Leita í fréttum mbl.is

Vaxandi áhugi á gjaldþroti spænska, ítalska og þýska ríksins

Úr glugganum í viku 40 
 
Something will have to give in the long run
Velta á afleiðumarkaði fyrir t.d. tryggingar gegn greiðslufalli ríkissjóða eða hin svokölluðu CDS (afleiður skuldatrygginga eða e. credit default swaps) er kominn í gang á ný. Að þessu sinni fer áhugi fjárfesta hraðast vaxandi á pappírum sem tengjast greiðslufalli ríkissjóða landa Vestur Evrópu. Mestur áhugi er t.d. vakinn á greiðslufalli ríkissjóða Ítalíu og Spánar. Það er einnig vaxandi áhugi á gjaldþroti Þýskalands. Fjárfestar hafa minnkandi áhuga á að veðja á greiðslufall ríkissjóða landa eins og t.d. Tyrklands, Brasilíu, Úrkaínu og álíka nýmarkaðslanda. Þar hefur því velta með svona pappíra minnkað mikið. Þessi vaxandi áhugi fjárfesta tengist ört vaxandi halla á rekstri ríkissjóða landa Vestur Evrópu. Fjárfestar minnast bankahrunsins á Íslandi og vita vel að margir ríkissjóðir landa Vestur Evrópu hafa gengist í gífurlega miklar ábyrgðir fyrir skuldbindingum illra stadda bankakerfa sinna. Pappírar svona ríkissjóða sem halda bankakerfum síum á lífi í faðmi ríkisins eru því að eitrast í hugum fjárfesta. Þeir reyna nú að tryggja sig í auknum mæli.

Áhugi á t.d. greiðslufalli ríkissjóðs Íslands ætti ekki að vaxa meðal fjárfesta nema að íslenska ríkið gangist í ábyrgð fyrir vissum hlutum eins og t.d. Icesave - því bankakerfi Íslands er jú búið að fara á hausinn. Hin bankakerfin eiga það eftir, kannski. Það væri ekki sérlega viturlegt að endurtaka gjaldþrot íslenska bankakerfisins í nýjum leikbúningi sjálfs ríkissjóðs Íslands því það eru skattgreiðendur á Íslandi sem fjármagna fatakaup ríkisins. 

Það hefur sennilega heldur ekki bætt skap fjárfesta að stór halli á fjárlögum evrulanda mun ekki auka á lífslíkur evru-myntarinnar því einmitt stöðugleikasáttmálinn sem kenndur er við hollenska bæinn Maastricht segir að jafnvægi í ríkisrekstri sé forsenda myntbandalagsins. Þessu ætlar t.d. Frakkland að gleyma alveg á næstu árum með því að sprengja fjárlög franska ríkisins um 8,5% í loft upp og litlar líkur eru á að sá halli lagist næstu mörg árin. Þetta verður fröken Angela Von Merkel ekki ánægð með. En hvort hinn ofvirki herra G1, Nicolas Sarkozy, hafi einbeitingarhæfileika til að hlusta á rökfasta fröken Merkel, efast ég um; FT Deutschland | Les Echos

Undirliggjandi þættir 0,3% hagvaxtar í Þýskalandi á 2.fj. 2009
Undirliggjandi þættir hins “tölfræðilega” 0,3% hagvaxtar sem náðist í Þýskalandi á milli 1. og 2. fjórðungs ársins voru þessir. Vöxturinn náðist með því að (a) ganga á óseldar birgðir (–1.9%) sem hrannast höfðu upp sökum hrunins útflutning á fyrri fjórðungum og sem búið var að framleiða í þjóðfélaginu á fyrri fjórðungum [ munið hina stóru þýsku ríkisstyrki sem greiða hluta launa starfsmanna fyrirtækja - Kurzarbeit - og sem fær þýsk fyrirtæki til að framleiða þar áfram þó svo engin eftirspurn sé ] og (b) með bættum nettó-útflutningi sem náðist með því að útflutningur hrundi minna á milli fjórðunga (-1,2%) en innflutningur sem hrundi massíft (-5,1%). c) Auka útgjöld ríkisins um 0,4% og (d) hvetja einkaneyslu áfram um 0,7% með því (sennilega) að borga skattgreiðendum peninga með peningum skattgreiðenda til að henda bifreiðum sínum svo þeir gætu keypt sér þær nýju bifreiðar sem til voru í endalausum röðum á lager í Þýskalandi. Þökk sé peningum skattgreiðenda sem greiddu hluta launa til framleiðslu þessara bifreiða sem fóru á lager. Einfalt?
 
Ef þú sérð aldrað fólk í nýjum bílum í Þýskalandi þá veistu hvað hefur gerst. Ef þú sérð ungt fólk í strætó þá veistu að það átti engan bíl til að henda. Þessum góðu fréttum um "efnahagsbatann" í evrulandi hafa fjölmiðlar Evrópu nú stönglast stanslaust á vikum saman. "Ríkið" bjargar þessu; Hagstofa Þýskalands | tengt; á hvorn veginn féll Berlínarmúrinn?
 
Fleiri stuttar fréttir í glugganum
 
Fyrri færsla:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

""Ef þú sérð aldrað fólk í nýjum bílum í Þýskalandi þá veistu hvað hefur gerst. Ef þú sérð ungt fólk í strætó þá veistu að það átti engan bíl til að henda.""

Það er mikið satt í þessari fullyrðingu hjá þér Gunnar.

Þó mundi ég segja að þýsku Bílakaupastyrkirnir séu betri en að gera hið gagnstæða , ekker til að örva eftirspurn eða skattleggja atvinnuvegina aukalega eins og vinstristjórnin gerir hér heima.

Guðmundur Jónsson, 2.10.2009 kl. 08:25

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir Guðmundur

Tja, já þá hefði til dæmis bandaríska ríkisstjórnin um og yfir 1979 getað styrkt IBM við áframhaldandi framleiðslu ritvéla. Ekkert System 36 eða AS/400 vesen, takk. 

Ef það er einhver sem veit ekki neitt um hvað á að framleiða og hvað á ekki af framleiða þá er það ríkið. Það fáránlegt að hvetja þýsk fyrirtæki við áframhaldandi ritvélaiðnað sinn. Það er einmitt það sem bílaframleiðsla Þjóðverja er núna. Ritvélaiðnaður nútímans.

Ekkert IMB, Microsoft, Google, Apple, Cisco eða HoneyWell verður til í svona hagkerfum. Enda eiga Evrópubúar engin svona fyrirtæki. Þess utan eru Þjóðverjar orðnir of gamlir til að vita að unga fólkið í strætó er búið að flytja fyrsta bílinn sinn neðar á óskalistanum yfir það sem það vill eignast fyrst þegar það verður sjálfráða. Þar standa núna efst á listnaum iPhones og álíka electronic gadgets - einnig í háborg bílanna, USA. Og svo lágir skattar og og small government. 

Þetta er Sovét. Sóun á auðæfum. Hringavitleysa.

Stærstu og bestu tækifærin til nýsköpunar verða til í kreppum og í kreppum er innovation alltaf ódýrust. Það er of seint að innovate þegar allt verðlag er sprungið í loft upp aftur. Þá endar meður eins og íslenskur útrásarvíkingur sem keypti allt á uppsprengdu verði. Fyrirtæki eiga að fara á hausinn ef þau standa sig ekki. Það er forsenda framfara.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2009 kl. 08:48

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er alveg rétt hjá þér Guðmundur að það er ekki hægt að skapa vöxt með því að fjarlæga peningana úr vösum fólks og færa þá yfir til ríkisins sem nú virðist ætla að gera íslendinga að mjólkurkúm. Þá minkar neysla, atvinnusköpun, atvinnustig og hvatning.

Ég legg hér með til að þeir sem misstu vinnuna í fjármálageiranum verði settir í það að stunda fjármálabrask í sérstakri sérsveit spekúlanta sem fá laun fyrir að stunda spákaupmennsku fyrir ríkið - í stað þess bara að hækka skatta á alla og allt sem skríður. Ég er viss um að þeir gætu ná stórum fjármunum inn fyrir Ísland

ÞAÐ væri allavega betra en að borga þeim atvinnuleysbætur eða peninga fyrr að henda bílnum sínum. Það væri hægt að kalla þessa sérsveit barskara á vegum ríkisins fyrir Landgræðarafélg Íslands.  Keynes var ágætur spákaupmaður.

Já, loka líka hagfræðideildinni og setja þá í spákaupmennsku. Þá fengju þeir loksins að sýna í verki hvað þeir eru klárir. Það er synd að láta hundruðir af vel menntuðu fjármálafólki vinna við að bora í nefið á sér. Þeim myndi örugglega takast betur upp núna því svo mikið að mistökum er búið að gera. Það þarf að koma mistökunum í gott verð.

Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2009 kl. 11:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband