Leita í fréttum mbl.is

Til ríkisstjórnarinnar á Íslandi: þetta þurfið þið að hafa í huga þegar þið bindið þjóðina í efnahagsleg handjárn

Ekki gera ráð fyrir að kreppan sé búin og að þetta "reddist" innan 5-7 ára. Ekki feta í fótspor bankanna

Heimskreppan er að mínu mati (og margra annarra) ekki einusinni hálfnuð í hrunferli sínu. Ríkisstjórnin verður að skoða Icesave málið í ljósi þessa og gera ráð fyrir hinu allra versta. Hún þarf að hætta að stunda virki sitt sem Ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi og sem fótaþurrka Evrópusambandsins þar sem ESB fær að þurrka eigin skít yfir á íslensku þjóðina. Ríkisstjórnin þarf að verða Ríkisstjórn Íslands. Ef það tekst ekki verður að setja á þjóðstjórn. Þessir okurvextir - og að örðu leyti fullkomlega landráðalegir og ábyrgðarlausir bjartsýnis samningar - sem þið ætlið að gera fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, verða aldrei annað en ófyrirgefanleg stórfelld mistök og handvömm. Hin leynda og undirliggjandi ESB-dagskrá Samfylkingarinnar sem undir yfirborðinu hefur gengumsýrt öll stjórnmál á Íslandi hin síðustu tvö til þrjú ár, er að koma Íslandi ofaní hyl sem ekki verður komist uppúr aftur. Samfylkingin: takið ykkur saman! Vinstri Grænir: þið megið ekki svíkja öll kosningaloforðin svona hrikalega lauflétt. Þetta er ekki lýðræði. Þetta eru svik

Minnislisti tekinn í leyfisleysi frá bloggi Hans Haraldssonar: 

Þegar Icesavedeilan hófst lá tvennt fyrir

  • Annað var að íslenska ríkinu ber ekki skýr lagaleg skylda til þess að leggja innistæðutryggingasjóði til viðbótarfjármagn til þess að hann geti greitt út innistæðutryggingar að fullu.
  • Hitt var að Bretum og Evrópusambandinu var mjög í mun að þessi ágalli á Evrópulöggjöfinni yrði ekki ljós í miðri fjármálakreppu voru tilbúin að beita þvingunaraðgerðum til þess að fá Ísland til þess að viðrkenna ábyrgð umfram það sem löggjöfin kveður á um með skýrum hætti.
  • Allur minnislistinn er hér: Þorpsglyðran 
  
Ferilskrá bankanna og aðgerða þeirra
 
Íslensku bankarnir keyrðu mikinn glannaakstur á fjármálamörkuðum, það vitum við núna. Þeir voru knúnir af miklu og fölsku sjálfstrausti sem kom vegna reynsluleysis í alþjóðaviðskiptum, virðingarleysi fyrir hefðum, mörkuðum og markaðsöflum. Falska sjálfstraustið kom ekki síst vegna þess að það er svo 100 sinnum auðveldara að vera kaupandi með fullar hendur ódýrs lánsfjár á einstökum uppgangstímum fjármála, en að vera seljandi á mörkuðum í miklum og langvarandi mótbyr. Bankarnir og eigendur þeirra keyptu allt sem skreið - mestmegnis bara af því að það skreið - og alveg sérstaklega af því að það skreið í útlöndum
 
Ég trúi ekki á eignasöfnin
 
Ég trúi ekki á að eignasöfn bankanna séu skotheld (depression proof) vegna þess að þeir voru reknir af viðvaningum höldnum fölsku sjálfstrausti sem tefldu svo oft á tæpasta vað. Allt bendir til að mikið af því sem bankarnir tóku sér fyrir hendur var meingallað, nema kanski þá helst eitt: þeir voru alveg ágætir í rekstrar- og þjónustuhluta starfseminnar (the operational & service aspect)
 
Heimskreppan mun sennilega halda áfram. Spurningin er bara hversu lengi og hversu djúpt förum við?
 
Þeir sem trúa ekki á mátt kreppunnar og eru farnir að halda að þetta sé að "reddast" núna ættu að skoða þessi línurit yfir feril kreppunnar. Hrunferli núverandi kreppu er borið saman við ferli stóru kreppunnar árið 1929. Öll þessi línurit eru fengin að láni úr grein hagfræðinganna Barry Eichengreen (Berkeley California) og Kevin H. O’Rourke (Trinity College Dublin) og má lesa hér í heild: The world economy is tracking or doing worse than during the Great Depression (update)  Svona uppþot markaða sem við höfum séð undanfarnar vikur voru alls fjögur talsins í keppunni miklu árið 1929. Öll voru uppþotin þó fölsk
 

World Industrial Output

Mynd 1: þróun hruns í heimsframleiðslu iðnaðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

World Stock Markets

Mynd 2: þróun hruns hlutabréfamarkaða: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

The Volume of World Trade

Mynd 3: þróun hruns í heimsviðskiptum: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Central Bank Discount Rates

Mynd 4: þróun stýrivaxta: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst. Stýrivextir eru lækkaðir hraðrar núna en 1929 svo það gæti gefið okkur von um að bati náist fyrr en 1929. En það sem mælir á móti er að fjármálamarkaðir núna eru vopnvæddir hættulegri vopnum gereyðingar en þá (afleiður/derivatives). Eins er aldursdreifing íbúa hagkerfa hins iðnvædda heims allt örðuvísis núna en þá. Eftirspurn, hvar ertu og hvaðan muntu koma? Vextir voru einnig lægri frá byrjun núna og geta því lækkað minna en 1929. Eina vonin er að sumar aðgerðir seðlabanka í markaði beri árangur (quantitative easing). En þar stendur seðlabanki Evrópusambandsins ekki vel að vígi

 

Iðnaðarframleiðsla Frakkland

Mynd 5: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Frakklands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands

Mynd 6: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Þýskalands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Bretland

Mynd 7: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Bretlands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst 

 

Iðnaðarframleiðsla Ítalíu

Mynd 8: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Ítalíu: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

 Iðnaðarframleiðsla Belgíu, Tékklands, Póllands og Svíþjóðar

Mynd 9: þróun hruns iðnaðarframleiðslu fjögurra smærri ríkja ESB, Belgía, Tékklands, Póllands og Svíþjóðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst. 

Mun verðgildi eignasafna bankanna ná sér aftur, eða ekki? 

Ef hrunferlið heldur áfram hin næstu tvö ár með bara helmingnum af því afli sem við höfum séð hingað til, þá verður að gera ráð fyrir að eignasöfn Landsbankans og annarra banka verði ekki mikils virði eftir þessi næstu tvö ár. Spurningin er þá hvort eignasöfnin munu yfir höfuð endurheimta verðgildi sitt aftur? Munu þau ná fyrri gildum? Svarið veltur á því hvar í heiminum eignirnar eru. Ef þær eru í hinum svo kölluðu iðnvæddu löndum er svarið mjög neikvætt. Ef eignasöfnin eru í Evrópusambandinu er svarið ennþá meira neikvætt - og samkæmt mínu áliti (og annarra) miklu miklu meira neikvætt.

Sannleikurinn er sá að samfélags- og efnahagslíkan kjarnalanda evrusvæðis eru svo gölluð að þau munu ekki ná sér aftur eftir þessa kreppu, nema að litlu leyti. Það mun ekki koma aftur sá vöxtur í þessum löndum sem gæti lyft eignasöfnunum upp á ný. Til þess eru hinar grunnleggjandi aðstæður í evrulöndunum orðnar varanlega of lélegar. Það er 100% öruggt að húsnæðisverð margra evrulanda mun halda áfram að falla og falla um ca. 30-50%. Atvinnuástand mun verða hræðilegt og skuldir ríkjanna munu veðra hræðilega miklar og fjármögnun þeirra afar erfið. Öldrun þegnana mun svo innsigla þessa lélegu þróun til langframa og verðhjöðnun mun verða vandamál sem ekki verður hægt að leysa. Það er alltaf eftirspurn (og verðbólga) sem lyftir verðum á mörkuðum. Kjarnalönd ervusvæðis munu ekki megna að búa til þá eftirspurn sem gæti lyft verðum aftur, nema að mjög litlu leyti. Utanaðkomandi eftirspurn (í gegnum útflutning) þarf því að vinna stærsta hluta verksins.

En frá og með þessari kreppu munu útflutningsgreinar evrusæðis verða varnalega skaddaðar og ósamkeppnishæfari við hin mörgu nýmarkaðslönd heimsins. Þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera og sjálf þýska þjóðin sem neytendur er búin að lifa því hún er orðin svo öldruð. Ofan í þetta kemur svo sjáflt Evrópusambandið sem er búið að stórskadda möguleika fyrirtækjarekstrar í ESB. Einungis tilvist ESB er í sjálfu sér stór þáttur þessarar slæmu þróunar. Að ganga í ESB er núna það sama og að ganga í dauðagildru fyrir sköpun velmegunar á Íslandi og að setja á sig handjárn stöðnunar og hrörnunar til langframa

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Gunnar ert þú ekki svolítið svartsýnn á kreppuna. Er svona smátt og smátt sjálfur farinn að leyfa mér að vona að við séum við að ná lágmarki. Er þó ekki viss ennþá. Góð grein og er ég farinn að trúa á verðhjöðnun. Sendi hérna smá tilvitnun í saxo frá því í morgun.

The key worry in the market right now is higher long-term interest rates – not because of inflation, but because of risk premiums and irresponsible fiscal policy. Mortgage rates are exploding. The 30-year US national average has gone 50 bps. higher in two weeks. This is not leading to a stabilization of the housing market.

Vandséð hvað öll þessi prentun peninga þýðir.

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 11:08

2 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Botninum er hvergi nærri náð. Við erum ekkert farinn að sjá afleiðingar samdráttarins í Japan. Fasteignabólan í Evrópu er ekli sprungin ennþá en hún er margfalt verri en í USA

Ég vona bara að guð gefi að að þessir afarsamningar verði felldir og nýir alvöru samningamenn sem eru vanir úr viðskiptalífinu verði sendir af stað aftur

Það verður örbyrgð í landinu ef þetta verður samþykkt

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 8.6.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Þetta er spurning um raunsæi en ekki svartsýni þegar talað er um samdrátt sér í lagi hjá ES:EU. Ég var svo heppin að alast upp við kreppulýsingar og lesa nokkra meistara 19 aldar á unga aldri.

Nú hef ég öfugt við marga Íslendinga aðgang að óritskoðuðum fréttum frá umheiminum á netinu.  Þar að auki af sambærilegri greind að flestir ráðamenn stofnanna ES,USA, RÚSSLANDS, ...

Í lok 2011 segir AGS fyrir nokkrum dögum ljúki samdrætti ES. Annar stærsti banki Spánar býst við 5 minnst ára samdrætti. Neytendamarkaður ES verður neyslugrennri sjálfkarfa vegna bakgrunnsmenningar vaxandi íbúahluta ES. 

Til að vera jákvæðari hvað varðar stöðu ES þá þurfa að komu fram teikn hvernig henni tekst að rétt úr kútnum án þess að fara í stríð til að skapa störf og tækifæri næstu kynslóðar.l 

Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 12:30

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Útflutningur er ca. 1.200 milljónir á dag, en vextir af IceSlave samningnum eru 113 milljónir, sem sagt ca. 10% af útflutningi okkar.

Varðandi eignarsafnið hjá LÍ-UK, þá hef ég það fyrir satt að LÍ hafi verið svo rosalega duglegur í útlánunum, að þeir sem Kaupþing-SF vísuðu frá vegna slakra trygginga eftir 5 mínútna skoðun, hafi LÍ tekið opnum örmum. Í ljósi þessa óttast ég að eignarsafnið sé stórlega laskað. Og út frá línuritum þínum Gunnar, erum við ekki að fara að upplifa mikinn bata í bráð. Smásala og verslun mun því líða mjög. Verslanir Baugs munu finna a.m.k. jafn mikið fyrir því og aðrar verslanir. LÍ mun því ekki sjá eignasafnið skríða upp á við á næstu 10 árum.

ALLIR SEM GETA ÆTTU ÞVÍ AÐ MÆTA Á AUSTURVÖLL KL.14:50 TIL AÐ MÓTMÆLA ÞESSUM GJÖRNINGI. EKKI LÁTA ÞETTA GANGA YFIR OKKUR ÁN MÓTSPYRNU !

Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 12:42

5 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Haraldur

Eignasöfn undanfarið hafa verið að hækka mikið bæði skuldabréf og hlutabréf. Reyndar sprengihækkun. Þá bendir margt til þess að húsnæðisverð sé hætt að lækka og hækkaði það reyndar í bretlandi seinasta mánuðinn og er það fyrsta hækkun i 12 mánuði ef ég man rétt. Þá les maður út úr seðlabankastjórum að við séum við að ná botninum. Að botninum sé náð er allt annað en að einhver hagvöxtur geti myndast. M.ö.o. þá vil ég meina að botninum sé náð en timabil framundan einkennist af stöðnun. Þótt það verði stönun þá geta eignir í bréfum kannski sérstaklega hækkað en mikið af lækkun sem varð er einfaldlega tæknileg þ.e. menn neyddust til að henda eignum á markað vegna lausafjárskorts og þar með hríðfellur verðið. Til gamans má geta þess að real lána kerfið hérna í danmörku er talið það öruggasta í heiminum. Loka þurfti þessu kerfi um tima vegna þess að stór þýskur banki henti öllum sínum bréfum á markað vegna lækkunar á eiginfjárhlutfalli (þetta er nú reyndar ekki lausafjárskortur).

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 13:00

6 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Gunnar þú ættir að flytja aftur heim á klakann til að öðlast snefil af trúverðugleika. Hættu velta þér einsog svín uppúr úr danska ESB hveitinu.

Gísli Ingvarsson, 8.6.2009 kl. 13:07

7 identicon

Ég spá þvi að eignasafn Landsbankans nái upp í ca 35% af skuldum tengt Icesave svikamyllunni.  Tuskubúðir Jóns Ásgeirs í London eru ekki góður pappír, þó svo Iceland verzlunarkeðjan sé í lagi, þannig að vissulega má eflaust finna eina & eina eign sem er í lagi, en eflaust er þetta meira & minna "glórulaus lán...." - það vita bresk stjórnvöld og vilja eðlilega ekki taka við þessu drasli..!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 8.6.2009 kl. 13:08

8 Smámynd: Haraldur Baldursson

Kæri Hörður, það er alls ekki svo að ég vilji láta rigna á skrúðgönguna, en miðað við fyrri reynsu og þann mælanlega árangur sem Gunnar birtir hér, hvað er það sem fær þig til að trúa að botninum sé náð ? Fyrri reynsla sýnir nefnilega sveiflur upp á við þó allt sé á leiðinni niður. Er þessi hækkun skuldabréfa, ekki einmitt dæmi um slíkar sveiflur ?

Haraldur Baldursson, 8.6.2009 kl. 13:11

9 Smámynd: Júlíus Björnsson

Kreppu fylgir neysluhjöðnun þá færa menn fé sitt í Mortgage það er fasteignaverð tryggja það á meðan. það getur valdið hækkun á fasteignmarkaði. Þannig að ný lán með föstum vöxtum bera hærri vexti. Kreppan er greinlega líka í USA.

Neysluverðbólga: inflation, íbúðaverðbólga: mortage rate, launabólga:wage inflation . Íslendingar eru svo einhæfir að neysluverðbólgan er sú eina sem miðað er við.

Júlíus Björnsson, 8.6.2009 kl. 13:32

10 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Haraldur,

Ef ég vissi framtíðina myndi ég ekki sitja hér. Það sem þú vitnar hér til er það sem þýtt hefur verið á Íslensku "Dauðir kettir skoppa" og er þá með einhverju líkingarmáli veið að vitna til þess að dauðir kettir geti hoppað. Ég hugsa þetta eins og að dauðum ketti sé hent frá 10 hæð á húsi. Auðvitað get ég ekki vitað um það hvort þetta sé dauður köttur en ég hef trú á því að það sé búið að koma í veg fyrir hrun kerfisins (tæknilegt vandamál) þó hagvöxtur verði lítill sem enginn á næstunni. Hrunið (tæknilegt) er hættulegast vegna þess að svona hrun dregur alla með. Skýrast er dæmið um real kredit sem ég talaði um að ofan. Þá geta tímabundin vandræði sem skifta tímum eða dögum valdi falli fyrirtækja.

Menn verða að skifta þessari kreppu í tvennt. Fyrst þessa tæknilegu (hrun) og svo þessa sem stafar af samdrætti (eðlileg lækkun).

Ef þú fylgist með hluta-og skuldabréfamarkaði þá er ekkert sem réttlætir þá gríðarlegu lækkun sem átt hefur sér stað. Lækkunin stafaði fyrst og fremst af hræðslu og skammtímavöntun á peningum og vegna þess að kerfið var frosið og enginn vildi lána neinum neitt. Þetta er þessi tæknileg kreppa. Hlutabréfin hafa mörg hver verið að hækka 100 % og það bendir til þess að fjárfestar séu sammála mér þ.e. kreppan búinn en stöðnun eða létt niðursveifla ekki. Þá get ég nefnt hér að ég hefði getað greitt lánið mitt í húsinu mínu á 86% af höfuðstól en nú stendur það í 92%. Reyknaðu þetta m.v. 2 mill dkr og sjáðu hvað það gefur. En þetta styður líka að hrunið sé búið.

Ég er ekki að segja að hlutabréfin hefðu ekki átt að lækka frá fyrri hæðum bara það að lækkunin var orðin fáráðnlega mikil og eigi þessvegna inni hækkun. Á tímapunkti nær þetta svo jafnvæi, sem verðið skoppar um á meðan fjárfestar eru að finna út hvort nýtt hagvaxtarskeið sé að hefjast. 

Það eina sem ég er að segja er að markaðurinn getur lagast þrátt fyrir að það sé kreppa og  atvinnuleysi og önnur óáran og því lánasöfnin kannski ekki ónýt.

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 14:08

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur fyrir innleggin.

Athugið að sjálf kreppan er lækningin. Hún fleytir lofinu úr bólunni (deleveraging) og það er mjög sárt á meðan á því stendur. Það er þetta loft sem m.a. Landsbankinn á svo mikið af. Þetta loft mun ekki koma aftur í blöðruna því sjálf blaðran er að hverfa og mun ekki koma aftur. Eignasöfn flestra banka hafa verið stórlega ofmetin. Annars værum við og þeir ekki í þessum stórkostlegu vandræðum. Ég myndi taka 70-80% haircut á eignum Landsbankans

Það er náttúrlega hægt að prófa að fara með eignasöfnin til ECB og gá hvað mikið hann vil lána út á þau. Það ætti allavega að gefa hugmynd um stöðuna í dag. Að ætla sér að gambla með 100% af landsframleiðslu Ísland í skuldabyrði er ekkert smá mál. Menn veða að taka þetta alvarlega. Að mínu mati er þetta á mörkum geðbilunar.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.6.2009 kl. 20:05

12 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Sammála Gunnar en markaðir geta líka tekið undershot eins og overshot. Man tímabilið þegar Glitnir var að falla. Þvílík panik. Ef marka má hvað bankamenn sögðu á þessum tíma voru allir markaðir lokaðir að undanskildum hlutabréfamarkaði enda var eini möguleikinn til fjáröflunar að selja hlutabréf. Mín meining er að þau tóku mikið undershot og þess vegna eru þau að hækka svona mikið núna. Mörg hver hafa hækkað á milli 100 og 200 prósent. Hvort þetta sé loft í Lansbankanum veit ég hreinlega ekki. Fær maður almennt eitthvað að vita þarna á los klakos eins og Sverrir segir það.

Hörður Valdimarsson, 8.6.2009 kl. 22:07

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Er þetta ekki, örlítið svartsýnt - þá meina ég, að það gangi lengra, en efni standa til?

Í Bandaríkjunum, er ekki lengur reiknað með hagvexti, á næsta ári,,,en, ennþá, reikna þeir með honum, ekki seinna en snemma árið eftir.

Evrópa er í meiri vanda, sbr. tvöfaldur samdráttur á þessu ári miðað við USA. Það má hiklaust, reikna með a.m.k. einu ári í viðbót, við evrópsku kreppuna...sbr. við kreppuna í USA.

En, stórir útflutnings-markaðir, eru til staðar,,,sem á einhverjum tímapunkti, munu byrja að hífa hlutina upp. Ég er ekki sammála því, að Þýski iðnaðurinn, sé búinn að vera. Hann er mjög skilvirkur. Einnig, er tæknin sem þeir bjóða góð,,,svo um leið og útflutningsmarkaðir opnast á ný, byrja hjól Evrópu að snúast á ný.

Evrópa, gæti þó orðið með síðustu svæðunum, að auðsýna verulegan bata.

Við gætum verið að tala um, t.d. 5 ár. Er ég þar, sammála mati þessa spænska banka. 7 ár,,,það gæti reddast.

Einar

Einar Björn Bjarnason, 8.6.2009 kl. 23:05

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur aftur

Athugið, - eins og ER virðist þessi kreppa vera á leiðinni til að verða VERRI fyrir heiminn en kreppan 1929. (sjá fyrirsögn Eichengreen og O’Rourke).

En það er ekki þar með sagt að hún verði það. En akkúrat núna bendir allt til þess að svo verði. Þagnað til atburðir og tölur gefa annað til kynna verða menn að taka mið af því sem er að gerast núna og af því sem menn vita ekki. Það er engin ástæða til bjartsýni. Engin, zero.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2009 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband