Föstudagur, 24. júlí 2009
Mér líst afar illa á þessar væntingar háskólamannsins. Er sannfærður um að þær samrýmast ekki raunverulegri skoðun Seðlabanka Íslands
Takmarkalaus bjartsýni sem byggist á trú - eða óskhyggju?
"Ég held að þessar tölur séu eðlilegar, segir hann. Reynsla landa sem hafi lent í djúpri kreppu sé sú að undantekningarlítið taki við hraður hagvöxtur" - segir Friðrik Már Baldursson, prófessor í hagfræði við HR og fulltrúi í bankaráði Seðlabankans
Sjá tengingu við frétt Morgunblaðsins hér að neðst í færslunni
Já mikið rétt prófessor Friðrik Már. En þessi kreppa er engin venjuleg kreppa. Við erum því miður stödd í miðri undanteknigunni sem þú nefnir. Þessi kreppa er í raun algerlega einstök því aldrei áður hefur heimurinn allur fallið eins hratt ofaní hyldjúpan öldudal og núna. Aldrei áður hefur fallið verið eins samhæft og aldrei eins hnattvætt. Áður fyrr voru kreppur staðbundnar, að minnsta kosti staðbundnar við einstök lönd, myntsvæði þeirra eða jafnvel við heilar heimsálfur eða hluta heimsálfa. En núna er efnahagur heimsins miklu meira samtvinnaður og samofinn en nokkurntíma áður og myntsvæðin miklu stærri og illverjanlegri en nokkurntíma áður. Þetta er mikið af hinu verra því engin eru til verkfærin til að glíma við svona kreppur. Þær vinna því verk sitt hraðar og áhrifaríkara en nokkurntíma áður. Því mun batinn upplifast sem áframhaldandi kreppa og verða átakanlega hægur, ef nokkur. Aðalviðskiptalönd Íslands, sem eru ESB lönd, munu ekki komast út úr kreppunni yfir höfuð. Þetta er ekki bara mitt álit heldur einnig margra annarra. Þetta er hátími hinna brostnu vona í Evrópusambandinu. Mestu og áköfustu aðdáendur myntbandalagsins eru nú gráti nær hér í ESB því þeir gera sér þetta ljóst.
Svo kæri bjartsýnismaður
Kreppan mun halda áfram í þeim skilningi að hinir svokölluðu "góðu tímar" fyrir Evrópusambandið og fylgihnetti þess eru búnir og munu aldrei koma aftur. Nema fyrir þau lönd sem frjálst geta valið um viðskiptasvæði, um efnahagsleg samvinnulönd og ráðið efnahags- og peningastefnu sinni sjálf. Það geta næstum engin af löndum Evrópusambandsins og alveg sérstaklega ekki litlu aðildarlöndin. Þau eru nefnilega læst inni í handjárnum Evrópusambandsins og leiksoppur hinna stóru. Góðu tímar Evrópusambandsins voru þó ekki betri en það að evrusvæðið sem heild á heimsmet í lélegum hagvexti hin síðustu 15 ár samanlagt. Evrusvæðið mun einnig fara lang langsamlega verst út úr kreppunni. En þetta mun verða ennþá verra um alla framtíð því þessa þróun mun hröð aldurshnignun þegna Evrópusambandsins á komandi áratugum innsigla - ásamt hinum læstu handjárnum sambandsins á höndum og herðum aðildarlandanna. ESB er búið að vera sem efnahagssvæði. History. Það átti því miður aldrei sína góðu tíma, því þeir tímar voru fyrirbæri sem tilkoma ESB eyðilagði fyrir þjóðum ESB - og sem allir lágu í tímarúminu fyrir fæðingu The European Union og EMU. Meistaraverki embættismannana. Þetta er ofureðlileg þróun, því við höfum jú áður séð hvað gerist þegar embættismenn og áætlunargerðarmenn ofmetnast - sumir hafa þó bara ekkert lært af reynslunni
Fyrri færsla
Það þurfti þá ekkert ESB eftir allt saman. Engin ástæða til að leggja niður TAX FREE
Hraður vöxtur eftir kreppu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 26.7.2009 kl. 00:39 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það mætti innlima ESB löndin í EFTA...umsóknarferlið gæti verið hratt, enda ESB búið að taka upp flestar reglur EFTA (aðallega með´því að skrifa þær)
Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 14:43
Sérkennilegt hvernig vegið er að þeim sem voga sér að setja fram bjartsýnar hugleiðingar og spár... við erum að festast í svarsýnis og neikvæðnigildru sem er vont fyrir sálina.
Jón Ingi Cæsarsson, 24.7.2009 kl. 22:03
Þakka ykkur innleggin
Hvernig er vegið að Friðrik Már Baldurssyni í færslu minni Jón? Það geri ég hvergi. Það er ekki Friðrik Már sem ætlar að borga Icesave, heldur ekki þeir sem sitja í ríkisstjórn núna. Þetta er ekki dægurmál Jón. Þetta er ekki venjulet "pólitískt málefni". Þetta er um grundvöll framtíðar á Íslandi. Áhættan er gríðarleg, jafvel glæpsamlega mikil og getur riðið landi okkar að fullu. Þetta er algerlega óásættanleg áhættutaka. Lýðveldið Ísland er ekki vogunarsjóður.
Ekkert ríki með fullu viti gerir svona lagað. Leita verður að réttarstöðu Íslands og sækja verður málið hart fyrir dómstólum. Það er alger forgangskrafa og alger lágmarkskrafa um málsmeðferð
Ef til kemur eru það íslenskir skattgreiðendur (á meðan þeir eru á lífi og starfa á Íslandi) og komandi kynslóðir sem munu þurfa að greiða Icesave skuldir þeirra fjárglæframanna sem bjartsýnir stjórnmálamenn, fjármála"snillingar", hagfræðingar, fjölmiðar, forseti Íslands og fleiri menn í áhrifastöðum á Íslandi klöppuðu upp í svo mörg ár.
Það er hinsvegar vel hægt að segja að hér sé vegið hrikalega að íslenskum skattgreiðendum og jafnvel að öllum þegnum á Íslandi. Hér er alls ekki vegið að háskólaprófessorum, sem fá sín laun no matter what. Þeir eru penauts í þessu samhengi
Geymið vinsamlegast bjartsýnina þar til seinna og takið nú loksins upp raunsýnina. Hún ER til og hún ER bráðnauðsynleg, það þarf einmitt að nota hana núna. Það er ENGIN ástæða til bjartsýni núna, það vita menn mæta vel. Ekki endurtaka bjartsýnisskollaleik undanfarinna ára. Það væri mikil ógæfa
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2009 kl. 23:08
Mikið er ég sammála þér Gunnar, þessi kreppa er öðruvísi, og það eru ekki bjartir tímar framundan í ESB, nú eða Bandaríkjunum. Okkur væri hollast að byggja upp allt það sem gerir okkur óháðari öðrum þjóðum og snúa við úr þessari alþjóðavæðingu.
Georg O. Well (IP-tala skráð) 25.7.2009 kl. 10:57
Sæll Gunnar.
Við skulum ekki gleyma því sem Friðrik Már hefur sagt í gegnum tíðina. Hann andmælti því kröftuglega fyrir um 2 árum að Ísland væri á leiðinni í kreppu og skrifaði m.a.s. grein í enskt blað til að andmæla fræðimönnum sem bentu á að kreppa væri í uppsiglingu. Af hverju skyldi hann hafa rétt fyrir sér um þetta?
Þegar hagfræðingar hafa rangt fyrir sér varðandi svona mikilvægt atriði og mislesa svona algerlega ábendingar kollega sinna dæma þeir sig einfaldlega úr leik. Það er engin ástæða til að taka Friðrik Má alvarlega hér eftir! Þó hann fatti það ekki eru ýmsir aðrir sem gleyma ekki þeim gloríum sem út úr honum hafa komið!!
Jon (IP-tala skráð) 26.7.2009 kl. 14:00
Ég þakka þér fyrir pistilinn.
Óraunhæf bjartsýni leiðir af sér glannaskap.
Varúð ætti að vera í fyrirrúmi nú á þessum viðsjárverðu tímum.
Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 26.7.2009 kl. 14:46
Það reyndist svo að hagfræðin sem kennd var í Háskólanum í Reykjavík átti sér litla stoð í raunverulekanum. En það ætti samt ekki að gera lítið úr því að Friðrik er að spá í rétta átt þó hann sé ef til vill bjartsýn fram úr hófi. Það sem hann klikkar helst á er að gleyma þeirri meginreglureglu í viðskiptum að heiðarlegir menn gera ekki samkomulag nema geta örugglega staðið við það.
Guðmundur Jónsson, 26.7.2009 kl. 17:57
ESB er ekki fullkomið frekar en önnur mannanna verk. Sem dæmi um hvað ESB er ófullkomið má nefna þetta: Ef Ísland verður aðil að ESB (sem ég vona að verði) þá munu ráðherrar úr íslensku ríkisstjórninni taka sæti í ráðherraráði ESB - já svo ófullkomið fyrirbæri er ESB að þessir "fávitar" sem við kjósum munu ráða ferðinni þar með öðrum- en það mikilvæga er að allar ákvarðanir í ESB eru teknar út frá almennum hagsmunum allra aðildarríkja sem tryggir að hálfsturlaðir þjóðarleiðtogar eins og Davíð Oddsson eiga erfiðara með að steypa þegnum sínum í glötun.
Þráinn Kristinsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 16:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.