Fimmtudagur, 16. apríl 2009
ESB: Segir Austurríki vera á leiðinni á . . . . á . . . . á hausinn
Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman segir að Evrópusambandsríkið Austurríki sé að fara á hliðina á eftir Íslandi og Írlandi. Krugman segir að bankakerfi Austurríkis sé núna í svo mikilli hættu vegna útrásarherferðar til Austur Evrópu að búið sé að veðsetja stóran hluta af þjóðarframleiðslu Austurríkis. Auðvitað fyrir skuldbindingum bankanna á þessum slóðum
Ekki er hægt að segja að Austurríkismenn séu ánægðir með þessar vangaveltur hagfræðingsins í Nýju Jórvík. Reyndar segir viðskiptaráðherra Austurríkis, Björgvin G. Sigurðsson, . . . (hlé) . . . afsakið . . .
Reyndar segir fjármálaráðherra Austurríkis, Josef Pröll, að vangaveltur Nóbelsverðlaunahagfræðingsins séu byggðar á vanþekkingu hans á málefnum og bankakerfi Austurríkis. Einnig segir fjármálaráðherra Josef Pröll að þessi gagnrýni byggist á öfundsýki yfir velheppnaðri útrás austurrískra banka til Austur Evrópu, þar sem þeir hafa náð verulegri markaðshlutdeild
Réttum 7 vikum áður en bankakerfi Íslands hrynur til grunna var eftirfarandi sagt á íslensku
Þann 5. ágúst 2008 sagði bankamálaráðherra Íslands, yfirmaður Fjármálaeftirlitsins, viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar, Björgvin G. Sigurðsson, eftirfarandi um bankakerfi Íslands:
"Auðvitað skortir ekki úrtölur eða þá sem telja sig knúna til að tala útrás og fjárfestingarævintýri Íslendinga erlendis niður. Þannig eru nú hlutirnir einu sinni og því er það mikilvægt nú þegar hægir tímabundið á útrásinni vegna þrenginga á erlendum mörkuðum að halda frábærum árangri þessara flaggskipa atvinnulífsins okkar ríkulega til haga. Þetta eru okkar voldugustu fyrirtæki og nokkrar af helstu undirstöðum efnahagskerfis okkar til lengri tíma".
Hvar liggja Austurríkismenn á ósýnilegu banka-landakorti Fjármálaeftirlits Íslands og frambjóðenda Samfylkingarinnar? Hvergi.
Simon Johnson tók saman eftirfarandi banka-landakort síðasta haust. Þetta er banka-landakort sem nær allar greiningadeildir íslenskra banka, banka-hagfræðingar þeirra, háskólahagfræðingar og 32 sammála hagspekingar á íslandi töluðu sjaldan eða aldrei um á opinberum vettvangi á Íslandi. Ekki heldur kom þetta bankalandakort úr í morgunkornum eða Íslandsálagskortum Glitnis, Kaupþings og Landsbankans. Kortið kom aldrei til umræðu á þessum auglýsingadeildum bankanna. Aðeins einn maður talaði um þetta kort og varaði við þessari þróun, ítrekað og á tungumáli sem allir haglærðir menn hefðu átt að skilja betur en allir aðrir. Þessi eini maður var Davíð Oddsson, þáverandi seðlabankastjóri.
Stjórnmálaflokkurinn sem bar ábyrgð á bankamálum Íslands gerði það því að fyrsta forgangsverkefni sínu að koma Davíð Oddssyni út úr Seðlabanka Íslands. En vegna alls þessa getur bankamála- og viðskiptaráðherra Íslands 2007-2009, yfirmaður Fjármála-eftirlits Íslands árið 2008 og núverandi frambjóðandi Samfylkingarinnar árið 2009, sagt með alveg hreinni samvisku að hann hafi aldrei vitað eitt né neitt. Því sé hann í framboði á ný, fyrir Samfylkinguna. Þvílík hörmung.
Hvar er þjóðstjórnin sem ætti að vera við full störf á Íslandi núna?
Bara ef Davíð Oddsson væri leiðtogi þjóðarinnar núna. Hann er einn af fáum góðum mönnum Íslands sem getur tekist á við svona risastór og erfið verkefni sem bíða Íslands og Íslendinga á næstu árum. Leiðtogi sem alltaf er trúr sinni sannfæringu. Hann er ekki lufsa. Og af hverju í ósköpunum er ekki þjóðstjórn við full störf á Íslandi núna og ekki þessi Óstjórn sem núna situr. Af hverju? Svar: vegna þess að þá getur Samfylkingin ekki keyrt hina einu og svo lengi leyndu dagskrá sína í friði. Þetta er eina málefnið á dagskrá Samfylkingarinnar, nefnilega, að gefa útlendingum Ísland. Að koma Íslandi og auðæfum þess undir Evrópusambandið. Gefa Ísland burt. Jarða og gefa Ísland eins og við höfum þekkt landið okkar svo lengi. Í 1000 ár. Þetta er eina málefni Samfylkingarinnar og það getur ekki beðið á meðan þjóðin er hædd og örvæntingarfull. Því án ótta Íslendinga á Samfylkingin ekki séns. Ekki séns. Það er nefnilega eðli Evrópusambandsins að auðgast og vaxa í óttanum. Í óttaköstum þjóða stækkar það.
Mynd: Skuldbindingar ýmissa bankakerfa miðað við landsframleiðslu landa þeirra 2007
Tengt efni
- Tilvitnun: Til varnar stórfyrirtækjum
- Tilvitnun: Náðarfaðmur jafnaðarmanna
- Sagt í trúnaði: það er að kvikna í banka- og hagkerfi okkar
- Samfylkingin og Jóhanna Sigurðardóttir krefst brottreksturs bankastjórnar seðlabanka Evrópusambandsins
Fyrri færsla
Forsíða þessarar bloggsíðu
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 17.4.2009 kl. 11:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 24
- Sl. sólarhring: 56
- Sl. viku: 440
- Frá upphafi: 1389060
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 250
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Takk fyrir þetta. Góð lesning. Nú get ég farið að sofa og látið mig dreyma um að Ísland verði áfram frjálst land utan ESB.
Sveinn Tryggvason, 16.4.2009 kl. 23:59
Frábær grein hjá þér. Verst að mér sýnist sem svo að þorri þjóðarinnar sé föst í því að horfa í baksýnisspegilinn og taka þátt í nornaveiðum til þess að fá útrás fyrir reiði sína í stað þess að horfa á lausnir og hvert þeir vilji stefna í framtíðinni. Vinstri flokkarnir virðast ætla að ná að setja allan kostnaðinn við endurreisn bankakerfisins innanlands á skuldsett heimili undir dynjandi lófaklappi frá almenningi.
Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 17.4.2009 kl. 09:03
Austurrískur Evrópusambandsþingmaður sagði við mig fyrir þremur vikum síðan að Austurríki væri miklu verra statt efnahagslega en almennt væri vitað. Það ætti eftir að koma upp á yfirborðið.
Hjörtur J. Guðmundsson, 17.4.2009 kl. 09:17
Mér finnst alltaf jafn furðulegt að rekast á pislana þína. Þú rekur gengdarlausan áróður gegn ESB en býrð samt í ESB landi og rekur fyrirtæki þar. Af hverju ertu ekki löngu kominn heim ef allt er svona ómögulegt þarna?
Ína (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 12:03
Paul Krugman er ekki bara einhver gutti með Hagfræðipróf. Þó hann sé ekki óskeikull, þá er mikið mark á honum takandi. Spurningin er hvort Samspillingarfólkið gengst við þeim sannleik að ekki er allt jafn yndislegt og af er látið í ESB-landinu.
Haraldur Baldursson, 17.4.2009 kl. 13:22
Manni er farið að gruna að sambó hafi lofað ESB ráðherrunum eitthvað og þegið mútur styrki frá ESB í staðin og sama má sega um formenn ASÍ og marga aðra sem lofa ESB í hástert allavega er þetta fólk ekki að hugsa um hag þjóðarinnar það er einhverjar skrýtnar kendir þar að baki!!!!Afhverju vill þetta fólk ekki ræða um Dollar sem gengi fljótar fyrir sig og ekki þarf að láta fullveldi landsins á móti einsog sambó og ASÍ vilja gera.Það þarf ekki að fara í aðildarviðræður við vitum um 98% reglunum og hvað við fáum en það eru þessi 2% sem eru aðalmálið og allt snýst um .Það er nóg að senda 2 fúlltrúa þarna út til Brussel með eitt bréf sem í stendur þetta er það sem við viljum halda að fullu hér semsagt fiskimiðin-landbúnaðurinn-og okkar dýrmæta orka og náttúra og hvað viljið þið gera?ekki einfaldara.Og svarið verður stutt og laggott frá ESB farið bara heim aftur við höfum ekkert við ykkur að tala.Muna bara að kjósa ekki þennan spyllinga flokk sem vil afsala okkar sjálfstæði.
Marteinn Unnar Heiðarsson, 20.4.2009 kl. 20:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.