Leita í fréttum mbl.is

Vélarbilun í gerfihjarta ESB: spáir 12% samdrætti í þjóðarframleiðslu Þýzkalands

DIETER WERMUTH

Frohe Ostern! 

Á blogg sínum - "eðlishvöt hjarðarinnar" - kemur fyrrverandi aðalhagfræðingur Citibank, Dieter Wermuth með páskaopinberun sem mörgum ætti að vera orðin ljós fyrir all nokkru. Hann spáir að þjóðarframleiðsla Þýskalands muni dragast saman um hvorki meira né minna en 11,5% á þessu herrans ári 2009. Verði þetta raunin mun eldum og brennisteinum rigna yfir stóran hluta Evrópusambandsins og alls evrusvæðisins á næstu árum. Dieter gefur ekki mikið fyrir hagspár seðlabanka Evrópusambandsins. Hann segir þær misvísandi, alltaf eftirá og að þær reyni stöðugt að fegra útlitið með því að gefa okkur falskar vonir um að þetta verði allt saman miklu betra í "næsta skipti" (sjá hér nánar um hagvaxtargildru Evrópusambandsins: Lestu mig )

Eurointelligence fjallar um spá Dieter Wermuth með þessum orðum

The German blog Herdentrief extrapolated from some recent data to conclude that German GDP could have fallen by some 11.5% annualised during Q1. This estimate is based on the available data for January and February, and the data for employment and inflation for February, which he explains in a very detailed calcuation. Q2 will start with a huge inventory overhang. The recession, he concludes, is on the verge of turning into a depression (Could German GDP have declined by 11.5% annualised during Q1?)  

 

Dánarfregn og jarðarför3

Bloggsíða Dieter Wermuth á Zeit Online: Herdentrieb » Frohe Ostern - reales BIP könnte um 11,5%

Við skulum vona, en þó vera við öllu búin 

Okkar allra vegna skulum við vona að þessi hagspá fyrir Þýskaland gangi alls ekki eftir. En ég er samt ansi bjartsýnn á að spáin muni þó ná að rætast - og vel það

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands, Indlands og Malasya

 

Mynd: Iðnaðarframleiðsla Þýskalands, Indlands og Malaysia

Takk til RGE Monitor og Rebecca Wilder (World economic reports (April 8-15)

Fyrri færsla

Nýjustu hagvaxtartölur: leiðréttar og nýjar hagvaxtartölur ESB og EEA

Forsíða þessarar bloggsíðu 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Valdimarsson

Er nokkuð sammála þér ástandið á eftir að versna. Bý nú líka hérna í Árósum og búinn að gera síðan 1994.

Hörður Valdimarsson, 15.4.2009 kl. 13:11

2 Smámynd: Haraldur Baldursson

Góð grein, þó fréttirnar séu ekki jafn góðar. Á hinn bóginn er betra að fá sannleikann fram og hætta að klæðast upp til veislu sem enginn er.

Haraldur Baldursson, 15.4.2009 kl. 13:39

3 identicon

Alltaf eltirðu vondu fréttirnar og treður þeim fram sem staðreyndum. Þú hættir ekki að vitna í "sérfræðinga" eða jafnvel (eins og núna) fyrrverandi "sérfræðinga". Ef 99 sérfræðingar segja "-5%" og einn segir -12%, í hvern myndir þú vitna?

Þín skrif verða ómerkilegri og leiðinlegri því nær líður kosningum. Slappaðu af í þínum áróðri, vinsamlegast.

Annars ættirðu að vita það að Þjóðverjar eru búnir að vera með vondar spár síðan 1945.

Valgeir (IP-tala skráð) 15.4.2009 kl. 17:55

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Vá kreppa í heiminum! og þjóðverjar lenda í samdrætti og þeir meira að segja í ESB. Þetta er ekki hægt nema ESB sé tilvonandi sovét-kommúnistaríki fáræðissinnaðara nasistískra frjálshyggjupostula með spillingarbrennimark FL-group á enninu sem vantar bara fiskimið íslendinga og gera okkur að skuldaþrælum sínum og fullkomna þannig illskufull áform sín í að steypa Evrópu í glötun að eilífu. Þá vantar bara Ísland. This is the last stand. Nú er bara að berjast til síðasta Íslendings.

Ísland mun standa allt af sér hinsvegar. Þó ESB fari í djúpa kreppu kemur það okkur ekki við því við getum étið þessi 100 þús tonn af þorski sjálf og nóg er af kartöflunum í Þykkvabænum. Hér verður amk ekki tekin frá okkur verðtryggingin og háu vextirnir, lága gengið og lágu launin. Þetta er hvort eð er allt afstætt nema útendingar verða alltaf útlendingar og íslendingar alltaf bestir sama hvað.

Að enginn skuli sjá þetta nema þú og Styrmir og Hjörleifur Guttormsson og núna ég.

Þá hlýtur það að vera rétt.

Og ég er svo sammála ykkur Herði að ástandið á eftir að versna.

Gísli Ingvarsson, 15.4.2009 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband