Leita í fréttum mbl.is

Evrópusambandið er steindautt

"Unionen er stendød" 

Með slagorðinu "Evrópusambandið er steindautt" sem hugmynd, mælti þáverandi forsætisráðherra Danmerkur, Poul Schlüter, með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Þá var verið að búa til hinn svokallaða "innri markað". Hinn innri markaður er ennþá kenning á blaði. Þessi ímyndaði innri markaður hefur aldrei virkað hið minnsta umfram það sem heimsvæðingin hefur haft í för með sér hjá flestum löndum

  • 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
  • Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
  • Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
  • Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt 
  • Aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi

Poul Schlüter róaði þarna Dani með slagorðinu "sambandið er steindautt" (danska: "unionen er stendød"). Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir að það væri hugsanlega verið að tæla þá inn í eitthvað sem gæti endað í líkingu við "the European Union" eða "EF-Unionen". Að EF gæti endað með "Evrópusambandinu" ef þeir segðu já í þessari þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi fullvissa Poul Schlüters um að það yrði aldrei neitt Evrópusamband gerði það að verkum að Dönum varð rórra í þjóðarsálinni. Þeir létu því til leiðast og kusu "já"

Evrópusambandið er steindautt

25. febrúar 1986

"Evrópusambandið er steindautt þegar við kjósum já á fimmtudaginn", sagði Poul Schlüter forsætisráðherra Danmerkur í kosningakappræðum danska ríkissjónvarpsins, tveim dögum fyrir kosningadag. Úrslit kosninganna tóku mið af þessu. Danir þurftu ekki að hafa áhyggjur af því að Efnahagsbandalag Evrópu (EF) myndi þróast í eitthvað sem gæti orðið Evrópusambandið (Union). Því sögðu 56,2% kjósenda já. Þeir sem sögðu nei voru 43,8% kjósenda

Tikk takk, tikk takk, það líða 8 ár

1994: Poul Schlüter hinn fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur tekur sér sæti sem þingmaður á þingi þess Evrópusambands sem hann 8 árum áður hafði lýst sem verandi steindautt. Hann lofaði Dönum því að Efnahagsbandalag Evrópu myndi aldrei þróast í það að verða The European Union, eða neitt sem myndi líkjast því. Þessvegna var Dönum alveg óhætt að kjósa "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um EF pakkann

Eurosclerosis

Meira að segja ég horfði á manninn hann Schlüter segja þetta og ég trúði honum því ég var hlynntur þáverandi EF. En þá var ég líka álíka auðtrúa og Jón Baldvin Hannibalsson. En ég þroskaðist. Það gerði Jón Baldvin Hannibalsson hinsvegar ekki. Sjúkdómur Jóns Baldvins er oft nefndur Eurosclerosis - og er ólæknandi. Öll Samfylkingin er núna smituð. Að minnsta kosti allir þeir hrunálfar sem búa vel á efstu hæð álfhóls Samfylkingarinnar

Yfirdrátturinn  

Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum vegna nútíðar og framtíðar sem stjórnmálamenn í litlum löndum ráða engu um. Kjósa um það sem búið er að gera í leyfisleysi, en sem er ekki hægt að vinda ofan af. Það er því aldrei raunverulegur meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða í þínu landi. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bankann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn

Svo koma sárindin, eins og til dæmis þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu. "ESB-sérfæðingur" Berlingske gerði greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku: Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark   

auðlindir íslands 

Að kjósa sig til auðlinda annarra 

Allsstaðar þar sem kjósendum er gefinn kostur á að kjósa sig til auðæfa annarra þar gera þeir einmitt það. Evrópusambandið getur ekki haldið áfram að vera eins og það er í dag því núna er það krypplingur (misfóstur) sem virkar alls ekki. Það vinnur meiri skaða á þjóðfélögum þess en það gerir gagn. Evrópusambandið getur einfaldlega ekki haldið áfram að vera eins og það er núna. Það verður annaðhvort að fara áfram, eða afturábak. Nýja stjórnarskráin á að bjarga ESB. Með nýju stjórnarskránni er leiðin til samhæfingar skatta og sameinilegra fjárlaga opnuð. Já EF breyttist hratt og Evrópusambandið breytist mjög hratt.

Samruni Evrópulanda í nýja Vestur Evrópska lýðveldið

 

The Telegraph 27. október 2008

European countries to merge into 'West European Republic', Lord Tebbit says

"In short the euro was exposed as a single currency with 15 Chancellors of the Exchequer and 15 Treasuries. In the long run there can only be one Chancellor, one Treasury, one tax system, one economic policy for any one currency – and that means one Government and one state." 

 

Líklega, kannski og ef til vill. Þessi orð hata endurskoðendur

Svo halda sumir á Íslandi ennþá að Evrópusambandið sé mynt og að myntin sé hagstjórnartæki. Þetta er alveg ótrúlegt! Evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri, hún lemur ESB saman í eitt ríki eins og lord Tebbit svo réttilega kemur auga á þarna í greininni að ofan. Annað hvort rætast ummæli Tebbit eða þá að Evrópusambandið fer á hausinn og brotnar upp. Því eins og er þá virkar það alls ekki. Þegnar þess eru orðnir þreyttir og lúnir á hinu háa atvinnuleysi átatugum saman. Næstum engum efnahagslegum ávinningi að verunni í ESB. Þetta er því miður laskað bandalag og samfélag sem hefur ekki getað séð þegnum þess fyrir lífvænlegum kjörum, átatugum saman. Þvert á móti 

Það eru 16,980 lög og reglugerðir við lýði frá ESB í Bretlandi í dag. Á síðasta ári fjölgaði þeim um 2.000. Danir hafa nú áttað sig á að ESB ræður mestu í Danmörku, ekki þing Dana, Folketinget. Andstaðan við ESB eykst því mikið í Danmörku. En það koma nýjar kynslóðir sem þekkja ekkert annað en ESB. Þær munu ekki malda í móinn. Þær munu verða auðveld bráð. Þessvegna auglýsir Evrópusambandið sig auðvitað grimmt á MTV. En pay day kemur samt alltaf

Tengt efni

Fyrri færsla
Forsíða

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Það lifir lengst sem lýðnum er leiðast. Sorry. 

Ragnhildur Kolka, 4.5.2009 kl. 20:12

2 Smámynd: Andri Geir Arinbjarnarson

So what.....?

Andri Geir Arinbjarnarson, 4.5.2009 kl. 20:26

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Andri

Þessu hefði fyrrverandi viðskiptaráðherra og yfirmaður Fjármálaeftirlits Íslands ekki getað svarað betur Andri. Einmitt, so what ! - og haldið áfram að vera mest clueless maður Íslands - ásamt Jóni í Baldvini

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 4.5.2009 kl. 21:26

4 Smámynd: Haraldur Baldursson

Menn tala um "kalt hagsmunamat".... hvað merkir það eiginlega og ef þetta snýst um það hvers vegna hefur Samfylkingin ekki birt sitt mat ?
Á hvaða forsendum er Samfylkingin að meta okkar hagsmuni svona ríkulega ef þau hafa ekki einu sinni unnið þessa grunnvinnu.
Hvernig og hvenær ætla þau að meta hagsmuni okkar ? Á það að allt að gerast við samningaborðið ?
Ég myndi telja í versta falli að gott væri að undirbúa sig áður en til samningaviðræðna kemur.
Ég vona að við þurfum þá ekki, ef til þess óskapnaðar kemur að við setjumst niður til samninga, að velja í þá samninganefnd Samfylkingarfólk.
Ég geri þá kröfu að þangað veljist upplýst og undirbúið fólk, sem útilokar Samfylkinguna.

Ég skora á Samfylkinguna að vinna og birta sitt "kalda hagsmunamat" það væri þá flötur til að ræða. Eins og þetta lítur út núna, stendur Samfylkingin stjörf fyrir framan ESB altarið og horfir með tilbeiðslusvip til dýrðanna. Deilið nú með okkur hinum þessum ljóma sem þið teljið ykkur sjá....vinnið ykkar heimavinnu og takið ykkur frí frá því að dreyma um leðurklædda hægindastóla í Brussel.

Haraldur Baldursson, 5.5.2009 kl. 08:48

5 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Takk fyrir góða grein og ég mæli með að hún verði send ríkisstjórn og alþingismönnum  en það er alveg öruggt að flest þar eru ólesin um þessi málefni enda get ég ekki séð neinn aukatíma hjá þessu fólki.

Ég vil ekki einusinnu umræður um þessi málefni en það er ekkert sem mælir með einusinni að hugsa um aðild.

Valdimar Samúelsson, 5.5.2009 kl. 10:33

6 identicon

Samfylkingin tók stöðu gegn krónunni/þjóðinni. Ekki halda að hún vinni fyrir okkur íslendinga. Þetta eru landráðalúðar.  Eftir 10 ár í Danmörku er mér mynnisstæðast úr eu umræðunni að það heyrði enginn í þeim við BORÐIÐ vegna þess að þeir væru svo litlir. Endilega leiðréttið mig ef ég hef rangt fyrir mér, en eru þeir ekki 20 sinnum fjölmennari en við eða var það öfugt?

Alex (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 11:29

7 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Evrópusambandið er steindautt, Sandfylkingin er steindauð og á að teyma okkur steindauð inn í steindautt apparat ?

Tómas Ibsen Halldórsson, 5.5.2009 kl. 11:48

8 identicon

Þessi skrif eru á sömu línu og annarra öfgafullra gamalla manna sem muna þá tíma með tár á hvarmi af stolti þegar Ísland sagði sig frá Danmörku endanlega og halda að það hafi verið upphaf endalausrar gæfu okkar.

Nú veit ég ekki betur en að Dönum og flestum þjóðum Evrópu (utan gömlu austantj.landanna) vegni betur en okkur.  Íslendingar sækja ennþá æðstu menntun í stórum stíl til þessara þjóða og hér væri ekkert hefðum við ekki haft þau til að ,,passa" okkur og veita takmarkalausan aðgang hjá sér.  Þú blaðrar að venju út í eitt um hver skelfing ESB er.  Uppfullt af þvaðri og bulli frá manni sem ekkert veit um málið.

Vitnar svo í tölur og % máli þínu til stuðnings, dæmum um að Danmörk sé búin að missa sjálfstæði yfir ríkisborgaralöggjöf sinni og þar með að samræmd lög innan ESB hafi verið tekin upp um ríkisborgararétt.  Það er alveg lágmark að þú látir heimildir fylgja með þessum tölum og fullyrðingum um yfirþjóðlega löggjöf ESB.  Fullyrðir að innri markaðurinn sé ennþá ,,kenning á blaði" og fleira sem skýrir vel að þú veist ekkert um þetta, ekkert.

Enn einn sorglegi gamli maðurinn sem er ölvaður af ,,fullveldis"stolti og telur einangrun þessarar eyju vera bestu lausnina.  Svona eins og gömlu bændurnir úti í sveit sem ekkert hafa til Reykjavíkur að sækja og fussa og sveia þegar fólk minnist á höfuðborgina.  Ég hef kynnst svoleiðis fólki, rótgrónu og mjög illa upplýstu, það talar alveg eins um höfuðborg Íslands og þú talar um ESB.  Af algerri vanþekkingu og ótrúlegum fordómum.  Allt hefur þó sína galla, bæði sveit og borg.

S. (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 12:43

9 identicon

Já Gunnar, hlustaðu á S og skammastu þín! Hvernig dirfist þú að rugla umræðuna með tölum, prósentum, staðreyndum og upplýstum ályktunum?!? Þú ert bara alveg eins og fúll bóndakall sem hatar Reykjavík! Veist þú ekki Gunnar að það var búið að ákveða það á æðstu stöðum að ESB umræðan á að fara fram í lala-landi þar sem engar staðreyndir eru til og allt er undir í "aðildarviðræðum"?

Bjarki (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:06

10 Smámynd: Haraldur Baldursson

Merkilegt hvað S. of Bjarki (báðir nafnlausir að öðru leiti) týna til mikið af tölum og staðreyndum....ææææ Sorry...þeir gera það alls ekki !

HVAR ERU GÖGN SAMFYLKINGARINNAR ? Þau eru ekki til !

Haraldur Baldursson, 5.5.2009 kl. 13:23

11 identicon

Rólegur Haraldur, ég er með ykkur í liði en kaldhæðni skilar sér stundum illa yfir netið. Þetta er mjög algeng svörun hjá Evrópusinnum þegar þeir mæta staðreyndum og málefnalegum rökum, þá ráðast þeir á persónu manna með uppnefningum og dylgjum. Svona er það að hafa veikan málstað að verja.

Bjarki (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 13:36

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlitið

Já ég er skömmin uppmáluð. Skammast mín hrikalega fyrir þennan skort á höfuðborgarmennsku.

Enda bý ég ekki í höfuðborg. Hlutfallslega fáir Evrópubúar búa nefnilega í höfuðborgum. Þeir geta ekki allir verið á sama stað í einu.

Kv

Gunnar Rögnvaldsson, 5.5.2009 kl. 19:51

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband