Leita í fréttum mbl.is

10 ára evruaðild færir Finnlandi 7,2% samdrátt og fastgengisstefna Danmerkur jafnast á við bankahrun

Úr glugganum í viku 40 
 
Miðvikudagur 30. september 2009

Uppgjör þjóðhagsreikninga í Danmörku fyrir 2.fj. 2009
Þjóðarframleiðsla Danmerkur dregst áfram saman. Hagstofa Danmerkur birti loksins í morgun tölur yfir landsframleiðslu í Danmörku á öðrum fjórðungi þessa árs. Uppgjörinu seinkaði vegna lengri frests á uppgjöri og greiðslu virðisaukaskatts. Hrunið í þjóðarframleiðslu Danmerkur varð hvorki meira né minna en 7,2% á þessum öðrum fjórðungi miðað við sama tíma á síðasta ári. Samdráttur á fyrstu sex mánuðum ársins miðað við í fyrra var því 5,3%. Þetta er næstum eins slæmt og á Íslandi en þar var samdrátturinn 5,5% á sama tímabili. Samdráttur á milli 1. og 2. fjórðungs innan ársins varð 2,6% í Danmörku. Mikið fall varð í fjárfestingum,  einkaneysla minnkaði en neysla hins opinbera jókst. Fallið í þjóðarframleiðslunni þýðir að hver einasti íbúi Danmerkur hafi tapað tæpum 20.000 dönskum krónum af tekjum því þjóðartekjur minnkuðu í heild um 105 miljarða danskar krónur. Samdráttur í landsframleiðslu Danmerkur hefur nú staðið stanslaust yfir í 6 ársfjórðunga eða frá 1.fj. 2008. OECD spáir Danmörku 4. lélegasta hagvexti af 30 löndum samtakanna frá 2011-2017. Tölur OECD segja einnig að Danmörk hafi hrapað um 6 sæti á listanum yfir ríkustu þjóðir heimsins, niður í 12. sæti og mun hrapa þar enn neðar ef þessi spá OECD fyrir 2011-2017 gengur eftir; Hagstofa Danmerkur | Cepos

Gríska blaðið Kathimerini skrifar að sökum komandi kosninga og hins pólitíska álits hafi gríska ríkisstjórnin læðst eftir krókaleiðum að dýru lánsfjármangi á markaði sem fyrst og fremst er notaður til fjármögnunar skammtímaskulda til nokkura daga eða vikna (ECP). Þetta gerði ríkið til að geta endurnýjað fjárskuldbindingar sínar og hafi þar með einnig bætt við skuldir ríksins langt umfram það sem sem látið hefur verið uppi. Þessi krókaleið kostar mun meira en hefðbundnar leiðir ríkisins að fjármagni. Lántökur gríska ríkisins eru ekki 40 miljarðar evrur á þessu ári eins og látið er uppi, heldur eru þær 59,4 miljarðar evrur. Blaðið segir að skuldastaða gríska ríkisins sé verri en upp er gefið í opinberum tölum og heilbrigði ríkisrekstrarins verra en vænst var; Kathimerini

Hagspá seðlabanka Finnlands
Seðlabanki Finnlands heggur niður væntingar og lækkar landsframleiðsluspá Finnlands alla leið niður í 7,2% samdrátt fyrir þetta ár. Engum vexti er spáð í Finnlandi á næsta ári. Bankinn hækkar þó 2011 hagspá sína fyrir landið. Þar spáir seðlabankinn 1,6% hagvexti miðað við 2010. Sem sagt, þrátt fyrir evruaðild Finnlands í öll þessi ár mun þjóðarframleiðsla Finnlands falla rosalega stórt um 7,2% á þessu ári, standa í stað á næsta ári og svo vaxa um 1,6% á þarnæsta ári. Þetta er ekki mikill vöxtur en stórt hrun. Seðlabanki Finnlands trúir að verðbólga verði svo að segja engin á næstu árum. Því er ég meira en sammála. Svo seint sem í nóvember síðastliðnum spáði OECD 0,6% hagvexti í Finnlandi á árinu 2009. Spá seðlabanka Finnlands hefur því fallið 1300% miðað við spá OECD fyrir aðeins 11 mánuðum; Bank of Finland

Útúrdúr; það er undarlegra þetta með prósentufall þjóðarframleiðslu en gengisfall myntar eða jafnvel gengisfall hlutabréfa. Gengi eins gjaldmiðils gagnvart öðrum gjaldmiðli getur ekki fallið um meira en 100% án þess að peningurinn verði að engu. Einskis virði. Enginn hefur ennþá séð neikvæða mynt. Hún er ekki til því þá væri hún skuld. En það er öðruvísi með breytingar í hagvexti, breytingarnar geta orðið neikvæður í það óendanlega á milli tímabila.
 
Fleiri stuttar fréttir í glugganum 
 
Fyrri færsla:

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mikil tíðindi brutust út á kúguðu Íslandi í dag: Ögmundur Jónasson gaf út sitt eigið heilbrigðisvottorð í dag. Hann sýndi í verki að hann er heilbrigður maður og tók málin í sínar eign hendur. Til að smitast ekki af eyðni yfirgaf hann samdráttarvélina. Túlki hver sem vill.

Hann nennir ekki að bíða eftir: 

  1. AGS
  2. ESB
  3. UK
  4. NL
  5. og stólpípí þeirra

Af hverju er þessi maður ekki formaður eða í forsæti fyrir flokk sinn og jafnvel enn meira?

Til hamingju Ögmundur Jónasson

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2009 kl. 23:20

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Plan B

“Rísa upp gegn kúgun”

Ögmundur Jónasson 30. september 2009

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2009 kl. 00:27

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Góð færsla hjá þér að vanda, Gunnar. Væri betur að ESB-sinnar gætu meðtekið eitthvað af þeim fróðleik sem þú býrð yfir.

Og þú færð líka hrós mitt fyrir að hampa Ögmundi. Það ætti ekki að vera sérstakt aðdáunarefni að maður standi á prinsippum sínum, en staðreyndin er sú að þegar valið stendur milli prinsippa og valda, þá hafa prinsippin tilhneigingu til að gleymast.

Ég tek því undir með þér og óska Ögmundi til hamingju.

Ragnhildur Kolka, 1.10.2009 kl. 20:35

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér góðar kveðjur Ragnhildur. 

Þetta með Ögmund Jónasson er átakanlegt því eins og þessi ríkisstjórn hefur litla stjórn á málunum, þá þolir hún því síður að missa það ljós og góða vilja sem Ögmundur stóð fyrir og plantaði í vitund þjóðarinnar varðandi heilsufar þeirra sem aka SamDráttarvél Íslands aftur á bak ofaní hafið.

Núna er ríkisstjórnin nauða sköllótt og engin grös munu vaxa þar aftur. Glundroðinn er kominn eldrauður í kinnar ríkisstjórnar Steinhönnu Evrópusambandsdóttur - hann yfirgnæfir nú jafnvel rauða varalitinn.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband