Leita í fréttum mbl.is

Ísland fær að prófa atvinnuleysi evrulanda í einn mánuð á 30 árum

Hvernig finnst ykkur þetta?

 

atvinnuleysi_1980-2010 

Til hamingju Ísland

Kæru Íslendingar. Nú fáið þið loksins tækiæri á að prófa hvernig það er að vera evruland í ca einn til þrjá mánuði á svona ca síðustu 30 árum. Myndin hér að ofan sýnir okkur atvinnuleysi á Íslandi og í evrulöndum frá 1980 til 2010. Þetta er svona samkvæmt tölum og gögnum frá Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum (IMF). Nú vitið þið bráðum hvernig þetta er. Það góða við stöðuna er þó það, að þið eruð sem betur fer ekki með sjálfa evruna. Þetta ástand mun því læknast aftur eftir nokkra mánuði. Ísland er nefnilega með sinn eigin gjaldmiðil sem hefur megnað að gera Íslendinga að einni ríkustu þjóð í Evrópu á mjög skömmum tíma. Þátt fyrir stór mistök við hagstjórn landsins

Þau lönd sem hafa ekki svona tryllitæki sjálf, eru háð náð og miskunn hinna peningalegu máttarvalda í Mið & Suður Evrópu. Þessi yfirvöld hafa alltaf reynt að koma á því sem Mið Evrópumenn kalla "stöðugleika". En þetta orð, stöðugleiki, er notað yfir þennan samfellda múr af massífu atvinnuleysi sem sést þarna á myndinni. Engin ríki þola svona atvinnuleysi og sóun. Þau verða alltaf fátækari og fátækari. Ofan í þessar tölur frá IMF kemur svo allt hið falda og leynda atvinnuleysi sem inniheldur allt það fólk sem hýst er í hinum mörgu og stóru kassageymslum ríkja ríkjanna. Þetta fólk verður litið sem ekkert vart við kreppuna núna. Hún er nefnilega alltaf hjá þeim. It just plain works!

Evran virkar

Nýja kreppan, sem hægt og rólega er að bíta sig fasta á evrusvæði núna, mun hafa þau áhrif að íbúar evrusvæðis munu fá sinn týnda japanska áratug (og sennilega tvo) af ALGERRI stöðnun. Nýjustu tölur um ekki-hagvöxt segja okkur nefnilega að meðalhagvöxtur á evrusvæðinu hafi verið um 0,6% á ári frá árinu 2000. Sem sagt 9 ár af engu. It just plain works! 

Meira hér að neðan um stöðugleika (litinn sem engan hagvöxt) og mikið massíft atvinnuleysi

Ein til tvær fyrri bloggfærslur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Jónsson

Eða Danmörku? Og ég myndi segja að við höfum náð þessum lífsgæðum þrátt fyrir krónuna.

Kjartan Jónsson, 19.5.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sælir og þakka ykkur fyrir innlitið

Kæri Jón Frímann: Þetta er alls ekki útreikningur. Þetta eru tölur. Það er ekkert sem er reiknað út hér. Tölurnar einungis settar fram á myndrænan máta í myndriti. Því miður þá færðu litið annað en meðaltals efnahagsstefnu (muna: stability pact) og algera meðaltalsmynt þegar þú ert með evru. Það er ekki boðið uppá neitt annað.

Varðandi Holland þá hefur atvinnuleysi þar verið miklu meira en á Íslandi frá 1982 til 1992 (10 ár) og alltaf hærra allann tímann eftir það, nema eftir að bankakerfið hundi á Íslandi. Atvinnuþáttaka er miklu lægri á Hollandi (færri á vinnumarkaði, vinuaflið er minna) en á Íslandi og vinnutími á hvern starfsmann er einungis 1400 tímar á ári í Hollandi  en 1800 á Íslandi. Vinnutímar á hvern íbúa í Hollandi eru einungis 1000 tímar á ári (19 tímar á viku) en 50% fleiri á hvern lifandi Íslending, eða 1500 stundir á ári. Vöxtur í framleiðni er einnig mjög slappur í Hollandi eða sá 6. lélegasti í OECD frá 1996-2006.

Kjartan: Atvinnuleysi í Danmörku (sjá mynd hér: Stýrivextir, verðbólga og atvinnuleysi í Danmörku 1977-2008 á þessari síðu: Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!). Sagan er nefnilega sú að atvinnuleysi í Danmörku hefur einungis farið undir 6% í 4 ár frá því árið 1976. Þetta eru 4 ár af 33 árum. Skýringin er ekki sú að atvinnuleysi hafi minnkað aukins sökum hagvaxtar. Það hefur það alls ekki gert því Danmörk hefur haft fimmta lélegasta hagvöxt í 33 OECD ríkjum frá 1996-2006. Atvinnuleysið hefur minnkað vegna þess að vinnuaflið hefur minnkað. Það gerði það í ERM ferli Danmerkur. En það ferli eyðilagið efnahag Dana fyrir lífstíð (sjá: Seðlabankinn og þjóðfélagið ). Þess utan þá er mikið falið atvinnuleysi í Danmörku

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.5.2009 kl. 12:40

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það jafnast ekkert á við góða grafik. Hér höfum við ástandið í einni sjónhendingu.

Gerist ekki betra.

Ragnhildur Kolka, 19.5.2009 kl. 12:52

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Mælikvarðinn vinnustundur á íbúa landa hlýtur að vera sá marktækasti, svo fremi sem allstaðar sé haldið utanum hann, sem reikna má með í vesturheimi í það minnsta. Sláandi munur á Hollandi og Íslandi finnst mér. Hollendingar hafa tiltölulega fáa frídaga, en ná samt ekki að halda í við Ísland.

Haraldur Baldursson, 19.5.2009 kl. 14:29

5 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Stöðugleikinn í ESB er mikill.  Stöðugt 7 - 10% atvinnuleysi í góðæri.  Stöðugur hagvöxtur ca. 0%, einnig í góðæri.

Eftir miklu er að slægjast, eins og Össur orðaði það svo listilega

Tómas Ibsen Halldórsson, 19.5.2009 kl. 23:51

6 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fínt yfirlit, Gunnar. Verst hvað ártölin sjást illa, en grafið byrjar á Íslandi árið 1980 og á evrulöndunum 1991 og nær fram á næsta ár – eru tölur árs, 2010, samkvæmt spám AGS?

Með kærri kveðju,

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 00:06

7 identicon

Þá eru hvorki Jón Frímann eða aðrir fullvelsdis-afsalssinnar að bjóða eitt eða neitt nema fálmkennda draumsýn án nokkurra marktækra raka sem hafa áhrif á þá er nú mæla götur.

Við eigum við stórvanda að stríða, sum okkar vilja taka upp rekuna og byrja að vinna á meðan aðrir vilja styðja sig við hana, halla undir flatt og bíða eftir skipsfarmi af evrum sem veiti framtíðarstörf við losun.

Vaknaðu Jón og farðu að skapa eitthvað annað en volæði fyrir hönd þessarar duglegu þjóðar

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 00:09

8 Smámynd: Jón Valur Jensson

Ég ætlaði þarna að spyrja þig, Gunnar: Eru tölur næsta árs, 2010, samkvæmt spám AGS?

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 01:16

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Jón Valur:

1. Já þetta er allt samkvæmt gögnum IMF. Já, 2010 er samkvæmt spá IMF, Sjá tölunrar úr datasettinu hér (fánablað ATVL ÍS EUR LANGT í litla glugganum til hægri hér => Evrópusambandið) 

2. Skilgreiningin evrusvæði varð ekki til fyrr en ákveðið var að stofna myntbandalagið og hvaða lönd myndu verða í því. Það gerðist 1989/1990

3. Línurit atvinnuleysis fyrir öll einstök lönd evrusvæðis frá 1980 er að finna hér => Atvinnuástand hin síðustu 28 ár í evrulöndum

4. Tölur fyrir atvinnuleysi síðustu 12 mánuði í öllum löndum ESB og evrusvæði er að finna hér => Atvinnuleysi ESB, evrulanda ofl. síðustu 12 mánuði

5. Samanburður á Íslandi og öllum einstökum evrulöndum er að finna hér (visuelt klúður) => atvinnuleysi á Íslandi á sama tímabili  

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2009 kl. 07:13

10 Smámynd: Jón Valur Jensson

Fínn ertu í heimildavinnslunni sem öðru, Gunnar minn, alveg til fyrirmyndar.

Jón Valur Jensson, 20.5.2009 kl. 12:59

11 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ég vil sammt segja að mér finnst Jón Frímann vera að fara fram, því að mér finnst skætingurinn í honum hafa minnkað til muna og með sama áframhaldi fer hann að koma með svona gröf og rök til réttlætingar ESB aðild - eru þau annars til?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 24.5.2009 kl. 15:07

12 Smámynd: Árni Gunnarsson

Þið eruð nú meiri nátttröllin. Hún Jóhanna hefur marg- marg sagt að þegar Össur fær leyfi frá Alþingi til að fara með bréfið til Brussel þá byrji hagvöxtur á Íslandi á ný og allt muni reddast. Reyndar segir hún líka að þessi kreppa hjaðni eins og skot á meðan Össur skálmar út í vélina. Það eiginlega nægi bara að þeir úti frétti þetta á Sky.

Og reyndar hafa þeir staðfest þetta Eiríkur á Bifröst, Árni Páll, Jon Baldvin og Þorvaldur Gylfa. Ég rengi ekki svoleiðis fólk.

Árni Gunnarsson, 24.5.2009 kl. 23:31

13 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Og þá ekki ég.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.5.2009 kl. 02:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband