Föstudagur, 29. maí 2009
Hinir vísu menn Danmerkur: enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku
Skýrsla hinna "vísu manna" efnahagsmála í Danmörku kom út í gær
Hið virta og óháða ráð efnahagsmála í Danmörku (De Økonomiske Råd) kom út með skýrslu sína í gær. Margir hafa beðið eftir þessari skýrslu með óþreyju því spursmálið um hugsanlega evruupptöku í Danmörku var tekið gaumgæfilega fyrir að þessu sinni. Allir hér vita að það er mikið mark tekið á því sem ráðið segir, því það er ekki háð samtökum eða stjórnmálum. Formennska í ráðinu samanstendur af hinum svokölluðu fjórum "vísu mönnum" efnahagsmála Danmerkur (de fire økonomiske vismænd). Í þessari skýrslu var sem sagt sérstaklega tekið fyrir efnið "evra eða króna" (euro eller krone). Spurningin um hvort Danmörk ætti að taka upp evru eða ekki
Niðurstaða ráðsins er sú að það sé enginn sérstakur efnahagslegur ávinningur, sem tekur sig að nefna, við það að taka upp evru í Danmörku. Ráðið telur upp ýmsa smábita af efnahagslegum kostum sem sameiginleg mynt gæti fært landinu. Þessir brauðmolar eru þó ekki nægilega stórir til að sannfæra ráðið um afgerandi kosti þess að gefa eigin mynt upp á bátinn og taka upp mynt Evrópusambandsins, evru
Ráðið bendir á að það hafi skapast ákveðnir kostir fyrir verslun og viðskipti við það að hafa "fast gengi" á milli Danmerkur og evrusvæðis. En viðskiptalegir kostir þess, metnir í peningum, eru þó ekki stærri en sem nemur 0,5% af þjóðarframleiðslu Danmerkur, segir ráðið. Hvað varðar fastgengisstefnuna er þó kannski meira athyglisvert og einnig mikilvægt að nefna að Danmörk hefur alls ekki hefð fyrir því að hafa mynt sína frjálst fljótandi. Danska krónan hefur nefnilega á flestum tímum verið negld föst við eitthvað, segir ráðið.
350 blaðsíður
Ég hef blaðað lauslega yfir skýrsluna, hún er yfir 350 síður. Ég vil segja þetta um það sem mér finnst merkilegast og áberandi nýtt í skýrslunni - og sem ég hef ekki séð þar áður. Það má nefnilega, að mínu mati, lesa út úr skýrslunni talsverðann og raunverulegan ótta, eða áhyggjur, um að öldrun þegna evrusvæðis muni geta skapað vandamál um háls ríkissjóða evrusvæðis í formi mikillar ríkisskuldabyrði, þegar litið er lengra framávið. Þessi byrði gæti grafið undan peningastefnu evrusvæðis og þvingað myntsvæðið út í ógöngur. Þetta nefnir ráðið sérstaklega. Einnig gætu aðstæður hugsanlega þvingað Danmörku til að leita sér nýrra markaða á öðrum heimssvæðum en á sjálfu evrusvæðinu í framtíðinni. Og þá er ekki gott að hafa kastað krónunni fyrir borð því ráðið segir að það sé sáttmálalega bannað að segja sig úr myntbandalaginu, svo ekki sé talað um hina praktísku hlið málsins.
Lokaniðurstaða ráðsins
Lokaniðurstaða ráðsins er þessi: ákvörðunin um hvort taka eigi upp myntina evru í Danmörku er pólitísk spurning. Þetta er ekki efnahagsleg spurning
Viðbrögðin: brauðmolarnir eða gleðin
Viðbrögðin við skýrslunni hér í Danmörku eru bæði edrú og sprenghlægileg á sama tíma. Það er alveg greinilegt að þetta er fyrst og fremst pólitískt efni eins og ráðið svo kristal tært segir að það sé. Danmarks Radio (ríkisútvarpið) hefur greinilega lesið skýrsluna og kom með fréttina matreidda svona: Vismænd: Ingen gevinst ved at skifte til euro (enginn ávinningur við evru). En svo eru það stjórnmálamennirnir, sumir fjölmiðlar og ýmis hagsmunasamtök. Þeir aðilar baða sig ýmist uppúr brauðmolunum og gleyma þessu um pólitíkina, eða þá að þeir eru sigri hrósandi og segja, "hvað sagði ég!"
Sjálfur segi ég: hvað sagði ég!
Það verður einmitt fróðlegt að sjá hvernig seðlabanki Evrópusambandsins ætlar að reyna tryggja hinn fræga "stöðugleika" í mörgum löndum evrusvæðis á næstu árum. Það kallast nefnilega ekki stöðugleiki þegar verðbólgan er neikvæð, þ.e. þegar það ríkir verðhjöðnun eins og gerir í sumum ríkjum evrusvæðis núna. Eða þegar skuldir evruríkja eru að blómstra út eins og nýjar frostrósir. Mínus 2% verðbólga er 100 sinnum verra en +6% verðbólga. Verðbólgumarkmið ECB er 2% jákvæð verðbólga á ári. Því takmarki verður erfitt að viðhalda á elliheimilinu Evrusvæði á næstunni. Ef Þýskaland mun springa í loft upp á næstu árum, eins og ég spái, þá verður ekki gaman að heita evra, eða gera mikið og stórt út á þann markað. Þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera, þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þjóðin sjálf er búin að lifa, því hún er orðin svo öldruð. Þetta mun ekki enda vel, því þetta þýðir nefnilega að þýska hagkerfið er búið að vera. Vélin í evrunni er því miður að verða handónýt og því sem næst úrbrædd.
Lausar fregnir úr evru-bið-löndum
Það berast þær fréttir að Lettland sé á leiðinni til þess að fara að gefa út miða. Það er nefnilega komin mikil peningaleg þurrð í myntráði Lettlands og það þarf að borga opinberum starfsmönnum laun og greiða út bætur. Myntráð getur ekki prentað peninga. Þessu glopruðu frammámenn í Lettlandi út úr sér í fyrradag, - að þeir myndu bara prenta "miða" ef alger peningaleg þurrð kemur í ríkissjóð Lettlands, skyldi IMF ekki veita lánin til Lettlands á réttum tíma. Í stað peninga getur myntráðið prentað svona "I owe you" miða eins og gert var undir myntráði Argentínu, þar til vitið kom aftur í kollinn á IMF, ríkisstjórn Argentínu og gengið var fellt. Danske Bank gaf út sterka opinbera aðvörun í gær um að massíf gengisfelling gæti verið í vændum fyrir botni Eystrasalts. Sænski seðlabankinn hefur verið að undirbúa sig gaumgæfilega og Finnar eru á nálum. Danske Bank segir að sænski seðlabankinn og króna hans muni þola gengisfellinguna með ágætum þegar hún kemur. En fyrir þá sem vita það ekki þá er næstum allt bankaerfi Lettlands og Eystrasaltsríkjanna í eigu sænskra banka. Reyndar er stærsti hluti bankakerfis Austur Evrópu einnig í eigu Vestur Evrópskra banka og sem flestir eiga heima - hmm já hvar? - á evrusvæðinu!
RIGBOR viðmiðunarvextir á millibankamarkaði innanlands í Lettlandi voru 13,7% þann 14. maí. Þetta eru lánskjörin á millibankamarkaði í hagkerfi sem sökk um heil 18% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Já, myntráðið er búið að taka ráðin af hagkerfi Lettlands. Það er beðið mjög hart og fast eftir evrunni. Skyldi nokkur verða eftir í landinu þegar hún kemur, eða kemur ekki?
Skýrslan
frá "De økonomiske råds formandskab" sem ber nafnið "Dansk Økonomi, forår 2009" er viðhengd hér neðst við þessa færslu á PDF sniði ásamt glærum sem stytta þetta stóra, langa og leiðinlega mál töluvert. Slóð á heimasíðu: De Økonomiske Råd
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 4.6.2009 kl. 15:02 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 3
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 194
- Frá upphafi: 1389808
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 116
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Frá AMX.IS :
http://www.amx.is/efnahagsmal/7434http://www.amx.is/efnahagsmal/7434
Verðbólga á evrusvæðinu engin – 0 prósent – og seðlaprentun á fullu
Verðbólga á evrusvæðinu nú í maímánuði er engin – 0 prósent – í fyrsta sinn frá því að mælingar hófust á svæðinu árið 1996. Neyendur geta tímabundið glaðst vegna þessa en seðlabankar láta peningaprentvélarnar ganga til þess að skapa verðbólgu á nýjan leik.
„Segja má að slíkar verðbólgutölur séu ákveðinn áfangi seðlabankanna en um leið grátbrosleg staða. Þeir hafa undanfarin 30 ár barist hatrammlega við að ná verðbólgunni niður og nú er svo að sjá að sigur hafi unnist en að sá sigur kann að reynast dýrkeyptur,“ segir Jacob Graven, aðalhagfræðingur danska bankans Sydbank í viðtali við Börsen. Vandamálið er nefnilega, að sögn Graven, að verðhjöðnun verði með öllum þeim vandamálum sem slíku ástandi fylgir.
„Ef verðfall verður til lengri tíma draga bæði neytendur og fjárfestar úr neyslu og fjárfestingum í von um enn frekara verðfall. Það kæfir því efnahaginn,“ segir Jacob Graven.
Til þess að koma í veg fyrir verðhjöðnun prenta seðlbankarnir nýja peningaseðla af fullum krafti til þess að fjármagna halla ríkjanna.
„Það er örugg uppskrift að verðbólgu. Hættan þessu samfara er hins vegar að verðhækkanir verði stjórnlausar og afleiðingin ofsaverðbólga,“ segir Jacob Graven.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.5.2009 kl. 13:59
Umræðan á þingi í dag var sorgleg....umræðukúnst um ekkert. Langsamlega leiðinlegust er tóma tunnan Björgvin G. maðurinn sem hrökk í kút þegar kom í ljós að það fylgi ráðherraembættinu verkefni. Algerlega tilefnislaus tilvera hans á þingi hlýtur að fara að daga upp frir fólki.
Haraldur Baldursson, 29.5.2009 kl. 17:55
Þakka ykkur innlitið
================================
Euro area annual inflation is expected to be 0.0% in May 2009 according to a flash estimate issued by Eurostat,
the Statistical Office of the European Communities. It was 0.6% in April3.
================================
Þetta er einungis þróunin á milli tveggja tveggja mánaða!
Þeir sem vilja kaupa til dæmis hús NÚNA og sem er að falla í verði og MUN falla í verði næstu 6 árin um 40-50%, rétti upp hönd!
Þeir sem vilja kaupa íbúð NÚNA og sem mun falla í verði á næstu 6 árum og sem mun EKKI hækka aftur í verði næstu 60 árin, rétti upp hönd
Þeir sem vilja kaupa hlutabréf NÚNA sem verða ódýrari á morgun og næstu mánuði, rétti upp hönd
Þeir sem eru að bíða með eyðslu þar til útsölur hefjast, rétti upp hönd. Þeir þekkja málið
Það er svona sem verðhjöðnun virkar (deflation). Hún lamar samfélagið, stoppar allar fjárfestingar, eins og mun og er að gerast hér í ESB núna. Þetta er martröð fjármagnseigenda og fjárfesta því þarna verður allt að engu. Raunvextir þjóta upp á meðan raunlaun fólks hrynja og greiðslubyrði fjárskuldbindinga verður bara þyngri og þyngri.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.5.2009 kl. 20:23
Danir eru náttúrulega nokkurnveginn þegar með Evru og njóta meginkosta sameiginlegs gjaldmiðils gegnum tenginguna. Færeyingar eru líka með Evru þannig séð.
Ráðið telur að samt sé klár ávinningur af því að taka skrefið til fulls og einfaldlega hafa bara evru en ekki nota krókaleiðir.
þarf nú ekki þurft að skrifa langloku um svona einfalt mál.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 30.5.2009 kl. 00:07
Takk fyrir skýrsluna, Gunnar.
Að vísu mennirnir, þessi virðulega danska stofnun, skuli enn vera við góða heilsu frá því á áttunda áratugnum er ég var búsettur í Köben sýnir best hvað mikið vit leynist í þeim klúbbi. Hann hefur ekki verið settur af vegna óþægilegra athugasemda (sannleika) um efnahagslífið á hverjum tíma eins og Þjóðhagsstofnunin sáluga hérlendis.
Já, varðandi Þýskaland. Þetta er óheillavænleg þróun hjá þeim, þessum fyrrum fræknu skipuleggjendum, með hinn öfuga aldurspýramída þjóðarinnar. Þeir virðast á góðri leið með að útrýma sjálfum sér sökum leti-ófrjósemi og innfluttur mannskapur að taka við; a.m.k. á götum úti.
En hingað heim: Er ekki kominn tími á það að fjarlægja innlausnarþakið á erlendan séreignasparnað svo að Íslendingar geti flutt sparnað sinn frá Evrópu/Þýskalandi fyrr en seinna hingað heim. Sölugengið fyrir evru er jú gott núna hérlendis, gæti samt "batnað". Auk þess kæmi sá gjaldeyrir sér vel fyrir landið.
Ég segi: Séreignarsparnaðar-gjaldeyrinn heim!
Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2009 kl. 01:18
Það væri mikill léttir fyrir De Økonomikse Råd að hafa svona mann eins og þig Ómrar Bjarki. Þá væri hægt að láta sér nægja að birta skýrslu með bara einni setningu: "hellum okkur út í þetta".
Þetta gæti þá orðið svona eins og ný bankaútrás Íslendinga. "Ekkert mál að hella sér út í Evrópu með fulla vasa fjár af peningum úr bönkum sem við eigum og rænum sjálfir". Við kaupum bara allt sem skríður bara af því að það skríður og er í ESB. Svo þegar við þurfum að fara sýna smá árangur af ráðsnilli okkar án þess að það sé gratís lánsfé í rassvösum okkar frá mömmu okkar, þá förum auðvitað allir á hausinn og látum mömmu borga. Þetta er það stig sem ESB umræða Samfylkingarinnar er á í dag. Hellum okkur út í þetta. Fremjum núna algert efnahagsleg sjálfsmorð á allri þjóðinni og landinu öllu, við erum nefilega svo klárir
En ef þú skyldir velta því fyrir þér Ómar Bjarki, af hverju ráðið hefur komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekkert efnahagslegt að græða nema brauðmola á því að taka upp evru þó svo að Danir neyðist að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar, þá er það þannig að atvinnuleysi í Danmörku, þökk sé bindginu dönsku krónunnar við Þýskaland, hefur aðeins farið niður fyrir 6% á 4 árum að síðastliðnum 30 árum. Þetta er allaur árangurinni. Massíft atvinnuleysi í næstum 30 ár og eyðilagður vinnumarkaður. Fyrir vikið er Danmörk með einn lélegasta hagvöxt í OECD síðastliðna áratugi og er alltaf að hrapa neðar á skala OECD yfir ríkustu þjóðir heimsins. Það er því bara að hella sér út í þetta sem ekki er hægt að losna út úr aftur. Hið efnahagslega öryrkjabandalag Evrópu, ESB. Hella sér úr öskunni í eldinn
Glæsilegur árangur fastgengisstefnu Danmerkur. Massíft atvinnuleysi í 30 ár. Í heil tvö ár af 32 árum fór atvinnuleysi undir 5%. Frábært! Tvö góð ár af 32
Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2009 kl. 01:27
Þakka þér Kristinn Snævar
Já ég get víst ekki verið þér meira sammála. Þýskaland er því miður búið að vera og ég skil varla að þjóðin muni halda áfram að finna sig í þessu. Þetta mun ekki enda vel.
Ég sé að þú manst vel eftir tímunum í Danmörku. Danir eru fyrir löngu búnir að gelyma að þeir hafa gengi. Svo mikil hafa hin lamandi áhrif verið frá því að hafa símsvara í stað virks seðlabanka í Danmörku. Þjóðin þekkir ekki svona hlut eins og "peningastefnu" lengur.
Ég skrifaði grein um þetta vesæla tímabil, ástamt öðru, í greininni: Seðlabankinn og þjóðfélagið
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2009 kl. 01:38
Einnig ætti ég að benda á skýrslu hugveitunnar NyAgenda um peningastefnu Danmerkur:
Dönsk peningamálastefna hin síðustu 10 ár í ljósi efnahagsmála Evrópusambandsins og EMU
Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2009 kl. 01:41
Já, eitt enn sem ég vildi nefnt hafa í þessari andrá um danska andvarann og þagnandi loftpressurnar á vordögunum þar þá í den; ég mundi eftir því þegar ég sé línuritið hér næst að ofan:
Daglega í fréttum dönsku miðlanna (1976) var stigvaxandi umræða um vaxandi atvinnuleysið og það hörmungarástand sem þá var að skapast fyrir t.d. unga fólkið sem var að ljúka námi og hafði aldrei prófað að vinna; að það fór unnvörpum beint á atvinnuleysisbætur - og sólarstrendur.
Það var orðinn útjaskaður brandari að það vesalings fólk brygði sér sem snöggvast heim til að halda atvinnuleysisskráningunni við og sækja dagpeninga.
Þá var atvinnuleysisþróunin rétt að byrja, eins og kemur skýrt fram á línuritinu.
Danir samþykktu inngöngu í ESB (Fællesmarkedet = Sam(fylkingar)markaðinn um haustið 1972. Aðalforsprakki Socialdemokratiet (sbr. Samfylkingarblandan hér) sem þar fór fyrir, Jens Otto Kragh, sagði svo upp formennskunni strax morguninn eftir með dramatískum hætti svo að þjóðin stóð rasandi á öndinni fram að næstu bjórpásu!
Skyldi hann hafa verið svona fljótur að iðrast, blessaður? Eða vildi hann ekki bera ábyrgð á hlutdeild sinni í málinu er út í slaginn var komið?
Síðan kom það í hlut kraftakarlsins úr járniðnaðarsambandinu, Anker Jörgensen, að taka við beislinu á dráttarklárunum og keyrinu inn um hið gullna hlið hinnar evrópsku dýrðar.
(Danir skammstöfuðu evrópska samyrkjumarkaðinn skemmtilega: EF!)
Kristinn Snævar Jónsson, 30.5.2009 kl. 02:04
En já, eins og skýrslan frá De(t) Økonomiske Råd segir þá hafa "viðskipti" aukist á fastgengistímanum. En þessi aukning í "viðskiptum" hefur ekki skilað þjóðarframleiðslunni nema 0,5% aukningu. En þessi svo kölluðu "viðskipti" eru allt annað heldur en sjálfur útflutningurinn frá Danmörku. Viðskipti eru ekki það sama og raunverulegur útflutningur. Hann hefur nefnilega EKKERT breyst nema að því leytinu að hann fer hlutfallslega minna og minna til Þýskalands og hlutfallslega minna til landa Evrusvæðis, þrátt fyrir gengislæsinguna.
Þó svo að lager fyrir sum aðflutt aðföng hjá t.d. Danfoss sé kanski staðsettur hinum megin við landamærin, þá hefur það engin áhrif á eitt né neitt hvað varðar þjóðarhag Danmerkur, nema kanski frekar til hins verra hvað varðar atvinnu. En þetta eru sem sagt kölluð "viðskipti". Í tölunum yfir verslun og viðskipti þá mun þetta sýna aukningu á "viðskiptum".
Sem sagt: fastgengið við elliheimilið hefur ekki gefið neitt annað en ennþá sterkari læsingu við ennþá lélegri markaði, því þar er einmitt enginn vöxtur. En Danmörk er í ESB og getur ekki sjálft gert gagnkvæma viðskiptasamninga við lönd uppá eigin spýtur. Danmörk er læst inni í ESB. Reynið að ímynda ykkur hvað hefði getað gerst á þessu tímabili er Danmörk hefði getað ráðið sínum málum sjálft og gengi sínu og vöxtum sjálft. Þá væri myndin kanski allt önnur hvað varðar útflutning til landa utan ESB. En Danmörk er læst fast við elliheimilið Evrusvæði Gmbh.
Gunnar Rögnvaldsson, 30.5.2009 kl. 09:18
Kristinn Snævar : Er minni mitt að bregðast mér eða var það ekki í sparnaðarskyni sem Þjóðhagsstofnun var lögð niður ? Þarna var verið að vinna nákvæmlega sömu vinnu og er unnin í Seðlabankanum. Því að hafa tvær stofnanir að gera það sem ein vinnur jafn vel. Til Seðlabanka geta ríkisstjórnir og Alþingi leitað eftir því sem þurfa þykir. Þangað getum við almenningur leitað eftir með það sem unnið hefur verið.
Auðvitað var það að leggja þessa stofnun niður sett í einkennilegt samhengi af hatursmönnum þáverandi forsætisráðherra, en er eitthvað nýtt undir sólinni með það ?
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 31.5.2009 kl. 13:16
Er ekki ákvæði í aðildarsamningnum að evrópsku efnahagsvæði frá 1994 um vinnuskyldu Seðlabanka Íslands hvað varðar upplýsingaskyldu gagnvart Seðlabanka Evrópu?
Var því ekki rökrétt að leggja Þjóðhagsstofnun niður? Óþarfi að vera persónugera þann gjörning?
Hafa Íslenskir stjórnmálmenn ekki um 80% af vinnutíma sínum frá 1994 unnið að að framkvæma ES:EU? En talið landanum trú um að góðu hugmyndar væru þeirra smíð?
Júlíus Björnsson, 2.6.2009 kl. 23:28
góðar hugmyndir
Júlíus Björnsson, 3.6.2009 kl. 02:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.