Leita í fréttum mbl.is

Það þurfti þá ekkert ESB eftir allt saman. Engin ástæða til að leggja niður TAX FREE

Það þurfti þá ekkert ESB 

1. Það þurfti ekkert ESB til þess að opna nýja flugrútu til Ljótabæjar (Brussel). Og þessvegna þarf heldur ekkert að leggja niður fríhöfnina og tax free duty store, sem annars hefði þurft ef Ísland væri í ESB 

2. Það þurfti ekkert ESB til að fá erlenda bankapeninga inn í meira að segja ónýta banka á Íslandi. Við skulum heldur ekki tala um þá 100 zilljón erlendu kröfuhafa sem lánuðu peninga til fyrirrennara þrotabús þeirra íslensku banka sem fóru á hausinn inni í miðju ESB

3. En það þurfti hinsvegar heilt ESB til að koma bönkunum á hausinn og til að hræða líftóruna úr sumum þeim sem nú búa á þeim stökkpalli sem forfeðrur okkar byggðu upp fyrir þá. Mest með svita og svo oft með söltum tárum. Byggðu upp það sjálfstæða og fullvalda Ísland sem þú stendur á núna

4. Það þarf líka heilt volað, falskt og væmið ESB til að hneppa alla Íslendinga um ókomnar kynslóðir í járnin aftur. Það er einfaldelga gert með svikum við landið, við þjóðina og með launráðum í íslenksri aumingjapólitík, sem er skrásett vörumerki Samfylkingarinnar og forvera hennar. Eina sem til þarf er eitt stykki ESB - og Samfylkinguna, sem 71% Íslendinga kusu ekki í síðustu Alþingiskosningum (jú, plús það lausa drasl sem skyndilega og óskiljanlega datt undan sterkri stálgrind VG). Já í sjálfum Alþingiskosningunum, þar sem þingmenn eiga að sækja umboð sitt til kjósenda. Þetta skrásetta vörumerki aumingjastjórnmála Íslands keyrir nú póflaust og umboðslaust um landið okkar með hörmulegum afleiðinugm. Falschfahrer þeir eru - með gísla í bifreiðinni - og án umboðs í stærsta máli lýðveldisins  

En það er svona, eins og hér fer á eftir, sem erlendir bankapeningar virka, þ.e.a.s þegar það ríkir meðvindur hjá þeim. En núna er kominn mótvindur, mikill mótvindur

Athugið: Lettland er nú undir stjórn Brussel 

Nýja Argentína er í ESB og heitir að minnsta kosti Lettland 

(birtist 21. janúar 2009 klukkan 10:00 á AMX)  Pistill eftir Gunnar Rögnvaldsson

Vestur evrópskt eignarhald á bönkum Austur Evrópu

Tveir erlendir bankar eru orðnir svo allsráðandi í Eystrasaltslöndunum - sem öll eru í Evrópusambandinu - að þeir eru farnir að virka sem ríkjandi seðlabankar fyrir löndin. Þeir eru orðnir svo allsráðandi að þeir standa með þau stærstu verkfæri sem hægt er að nota sem áhrifa- og aðgerðavald fyrir peningamálastefnuna í þessum þrem hagkerfum. Þetta eru sænsku bankarnir SEB og Swedbank. Þetta skrifaði matsfyrirtækið Standard & Poor’s síðasta sumar.

Sænska blaðið Dagens Industri (DI) veltir nú því fyrir sér hvernig þetta „de facto“ seðlabankahlutverk SEB og Swedbank sé að virka fyrir þá þegna sem búa í Eystrasaltslöndunum. Einkunnin sem Dagens Industri gefur þessum tveim bönkum er því miður falleinkunn.

Það sem SEB og Swedbank eru að sýsla með í þessum þrem hagkerfum núna er beinlínis vanvit segir DI. Þeir hafa valdið stórkostlegum efnahagslegum óstöðugleika og eru jafnvel að grafa undan stjórnmálalegum og öryggislegum stöðugleika alls svæðisins.

Hin stóraukna útlánastarfssemi bankanna hefur ekki farið í að byggja upp samkeppnishæft atvinnulíf og berandi innviði. Stærsti hluti útlána þessara banka hefur farið til einkaneyslu. Með gagnslausri útlánastarfsemi hafa þessir sænsku bankar stuðlað að því að fermetraverð íbúðarhúsnæðis í Riga, höfuðborg Lettlands, er orðið hærra en í Stokkhólmi. En nú á sér stað alger viðsnúningur því hin peningapólitíska örvun hefur snúist upp í andstæðu sína einmitt þegar þörfin á annarri stefnu er mjög brýn.

Lettland verður næsta Argentína

Eins og í mörgum öðrum löndum hafa „sænsku seðlabankarnir“ í Lettlandi neyðst til að ganga betligang til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) til þess að reyna að bjarga sér út úr bráðnauðsynlegri gengisfellingu með 10 miljarða dollara neyðaraðstoð. Bankarnir eru mjög á móti því að gengi lats verði fellt því gengisfelling mun rýra eignir þeirra sjálfra á meðan hún myndi þjóna atvinnulífi Lettlands vel. Flestir sem fylgjast grannt með þeirri efnahagskreppu sem er nú í uppsiglingu eftir að kreppa á fjármálamörkuðum er búin að koma atvinnulífi margra landa á kné, vita að eina leiðin til þess að vinna sig út úr vanda komandi ára mun verða sú að leggja þarf megin áherslu á að útflutningsgreinarar geti búið við samkeppnishæfni. Það er einungis hægt ef mynt landanna hefur samkeppnishæft gengi.

En það er alls ekki víst að samlíkingin við Argentínu sé algerlega réttlát því óvíst er hvort þessi neyðarlán séu næg lækning. Til þess að fá peningana frá AGS og einnig frá nágrannalöndunum, þarf Lettland að þvinga í gegn mikinn niðurskurð á opinberum útgjöldum. Nú þegar er samið um launalækkanir til opinberra starfsmanna um 25% og svo þarf einkageirinn að fylgja eftir með eigin launalækkun. Laun í Lettlandi hafa hækkað miklu meira en framleiðni hefur gert og því eytt samkeppnishæfni landsins og þar með gert mynt Lettlands (lat) alltof dýra og ósamkeppnishæfa. En gengi lats er bundið fast við gengi evru. Það er hérna sem Argentína kemur inn í myndina því þar var ástandið svipað er mynt Argentínu hrundi árið 2002. Lettland þarf því að velja á milli verðhjöðnunar og gengisfellingar.

Verði gengið fellt þá munu langtíma fjárskuldbindingar almennings svo sem húsnæðislán hækka verulega því þau lán eru í evrum. Ríkisstjórn Lettlands hefur valið erfiðu leiðina, þ.e. að halda genginu föstu og þarf því núna að þvinga í gegn verðhjöðnun í öllu landinu. Sænsku bankarnir hafa farið þannig að undanfarin ár að 90% af útlánum þeirra hafa veið veitt í erlendri mynt, aðallega í evrum. Ef ríkisstjórnin myndi fella gengið þá myndu skuldir heimilanna aukast nema á þeim lánum sem veitt voru í mynt landsins. En það sama gerist einnig þegar laun Letta eru lækkuð því þá mun verða erfiðara fyrir heimilin að vinna fyrir afborgununum á þessum lægri launum. Í raun er því enginn munur á verðhjöðnun og gengisfellingu hvað varðar húsnæðislán Letta. Þar er valið því einungis á milli pestar eða kóleru. En gengisfelling hefði þó þau jákvæðu áhrif að hún myndi ekki hafa áhrif á skuldir í innlendri mynt og myndi samstundis auka samkeppnishæfi útflutnings. Að lækka laun með handafli mun reynast ríkisstjórn Lettlands mun erfiðara en menn halda, svo gera má ráð fyrir að svoleiðis verðhjöðnunaraðgerðir taki langan tíma og virki seint. Það er einnig alls óvíst að þvinguð verðhjöðnun muni skila sér á rétta staði í samfélaginu og því er hætta á að útflutningur og ferðamannaiðnaður muni ekki getað keppt á aukinni samkeppnishæfni fyrr en það er orðið um seinan.

Það er þó einn stór munur á milli Lettlands og Argentínu, en það er sjálf stærðin. Ástandið í Eystrasaltslöndunum mun að líkum versna stórlega á komandi misserum. Það mun verða svo slæmt að margir munu segja það sama og sumir eru að segja á Írlandi núna, þ.e. að Evrópusambandið eigi að koma og hjálpa löndunum út úr erfiðleikunum. Þau séu ekki það stór að það ætti að vera svo erfitt. En það er ólíklegt að þetta verði raunin því svona hjálp er bönnuð samkvæmt reglum myntbandalags Evrópusambandsins. Það var nefnilega einmitt þetta sem Þýskaland óttaðist svo mikið þegar það loks lét undan kröfum Bandamanna, með tilstuðlan Frakka, um að sameining Þýskalands gæti einungis farið fram ef Þýskaland léti undan síendurteknum kröfum Frakklands um myntbandalag. Þjóðverjar hafa nefnilega alltaf óttast að auðæfi þeirra muni - á einn eða annan hátt - enda á kistubotni illa rekinna ríkiskassa annarra og verr settra ríkja í myntbandalaginu með því að verða þvingaðir út í að gangsetja seðlaprentvélarnar illa stöddum löndum til björgunar. Ef farið yrði út í að bjarga Eystrasaltslöndunum þá munu PIGS löndin, Portúgal, Ítalía, Grikkland, Spánn - og nú einnig Írland - stilla sér upp í betliröðina fyrir aftan Lettland, Litháen og Eistland. Þetta yrðu því 8 af 27 löndum Evrópusambandsins sem þýskir skattgreiðendur þyrftu að „bjarga“. Svo er einnig Ungverjaland og þá erum komin í 9 af 27 ríkjum til að byrja með.

Undanfarna daga hafa verið mikil mótmæli á götum í Lettlandi. Þetta vekur því miður upp gamlar minningar hjá þeim aðilum sem hafa reynslu af öryggismálum í þessum heimshluta. Það er nefnilega svo að í ógáti gætu „sænsku seðlabankarnir“ í Eystrasaltslöndum verið að vekja upp gamlar vofur. Í versta falli getur þetta versnandi efnahagsástand leitt til svipaðs ástands og við sáum í Georgíu á síðasta ári, því fræin hans Stalíns eru ennþá gróðursett þarna í Eystrasaltsöndunum og þurfa aðeins réttu samfélagslegu aðstæðurnar til þess að fara að spíra aftur. En hér á ég við kjörnar aðstæður fyrir hvata menn í Kreml til að píska upp stemningu sem gæti virkjað öfl hins stóra rússneska minnihluta í þessum löndum. Þá væri með sanni hægt að segja að Svíar hafi skotið sig alvarlega í báða fætur. En sama hvernig allt fer þá mun ástandið í baltísku löndunum hafa áhrif innanlands í Svíþjóð. Það er einfaldlega ekki hægt að komast hjá því. Fyrstir í þeirri röð atburða verða væntanlega hluthafarnir í „sænsku seðlabönkunum“ í Eystrasaltslöndunum. Lokaspurningin gæti því orðið þessi: munu sænskir bankar þurfa að byggja vélbyssuhreiður fyrir utan banka sína í Lettlandi, Eistlandi og Litháen eins og erlendir bankar þurftu að gera í Argentínu? Einnig verður fróðlegt að vita hvort AGS verði gagnrýndur eins hart fyrir að styðja fastgengisstefnu Lettlands eins og hann var gagnrýndur fyrir að hafa stutt fastgengisstefnu Argentínu á sínum tíma.

Það er ekki einungis nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman sem gagnrýnir ákvörðun AGS um að veita Lettlandi neyðarlán án þess að gengi lats hafi verið fellt. Hagfræðingurinn Edward Hugh í Bacelona á Spáni gagnrýnir einnig AGS harðlega og spyr hvaðan nauðsynleg örvun hagkerfisins eigi að koma. AGS er banki og það þarf að greiða lánin til baka með vöxtum. Það sé veruleg hætta á að hagkerfi Lettlands fari í frjálst verðhjöðnunarfall og að það verði mun erfiðara að stöðva það heldur en að stöðva væga veðbólgu sem myndi koma ef gengið yðri fellt. Það er mikill halli á mannfjöldajöfnuði í þessum löndum því svo fá börn fæðast þar. Ungt fólk er af mjög skornum skammti og hætta er á að það flýi lönd sín ef aðstæður verða nógu slæmar. Það mun leiða til þess að löndin endi í sömu sporum og El Salvador þar sem stór hluti þjóðarinnar lifir á peningasendingum frá ættingjum og vinum sem hafa flúið til útlanda. En El Salvador tók upp dollar sem sína eigin mynt árið 2001 og er nú stærsti hlutinn af bankakerfi þeirra einnig komið í eigu útlendinga. Í El Salavor er nú rætt um að taka upp gömlu mynt landsins aftur, en það mun því miður reynast þeim mjög erfitt og jafnvel ógerningur.

Umræðan á Íslandi

Mikið er rætt um gjaldmiðlamál á Íslandi þessa dagana. Nánast hefur verði gerð herför að Seðlabanka íslenska lýðveldisins og hafa sumir gengið svo langt að ryðjast inn í bankann og henda matvælum í hann. En menn eru að henda góðum hlutum á ranga staði því Seðlabanki Íslands varaði einmitt þjóðina við því sem gæti komið og sem svo kom. Menn hefðu frekar átt að henda matvælum sínum eftir þeim bönkum sem bjuggu til þau vandamál sem verið er að kljást við núna. Einnig ættu þeir í nafni þjóðar og lands að taka upp gjaldmiðilinn sinn og kyssa hann á kinnina því það er hann sem mun sjá til þess að hægt verður að vinna sig út úr erfiðleikunum og er einnig sterkasta vopnið í þeirri baráttu. Menn ættu því að minnsat orða Hermanns Oskarssonar, hagstofustjóra Færeyja, þegar hann benti Íslendingum á að krónan væri þeirra sterkasta vopn. Að henda eggjum og ryðjast inn í Seðlabankann er því að snúa réttunni inn og röngunni út. Einnig ættu Íslendingar að hætta að leggja eyrun of þétt að ráðgjöf erlendra sem innlendra hagfræðinga og treysta dálítið meira á eigin brjóstvit eins og er. Hagfræðin en nefnilega stödd í ókönnuðu landslagi núna. Það kom einn svona erlendur álitsgjafi í heimsókn til Íslands á liðnum dögum. Hann heitir Willem H. Buiter og er prófessor í stjórnmálahagspeki. Samkæmt orðum Morgunblaðsins þá á hann að hafa sagt að Ísland geti vel haldið krónunni en verði þá að sætta sig við gjaldeyrishöft og að þurfa að stunda landbúnað og fiskveiðar nánast að eilífu. Þetta eru þær atvinnugreinar sem hafa gert ísland að því sem það er orðið í dag, eitt ríkasta samfélag í heiminum. En ef raforkusala, álvinnsla, álútflutningur, mannvirkja- og byggingagerð eru einnig landbúnaður og fiskveiðar, þá leyfi ég mér að segja að herra Willem H. Buiter sé smjörfjall og sé einmitt að bráðna núna. En kanski eru þetta einungis leifarnar af gamla smjörfjalli Evrópusambandsins sem þarna tala.

