Leita í fréttum mbl.is

ESB löggjöf kostar fyrirtæki í Evrópusambandinu 178.000 miljarða krónur

Meiri vinna við reglugerðafrumskóg

Laga- og reglugerðafrumskógar Evrópusambandsins

178.000 miljarðar krónur á 11 árum

Þau lög og reglur sem laga- og reglusmiðir Evrópusambandsins hafa sturtað yfir fyrirtæki á sviði atvinnurekstrar frá 1998 til 2008, hafa kostað fyrirtæki og neytendur í Evrópusambandinu 168.000 miljarða krónur á þessum 11 árum

Öll fréttin ásamt skýrslu Eurochambers: ESB löggjöf kostar fyrirtæki í ESB 178.000 miljarða krónur

 

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þá spyr ég: Af hverju í ósköpunum flytur þú ekki fyrirtæki þitt til Íslands?

Árni Richard (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 17:34

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Ekki nema von að ESB ásælist Drekasvæðið. Miðað við bjratsýnustu spár væri þessi tala 10% af verðmætum þar í jörðu. ESB langar í fiskinn okkar en miklu meira í Drekan okkar.

Haraldur Baldursson, 22.6.2009 kl. 18:35

3 identicon

Kannski er það satt hjá Haraldi?

EE elle (IP-tala skráð) 22.6.2009 kl. 20:10

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kær(i/a) EE...ég setti saman færslu um ágætishugmynd, sem ég finn (enn) engar holur á með að leigja vinnsulréttinn á Drekanum..sjá hér

Haraldur Baldursson, 22.6.2009 kl. 22:34

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innleggin.

Já Haraldur það ER 100% öruggt að ESB lítur auðlindir og lögsögu Íslands MJÖG hýru auga. Mjög mjög hýru auga.

Evrópusambandið á mjög virka samstarfsaðila innan búðar á Íslandi. Samfylkingin og Vinstri Grænir gera núna sitt allra besta til að svala þorsta og löngunum Evrópusambandsins og til að stuðla að því að framtíð Íslands verði sem allra verst og tilvera þjóðarinnar sem allra fátæklegust og verst um alla framtíð

Árni Richard: þessa hugmynd hef ég nú þegar sett í vinnslu. Ég kýs með fótunum og flyt allt okkar til Íslands á þessu ári. Þetta er búið að vera í vinnslu í 10 mánuði. Það góða við stöðu mína og fyrirtækis míns er að það er hægt að flytja út úr ESB ef maður er einstaklingur eða fyrirtæki. Það er einmitt þessvegna sem fyrirtæki og einstaklingar flytja svona mikið burt frá ESB.

En fari heilar þjóðir inn í ESB þá er ekki hægt að flytja þær þaðan út aftur. Aldrei að eilífu. Það gildir því aðeins eitt hér: að ganga ALDREI í Evrópusambandið. Því það jafngildir krossfestingu fyrir heil þjóðfélög að ganga í hið efnahagslega öryrkjabandalag Evrópu, ESB. Það má aldrei gerast fyrir Ísland

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2009 kl. 22:58

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Guðfríður Lilja heldur á lykli framtíðarinnar á landinu veitum henni brautargengi í riti og ræðu og styðjum hana í gegnum erfiðar vikur framundan.

Haraldur Baldursson, 22.6.2009 kl. 23:09

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrstur manna skal ég hvetja þá sem hafa góðan vilja og bera hag Íslands og Íslendinga fyrir brjósti sér.

En trú mín á Vinstri grænum er því miður alveg bortin niður í duft og gjall eftir hin svívirðilegustu kosningasvik flokksins undir forystu formanns Vinstri grænna, Steingríms J. Sigfússonar - aulabárðs hins mikla. Loftkútur, gunga og drusla. Ég geri ekki ráð fyrir neinu nema svikráðum úr þeirri útsölubúð lengur.

Því miður benti ég fólki á Vinstri græna sem stjórnmálaflokk sem væri ekki landsöluflokkur - daginn fyrir kosningar. Ég biðst hér með afsökunar á að hafa leitt fólk í algera villu. Mér þykir afar leitt að hafa gert þetta.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2009 kl. 23:53

8 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það eru fleiri en, Guðfríður Lilja, sem heldur á lykli framtíðar.

Það eru allir hugsandi íslendingar sem hafa kosningarétt,sem hafa þennan lykil í hendi.

Eggert Guðmundsson, 22.6.2009 kl. 23:55

9 Smámynd: Einar Guðjónsson

Það hljóta að vera mjög persónulegar ástæður fyrir flutningi á fyrirtæki til Íslands.Eða starfsemin þannig að hún tengist fiski eða byggir á mjög lágum launum þannig að hún verði að vera  hér.Engin með réttu ráði flytur fyrirtæki til Íslands nema til að loka því.

Einar Guðjónsson, 22.6.2009 kl. 23:57

10 Smámynd: Einar Guðjónsson

Hér er spillingin miklu kostnaðarsamari en allt regluverk. Fákeppni og okur á flestum sviðum; í bankarekstri, flutningum, orkusölu,símarekstri

smásöluverslun og það sem meira er; opinbert kerfi sem kann enga stjórnsýslu, veitir enga þjónustu, svarar ekki bréfum og sem fyrirtækin

og fjölskyldur þurfa að standa undir.Eru þeir 30.000. ?? eða eru þeir 100.000. ??? Og lífskjör lægst í allri Evrópu.Viltu ekki bara frekar flytja fyrirtækið til Zimbabwe ?? Þar er kaupið enn lægra en stjórnsýslan svipuð og hér. 

Einar Guðjónsson, 23.6.2009 kl. 00:04

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Hið rétta er sennilega að það er alltaf mjög slæmt að vera yfirskuldsett fyrirtæki á slæmum tímum, Einar.

Þér til uppörvunar (já, því miður) fara fyrirtæki unnvörpum á hausinn hér í ESB við slíkar aðstæður - aðstæður eins og eru hér núna. Það er ekki útaf engu að atvinnuleysi þýtur hér upp og mun gera það á næstu tveimur árum, að minnsta kosti.

Bankar eru í óða önn að segja upp rekstrarlánum fyrirtækja sem glíma við erfiðleika og sem hvíla á sandi. Já, þetta er raunar algilt um næstum allan heim.

Hraðvaxta furur falla hratt í stormi, sérstaklega þegar gróðursett er með kjánaprikum og með mikilli aðstoð banka sem eru og voru loftbólubankar reknir af glæframönnum

Það væri lítið sem ekkert að á Íslandi núna ef þessir blessaðir bankar og fjármálastofnanir hefðu ekki verið reknir af glæframönnum með miklum og dyggum stuðningi fjölmiðla þeirra og svo í skjóli algers eftirlitsleysis Fjármálaeftirlits Ríkisins

Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2009 kl. 00:18

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einar, það er ekki nóg að vera bara ánægður og stoltur af landi sínu á meðan kredit flýtur eins og flóð út úr illa reknum bönkum og á meðan gengið er gott fyrir X en slæmt fyrir Y.

Sú lausa kredit sem var dælt í vitleysu og brudd undir stórmennskubrjálæðinga Íslands var dæmd til að skapa felliskóg þegar harðnaði í ári og vindar tókust á loft. Þessu var varað við.

En upptalning þín þarna fyrir ofan er einmitt í samræmi við það sem Eurochambers var að rannsaka. You have aint seen nothing yet, try the EU.

Gunnar Rögnvaldsson, 23.6.2009 kl. 00:32

13 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Einar, ég held að þú ættir að flytja út til Danmerkur.(Landsins sem Gunnar er að yfirgefa.) Þú getur keypt þér þar íbúð með 5 % eigiðfé. Aðeins það sem þú þarft að hafa er vinna, sem stendur undir reiknuðum kostnaði bankans, á rekstri fjölskyldu, rekstri bíls, leikskólagjöldum, sköttum (56%) af launum og fl. 

Ef þín laun dekka þennan kostnað, þá ákveður bankinn þinn, hversu stóra íbúð þú getur keypt fyrir þitt eigið fé, a þeim launum sem þér áskotnast fyrir þitt vinnuframlag.(hann stjórnar kaupunum)

Þú og þín fjöldskylda er sett í "hyllu" sem hæfir þínum launum og þú kemst ekki af henni. Þetta er dæmisaga frá draumaríkinu "Danmörku".

Þú ert kominn á "bás" og átt ekki endurkvæmt. Ef þú missir vinnuna, þá ferð þú á bætur hjá hinu opinbera í ákveðinn tíma, og síðan ,ef þú færð ekki sambærilega vinnu, þá ákveður bankinn að þú þurfir að fara í ódýrara húsnæði, en þú varst í áður. (engin undakoma)

En ef þú færð ekki vinnu aftur, sem er afar líklegt, þá ert þú sendur í námskeið til að þess að mennta þig meira. Menntunarnámskeiðin færa þér meiri vinnumöguleika. Ef þú færð ekki vinnu eftir að þú hefur notið meiri menntunar, og hefur einungis 90 % af upphaflegum tekjum þínum, þá ertu búinn, og verður sendur burt.

Þetta er saga um draumaríkið  Danmörku, sem er buin að vera í EU siðan frá 1973. Þetta ríki getur ekki hækkað laun þegna sinna því þá fer það á hausinn. Það er um 60-65 % þjóðarinnar sem eru upp á náð og miskunn ríkis og sveitarfélaga. Þetta fólk hefur vinnu en það framleiðir ekkert til samfélagsins.

Svona er umhverfið í flestum ríkjum ESB. Allir eiga að hjálpa öllu og allir eru jafnir. Hljómar þetta ekki kunnuglega? Annaðhvort eru þetta sannkristnuð samfélög eða samfélög sem aðhyllast hinn hreina Kommúnisma. Ég vil meina að þið seinna sé rétt.

ESB og þetta bandalag þjóða Evrópu, sem er uppsprottið frá Ítölskum kommúnistum frá miðri síðustu öld. Kommúnistar, og þeir sem lásu Platon, um fyrirmyndarsamfélagið, sáu möguleika á því að koma jöfnuði á í Evrópu, vegna aumingjaskapar síns sjálfs, til þess að þurfa ekki að gera neitt,  og  lifa í alsnægtum, á kostnað hinna, sem "kristnast" í þeirra boðskap um leið og þjóðir þeirra yrðu misnotaðar.

Dæmisagan um Danmörku, er til að vekja þig til umhugsunar.!!

Það er ekki allt gull sem glóir.!!!

Eggert Guðmundsson, 23.6.2009 kl. 01:08

14 Smámynd: Júlíus Björnsson

Segja upp Senghen. Tvíhliða samning við gamla alþjóðasamfélagið ES:EU.  Innflutningur nú frá ES mun um 80% og vegna þessa milliliða kostaðar [hráefni innflutningsins koma ekki frá ES] greiðum við um 50 milljarða í vexti: 600.000 á fjögurra manna fjölskyldu.    EF það er sami gjaldmiðil í Árhúsum í Danmörku og á Íslandi, þá mun verð á innflutningi frá ES [Ísland innlimað] vera dýrara á Íslandi sem nemur flutningskostnaði út fyrir dreifikerfi ES: sjóleiðina til Íslands. Þar að auki minni magnafsláttur og meiri skattaþörf Íslands sér í lagi vegna klafans sem undirlægju pakkið er að leiða þjóðina undir.

Samningurinn er skuldklafi og Ísland er dráttardýrið sem á stjórna.  

Það á ekki múta ES-sinnunum lengur.  

Þetta er alls ekki skásti kosturinn í stöðunni. Þetta er alls engin kostur. Ísland er nánast sjálfbært og þarf nánast ekkert að flytja inn.    Ísland á nóg að selja og 92 % alþjóðasamfélagsins liggja utan ES.  Meir að segja ES munar um allt við getum selt henni í framtíðinni.

Ábyrgðina aftur til einstaklinganna. Brjóta upp stóra keðjur og eignarhaldsfélög. Því fleiri fyrirtæki því betra, kostnaður sem verður eftir í samfélaginu kalla ég lífsgæði. Upp með réttarríkið. Íslendingar geta stjórnað sinn aldurskiptingu og mannfjölda, án tillit til ES spádóma sem gilda um ES lífsskilyrði [tækifæri] og regluverk.   

Hvað stéttir voru það sem drifu Íslendinga upp úr öllum lægðum í gamladaga?

Alls ekki verðbréfasalar og fræðingar.  Það láðist að útskýra þetta fyir IMF þegar hann var að gera plan fyrir ríkisstjórnina. 

Júlíus Björnsson, 24.6.2009 kl. 05:10

15 Smámynd: Júlíus Björnsson

Fjarlægð Íslands frá alvörusamkeppni svæði EU og aðgangi að dreifukerfinu:lestum og hraðbraurtum; kosta íslensk lávörufullvinnslu fyrirtæki starfsgrundvöllinn fyrir 50 árum og sá greindra manna úrskurður hefur ekkert breyst. Vegalengdin er staðreynd. 

Júlíus Björnsson, 26.6.2009 kl. 14:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband