Föstudagur, 10. júlí 2009
Aðvörun: Evrusvæðið missir trúverðugleika hjá fjárfestum heimsins
Menn hafa miklar áhyggjur af evrusvæðinu
Fjárfestar henda frá sér eignum í evrum því þeir hafa misst trú á framtíð Evrópusambandsins og gjaldmiðli þess (FT í gær: European bank tensions threaten euro) Mynd: hlutverk seðlabanka evusvæðis; stöðugleikur á myntsvæðinu
SÍMSKEYTI - "Simon Derrick, head of currency research of the bank, as saying that the euro area has lost its safe haven status, and is increasingly seen as a high-risk region among international investors" - FULLT STOPP
Það sem er að gerast í ESB og á evrusvæðinu núna er ekki beint glæsilegt, en þó ofureðlilegt og rökrétt. Í morgun kom aðvörun um að fjárfestar og fjármagnseigendur væru að forða sér út úr fjárfestingum í eignum og skuldabréfum á evrusvæði og einnig að forða sér út úr gjaldmiðlinum evru
ESB í hnotskurn núna
Bankakerfin; svo að segja eignalaus; hrikalegur samdráttur í þjóðarframleiðslu; rosalega hátt atvinnuleysi og ennþá hærra atvinnuleysi yfirvofandi um mörg ókomin ár; hagvaxtarhorfur um alla framtíð gersamlega ómögulegar og vonlitlar; svakaleg öldrun þegnana byrjar að valda þjóðfélagslegum sársauka; lítið sem ekkert virkar á evrusvæðinu eða í ESB. Í mestri bráðri hættu núna, samkvæmt frétt Financial Times, eru; Þýskaland; Austurríki; Ítalía; Frakkland; Belgía; og Svíþjóð
Uppfærð spá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn kom í gær
Í gær kom Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) með endurskoðaða hagspá fyrir þetta ár og það næsta (endurskoðuð spá AGS). Það sem vakti athygli í þessari spá var ekki sú skoðun sjóðsins að Bandaríkin væru búin að ná botninum í þessari kreppu og færu nú að rétta úr kútnum eða í það minnsta að komast á veg til efnahagsbata. Það vakti heldur ekki mikla athygli að Asía væri komin nálægt bataferli. Nei það sem vakti athygli manna (nema hjá RÚV á Íslandi) var það að spá AGS fyrir evrusvæðið var ennþá meira neikvæð en áður og sérstaklega var spá sjóðsins fyrir stærsta hagkerfi Evrópu, Þýskaland, mun verri en fyrri spá sjóðsins. Athugið að ekkert efnahagssvæði í heiminum mun fara eins hrikalega illa út úr kreppunni og ESB og evrusvæðið mun gera, samkvæmt spá AGS. Ekkert svæði kemst með tærnar þar sem ESB hefur hælana fasta og með allt girt niður um Brussel & Co. Það er svoleiðis gert ráð fyrir 4,8% samdrætti á evrusvæðinu á þessu ári (170% verra en í Bandaríkjunum) og það sem er meira um vert, næsta ár verður samdráttur ennþá í gangi á evrusvæðinu. Hagkerfi Þýskalands (primus mótor) mun verða skorið niður um heil 6,2% á þessu ári (240% verra en í Bandaríkjunum) og um 0,6% á næsta ári. Allt í allt mun því um 7% af hagkerfi Þýskalands hverfa á aðeins tveim árum. Við ættum að benda Þýskalandi á að taka upp evru
Evruaðdáendur á meginlandinu missa trú sína á evru og framtíð ESB
En þetta er ekki nóg. Heitir og ákafir evruáhugamenn til margra ára eru að verða sannfærðir um að það muni fara svo að evrusvæðið og ESB muni yfirhöfuð ekki snúna til aftur baka til hagvaxtar um alla framtíð. Ég veit að það hefur verið mjög sárt fyrir þá að komast að þessari niðurstöðu því lengi hef ég fylgst með skrifum þeirra um þessi átrúnaðargoðin sín, evruna og Evrópusambandið. Ég mun bráðum skrifa pistil um þessi vonbrigði. En það tekur nú út yfir allann þjófabálk þegar sjálf Evrópunefndin kemst að svipaðri niðurstöðu (European Commission sees permanent decline in euro areas potential output)
Mínar dömur og herrar; má ég kynna upphaf jarðarfarar hagvaxtar og velmegunar Evrópusambandsins
Þetta er alls ekki glæsilegt. En bíddu nú aðeins hægur. Þetta er ekki svona einfalt þetta með jarðarför hagvaxtar og velmegunar Evrópusambandsins. Nefnilega það eitt að ESB commissjónin komi með þessa neikvæðu skýrslu ætti að hringa öllum aðvörunarbjöllum í höfði þeirra sem er bara dálítið annt um þjóðríki sitt. Ég spái því nefnilega að þetta sé aðeins forleikurinn að komandi óratoríu & sameiningarorgíu Brussel & Co
Það sem Brussel mun alveg 99% líklega koma með er eftirfarandi hótun: ef þið (ríkin) munið ekki samþykkja nýju stjórnarskránna og framkvæmd ennþá meri samruna og sameiningar ríkjanna,- já þá mun allt ESB hrynja og brasa saman á næstu árum. Þið verðið að ganga með til þess að ríkisfjárlög og skattar ríkjanna verði sameinuð og að við stefnum að United States of Europe. Þetta er EINA færa leiðin. Ef þið viljið þetta ekki, þá er það á ykkar ábyrgð að sú spilaborg sem við höfum byggt er nú að hrynja. Þið (þjóðirnar með evru) getið ekki gert neitt. Þið eruð gíslar okkar. Þið afhentuð okkur lykilinn að framtíð ykkar með því að taka upp gjaldmiðil okkar. Þið komist aldrei út. Þið eruð læstar inni og algerlega á okkar valdi. Þið getið ekki sagt nei, því við erum með skammbyssuna á pung ykkar
Meltið þetta nú í smá tíma (á meðan atvinnuleysið springur úr og skatttekjur ykkar hverfa). Komið síðan til okkar þegar þið eruð búnar að fá nóg. Við verðum sum sé einnig að taka næsta skrefið eins og alltaf (ESB er nefnilega einstefnuakstursgata). Þetta mun verða næsta jólaóratoría frá Brussel og Co. Sannið til. Aftansöngur Brussel mun spila eftir þessum nótum, eins og alltaf
Fyrri færsla
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 14:14 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 76
- Sl. sólarhring: 219
- Sl. viku: 723
- Frá upphafi: 1390455
Annað
- Innlit í dag: 43
- Innlit sl. viku: 450
- Gestir í dag: 37
- IP-tölur í dag: 32
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ég hef aldrei verið neinn aðdáandi ESB; en EF Ísland telur sig geta haldið sjó með sitt litla hagkerfi áfram; þá er sjálfsagt að gera það.
Hver er þín lausn á smæð íslenska hagkerfisins?
Mr. Jón Scout Commander (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:40
Athyglisvert, þá hefur einhver ótrúverðugur verið að bulla hér:
http://en.wikipedia.org/wiki/Reserve_currency
Kveðja, Ólafur
Olafur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 09:54
Sæll Jón og takk fyrir innlitið.
Lausnin er frekar einföld
1) Reka Samfylkinguna frá störfum
2) Reka Samfylkinguna frá störfum
3) Reka Samfylkinguna frá störfum
- og halda áfram klettfast í þau gömlu og góðu gildi sem hafa gert Ísland að einu ríkasta og besta samfélagi heimsins.
Læknigin er nú þegar í gangi. Íslenska krónan vinnur dag og nótt við að afrugla hagkerfi Íslands eftir áföllin. En ríkisstjórn Samfylkingarinnar (og því miður með dyggilegri aðstoð Vinstri grænna) vinnur sífellt á móti ÖLLUM grundvallar hagsmunum Íslands á næstum öllum mikilvægum sviðum.
Það koma sem betur fer kosningar aftur eftir í mesta lagi þrjú og hálft ár. En það verður hinsvegar aldrei kosið um Evrópusambandsaðild aftur eftir að maður er kominn inn í þann klúbb. Aldrei hægt að komast út þaðan aftur.
En það ER hægt að komast út úr ríkisstjórn Íslands aftur eftir í mesta lagi þrjú og hálft ár, þ.e. í næstu Alþingiskosningum. Það er stóri kosturinn við lýðræðið.
Það er ekki svona lýðræði í Evrópusambandinu. Þaðan er aldrei hægt að komast út aftur. Það gildir því aðeins eitt hér: ÍSLAND MÁ ALDREI STÍGA ÞAR FÆTI INN FYRIR DYR. ALDREI!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 10:06
Vesalings löndin 27, þau er ofurseld til eilífðar! Þessu fólki þarna hlítur að líða óskaplega illa. Er ekki hægt að gera eitthvað til að bjarga því. T.d. lána þeim nokkra útrásarvíkinga og örmynt(ir) - sem eru að bjarga okkur núna!
Hvað með að senda þeim seðlabankastjóra á eftirlaunum og forstjóra fjármálaeftirlits svona í kaupbætir!
Kveðja, Ólafur
Ólafur (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 10:46
Í grein Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sem þú vísar í er að finna eftirfarandi línu:
“The good news is that the forces pulling the economy down are decreasing in intensity,”
Hvað þýðir þetta? Að atvinnulausum fjölgar ekki eins hratt og áður? Að gjaldþrot eru færri en í mánuðinum á undan?
Það er ekki neitt sem bendir til þess að efnahagsástandið í bandaríkjunum sé að batna og furðulegt að benda á það sem einhvern mælikvarða á það að evra og ESB séu í vondum málum vegna þess að AGS er að skálda einhvern óskhyggju botn á kreppuna í BNA.
Og myndin með greininni? Frá árinu 2000?
Það er auðvelt að sitja fyrir utan landsteina og dásama krónuna og einhver gömul gildi sem hljóma kannski rómantísk í minningunni.
En þar á krónan einmitt heima. Í minningunni.
Unga fólkið hérna á ekki eftir að gefa þessum ímyndaða krónubata mörg ár.
- grettir (IP-tala skráð) 10.7.2009 kl. 11:14
Sæll Þór og takk fyrir innlitið.
Flest í sambandi við efnahagsmál Kína er ofmetið. Áhrif þeirra á efnahag heimsins eru einnig ofmetin. Það er náttúrlega einungis ágætt fyrir Bandaríkin ef dollainn fellur og hrikalega slæmt fyrir Evrusvæðið ef það gerist því núna geta Bandaríkin ekki hjálpað Þýskalandi og evrusvæði sem neytendur þeirra til þrautvarnar. Það yðri ennþá verra fyrir Kína. Evrusvæðið situr núna uppi með ofmetnasta stærri gjaldmiðil heimsins.
Ég skora á Kínverja að koma með þennan kommasnepil af gjaldmiðli sínum út á opinn gjaldeyrismarkað. En enginn mun nokkru sinni treysta þeim kommagjaldmiðli frekar en rússnesku rúblunni á tímum Sovét. Kínverjar geta mjálmað eins og þeir vilja. Dollar verður áfram gjaldmiðill heimsins og mun lifa Kína margfalt og vel af þegar landið springur upp í smærri einingar í því uppgjöri sem óhjákvæmilega mun koma innanfrá.
ESB og alveg sérstaklega evrusvæðið getur ekki lengur búið til efirspurn innanlands hjá sér því þar eru neytendur svo illa staddir, skattpíndir og lítið af ungu fólki til að knýja hagvöxt áfram. Það er erfitt að skapa hagvöxt á elliheimili. Því hefur stærsti hluti evrusvæðis treyst á að geta flutt inn eftirspurn frá útlöndum sem hafa frískt og kraftmikið púður í tunnum sínum. En þegar hinir erlendu neytendur, og þá sérstaklega bandarískir neytendur, geta ekki lengur haldið evrusvæðinu á floti með efirspurn sinni, já þá sjáum við algert hrun hagvaxtar eins og AGS er að spá þarna, - og alveg þó svo að bankakerfi evrusvæðis séu ekki ennþá komin á sömu hliðina og hinar íslensku bankabykkjur sem létu lífið í hraðakstri íslenskra bankabílstjóra sem óku eins og beljur á svelli á vegum hins alþjóðlega fjármálakerfis - án bílprófs. Núna þarf evrusvæðið að lifa á eigin munnvatni því þeir geta ekki komist að kjötkötlunum í Bandaríkjunum lengur
En eins og Grettir segir hér fyrir ofan (takk fyrir innlegg þitt Grettir), þá er þetta ekki alveg að botna enn hjá Bandaríkjunum, en það hægir þó hraðar á samdrættinum, þörfin á meiri örvun hagkerfisins virðist minni en menn óttuðust. En samdráttur í BNA verður barnaleikur miðað við samdráttinn í ESB og á evrusvæði. En fallhraðinn er sem sagt að minnka.
En mikið er þó eftir ennþá og sjálfur trúi ég ekki á að það versta sé ennþá yfirstaðið í kreppuferli heimsins. Hætturnar eru of margar ennþá. Svona hrun í heimsframleiðslu og heimsviðskiptum mun hafa rosalag áhrif. Svo menn ættu alls ekki að losa öryggisbeltin ennþá. Allt getur ennþá gerst. En verst verður þetta á evrusvæðinu, lang langsamlega verst. Evrusvæðið mun ekki sjá hagvöxt aftur um ókomna framtíð. Elliheimilið virkar bara! Kyrrðin verður þó ansi óhugnaleg í þessu elliheimilishagkerfi.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 13:43
Afhverju ertu með línurit af þróun evru 1999-2000? til ársins tvöþúsnd - en ekki 2009 - Hver var þróunin eftir 2000? - Og ef þú dregur þessar ályktnar af hlutfallslegri stöðu dollars og evru hvaða álykun á þá að draga af því að evran varð í upphafi mikið ódýrari en dollar en hefur samfellt í mörg ár sífellt orðið dýrari og miklu dýrari en dollar. - SKrif þín eru svo ótrúlegar blekkingar Gunnar að ekkert sem ég rekst á á langri ævi jafnast á við þá ósannsögli sem í skrifum þínum þeim felst.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.7.2009 kl. 13:55
Kæri Helgi minn,
- myndin var þarna bara til skreytingar. Það var einnig vísað í eldri pistil þaðan sem þessi mynd kemur. Hún var einungis sett þarna til að sýna fram þennan fræga stöðugleika sem alltaf er nefndur í sambandi við ESB (þetta er eiginlega einka fethisismi Þjóðverja og mikið misskilinn á Íslandi).
En núna mun ég skipta þessari mynd út Helgi minn, fyrst hún fer svona í taugarnar á þér. Set inn nýja eldri mynd um hlutverk seðlabanka evrusvæðis, stöðugleikarana.
En ég skil þó eftir slóð hér á gömlu myndina, skyldi þér líka hún betur eftir nánari athugun (Gula myndin frá: Ónýtir gjaldmiðlar )
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 14:14
Liðsskipan í heiminum er að breytast hratt. Kína er óneitanlega að verða stór leikmaður á stóra skákborðinu. USA er líka að breytast. Það er sennilega ekkert hagkerfi sem er jafn vel undir fallandi gjaldmiðil búið og USA. Innanlandsmarkaðurinn er svo stór að þeir sem mest munu finna fyrir fallandi Dollar eru þeir sem flytja þangað vöru. ESB mun líða stórkostlega fyrir það. Á sama tíma og USA hefur verið þeim þokkalega opinn markaður, virðast ESB ríkin hafa með einum eða öðrum hætti tekist að halda bandarískum vörum frá sínum mörkuðum. Nú snúast hlutverkin við, þ.e. ef dollarinn fellur.
Hlutskipti Kína er þrátt fyrir allt afar merkilegt og fróðlegt verður að fylgjast með Asíu á næstunni.
Hlutskipti Íslands verður að verða það að skapa okkur nýja markaði, utan ESB. Stærstu mistök okkar myndum við gera ef við færum inn í þetta Bandalag skrifræðis og elli.
Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 15:44
USA hefur um nokkra ára skeið ekki séð sólina fyrir bullandi hagvexti í Kína, helsta fullvinnslu keppnautar EU hingað til. Kínverjar er dugnaðar fólk og milljónum saman lát hendur stand fram úr ermum. Fjölmargar nýlendur kínverskra verkmanna eru út um alla Afríku: vinna hráefni og rækta land, leggja vegi og byggja sjúkrahús, innfæddum til mikillar ánægju með öll þjónustu störfin sem skapast.
EU á ekkert svar vantar. Guð hjálpa þeim sem hjálpar sér sjálfur sögðu Þjóðverjarnir forðum með siggið á höndunum.
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 16:01
EU [elítan] á ekkert svar vantar hendur og hráefni.
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 16:03
Takk fyrir þessa fínu grein og tenglana Gunnar.
Þetta með að dollarinn falli er misskilið.
Þessi 1 eða 2% af VLF bandaríkja norður ameríku sem þeir eyða í Kína heldur uppi öllum hagvexti þar. Það þýðir að Kínverjar mega ekki við því að dollarinn falli. Ef dollarinn fellur þá tapa að segja má allir, en Kínverjar mest og BNA minnst allra þjóð því BNA er sjálfbærasta efnagassvæðið af þessum stóru í það minnsta og auk þess eina hagkerfið sem getur gefið út nýja dollara ef þeir gömlu reynast “lélegir”. Kínverjar og fleiri lönd hafa nú í meira en áratug róið lífróður við að kaupa dollar af BNA með það eitt að markmiði að halda honum sterkum. Svipað má segja um ESB ef evran hrynur þá tapa þeir mest sem eru viðskiptum við svæðið því kaupgeta svæðisins minkar. Vandinn í Evrópu er hinsvegar sá framleiðnin á raunverðmætum á hver haus hefur farið lækkandi og mun lækka verulega mikið meir ef fram heldur sem horfir.
Guðmundur Jónsson, 10.7.2009 kl. 17:13
Þó jarðaskjálftar verði margir og harðir og þurrkatík leggist yfir ESB, munu þjóðverjar rísa undir vandanum. Hætt er þó við að þeir þurfi að finna lausn á aldursskiptingu sinni, sem er þeim svo óhagstæð núna. Þeirra bíður því tvöfalt vandamál að leysa, en þeir munu leysa það.
Haraldur Baldursson, 10.7.2009 kl. 18:46
Gott að sitja í lágum vöxtum og lítilli verðbólgu í ESB, reka þar fyrirtæki og vilja ekki fyrir nokkurn mun koma Íslandi í þá stöðu..
Sýndu manndóm, snáfaðu heim og brettu upp ermarnar í 20% vöxtum og verðbólgu eins og við hér heima gerum á degi hverjum eða vertu vesalingur ella...
Pétur Sig, 10.7.2009 kl. 18:53
Gott að sitja í lágum vöxtum og lítilli verðbólgu í ESB.
Vextir eftir einkavæðingu EU bankanna urðu sambærilegir þeim sem best gerast í USA að jafnaði.
Verðbólga var með minnsta móti frá 1994 til 2008 á Íslandi.
IMF segir EU ríkjunum á heimsíðu sinni feb-mars að Íslands hlutir séu í góðum málum. Nú þegar vegna verðbólguskots hafi ráðstöfunartekjur þjóðarinnar lækkað og og í framhaldi muni fylgja 2 umtalsverðar skattaáætlanir. Sú fyrst er orðin að veruleika.
Varanleg skerðing sé óumflýjanlega. Kostnaðurinn við að halda í krónuna og eða endurreisa sníkju-auðmagnskerfið að hætti EU?
Allt kostar sitt IMF er engin undantekning frekar en EU innlimun.
Júlíus Björnsson, 10.7.2009 kl. 19:09
Mér finnst 11% vextir á bílaláni í 2% verðbólgu ekki lágir vextir. Heldur ekki 12% vextir á litlu yfirdráttarláni lágir i þessari sömu 2% verðbólgu.
.
Svo eru 0,00% til 0,8% % innlánsvextir heldur ekkert til að hrópa húrra fyrir. Verðtryggð innlán eru ekki í boði. Hver vill eiga peninga í banka í svona veðri?
.
30 ára húsnæðislán fást núna t.d. á 5% föstum vöxtum, ef maður þorir að festa þá í 30 ár og ef maður þá fær lánið. Hættan á til dæmis 4% verðhjöðnun sem þá breytir vöxtunum í 9% raunvexti er ekki alveg til að líta framhjá. En margir sætta sig við breytilega vexti og festa þá til eins til fimm ára í senn.
Hér skuldbreyta húseigendur lánum sínum að meðaltali þriðja hvert ár og veðsetja náttúrlega allt upp í skorstein í hvert skipti. Ný höfuðstóll verður til í hvert skipti sem einnig inniheldur allan kostnað, auðvitað og afföll. Fólk eignast svo oft aldrei neitt í eignum sínum.
.
80% af húseigendum á Norður Sjálandi eru orðnir eignalausir núna. Eignir þeirra hafa fallið svo í verði.
.
Ég hef einnig prófað að sitja með 11% stýrivexti í 1,3% verðbólgu. Þá var nú gaman hér í samtals 8 ár.
.
Þetta er ekki alveg eins einfalt og svo margir virðast halda.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.7.2009 kl. 19:43
Er ekki bara ok að bankarnir eigi eignirnar en við ráðum samt yfir þeim d.v.s ekki hent út ....... þannig getum við andað léttara og þar með lifað betra lífi!
Nú er í okkar Euro landi Gunnar ekki mikið hægt að breyta og skuldsetja eignalánin hærra lengur þar sem verðfall er mikið á fasteignum.
Var með ágætis vexti á mínum sparikrónum þar til þær voru notaðar 4,7% án bindingar (þó þurfti að leggja minnst 40.000 dkk fyrst til að fá þá).
Jón Arnar, 10.7.2009 kl. 22:37
Já Jón Arnar. Þakkir þér fyrir innlitið
.
Þessir "háu innlánsvextir" á 4,7% voru einstakt fyrirbæri hinna þriggja "gullára" í Danmörku, þ.e. árin frá 2004-2007. Þetta eru einnig einu árin þar sem atvinnuleysi í Danmörku hefur farið niður fyrir 5-6% frá því árið 1977. Sem sagt á 29 af 32 síðustu árum með massífu atvinnuleysi og þrjú ár svona í sæmilegu lagi.
.
Svo lengi sem ég man hafa innlánsvextir á bankareikningnum hjá mér alltaf rokkað þetta á bilinu frá 0,0 til 0,33%. Ég nenni ekki einusinni að gá lengur hversu stórt eða lítið núllið er í sturtubotninum í bankanum. Rennslið er alltaf jafn gott ofaní jörðina.
.
Jú jú (bankarnir), ef maður vill borga húsið sitt 6 sinnum til bankans á 60 árum þá er mér sama. Ekki nenni ég því þó
.
Já það er alveg rétt að tími mikilla skuldbreytinga uppávið er liðinn. En fólk er samt alltaf að breyta lánunum og gerir það víst á ca. 3 ára fresti að meðaltali samkvæmt heimildum vitru manna EDC. Ef fólk getur fengið 5.000 kall út úr því þá gerir margt fólk það á slæmum tímum. Dugar fyrir kreppujólum.
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 02:14
Þá er það þetta með elliheimilin og framleiðslugetuna á eilliheimilinu. Ég fór og skoðaði gögn sem allir hafa aðgang að á netinu frá International labour Organization. Þar trjóna vinir okkar í vestri nokkuð hátt, en sumir á elliheimilinu er ekki langt á eftir.
Sjá http://www.ilo.org/public/english/employment/strat/kilm/index.htm
Neðarlega á síðunni til hægri er "labour productivity" Áhugavert.
Það má vel vera að þetta með hagvöxtinn sé rétt, en þjóðverjar sjá þetta á annan veg, en það eru etv elliglöp.
Sjá http://www.spiegel.de/wirtschaft/0,1518,635617,00.html
Kveðja, Ólafur
Ólafur (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 11:33
Eftir hverju er verið að sækjast hjá ESB? Ekkert ríki innan bandalagsins er jafn ríkt af auðlindum í hlutfalli við íbúa og Ísland. Sennilega munar þar þeim ógnarupphæðum sem engir fræðingar né tölvur ráða við að reikna. Það eina sem kemur mér til að velta vöngum er sú nöturlega staðreynd að á Íslandi er spillingin í stjórnsýslu og fjármálakerfi farin að að líkjast náttúruhamförum.
Þegar ég, andstæðingur aðildarviðræðna er spurður hvers vegna ég vilji ekki einu sinni sjá hvað er í boði á ég auðvelt með að svara.
Ég veit hvað við eigum og ég er svo eigingjarn að ég vil ekki deila því með einhverjum öðrum. Og ég vil halda í þa von að við getum fyrr eða seinna borið gæfu til þess að kjósa yfir þjóðina stjórnvöld sem eru þokkalega heiðarleg og með svona meðal gripsvit. Meira þarf þessi þjóð nú ekki til að lifa í allsnægtum og deila kjörum með þeim sem ekki hafa burði til að bjarga sér af eigin afli.
Ég hafna því að biðjast ölmusu í formi einhverja styrkja fyrir mína auðugu þjóð.
Með bestu kveðjum!
Árni Gunnarsson, 11.7.2009 kl. 12:21
Fyrst að ESB er soddan helvíti og fullvalda Ísland himnaríki, hvers vegna flytur þú ekki hingað í frelsið? Mér finnst að menn sem sjálfviljugir flýja klakann yfir í hið evrópska sovét, ættu að hlífa okkur við ráðleggingum.
Halldór (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 12:28
Efnahagsleg rök fyrir áframhaldandi óbeinni innlimun, hvað þá formlegri í EU eru einungis skammtíma hagsmunir útflutningsaðila í EU og innflutningaaðila á Íslandi.
Bretar þola ekki umræðu um aðdraganda lokun lánalína og beitingu hryðjuverkalaga, enda högnuðust þeir einna mest ávexti einkabankanna.
Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 12:29
á vexti
Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 12:30
Hvernig lest þú þetta út úr greininni sem þú vísar til: "Fjárfestar henda frá sér eignum í evrum því þeir hafa misst trú á framtíð Evrópusambandsins og gjaldmiðli þess"? Greinin fjallar um vanda banka í V-Evrópu vegna erfiðleika ríkja í austurhluta álfunnar (og sennilega líka ákveðinna eyja norður í Ballarhafi). Þar er hvorki spáð falli ESB né evrunnar, heldur óttast fjárfestar markaðsaðstæður á evrusvæðinu sem voru þótti eitt sinn mjög tryggt en er það ekki lengur.
Gunnar (IP-tala skráð) 11.7.2009 kl. 13:01
Fjárfestar hafa betra val.
Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 13:07
Ólafur: já þó það nú væri að framleiðni þess fólks sem er í vinnu sé sæmilegt. En það er sjálft vinnuafl ESB sem er að minnka á meðan þeim sem er ekki í vinnu er að fjölga. Það er erfitt að leggja allt viðhald fólksfjölda ESB á herðar þeirra fáu stúlkna sem eftir eru á barnseingaaldri (og þeim fækkar mikið og hratt). ESB er að útrýma hratt þeirri einu náttúruauðlind ESB sem það á eftir: fólkið. Það er vegna þessa sem ég segi að ESB sé orðið elliheimili. En þessi þróun verður miklu miklu verri á komandi áratugum. Þetta þýðir einfaldlega að hagvöxtur í ESB er að hverfa. Þetta verður einn stór og lélegur fátækur markaður.
Árni: Þakka þér fyrir. Við erum svo sammála hér. Og ég sendi þér einnig góðar kveðjur. Mín skoðun á þeirri klysju - að sjá hvað sé í boði - og sem tröllríður umræðunni, er í stuttu máli þessi:
Hver hefur sagt að það SÉ eitthvað í boði? Það er ekkert í boði fyrir eina ríkustu þjóð Evrópu. EKKERT nema að BORGA og BORGA !!!
Málið snýst um hvað ríkisstjórnin ætlar að bjóða ESB af auðæfum Íslands gegn því að Íslendingar fái að borga ESB mikla peninga fyrir að fá að gefa þeim þessi auðæfi - gegn tveimur skrifstofustólum niðri í Brussel, handa tveim embættismönnum. Vaknið kjánar Íslands, vaknið!
Engin þjóð í Evrópu nema Svisslendingar og Norðmenn hafa það eins gott og Íslendingar. Engin. Íslendinga eru margir hverjir að verða aldeilis ofdekraðir og huglausir.
Þegar búið er að skera niður um 40% á Íslandi og þið komin upp í 10-15% atvinnuleysi í samfleytt næstu 30 ár og í 50-60% tekjuskatta, já, þá er hægt að segja að þið séuð komin niður á evrópskan standard. Svo verða fiskimiðin þurrkuð upp, landbúnaður lagður í rúst og auðlindir Íslands rændar og ruplaðar og þá, og fyrst þá, eruð þið loksins lomin alveg jafnfætis okkur ESB löndunum í Evrópu.
Þá verður nú glatt á hjalla í aðastöðvum Samfylkingar og engin munu fæðast börnin á Íslandi lengur. Þá verður hægt að spara ennþá meira til að borga fyrir elliheimilið sem Ísland verður þá orðið, því ungt fólk án framtíðarmöguleika vill ekki fæða og ala upp börn í svoleiðis samfélögum. Sú reynsla blasir við út um allt ESB og Austur Evrópu. Mannfækkun og fátæktin mun þá ein bíða ykkar. Allt fyrir ekki neitt.
Júlíus: kærar þakkir fyrir innleggin þín.
.
Mikilvægasta náttúruauðlind Evrópusambandsins er orðin óendurnýjanleg vegna ömurlegra samfélagsaðstæðna í Evrópusambandinu - samfleytt hin síðustu 30 ár.
Afleiðing: hagvöxtur mun hverfa og fátæktin setjast að fyrir fullt og allt . Þetta verður lélegt markaðssvæði sem verður lítils virði fyrir Ísland
Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 18:52
Ég þakka þér Gunnar. Útflutnings möguleikar EU fyrir utan eyjarnar á Atlandshafi eru þeir miklir að þínu mati í framtíðinni?
Júlíus Björnsson, 11.7.2009 kl. 19:24
Takk fyrir Júlíus
Svar: Ekki í náinni framtíð Júlíus því eftirspurn frá umheiminum er hrunin (og mun ekki jafna síg í bráð) og ESB mun alls ekki í framtíðinni hafa uppá mikið að bjóða til útflutnings
Menn þurfa að hafa í huga að þegar þegnar þjóða verða að meðaltali svona aldraðir eins og er að gerast í Þýskalandi, Ítalíu, Portúgal, Spáni og allri Austur Evrópu og öllum Eystrasaltsríkjunum, þá verður til lítið af nýjum vörum til að flytja úr því þessar þjóðir munu ekki hafa neitt að bjóða heiminum annað en gamlar og úr sér gengnar vörur og concept.
Það þarf ungt fólk til að finna upp nýja hluti, nýjar leiðir og nýja möguleika. Það þarf einnig ungt fólk til að stofna ný fyrirtæki og þora að taka áhættu.
Þýskaland er til dæmis það land í heiminum þar sem fæst ný fyrirtæki verða til. Þeir hafa einfaldlega ekki nóg af ungu fólki til að geta verið nýskapandi.
Þýskaland er búið að vera:
- Þýski iðnaðurinn er búinn að vera
- Þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera
- Þýska þjóðin er búin að lifa, hún er nefnilega orðin svo öldruð. Hún er einnig búin að vera
Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 19:49
Kæri Gunnar
Smá innskot...Þýskaland mun líða fyrir þessa stöðu og það mun taka 5-7 ár, en ekki lengur. Það er of margt sem þjóðverjar hafa með sér, of margt sem skilur þá að frá all flestum þjóðum. Ég hef sem nemandi, starfsmaður og seinna í samstarfi við þjóðverja all góða mynd af því hversu einstök nálgun þeirra er til verkefna, til að efast um að þeir munu finna sínar lappir að nýju. Það hefur engin þjóð þessa kerfisbundnu nálgun til verkefna eins og þjóðverjar, ekki íslendingar, ekki danir, ekki norðmenn, ekki bandaríkjamenn og engin þjóð sem ég hef komist í kynni við.
ESB hins vegar er ekki Þýskaland. Ég kannast ekki við að þær þjóðir muni standa jafn þétt saman og þörfin er að verða á. Þjóðverjar munu sennilega ekki snúa baki við ESB, en Evruna munu þeir ekki verja sem gjaldmiðil. Hagsmunir þeirra munu ekki geta farið saman með restinni af ESB.....ESB á sér því í núverandi mynd ekki framtíð. Meiri völd til Brussel munu heldur ekki duga.
Aðdáun mín á þjóðverjum dylst illa, en hún er tilunnin.
Haraldur Baldursson, 11.7.2009 kl. 20:51
Þetta er því miður ekki spursmál um þessi atriði sem þú nefnir Haraldur. Aðeins fáir efast um svo að eðlislæga færni Þjóðverja til skipulagningar. En menn veða að hafa í huga að Þjóðverjar eru heldur ekki eins og þeir voru. Þeir vinna lítið og hugsa ekki um að rækta garðinn sinn. Þeir eru orðnir velferðarfíklar og stórum hluta samfélagsins er haldið upp af hinu opinbera. Það er ekki hægt að skipuleggja tilurð nýrra fyrirtækja á borð við Microsoft, Apple, Google eða annarrar nýsköpunar. Svoleiðis fyrirtæki verða aldrei til í skipulagningarferli
.
Það er ekki hægt að endurnýja þjóð á 5-7 árum. Annars væri hagvöxtur Þýskalands ekki horfinn í 30 ára hrunferli hagvaxtar Þýskalands. Það mun aðeins koma nauðsynlegt brot af nýjum einstaklingum á vinnumarkað Þýskalands á hverju ári næstu 60 árin til að bæta upp fyrir þá sem yfirgefa vinnumarkaðinn. Skattar verða mikið vandamál og því skattstofn Þýskalands verður svo skertur. Þeir sem eftir eru á vinnumarkaði munu ekki sætta sig við þá pressu sem verður í launmyndunarferlinu fyrir þá sem koma nýjir inn á vinnumarkaðinn og þeir munu í sífellt meira mæli yfirgefa land sitt. Við sjáum mikil merki þess nú þegar. Þýskalandi er að blæða út. Þjóðinni hefur fækkað um heil 400.000 manns frá 2005 til 2008 og þetta er einungis upphafið á fækkunarferlinu. Á meðan vex yfirbygging þeirra sem þurfa stóla á skattafjármagnaða framfærslu frá ríku. Svo að segja allt velferðarsamfélag Þýskalands er skatta fjármagnað.
Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 21:31
frá ríkinu
Gunnar Rögnvaldsson, 11.7.2009 kl. 21:33
Það er nú samt svo Gunnar að þarna ertu að lýsa núverandi ástandi... Aldursskiptingunni fær enginn mannlegur máttur breytt. Það er reikningur sem ekki verður lagaðaru með yfirdrætti. En það sem þjóðverjar þurfa að gera eins og önnur ríki ESB, er að breyta samfélaginu. Hækkuð skattlanging mun að lokum opna augu þeirra fyrir villu síns vegar og það mun kalla fram breytingar. Breytingarnar verða að eiga sér stað
Málið er það Gunnar að ég trúi því að þegar þeirra sársaukamörk greinast sem slík, þá hafa þeir líka færni í að snúa öllu á hvolf...en ESB...tja ég veit ekki hvernig þeir ná því innan ESB í núverandi mynd. Mín ályktun er því sú að núveranai mynd ESB er glötuð.
Haraldur Baldursson, 11.7.2009 kl. 22:08
Maður sem hefur ekki grunn menntum eða innrætingu almennra forsenda um málið sem varðar er vart hæfur til að leggja mati á ályktannir annarra sem byggjast á sömu forsendum.
Jón Frímann rökhugsun er fæstum gefin þótt allir telji svo vera hvað varðar. Þetta sést best á almennri getu í raunvísinda fögum sem byggja alfarið á þessari fræðigrein. Fáir fá ágætis einkunn úr fámennum hópi þeirra sem teljast hæfir að lágmarki.
Það er meira segja talið ómannlegt að vera sérlega rökhygginn af almenningi.
Þessi persónulega EU Passion þín er í ætt við trúarlega hugmynda fræði en er ekki upphyggindi.
Ef þú ert á leið í viðskipasamning þekkir þú þín rök en spyrð að mótrökum, nokkuð sem vantar í ræðu ES-sinna.
EU gerir tilboð á eigin kostnað að sjálfsögðu ef henni er akkur í því að bæta einni úthafseyju í safnið, ekki satt?
Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 07:14
Jón Frímann rökhugsun er fæstum gefin þótt allir telji svo vera hvað þá varðar sjálfa.
Júlíus Björnsson, 12.7.2009 kl. 07:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.