fyrirbæri skyldi ná að komast í tísku hjá mönnum með fyrsta flokks hagfræðimenntun þarna á þessum tímum. En það eru þó einungis 18 ár síðan hagfræðingar margra landa trúðu á þetta ERM/EMS fyrirkomulag.
En hvað gera Finnar þá?
Jú Finnar gerðu þau afdrifaríku mistök að sækja um inngöngu í ESB. Þetta átti að "bjarga" einhverju fyrir Finna. Þeir hafa líklega átt stóra ESB-elítu (eins og Ísland þjáist undir í dag) og sem átti margar ESB-kirkjur sem predikuðu alla daga ársins og hringdu klukkum sínum 24 stundir alla 7 daga vikunnar allar 52 vikur ársins. En fyrst felldu þeir auðvitað gengið og það kom versta atvinnuleysinu niður og hjálpaði við að byggja upp nýja markaði fyrir landið.
2) Að sækja um inn í Evrópusambandið innrammaði svo ömurleikaástandið í Finnlandi inn í nýjan ramma sem myndar nú umgjörð um þjóðfélags- og efnahagsmál Finnlands í dag, þ.e. MASSÍFT HÁTT ATVINNULEYSI til frambúðar og LANGTÍMAATVINNULEYSI OG SAMFÉLAGSLEGA EYÐNI. Ójöfnuður og gjá á milli ESB elítunnar og hins venjulega Finna var það með innrömmuð að eilífu. Nú er það Brussel & Frankfurt sem ýtir á takkana í Finnlandi.
3) 10 árum eftir að kreppan skall á í Finnlandi var atvinnuleysi ennþá yfir 10%. Og 20 árum seinna er það ennþá massíft hátt í 10%. Í aðeins 3 ár af 20 árum fer atvinnuleysi undir það sem það er NÚNA á Íslandi. Þetta er algert DISASTER!
4) Finnland kemst aldrei niður á það atvinnustig sem landið hafði fyrir kreppuna. Árin 1980-1985 voru að mörgu leyti mjög erfið ár fyrir mörg hagkerfi. En þó var atvinnuleysi Finna þá miklu lægra en það er í dag og hefur verið síðastliðin 22 ár.
ESB aðild Finna var sennilega vanvit því þá þurfti að fara að undirbúa árás gereyðingarvopns Evrópusambandsins númer eitt; ERM ferlið og "convergence-postulatið". En það segir heilaskertum-fávísum-mönnum að ef húsmóðirin í svarta kjólnum í eldhúsinu í Róm á Ítalíu geti séð hvað brauðið kostar í barkarínu á Hillalasillalagötu 15 í Helsinki, þá munu himnar ESB opnast og hún sjá vöru-verðin gagnsæ all leið inn í eilífðina.
Þetta er postulatið um "Transparency und One Money, One Market" bullið sem notað var til að selja Evrópubúum myntbandalagshugmyndina. En ítölsku húsmóðurinni í Róm er alveg nákvæmlega sama hvað brauðið kostar í Helsinki. Hún mun aldrei þurfa að nota það. Aldrei. Þessutan þá veit hún að menn hafa verið að reyna að sameina landið hennar, Ítalíu, en ekkert hefur þó gengið með það verkefni.
Finnar eru ekki hrifnir af ESB þó embættismenn Finnlands séu það
Ekki var einusinni meirihluti Finna hlyntur ESB aðild landsins svo seint sem árið 2005. Þetta kalla ég að skjóta sig varnalega í báða fætur. Enda passar fótalömun Finna vel við það sem gerist þegar maður gengur í myntbandalag. Þá fær maður hækjur því myntbandalagið er hækjuklúbbur.
Næstum öll lönd sem taka upp evru fá lélegan hagvöxt og mikið hátt atvinnuleysi til frambúðar. Því lengur sem þú ert í ESB og með evru sem þína mynt, því lélegri verður hagvöxtur og atvinnuástand hjá þér. Sérstaklega langtímaatvinnuleysi.
Hvað er framundan í Finnlandi núna?
Núna er iðnaðarframleiðsla Finnlands hrunin um ca. 40%. Á fyrstu 6 mánuðum ársins var samdráttur þar næstum tvöfalt verri en á Íslandi (-8,5%) og atvinnuleysi sem sagt eina ferðina enn komið hátt í 9%. Hve mikið verra getur þetta orðið? Fyrir Finna hefur evran næstum komið ver út en sjálft bankahrunið á Íslandi. Seðlabanki Finnlands var að spá MASSÍFUM 7,2% samdrætti fyrir þetta ár í heild. Engum vexti er spáð í Finnlandi á næsta ári. Bankinn hækkar þó 2011 hagspá sína fyrir landið. Þar spáir seðlabankinn 1,6% hagvexti miðað við 2010. Sem sagt, þrátt fyrir evruaðild Finnlands í öll þessi ár mun þjóðarframleiðsla Finnlands falla rosalega stórt um 7,2% á þessu ári, standa í stað á næsta ári og svo vaxa um 1,6% á þarnæsta ári.
Þetta er ekki mikið. Þetta er DISASTER! Enda er Finnland í ESB og með evru.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 04:37
Allir sem hafa áhuga á banka og efnahagskreppum ættu að lesa Finnsku skýrsluna "Down from the heavens up from the ashes"
================================
================================
================================
================================
================================
================================
================================
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 08:20
Summa summarum.
1) Aðildarumsókn Finnlands að ESB í kreppunni kallaði á efnahagspólitík sem eyðilagði finnska velferðarsamfélagið og gerði kreppuna 100 sinnum verri en hún hefði þurft að verða
2) ESB umsókn, aðild og upptaka evru drap Finnland, að fullu. Sligaði samfélagið
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 08:37
Niðurstaðan er skýr: Finnland er dautt! Eða hvað?
Þegar Finland gekk í ESB var velferðarkerfi þeirra á allan hátt betra en meðaltalið í ESB ríkjunum - og þannig er það enn. Sjá:http://www.europarl.europa.eu/workingpapers/soci/w9/default_da.htm
Það er fróðlegt að kynna sér hvernig Danska utanríkisráðuneytið túlkar efnahagslega stöðu Finnlands: Reyndar er nóg að lesa fyrstu setninguna þar sem fram kemur að mat utanríkisráðuneytisins er að samkeppnishæfni Finnlands samanborið við önnur lönd með þvi besta sem þekkist. Það er náttúrulega samdráttir í Finnlandi eins og annars staðar, en það er verið að takast á við það vandamál með skynsamlegum aðgerðum.
Finlands konkurrenceevne regnes blandt de bedste i verden, hvilket bl.a. grunder sig på et højt forsknings- og uddannelsesniveau. Den finske økonomi har indtil 2007 været præget af en kraftig vækst baseret på fremgang i såvel eksport som indenlandsk efterspørgsel, og investeringer i boligmarkedet og industrien. Den økonomiske vækst har været medvirkende til øget beskæftigelse, og arbejdsløsheden, der længe har ligget på omkring 10%, er i 2008 faldet til 6,7%.
På baggrund af den internationale økonomiske krise faldt væksten i 2008 til 1,5%. Den forventede BNP-vækst for 2009 ligger på -0,5 % ligesom arbejdsløsheden forventes at stige, ifølge nogle analytikere til op mod 10 %. Soliditeten i finske virksomheder er dog betydelig bedre i dag end under krisen i begyndelsen af 1990’erne. Den finske regering fremlagde den 30.1.2009 tillægsbudget til finansloven for 2009, som udover at finansiere støtte til virksomheder og eksport sigter mod at reducere arbejdsløsheden som følge af den økonomiske krise. Finansloven og det nu fremlagte tillægsbudget vurderes at få en stimulansvirkning på 1,70 % BNP, dvs. ca. 3 mia €, hvilket blandt de højeste i EU medlemslande. Med faldende indtægter og øgede udgifter har tillægsbudgetforslaget et underskud på 5,6 mia €.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 10:45
Nei Þráinn, það er ekki "náttúrulega samdráttir í Finnlandi eins og annars staðar". Það er hrun í Finnlandi. -7,2% massíft hrun OG massift (9%) atvinnuleysi og það hefur verið þannig öll síðastliðin 17 ár nema tvö. Ekkert efnahagssvæði mun fara eins illa út í kreppunni eins og evrusvæðið og Finnland á þar næstum met í hruni hagvaxtar þróaðra ríkja, líka í hruni iðnaðarframleiðslu og útflutnings.
Finnska samfélagið eins og það var fyrir inngönguna í ESB er dautt. Kaputsky. Það voru mikil mistök að Finnland skyldi taka upp evru, enda hefur viðskiptaráðherra Finnlands sagt það sjálfur: Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB og evru
Þú getur alveg eins lesið Samfylkingarpappíra eins og að lesa pappíra hjá frá den danske udenrigstjeneste - þeir eru allir úreltir og ESB-sálmar græningja með geislabaug.
Bráðum er Nokia líka dautt eða flutt 100% úr landi, enda ekkert á því að græða lengur fyrir Finnland. Þeir selja mest einnota síma með stýrikerfum frá árinu 1683 og græða 3 aura á hverju stykki. Finnski skógariðnaðurinn flytur svo til Svíþjóðar því þar er mynt sem þjónar þeim betur en þessi evru-loftbelgur Brussel.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 11:11
Samkvæmt skýrsl Legatum Prosperity index 2009 (inquiry into global wealth and wellbeing in 104 countries in Europe) þá er það Finnland sem er í efsta sæti af 104 Evrópuríkjum. Samkvæmt skýrslunni þá er Finnland í 10 sæti í katgoríunni "Economic Fundamentals".
Finnland er semsagt ekki dautt eins og þú heldur fram og Finnska þjóðin mun standa þessa krísu af sér en það verður ekki ókeypis - frekar enn fyrir önnur lönd.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.10.2009 kl. 12:53
Það er einmit minna þekkt að Nokia er ekki finnskt lengur. Nokia er með starfsstöðvar í Finnlandi, en sækir í æ ríkari mæli til Kína, Prtúgals og Brasilíu. Finnland fær að halda skilti sem á stendur "Nokia wa founded here"
Haraldur Baldursson, 27.10.2009 kl. 13:05
Þráinn, það þarf enginn að efast um að Finnland er ágætis land ef maður hefur þar atvinnu. En þegar atvinnuleysi er svona hátt eins og það er búið að vera svona svakalega lengi í Finnlandi, þá þýðir það að stór hluti Finna lifa utan við samfélagið. Allt of fáir hafa atvinnu. Aðeins rúmlega 60% Finna höfðu atvinnu í mörg mörg ár. Árið 2008 höfðu um 57% þar atvinnu sem voru 15 ára og eldri á vinnumarkaði landsins. Þetta hlutfall var 80% á Íslandi . Þetta er mjög lágt hlutfall og þýðir það að fullt af Finnum eru í kassageymslum hins opinbera, faldir burtu frá samfélaginu.
Það er lítið að marka allskonar indexa yfir hitt og þetta hjá prosperitiy hitt og þetta. Við vitum það vel því íslenska bankakerfið hrundi ofan á þjóðina þrátt fyrir góðar einkunnir hér og þar í sambandi við svo margt. Þessir indexar mæla oft t.d hvar er gott að starta fyrirtækjum sem krefjast hins og þessa. Lágra launa eða hvernig samgöngur eru og svo framvegis. T.d. finnst Japönum gott að stofna fyrirtæki í USA því þar geta þeir flutt eitt tonn af vörum 12 sinnum lengra en þeir geta gert í Japan fyrir sama pening. Það eru allskonar ástæður fyrir hina ýmsu bransa.
En hard data um atvinnuástand og þvíumlíkt segir okkur hversu vel þjóðin getur séð fyrir sér og hvernig fólkið í landinu þrífst og hversu þungur baggi hvílir á skattgreiðendum sem eru í vinnu og hvort ungt fólk vill eignast þar börn eða ekki.
Það sem er mikilvægast af þessu öllu er atvinnuástandið. Þú getur líkt samfélaginu við 10 strokka vél. Ef aðeins 5 stokkar hreyfast þá er vélin afllaus og hún mun skila þér minna afli. Það var svona sem Finnland keyrði frá td. 1995 til 2008. Aðeins 50-58% af fólki á vinnumarkaði (15 ára og eldri - námsmenn og fólk á eftirlaunum ekki talið með) höfðu atvinnu á þessum árum. Þetta þýðir að samfélagið er sjúkt og það mun ekki þrífast eins vel.
Íslenska V8 strokka vélin keyrði á öllum 8 strokkum allann þennan tíma. Um 80% af fólki á þessum aldri hafði atvinnu á Íslandi á þessu tímabili.
Hvar heldur þú að mismuninum sé parkerað? Hann er náttúrlega á framfærslu hins opinbera og veslast upp. Þetta kostar mjög mikið og ekkert samfélag hefur efni á að henda fólkinu sínu á ruslahaugana. Þá færðu lélegt samfélag sem getur ekki komið sér upp úr svaðinu. ESB hefur EKKERT gert fyrir Finnland annað en að henda Finnum í massavís á öskuhaugana. Það er meðal annars þess vegna sem svona lítill áhugi er fyrir ESB þáttöku landsins á meðal venjulegra Finna.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 15:17
Já Haraldur. Svo gengur heldur ekki vel fyrir Nokia eins og er. Vonandi lagast þetta hjá þeim, en ég óttast þó hið gagnsæða.
Gunnar Rögnvaldsson, 27.10.2009 kl. 15:51
Ég á góðan félaga hjá Nokia í Þýskalandi...þar er réttur launþegana mikill. Hann hefur því ekki mikla áhyggjur þó að hann missti vinnuna.... honum stendur til boða að fara nánast hvert sem er í heiminum á þeirra vegum til starfa...en... þá heitir það "local conditions" sem engin heilvita þjóðverji myndi semja af sér... fyrir vikið verða ný störf ekki til í Þýskalandi hjá Nokia-Siemens... nýju störfin verða til í löndum þar sem það er ódýrara að búa þau til og þar sem sveigjanleikinn er meiri.
Hvort það er sparnaður til lengri tíma er spurning sem í augnablikinu er svarað játandi. ESB er að missa fyrirtækin frá sér.
Viljum við fara þá leið ?
Haraldur Baldursson, 27.10.2009 kl. 16:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.