Íslenska krónan, mynt Íslands, gæti hinsvegar reynst besta vörn landsins gegn því að herferðir mikilmennskubrjálæðis til útlanda hefjist á ný þegar veðrið gengur niður aftur. Núna vita menn nefnilega að myntin og þjóðfélagið okkar þolir ekki svona meðferð. Reyndar þolir engin mynt svona meðferð. Það verður þó og því miður að segjast eins og er að hefðu Mikki Mús og Andrés Önd stýrt bönkunum undanfarin ár þá hefði árangurinn varla getað orðið verri en hann er í dag. En þetta á ekki einungis við um Ísland heldur einnig um mörg önnur lönd. 

Fyrri færsla

Þýskaland íhugar að þjóðnýta hluta bankakerfis landsins, þrátt fyrir evruaðild 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Blöndal

Ofdekraðir ESB andstæðingar á moggablogginu
http://pallblondal.blog.is/blog/pallblondal/entry/918743/

Páll Blöndal, 23.7.2009 kl. 02:33

2 identicon

Sérlundaðir,  sérhlífnir  og sjálfselskir ESBsinnar á moggabloggi

(IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 07:55

3 identicon

Ég skora á alla lýðveldissinna að hefja fjársöfnun sem fyrst til að bjarga Gunnari Rögnvaldssyni úr þeirri prísund sem hann býr í. Maðurinn hefur eytt síðasta aldarfjórðungi í helsi ESB og það hefur greinilega sett sitt mark á hugsanir hans. Við hljótum -- eins og samtök gyðinga á tímum sovétstjórnarinnar -- að gera allt til þess að bjarga hverjum okkar bræðra og systra sem býr við slíka áþján undan henni og veita honum skjól hér í frelsinu og fullveldinu -- a.m.k. meðan það endist. Kjörorðið verður: Gunnar heim!

Gunnar (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 09:34

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er eins og það fréttist illa til Íslands, hversu illa ESB og nánast öll Evrópa er stödd. Við lentum jú í hruni...en Evrópa er bara að byrja að renna niður brekkuna. Það geisar efnhagsstríð í heiminum og Evran mun ekki lifa það stríð af. Evran er ekki framtíðargjaldmiðill Evrópu, né er hún lausn vanda Íslands. Lausnin felst í krónuni og útflutningnum. Það þarf að fara að huga að því að vekja þingliðið á Austuvelli til þeirrar staðreyndar að styðja þarf við fyrirtæki og heimili í landinu. VIð erum með allt til þess að vinna okkur út úr vandanum...allt nema stjórnmálamenn með almennilegann beinvöxt í nefinu.

Haraldur Baldursson, 23.7.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innlitið

Já Haraldur þetta lítur svo sannarlega ekki vel út á elliheimilinu Fortess Euroland.

================================= 

Mario Draghi seðlabankastjóri Ítalíu sagði í gær:

July 22 (Bloomberg) -- The Italian economy will need to expand at a faster pace than averaged over the past decade for the government to be able to reduce Europe’s biggest debt.

“We will emerge from the economic crisis with more debt and higher unemployment,” he said in testimony to a parliamentary committee on organized crime. “In order to reduce them, we should be able to grow at a faster pace than over the last 10 years.”

The activity of organized crime in Italy tends to hurt economic growth, he said. The Italian economy has expanded at a slower pace than the European Union average for more than a decade.

In his testimony, Draghi called for tougher rules against money laundering.

=================================  

Hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha hah ha ha

Þetta er beinlínis hlægilegt hjá herra Draghi. Ítalía er með lélegasta hagvöxt í heimi síðastliðin 15 ár (PDF: Hagvöxtur í OECD 1994-2007) (athugið að spáin fyrir Ítalíu 2009 er gersamlega úrelt og 100 sinnum verri en þarna er getið). ítalía er eitt skuldugasta land heimsins. Ítalía þess utan elliheimili. Ítalía er búnin að vera - history. Þetta var einu sinni mjög blómegt land með ágætishagvexti og samfélagslegum framgangi. En svo kom The European Union og myntbandalagið.   

NEXT ritvélaiðnaður Þýskalands

=================================  

Wolfgang Munchau, einn af aðalritstjórum Financial Times Deutschland bar í gær bílaiðnað Þýskalands saman við ritvélaiðanð Bandaríkjanna 1980 í grein sinni í FTD:

Wolfgang Munchau compares today’s car industry, on which Germany relies, with the American typewriter industry in the 1980s and 1990s. The two products have a lot in common, including the false belief that they are indispensible to a modern society forever, a flattening curve of innovation, a much longer life-span of individual products due to technological improvements, falling profits margins, and overcapacities that need to be reduced through M&A. The various recent developments in the German car industry are a case in point, including the power battle between Volkswagen and Porsche.

=================================   

Það var nefnilega það. Ritvélar og bílar. Framtíð Þýskalands byggist á rivélaiðnaði! Þetta passar svo sem ágætlega fyrir elliheimilið Þýskaland. En verst er þó af öllu að þetta er svo nötulega satt og rétt að það er óhugnlaegt. Þýski iðnaðurinn er búinn að vera. Þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera og þýska þjóðin er því miður búin að lifa því Þýskaland er orðið að elliheimli. Þetta er leiðinlegt en því miður rétt.

Nýsköpun á elliheimilum? Já það var einmitt það væni minn. . .  

 

Tvær góðar fréttir á einum degi fyrir 45% af evrusvæðinu. Restin er lítið betri nema ef væri kannski Frakklandið

Kveðjur

 

Gunnar Rögnvaldsson, 23.7.2009 kl. 18:49

6 identicon

Fyrirgefðu Gunnar, en mikið helv.... er hann Páll Blöndal farinn að fara í mínar fínustu taugar.  Fáfróður og með öllu röklaus þvælist hann um allt blogg með upprhrópanir gegn öllum þeim sem ekki vilja láta troða sér með klækjum og nauðugum viljugum  inn í Ljótabæ Himnaríkis.   Annars frábær pisitll eins og oftar. 

Almennur borgari (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 23:38

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Almennur borgari. Já þetta með taugarnar er ekkert grín :)

- það reynir á þær :)

Því meira sem eg hugsa um ummæli Mario Draghi seðlabankastjóra Ítalíu þarna fyrir ofan, því meira undrandi verð ég. Það er mér óskiljanlegt hvernig Ítaíla ætti að koma hagvexti í gang hjá sér án þess að segja síg úr myntbandalaginu, - sem þeir geta varla gert án þess að fremja efnahaglegt sjálfsmorð. En það var jú einmitt útsögn Ítalíu úr myntbandalaginu sem spá Saxo Bank gerði ráð fyrir við síðusu áramót.

En kannski er búið að finna upp nýtt nafn fyrir svona hluti eins það er búið að finna upp nýtt nafn yfir það sem venjulega er kallað "launa og verðhjöðnun". Núna nota menn nýskrípayrðið "internal devaluation" yfir þetta.

Kannski þetta verði þá "internal suicide" í ítalska tilfellinu. Að drepast inni í myntbandalaginu

Þetta verður bara meira og meira spennandi

Gunnar Rögnvaldsson, 24.7.2009 kl. 02:22

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er samt spurning ef PIGS löndin tækju sig saman um að gera þetta öll í sameiningu, hvort þannig skapaðist ekki jafnvægi fyrir þau. Það er betra að standa ekki ein í eymdinni
Eftir aðlögunartíma finna þau síðan fótana að nýju, enda líklegt að útflutningur komist á skrið að nýju.

Haraldur Baldursson, 24.7.2009 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband