Leita í fréttum mbl.is

Eystrasalt. Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

Bjargið samfélögum ykkar með því að nota sveigjanleika eigin myntar. Notið styrkleika þess að hafa eigin mynt

Stærsti banki Þýskalands, Deutsche Bank ráðleggur Eystrasaltslöndunum að flytja erlendar skuldir sínar yfir í eigin myntir og fella síðan gengið með því að leggja niður fastgegnisstefnu myntráða sinna þannig að gengi gjaldmiðla landanna geti endurspeglað samkeppnishæfni og hagvaxtarhorfur þeirra 

Tilkynnt var um hrikalegan 18% samdrátt í hagkerfi Lettlands í gær. Þetta er næstum einn fimmti af hagkerfinu sem er að hverfa í Lettlandi. Lesið meira hér á www.tilveraniesb.net => Deutsche Bank: notið ykkar eigin mynt og fellið gegnið, núna!

 

Fyrri færsla

Forsíða þessarar bloggsíðu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Baldursson

Er ekki nokk sama hvaða nafni þetta er gefið...Lettar (ríkið þ.e.) munu taka á sig mikla erlendar skuldir, sem það stofnaði ekki til ?

Haraldur Baldursson, 13.5.2009 kl. 08:41

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér innlitið Haraldur

Já þetta er hræðileg staða.

Það versta er þó að löndin hafa engar útflutningstekjur til að greiða erlendar skuldir sínar með, þ.e. ef ástandið lagast ekki og það gerir það ekki nema með 50-60% gengisfellingu. Þetta eru peninganir sem Jón Baldvin segir að skipti engu máli lengur.

Stærstu útflutningsmarkaðir þessara landa kaupa ekki lengur vörur þessara landa því þau eru búin að verðleggja sig útaf landakortinu með því að tengja sig við evru. Evran er núna ofmetnasti stærri gjaldmiðill í heiminum.

Ferðamenn hafa einnig þornað upp.

Þannig að á góðu íslensku stofnana- fjármálasnillinga og bankamáli er hægt að segja að málið sem komið í ákveðinn "farverg" (uppþornaðann auðvitað) og að löndin sjái "hag sínum best borgið" með því að vera dauð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.5.2009 kl. 09:19

3 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Gengisfellingin mun ekki lækka erlendar skuldir Letta!  Greinin fjallar um að lettneska ríkisstjórnin, sem skuldar ekki mikið erlendis, taki yfir skuldir, lettneskra einstaklinga og fyrirtækja, breyti þeim í nýjan lettneskan gjaldmiðil og felli síðan gengið.

Lettneska ríkisstjórnin mun taka á sig tapið af gengisfellingunni!  Þannig munu Lettar greiða lánin sín, lán sem þeir tóku!  Gengisfellingin mun hafa þau áhrif að tímabundið mun samkeppnisstaða Lettlands lagast því laun, lán og innlendur kostnaður mun lækka.

Þetta er næstum því eins og flatri niðurfellingu lána nema að laun munu líka lækka að sama skapi og kaupmáttur Letta dragast saman.

Gengisfellingin mun gera það að verkum að Lettar hafa efni á því að lækka verð á útflutningi sínum og halda þannig áfram að flytja út vörur.

Gengislækkunin mun hafa þau áhrif að það hættir tímabundið að senda rétt skilaboð í hagkerfið um hvað sé hagkvæmt og óhagkvæmt.  Eignir og tekjur munu verða færðar frá einum hópi fólks til annars sem ekki hafa til þess unnið.  Þessi óljósu skilaboð munu einnig draga úr lífskjörum.

Áhrif gengisfellingarinnar munu hins vegar einungis hafa áhrif á meðan verðbólgan sem af henni hlýst hefur ekki náð að hafa full áhrif á hagkerfið, ca 12-18 mánuðir.  Þá verður að meta hvort fella þurfi gengið aftur.

Greinin segir einnig að þetta sé innlendum hagstjórnarmistökum að kenna, ekki Evrunni. 

Grípi fleiri þjóðir til þessara aðgerða til að rétta sína stöðu þá mun þetta einungis leiða til verri lífskjara, verðbólgu, lengri kreppu og ávinningurinn verður enginn.  Þessi leið er því mjög vandmeðfarin.

Það er nauðsynlegt að skoða alla kosti, en fara verður varlega í patentlausnum.

Lúðvík Júlíusson, 13.5.2009 kl. 10:19

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Lúðvík og takk fyrir innlitið

Já Deutsche er að leggja til að ríkið gangist í ábyrgð fyrir fjárskuldbindingum manna og fyrirtækja erlendis og geri þær innlenskar með því að færa þær yfir í eign mynt. En það geta þeir ekki nema að skulda á sama tíma mikið mikið meira erlendis. Útflutningur landanna verður að greiða þær skuldir. Til dæmis sjávarútvegur, ef þeir hefðu hann, en það hafa þeir ekki því löndin eru ekki nándar nærri eins rík og Ísland.

Þó svo að menn "haldi og segja" að það hafi ekki skeð mikil og tilviljanakennd eignatilfærsla á milli þjóðanna í myntbandalaginu sökum verðbólgu, vegna þess að opinber verðbólga hafi þar ekki verið þar mikil, þá er það alveg kol kol rangt. Það hefur nefnilega verið mikil eignaupptaka á evrusvæði á milli landa vegna mikillar verðbólgu. Verðbólgan hefur bara verið í húsnæðisverði og í verði hlutabréfa. 13 ríki og 13 ríkissjóðir hafa unnið hér eða tapað. Svo þetta er ekki gilt argumnet þetta með tilviljunarkennda eignatilfærslu undir verðbólgulegu ástandi.

Í tilfelli Eystrasaltslandanna þá hafa sænsku bankanir hagað sér eins og kláfar sem fá mjólkurblöndu úr fötu. Þetta eru sletturnar sem við sjáum frá fötunni sem er á hvolfi núna. IMF aðstoðar þá núna við að sleikja upp afganginn. Þeim tókst að blása fasteignaverði í Riga upp fyrir fasteignaverð í Stokkhólmi á örskömmum tíma. Núna skjálfa þeir á beinagrindinni og IMF heldur í hendina á þeim

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.5.2009 kl. 11:06

5 Smámynd: Haraldur Baldursson

Vel uppröðuð rök Gunnars Tómassonar, sem búktalar í gegnum gesti Silfurs Egils (það dettur engum manni í hug að Egill Helgason yfirsýn og getu til að smala þessu fólki sjálfur) hljóma orðið betur og betur gagnvart Íslandi. Vissulega er verið að raða þessu kerfisbundið upp og hægt og bítandi er myndin að koma í ljós hjá GT, en megin rökin sem við erum að fá er að núvernadi fyrirkomulag fjármálakerfis heimsins gangi ekki upp. Michael Hudson og Ann Pettifor eru að líkindum þeir gestir sem mesta athygli hafa fengið. Meðal þess sem þau boða (Hudson meira en Pettifor) er að greiða ekki meira en hægt er, að það gangi ekki upp að greiða erlendar skuldir umfram getur landsins. Áhrifin af slíkum gjörningi eru óljós og létt í vasa að ráðleggja öðrum (okkur íslendingum) að gera þetta...en áhugaverð pæling er þetta samt.
Það er í það minnsta rúmlega varhugavert að ríkið (íslenska, eða það lettneska) gangi í ábyrgð fyrir skuldum sem það stofnaði ekki til.

Haraldur Baldursson, 13.5.2009 kl. 11:18

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Smá viðbót

Svo af þessu ættu menn að fara að skilja af hverju sameiginlegt skattakerfi er svo bráðnauðsynlegt á evrusvæði að þar þarf helst að fá foreta Tékklands til að undriskrifa nýju stjórnarskránna með blóði sínu - og troða írsku þjóðinni inn í kosningabúrin aftur. Auðvitað getur myntbandalagið aldrei lifað áfram nema að til komi einn seðlabanki, ein fjárlög og eitt skattakerfi. Nema að sumir ríkissjóðir kjósi að láta þurrka sig upp innanfrá áfram.

Svo það er meðal annars vegna þessa að nýja stjórnarskráin er svona hrikalega mikilvæg. En ekki segja neinum frá þessu. Þetta má ekki fréttast úr því þá hrynur myntbandalagið

Gunnar Rögnvaldsson, 13.5.2009 kl. 11:20

7 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

sæll Gunnar, við erum mjög sammála um flest allt.  Kreppan sem við erum í í dag er einmitt vegna verðbólgu, eignabólu og hlutabréfabólu.  Þeir sem fá peningana fyrst græða og þeir sem fá þá síðast þeir tapa.

Þetta er verðbólga þó svo að það hafi ekki verið 'tölfræðileg' verðbólga.

Verðbólga er jafnt óæskileg fyrir því.

Ég er hins vegar hlyntari peningamálastefnu þar sem verðgildi peninga er sem stöðugast og ekki fljótandi.  Þannig geta einstaklingar og fyrirtæki best séð hvað er hagkvæmast og þannig skilar hagkerfið mestum gæðum til þjóðfélagsins.

Eins og ég sagði áður þá þarf að skoða alla möguleika.

Lúðvík Júlíusson, 13.5.2009 kl. 11:56

8 identicon

"Kreppan sem við erum í í dag er einmitt vegna verðbólgu, eignabólu og hlutabréfabólu."

Ein helsta frumorsökin eru fjársvik og skortur á viðbrögðum hins opinbera við þeim.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 15:48

9 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Sæll Gunnar. Alveg ótrúlegt hversu margir kenna krónu okkar um
hvernig komið er. En samt verður vegna henar eiginleika sem
íslenzkt efnahagslíf kemst á lappirnar aftur.  Efnahagshrunið var
vegna meririháttar óstjórnar í efnahagsmálum, og regluverka, ekki
síst vegna EES, sem gáfu misvitrum víkingaútrásarmafíósum lausan
tauminn í að nýta sér út í æsar glufur regluverksins. Regluverks sem
engan veginn passaði fyrir okkar smáa og tiltölulega einhæfa
hagkerfi. Ef þetta hefði ekki komið til, og við hefum haft vit á því að
haga stakk okkar eftir vexti, og ekki eytt svona langt umfram efni
og aðstæður, væri við í góðum málum með okkar krónu. En henni
var bókstaflega nauðgað og er svo kennt um allt í dag.

Sem útflutningsþjóð er lífsnauðsýn fyrir okkur að samkeppnisstaða
á erlendum mörkuðum sé ætíð sem mest og best. Í dag er þetta
lífsspursmál, til að koma okkur á lappir aftur. Okkar EGIN mynt
er því okkar himnasending í dag, til að afrugla hagkerfið og gera
okkur samkeppnishæfa á ný. Vill ekkki hugsa það til enda værum
við í dag með erlenta mynt sem EKKKERT tæki tillit til okkar aðstæðna,
hvorki varðandi gengi eða vexti.  Enda er eins og þú ert svo oft
að benda á að hið sameiginlega myntsamstarf á evrusvæðinu
gengur alls ekki upp. Innan þess eru allt of mismunandi stór og
smá hagkerfi með gjörólíkar aðstæður. Ólíka hagsmuni.  

  Alveg sama hvort ég verð stumplaður þröngsýnn sveitarmaður.
Þá tel ég lífsnauðsýnlegt fyrir eins mikla útflutningsþjóð og okkur að ráða yfir eigin mynt.  Allt annað er RUGL að mínum dómi, eins og ótal
dæmi sanna nú innan evrusvæðisins.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 13.5.2009 kl. 15:56

10 identicon

"Alveg ótrúlegt hversu margir kenna krónu okkar um
hvernig komið er."

Ástæðan fyrir því er einfaldlega sú að stór hópur er of skuldugur. Ástæðan er gengislán sem hækka með falli krónunar eða verðtryggð lán sem hækka með verðbólgu sem stafar svo einnig af gengisfallinu. Raunverulega ástæðan fyrir óförum heimilanna er því í raun sú að heimilin voru búin að skuldsetja sig yfirgengilega fyrir hrun, þ.e. að ekkert svigrúm var fyrir hækkun höfuðstóls sem var of hár fyrir.

Krónan hjálpar útflutningsgreinum og þar með að halda uppi atvinnustigi. Þeir sem eru skuldugir verða engu bættari með evru því þeir verða bara atvinnulausir í staðinn.

Þeir sem garga mest á evruna eru hagsmunahópur fjármálasukkara, jafnt stórra sem smárra.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 16:09

11 Smámynd: Júlíus Björnsson

Króna í dag kostar ekki 112 evrur hún kosta samkvæmt EU 173 krónur. Vinargreiði hjá EU fjármálkerfinu að hald upp ísl. krónu. Nei fjárfesting því verðum við enn lengur að borgaskuldir okkur og vaxtaskattaskuldir okkar í Evrum. Æ, sér gjöf að gjalda. Kerling vildi hafa nokkuð fyrir snúð sinn. Glópaháttur Íslendinga í viðskiptum er fyrirsegjanlegur á meginlandi EU. Það mátti gera ráð fyrir að fjárfestingin væri nokkur ár að borga sig.

Júlíus Björnsson, 14.5.2009 kl. 22:20

12 Smámynd: Lúðvík Júlíusson

Þorgeir, þeir sem kalla mest á stöðugleika í peningamálum eru fyrirtæki og einstaklingar sem vilja fara út í fjárfestingar en hafa ekki hugmynd um hvort krónan verður 20% sterkari eða veikari eftir 4 vikur.

Sterk króna kæfði útflutningsfyrirtæki síðustu ár og veikti innviði innlends atvinnulífs.  Þess vegna er atvinnuleysið nú meira en annars.

Það hefði verið mjög heppilegt ef krónan hefði verið ca 20-30% veikari síðustu ár (rétt skráð) því þá hefðu útflutningsfyrirtæki fengið að stækka og dafna og væru nú að skila okkur dýrmætum gjaldeyristekjum.  Skuldir okkar væru einnig verið minni því veik króna hefði gert innflutning dýrari og viðskiptahallinn og þar af leiðandi erlend skuldsetning minni.

Lúðvík Júlíusson, 15.5.2009 kl. 01:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband