Miðvikudagur, 12. nóvember 2008
Stuttar ESB: enn hrynur evran - ESB getulaust og karlmenn í konufötum standa á gati
Enn hrynur evran
Enn hrynur mynt Evrópusambandsins. Núna er evran hrunin um 21% gagnvart dollar síðan í júlí. Ef mig minnir rétt var íslenska krónan fallin um 45% gagnvart evru áður en íslenskir bankar fóru á hausinn eins og beljur á svelli innan í Evrópusam-bandinu. Kanski nær evran íslensku krónunni bráðlega. En ef 80% af bönkum evru-lands lægu á hausnum þá er ég hræddur um að eva . . . afsakið . . . að evran lægi á hliðinni í rúminu hjá honum Berrasso . . . afsakið . . . hjá honum Barroso, heitir hann víst. Sumir stjórnmálamenn hér í Danmörku krefja efnahagsmálaráðherra Danmerkur svara við því hvað menn ætli að láta dönsku krónuna fara langt niður með henni evru í þetta skiptið. Þeir benda á að bæði Noregur og Svíþjóð njóti þess að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil sem þarf ekki að hanga aftaní fyrrverandi eitthvað-mönnum í ESB, og standi því mun betur í stakk til þess að kljást við þá langvarandi kreppu sem óhjákvæmilega mun verða í Evrópu. Að Svíar og Norðmenn þurfi ekki að ganga í þýsk-frönskum skóstærðum í heimahögum sínum.
Barroso óhæfur?
Joschka Fischer fyrrverandi utanríkisráðherra Þýskalands (já, það eru margir fyrrverandi menn í ESB) segir í Le Figaro að José Manuel Barroso sé óhæfur í starfi og að allt ESB sé til athlægis í fjármálakreppunni.
Spánn á bjargbrún?
El Pais segir að það séu 650.000 óseldar fasteignir til sölu á Spáni. Sumir sérfræðingar segja þessa tölu vera að nálgast 900.000. Á Írlandi er talað um að það standi um 300.000 fastiegnir og bíði eftir kaupendum sem koma aldrei. Í Danmörku stóðu um 40-50.000 einbýlis og raðhús til sölu í gær. Menn nenna ekki lengur að telja óseldar íbúðir með því þær falla bara og falla í verði. Menn telja að um 25-35% Dana séu núna orðnir eignalausir (insolvent) þ.e. að þeir skuldi meira en þeir eiga.
Tímasprengja í gangi í ESB?
Það hefur komið í ljós í pappírum hjá matsfyrirtækinu Standard & Poor's (ís. staðall fyrir fátæka) að það virðist vera einhver tímasprengja í gangi í ESB núna. Hún tifar og tifar víst undir fyrirtækjum í ESB sem virðast svo skuldsett að þau þurfi endurfjármögnun uppá hvorki meira né minna en 2.1 trilljón dollara fram til ársins 2011, og ekki nóg með það en strax á næsta ári þurfi að endurfjármagna 800 milljarða dollara skuldir þessara fyrirtækja. Aldrei fyrr í sögunni hefur þurft að endurfjármagna svona stórar skuldir í svo erfiðum aðstæðum. En væntanlega mun þá vera búið að þjóðnýta alla banka í ESB og því hægt að þjóðnýta öll fyrirtæki líka og aka á milli þeirra i ríkisreknum Mrecedes Benzum framleiddum af ríkisreknum bílaverksmiðjum. Hverjir voru það sem stóðu fyrir þessu öllu? Bankar? Fjármálastofnanir? Eða ultu bara peningarnir inn í þessi fyrirtæki af sjálfu sér?
Karlmenn í konufötum
Danski stjórnmálaflokkurinn Vinstri (sem er hægri) segist ekki tilbúinn til að standa fyrir upplýsingaherferð fyrir karlmenn í konufötum í Danmörku (what?). Þeir verði sjálfir að sækja um atvinnu . . í . . í karlmannalegum fötum eða ekki. Ææi. En geta þeir ekki bara sagst heita Barosso og að þeir séu fyrrverandi?
Jafnrétti meira á Íslandi en í Danmörku og El Salvador
Viðskiptablaðið segir að jafnrétti sé betra á Íslandi en í El Salvador. Af 130 lausum sætum í alþjóðasamfélaginu þá sitji jafnrétti kynja á Íslandi í fjórða sæti alþjóðasamfélagsins á meðan konur (já hvað annað) í El Salavdor sitji á bekk númer 58 en þó með gott gengi. Nema að þetta séu El Salvadorískir karlmenn í konufötum sem sitji þarna saman á bekk númer 58 í salnum ?
Venstre siger nej til oplysningskampagne for mænd i dametøj
Tengt efni: Það þarf að bjarga evrusvæðinu fyrst
Forsíða þessa bloggs
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Nei Kristinn. Íslenska lýðveldið getur ekki tekið í notkun nýjan gjaldmiðil á einni viku, sama hvaða nafni hann nefnist. Ekki einu sinni á einu ári. Gjaldmiðillin varðar sjálfstæði lýðveldisins ásamt flestum öðrum grundvallaratriðum samfélagsins. Ísland er ekki bananalýðveldi. Að skipta út mynt í umferð er minnsta málið, en þó aðeins toppurinn á borgarísjakanum.
Síðast þegar ég sá borgarísjaka var veturinn 1965 eða 1966 heima á gamla Siglufirði. Hann var ennþá á firðinum þegar ég fór í sveitina í torfbæinn vestur í Miðfjörð um vorið. Það var úlpuveður allt sumarið og jörðin var brunnin og sviðin af kali. En borgarísjakinn var samt ekki bráðnaður alveg heima á Siglufirði þegar ég kom heim úr sveitinni þarna um haustið. Ekki alveg.
Látið renna af ykkur kæru Íslendingar. Það er ekkert að óttast. Ísland mun komast í gegnum þetta þó svo að IMF fari til fjandans ásamt öllu hinu hyskinu. Ísland er ríkt land og ennþá með ennþá stærri gjaldeyrisforða en t.d. Danmörk, miðað við hagstæð. Menn munu flytja þann gjaldeyri sem þeir þurfa til landsins. Þeir munu allavega ekki fara á hausinn með fullar bankabækur í útlöndum, svo mikið er víst. Það þarf að láta verstu þrotabúsmál bankana líða hjá og svo mun allt falla í góðan farveg og verða nokkuð eðlilegt aftur.
Bíta á jaxlinn, ekki fara á taugum og segja þeim að fara til fjandans sem eiga það skilið. Humpf! Og svo þarf að senda bankaliðið í meðferð því taugar þess eru ofþandar af sreitu og við vitum öll hversu gáfulegt babblið er út úr manni þegar streitan og panik nær yfirhöndinni.
Örvænting er ekki stefna! Panic is not a strategy.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 19:20
Hvað hafa vextir hækkað mikið í EU eftir þetta hrorðlega hrun evrunnar? Má ekki búast við, að stýrivextir heimalands þíns fari upp í 18 - 20 %?
Sigurður Oddgeirsson, 12.11.2008 kl. 20:05
Sæll Sigðurður.
Vextir eru mjög breytilegir í ESB. Í venjulegu árferði þá fara þeir að mestu leyti eftir verðbólgustigi og eftir stöðu bankakerfa í viðkomandi löndum og svo eftir þinni stöðu sem viðskiptavinur. Eins og er þá eru stýrivextir um 4% í Danmörku og 12 mánaða verðbólga um 4,5%.
Vextir á húsnæðislánum eru um 7% (ef þú velur fasta vexti) plús afföll sem bætast við höfuðstól. Að meðaltali þá skuldbreyta Danir húsnæðislánum sínum þriðja hvert ár og í hvert skipti kemur nýr höfuðstóll með nýjum afföllum og kostnaði. Það er því lítið að marka þessa föstu vexti nema þú skuldbreytir aldrei. En margir taka lán með breytilegum vöxtum þar sem hægt er að læsa vöxtum í eitt til þrjú ár í senn. Vextir á svona lánum eru ögn lægri (6,3% en þá með hærri afföllum), Eftir eitt til þrjú ár þarf að semja aftur.
Vextir á bílalánum eru um 12% með veði í bílnum. Vextir á rekstrarlánum smærri fyrirtækja eru á bilinu 10-16% eftir því hversu góður pappír þú ert. Ársvextir á lánum fyrir þá sem eru illa staddir og fá ekki venjuleg lán eru um 20-24%.
Núna eru bankar að herða útlánareglur og vextir munu fara hækkandi í takt með að taprekstur bankanna eykst og fleiri fyrirtæki og einstaklingar fara á hausinn með fyrirtæki og fasteignir sínar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 20:23
Má ekki búast við, að stýrivextir heimalands þíns fari upp í 18 - 20 %?
Ef verðbólga í kjarnalöndum evrusvæðis fer uppí 12-14%, já þá munu stýrivextir í mínu landi fara uppí þessa tölur sem þú nefnir.
Þetta gerðist hjá mér árið 1992 en þá var verðbólga 1,3% í Danmörku en stýrivextir voru 12% vegna þess að það var mikill verðbólguþrýstingur í Þýskalandi og bankastjórar þess seðlabanka voru hræddir.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 20:37
Getur þú Gunnar bent okkur á lönd utan ESB þar sem gengur betur? Fyrir utan Kína og Japan?
Magnús Helgi Björgvinsson, 12.11.2008 kl. 20:42
p.s ég kom til að skuldbreyta því úr Fex1 til Flex5 fyrir tveim árum og sit nú með 1.148.000 kr lán í dag og greiði 4.449,76 á mánuði í vexti og l kostnað, til Realkredit Danmark af því.
Já að sjálfsögðu gilda þeir vextir í 5 ár sem þú setur fasta í fimm ár. En svo þarf að endurnýja og eins, og ég sagði þá skuldbreyta menn að meðaltali á 3 ára fresti. Flex3 er vinsælast því afföllin eru minnst þar. Gengi á Flex5 er núna 97,102% á móti Flex3 sem er 98,740%.. Það munar því um það.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:04
Getur þú Gunnar bent okkur á lönd utan ESB þar sem gengur betur? Fyrir utan Kína og Japan?
Gengur vel í Japan Magnús? Hvað gengur vel í Japan núna?
Gengur vel í Kína? Hvað gengur vel í Kína Magnús? Kína og Norður Kórea eru þau lönd í heiminum þar sem misrétti, misskipting, óréttlæti og misþyrming á almenningi eru algerlega verst. Þetta eru kommúnistaríki sem falsa allar sínar hagtölur, enda eru opinberar hagtölur þeirra brandari, og kúga þegna sína. Auðvitað vona ég að Kína komist á legg, en það verður ekki á meðan þegnarnir búa með byssuhlaup stjórnvalda við gagnaugað.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:12
Sérlega gaman að lesa pistlana þína Gunnar
Þetta verður erfiður vetur og mörg gjaldþrot en við lifum það af
Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 12.11.2008 kl. 21:13
aukasvar á komment hjá mér: það er greinilega verðmunur á bensíni á milli eyjanna og fastlandsins svona ca 17% ódýrara hér austurfrá í dag d.s
Já Jón, en hvar var bensínið svona mikið ódýrara ? Hjá hverjum?
En það breytir samt ekki því að bensínið væri mun ódýrara ef evru ræfillinn væri ekki búinn að hrynja um 21% á nokkrum vikum, og það algerlega að ástæðulaus, - nema vegna vantraustsins vitanlega.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:21
Ég þakka þér góð orð nafni minn Ásgeir.
Já kanski, en þið verðið ekki einir, svo mikið er víst. Gjaldþrotin hérna eru einnig hafin. Til dæmis fóru þrír íslenskir bankar á hausinn hérna í ESB í október og eitt flugfélag.
Eitt stærsta fasteignafélag Danmerkur er núna gjaldþrota. Þetta er félagið Centerplan A/S sem á fasteignir fyrir 12 milljarða danskar krónur í Danmörku og Svíþjóð og þar sem stærsti hluthafi er fjármálamaðurinn Carsten Leveau sem m.a. á Scala fasteignina í Kaupmannahöfn. Það er Roskilde Bank sem fer fram á gjaldþrotið. Svo fóru einnig fjárfestinga og fasteignafélögin Griffin Holding, Griffin Ejendomme og Griffin Finans á hausinn í síðustu viku. Bankar, fjármálastofnanir og fjárfestar munu þurfa að bera þungrar byrðar vegna þessa. Þar á meðal eru bæði Kaupþing og Glitnir sem eru á lista lánadrottna. Einnig hefur þýski hjólhýsaframleiðandinn Knaus-Tabbert Group AG beðið um gjaldþrotameðferð með endurreisn í huga. Knaus-Tabbert var stofnað 1934 og hefur framleitt hjólhýsi frá árinu 1937. Félagið leitar núna að hugsanlegum fjárfestum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (IMF) óttast einnig að margir bankar (muahaha) í Evrópusambandinu verði gjaldþrota á næstunni. Fliss.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:27
Gjaldþrot hlutafélaga í Danmörku - október 2008
Það fóru um 430 hlutfélög á hliðina í október hérna í Danmörku. Þetta er mesta hækkun á milli mánaða síðan mælingar hófust. En þetta er einungis byrjunin.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.11.2008 kl. 21:38
Sæll, hef verið lesandi síðunnar þinnar um nokkurt skeið og líkar vel. Þegar ruglið í fjölmiðlum hefur algerlega sett mig út af laginu er gott að kíkja inn til þín.
EIn spurning: Til hverra landa gæti Ísland leitað til eftir láni og er nokkuð annað en að gefa Bretum og Hollendingum sem og alþjóða gjaldeyrissj. hið alþjóðlega f... merki?
Og þá er ég ekki að tala um að leita til þeirra esb landa sem hafa sett á okkur þumalskrúfuna til að m.a. komast yfir auðlindir okkar, fisk, jarðvarma, vatnsafl og kannski olíu:)
Katrín, 12.11.2008 kl. 23:08
Þetta er nú meira ástandið hjá þér! 4% vextir og 4,5% verðbólga. Ég dauðvorkenni þér.
Svo er evran enn eina ferðina farin fjandans til, a.m.k. á þessari síðu þinni. Hvernig stendur hún gagnvart krónunni, sem þú ert svo hrifinn af?
Heimir Eyvindarson, 12.11.2008 kl. 23:51
Sæll Gunnar og þakka þér fyrir pistilinn.
Ég tek undir með Katrínu, hér að ofan. Þegar maður hlustar á alla þessa ábyrðarlausu sérfæðinga lofa okkur gulli og grænum skógum bara ef við göngum í ESB, þá er gott að stilla augnablik inn á þig.
Fréttaflutningur hérna gefur okkur ekki minnsta tilefni til annars en að halda að allt sé í himnasælu í ESB. Reyndar var getið um fall Roskilde bankans í fréttum, en það var meira til að glotta yfir óförum banka í Danmörku sem höfðu sett ofan í við okkur. Annar stærsti banki Litháen rúllaði um helgina og komst reyndar í hliðarfrétt hér, en ekkert var gert úr ástandinu sem mun á endanum segja til sín í Svíþjóð í kjölfarið.
Það segir sitt um þá glerkúlu sem ESB-sinnar vilja halda okkur í að þessi 430 gjaldþrot hlutafélagi á einum mánuði skuli hvergi vera nefnd á nafn. Nei, við eigum bara að ganga inn í himnarík með bundið fyrir augun.
Ragnhildur Kolka, 12.11.2008 kl. 23:55
Ef einhver réttmæt gagnrýni á EU kemur fram í blogginu hér, þá drukknar hún í vitleysu, lygum, hálf-sannleikum, misskilningi og fáfræði. Því er ver.
http://www.forbes.com/reuters/feeds/reuters/2008/10/23/2008-10-23T201419Z_01_N23472962_RTRIDST_0_MARKETS-FOREX-DOLLAR-ANALYSIS.html
Ég ætla það að þú sért læs á ensku, Rögnvaldur:
"Global deleveraging has been the culprit. Investors had used borrowed funds to increase their portfolio bets in recent years. These borrowings are now being called in by lenders and if the debt was priced in the U.S. currency -- and most of them were -- the result is a short squeeze, a scramble to find dollars to repay those loans."
Með öðrum orðum, þá er megin ástæða þess að USD hækkar gagnvar Evru og öðrum myntum er að fjárfestar hafa tekið lán í USD sem nú er verið að kalla inn í einum grænum. Gríðarlegt fjármagn þarf að breytast í USD til að borga lánadrottnum.
""The dollar could become significantly overvalued during this turmoil and there is nothing that could prevent the U.S. dollar from getting to $1.20 against the euro," he added."
Einfeldningar eru auðvitað sárir þegar myntin þeirra er veik og að sama skapi glaðir þegar hún er sterk, því þeir halda að það sé endilega samhengi á milli hagsældar og hver eigi sterkustu myntina. Því fer fjarri.
USD er að verða að enn einni bólunni og það verður lítið fjör þar á bæ þegar hún springur. Evran er hvorki í hraðri rénun né gríðarlegri þenslu. Rénun gagnvart dollar er irrelevant í þessari umræðu og endurspeglar hvorki ástandið í EU eða USA.
"Even though we expect the dollar to climb plenty higher, we're at a point where a corrective move may be long overdue,"
Bandaríkin eru að fara inn í þessa kreppu ásamt EU og restinni af hinum vestræna heimi. En það er ekkert miðað við þann harmleik sem á sér stað á Íslandi þessa dagana. Þar eru menn aumir - aumari en öll önnur nágrannalönd vegna þess að Ísland er ekki í EU.
með kveðju frá EU
Uni Gislason (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 01:08
Vandi Bandaríkjanna er ekki minni en ESB, og vandi Bretlands er meiri en annarra ESB ríkja, ekki síst vegna pundsins. (Hefurðu skoðað gengi pundsins nýlega?)
Evran er rökrétt fyrir Ísland vegna þess að meira en 2/3 utanríkisviðskipta okkar eru í evru, og ennþá meira ef bætt er við evrutengdum gjaldmiðlum (DKK, SEK, CHF).
Vilhjálmur Þorsteinsson, 13.11.2008 kl. 10:51
Vandi BNA er mun meiri, því þar stefnir í þjóðargjaldþrot, líkt á hér á Íslandi. Bílarisinn GM er að falla og almenningur hrekst út á götuna í hundruða þúsundatali, nýleg frétt frá Kaliforníu sagði frá því að allt að 90% húsa á sumum svæðum væri til sölu, yfirgefin af fólk sem hafði hrakist á götuna eftir innheimtuaðgerðir bankanna.
Á meðan BNA er að breytast í risastóran "trailerpark" stendur Evrópa traust eins og klettur. Vissulega verður fólk í Evrópu vart við smá "butterfly effect" frá hruni Bandaríkjanna en öflugt félagslegt net evrópulanda mun hjálpa því fólki á meðan almenningur sveltur í Bandaríkjunum.
Þessi frétt um hrikalega framtíð BNA er lýsandi um ástandið eins og það er í raun. Takið líka eftir gömlu bílunum fyrir framan þinghúsið á myndinni með fréttinni. Þetta er dæmigert fyrir það sem Bandaríkin standa frammi fyrir eftir að GM er hruninn og kaumáttur amlmennings hverfur, ástand eins og hefur verið á Kúbu undanfarinn tugi ára...
Þetta innlegg í umræðuna var skrifað á sama hátt og síðuhöfundur gerir, bara með öfugum formerkjum
BigBrother (IP-tala skráð) 13.11.2008 kl. 11:14
Ég þakka Katrínu og Ragnhildi kærlega fyrir góð orð til mín.
Hvað sem öllu líður þá er það samt svo að:
Svo þakka ég ykkur öllum fyrir góða umræðu.
Kærar þakkir öll
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 13.11.2008 kl. 12:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.