Mánudagur, 3. nóvember 2008
Uppfært: Leiðari Morgunblaðsins biður um meira atvinnuleysi handa Íslendingum
Í tilefni 95 ára afmælis Morgunblaðsins skrifa ég þennan stutta pistil. Þessi pistill spratt af leiðara þessa 95 ára Morgunblaðs. Þessi leiðari mælir með leið til þess að auka varanlega varanlegt og hátt langtíma atvinnuleysi fyrir Íslendinga. Þetta er hin svokallaða finnska leið. Bent er á félagsfræðing og söngkonu í leiðaranum. Þessi leiðari ber nafnið: finnska leiðin. Morgunblaðið segir: Við getum margt lært af Finnum
En hinum megin á hnettinum bendir Vefþjóðviljinn á eftirfarandi staðreynd um það sem 95 ára Morgunblað segir að við getum lært af Finnum:
Af fréttum helgarinnar að dæma er raunveruleg hætta á því að Íslandi verði breytt í Finnland á næstu árum. Finnland er fyrirmynd Samfylkingarinnar og þar með Morgunblaðsins og Fréttablaðsins eins og sjá má í leiðurum blaðanna í dag. Egill og Spegill Ríkisútvarpsins tölta með að vanda.Áður en Sovétríkin hrundu var atvinnuleysi í Finnlandi jafnan milli 3 og 4%. Síðan gengu Finnar í ESB og atvinnuleysið hefur aldrei farið niður fyrir 8%. Finnar höfðu það með öðrum orðum betra á þennan mælikvarða í nánu viðskiptasambandi við CCCP en ESB.Finnar hafa heldur aldrei náð niður fyrir meðalatvinnuleysið í ESB (nú 8%) þótt liðin séu 16 ár síðan þeir sóttu um aðild að ESB og 13 síðan þeir fengu hana.Finnar hafa aldrei komist út úr kreppunni.
Hérna eru tölurnar, og þær tala ekki máli 95 ára Morgunblaðs, félagsfræðings eða söngkonu. Fyrir mér lítur málið svo út að með inngöngu í ESB hafi Finnland búið til varanlega flóðbylgju af atvinnulausu fólki í Finnlandi. Með öðrum orðum: sjúkan þjóðarhag. Þessutan þá flýr stór hluti hámenntaðs fólks (Phd) öskrandi frá Evrópusambndinu og yfir til Bandaríkjanna því ESB er núna heilum 30 árum á eftir Bandaríkjamönnum í fjárfestingum í rannsóknum og þróun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu
Nettó greiðslur Finnlands til Evrópusambandsins.
Finnland hefur verið nettó greiðandi TIL ESB frá sama ári og Finnland gékk í ESB þ.e. frá árinu 1995. Eina undantekningin er árið 2000, þá fengu Finnar meira út úr ESB en þeir greiddu til sambandsins. Árið 1995 greiddu Finnar 308 miljónir evra nettó til Evrópusambandsins. Árið 2007 var þessi greiðsla komin í 403 miljónir evra. Finnland tók ekki þátt í ECU því aðgangur að ECU var frystur 1993.
Finnland, evra og nú rúblan aftur
Finnar tóku upp evru sem mynt í umferð þann 28. febrúar árið 2002 eða 7 árum eftir að þeir gengu í ESB og heilum 13 árum eftir að Sovétríki áætlunargerðarmanna hrundu saman vegna fátæktar og ófrelsis og drógu þar með Finnland með sér inn í hrikalegum dragsúg frá hruni þessa Sovétríkja-sambands áætlunargerðarmanna. Fall Sovétríkjanna þurrkaði út 25% af útflutningi Finnlands og útistandandi eignir og fjármunir Finna í USSR hurfu einnig að miklu leyti.
En núna er Rússland aftur orðið stærsti einstaki útflutningsmarkaður Finna eða um 10%. Finnska markið var lengi að hluta til tengt Bandaríkjadal því verð á pappír á heimsmarkaði var í dollurum. Finnar reyndu að binda finnska markið við ECU árið 1991 en sú binding var sprengd í tætlur þrem mánuðum seinna og markið féll um 12%. Finnska markið tengdist ERM árið 1996 eða 7 árum efir að stóra finnska kreppan hófst.
Á meðan Finnar hafa þjáðst
Næstum allan þennan tíma hefur íslenska þjóðfélagið ekki þurft að berjast við Finnsku leiðindin. Það hefur nefnilega reynst íslensku þjóðinni einstaklega vel að standa utan við Atvinnuleysissamband Evrópu, ESB.
Tengt efni:
Hindrar evra atvinnusköpun? - ætlað ASÍ
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna - ætlað öllum
Stærsta hagkerfi Atvinnuleysissambands Evrópu, ESB
Að lokum er hægt að gleðja lesendur með Þýsku leiðinni, En þar hækkar og hækkar atvinnuleysið því meira og dýpra sem Þýskaland sekkur ofaní eymd og volæði Atvinnuleysissambands Evrópu, ESB
Meira tengt efni:
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.11.2008 kl. 09:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 2
- Sl. sólarhring: 47
- Sl. viku: 441
- Frá upphafi: 1389084
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 246
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll vertu Gunnar.
Fín og fróðleg samantekt hjá þér að venju.
Því miður geri ég ráð fyrir að flestir sem þurfi að lesa og læra þennan fróðleik þinn um Atvinnuleysissamband Evrópu munu forðast að gera það.
Hvort sem þeir eru eða heita forsvarmenn launþegahreyfingar, atvinnulífs, stjórnmálamenn ofl. því það er nefnilega svo vont að kyngja sannleikanum þegar maður skal, já skal, trúa öðru, hvað sem tölulegar staðreyndir, frá sambandinu sjálfu, sýna.
En verkafólkið sjálft, hvað með skoðanir þess.
Kannski tekur það völdin af stjórnum sínum, þegar það hefur upplifað á eigin skinni, mikið atvinnuleysi á næstu mánuðum hér á Íslandi skv. íslenskum atvinnuleysismælikvörðum og skilur þess vegna hversu grafalvarlegt atvinnuleysið er og hversu hættulegt það er að hafa þannig hagstjórn við lýði sem eykur það.
Þetta segi ég enda þótt slíkt atvinnuleysi og hér verður mundi líkast til kallast skítur á priki skv. gildandi venju í Atvinnuleysissambandinu.
Kveðja
GRI
Guðm. R. Ingvason (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 22:00
Takk fyrir þessar upplýsingar.
María Kristjánsdóttir, 3.11.2008 kl. 22:19
Já, þú vandar þig og ert mjög fróður um þessi mál. En það eru fleiri sem þekkja vel til í Evrópu.
------------------------------------------------------------------------------------
Ég þekki vel til í Finnlandi og Þýskalandi, þar sem fyrrverandi kona mín var 1/2 finnsk og 1/2 þýsk. Þýskalandi var mitt heimili í 12 ár og á hverju sumri fór ég annaðhvort til Íslands eða Finnlands og stundum til beggja landa. Í gegnum börnin mín og fyrrverandi tengdaforeldra, sem búa í Finnlandi, eru tengslin þangað sterk. Sömu sögu eru auðvitað að segja um Þýskaland.
----------------------------------------------------------------------
Þýskaland:Atvinnuleysi var í raun á hátindi velgengninnar upp úr árinu 1980 og hafði jafnað sig eftir olíukreppuna, sem hafði mjög alvarlega áhrif þar í landi líkt og í öðrum iðnvæddum löndum.
Því miður voru skattar og aðrar álögur hækkaðar mikið á þessum víða - m.a. á Norðurlöndunum - sem urðu til þess að "vinna" varð of dýr. Þetta og lítill sveigjanleiki á vinnumarkaði urðu til þess að atvinnuleysi jókst gífurlega í Þýskalandi á árunum 1980-1989.
Síðan kom sameining þýsku ríkjanna og það átti sér stað gífurleg þensla. Austurþjóðverjana vantaði allt frá bílum til húsgagna og byggja þurfti upp allan "Infra Struktur", s.s. síma og samgöngur. Þetta var fjármagnað með gífurlegum lántökum ríkisins og aukinni skattlagningu Vesturþjóðverja. Þetta útskýrir minnkandi atvinnuleysi á árunum 1990-1992.
Síðan kom höggið þegar milljónir manna urðu atvinnulausir í austurhluta Þýskalands. Á sama tíma minnkaði neysla í Austur- og Vesturþýskulandi, bæði vegna aukinna skatta og atvinnuleysisins. Þjóðverjar voru fyrst núna að byrja að rétta úr kútnum, þegar kreppan byrjaði, líkt og sjá má á línuritinu - 2006-2008.
Þetta hefur því ekkert að gera með evruna eða aðild að ESB.
---------------------------------------------------------------------
Finnland: Líkt og sjá má var atvinnuleysi lítið framan af í Finnlandi. Finnlandi minnti svolítið á eldgamla Ísland með SÍS og bæjarútgerðir og alskyns ríkisfyrirtæki. Allskonar vara var framleidd og seld til Rússlands, en í staðinn fengu Finnar ýmsan varning, s.s. olíu og bíla o.s.frv. Mikið var um niðurgreiðslur á neysluvörum og einnig fór mjög háar upphæðir í útflutningsbætur á öllum fjáranum. Miklir styrkir fóru til byggðamála og allskyns gæluverkefna til að halda upp háu atvinnustigi. Markaðslögmál réðu ekki alltaf hvaða fyrirtæki héldu lífi og hvaða bransar. Opinberar aðgerðir í atvinnumálum voru ekki undantekning heldur regla. Kemur þetta ekki allt kunnuglega fyrir sjónir?
Þetta hagkerfi var því í raun komið fram á heljarþröm árið 1990, þegar járntjaldið féll. Yfir nóttu misstu Finnar alla sína markaði í Rússlandi og voru tilneyddir til að gjörbylta sinni atvinnustarfsemi og í raun öllu þjóðfélaginu.
Allur samanburður við bankakreppuna hjá okkur er algjörlega út í hött. Hér var það ekki atvinnulífið, sem fór á hausinn, heldur bankakerfið.
Jafnt og þétt hefur atvinnuleysi minnkað í Finnalandi. Eftir að landið gekk í ESB tók það svo mikilli breytingum að ótrúlegt má virðast. Það fólk, sem ég þekki mjög vel persónulega, segir að matvara, vextir, tryggingar og önnur þjónusta hafi lækkað mjög mikið í verði við inngönguna í ESB og ég hef eiginlega ekki heyrt neinn tala illa um ESB. Ég kom fyrst til Finnlands árið 1991 og síðast núna í september. Í raun er ekki hægt að tala um að þetta sé sama þjóðfélagið. Evran hefur síðan enn styrkt stöðu Finnlands og bæði almenningur og atvinnulífið er sammála um það.
Ég sé ekki betur en að atvinnuleysið hafi minnkað til muna eftir að landið gekk í ESB.
Guðbjörn Guðbjörnsson, 3.11.2008 kl. 22:53
Þetta er eitthvað sem allir þjóðfélags og efnahags menntaðir vita og hinir öskra endalaust úttekt og við þurfum ekkert að gera hana, við viljum ekkert 7,83% meðal atvinnuleysi hér. 2005-2008. og hærra í löndum með Evruna en án.
2,58% í vöxt að meðaltali er líka frekar slakt.
2,1% fyrir lönd með Evru
Johnny Bravo, 3.11.2008 kl. 23:39
Það er einföld ástæða fyrir því afhverju Þýskaland hefur átt í vandræðum með atvinnuleysi. ATVINNULÖGGJÖFIN!!
Það er gjörsamlega út í hött að menn skuli í alvöru vera að halda því fram að Ísland hefði ekki fyrir löngu síðan átt að ganga í ESB. Ég held að reynsla síðustu vikna ættu að kenna okkur það.
Núna eru Danir einmitt að læra mjög dýra lexíu sem felst í því að þeir létu vinstri sósíalistana stoppa sig í upptöku á Eur. Þessi ráðstöfun var nauðsynleg vegna gríðarlegs fjármagnsflótta frá DK.
Ef að Íslendingar hefðu ekki hlustað á bjánaherinn í kringum Davíð Oddson þá værum við í frábærri stöðu núna en ekki að horfa fram á djúpa nokkurra ára efnahagslægð.
Til fjandans með þetta lið sem hefur stýrt Íslandi þessa kolröngu leið. Þeir eiga skilið opinbera flengingu á Austurvelli.
IG (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 23:43
Sekkur Þýskaland ofan í "eymd og volæði"??? Ég var nú búsettur í höfuðborg Þýskalands á hátindi þessa atvinnuleysislínurits og varð hvorki var við eymd né volæði, auk þess sem allir sem nenntu að hafa fyrir hlutunum gátu fengið vinnu á þeim tíma. Hvaða rugl er síðan það að vera búsettur í ESB til margra ára en rembast samt við að framleiða áróður gegn nauðsynlegri ESB aðild Íslands. Af hverju ertu ekki búsettur á hrafnfundnu eyjunni sem er utan ESB fyrst það er svona frábært?
Historiker, 4.11.2008 kl. 01:24
Ha ha ha. Mér þykir nokkuð skondið að þú sýnir hérna línurit sem sýnir að atvinnuleysi hríðféll eftir að Finnar gengu inn í ESB sem merki um hvað ESB skapar mikið atvinnuleysi.
Nú skulum við segja að Finnar hefðu gengið ÚR ESB 1995, þá værum við að horfa á línurit hérna á blogginu þínu sem sýndi atvinnuleysi í Finnlandi frá 1995 og til dagsins í dag sem myndi sýna að þegar þeir gengu úr ESB þá var tæplega 20% atvinnuleysi en í dag sé aðeins 6%. Þetta myndu grunnhyggnir ESB andstæðingar grípa á lofti og tala um hvernig þetta sé alveg rosaleg sönnun fyrir því hvernig ESB er slæmt fyrir atvinnu. Sem sýnir svo bara aftur að það er algjörlega tilgangslaust að ræða við hörðustu ESB andstæðinga um ESB af einhverri alvöru því þeir snúa út úr öllu og fara tala eitthvað út í loftið eins og einhverjir vitleysingar.
Hvað atvinnuleysi í Þýskalandi varðar, þá myndi nú einhver telja að sameining vestur þýskalands við austur þýskaland(fyrrverandi kommúnistaríki) hefði hér eitthvað meira að segja en ESB um atvinnuleysi. Reyndar er það einstakt afrek að Þýskaland skuli vera stærsta útflutningsþjóð í heimi og hafa þjóðarframleiðslu per einstakling á við t.d Breta og Frakka þrátt fyrir að hálft Þýskaland var undir hæl Sovétríkjanna fyrir aðeins 15 árum eða svo. Geri nú aðrir betur en það.
Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 03:44
Ég þakka yffir öllum fyrir innleggin. Ég uppærði pistilinn með nytsömum upplýsingum hvað varðar Finnskla leiðann, s.s. styrkir og greiðslur til ESB.
Guðbjörn hefur alveg rétt fyrir sér. ESB hefur ekki gagnast Þýskalandi peningalega eða efnahagsega því ESB var fyrst og fremst friðarbandalag á milli Fakka og Þjóðverja. Sama er að segja um Finnland. En núna eru embættismenn búnir að breyta ESB í stofnun nýs ríkis eða heimsveldis (Empire) eins Manuel Barroso lýsir Evrópusambandinu núna því það er ekki hægt að stoppa illa gefna embættismenn með pennum og reglustrikum, það þarf meira til.
IB er eitthvað að tala um Danmörku að mér skilst. Eitthvað um atvinnumarkað og flótta fjármagns. Um það vil ég segja að ERM rústaði atvinnumarkaði Danmörku og fór atvinnuleysi uppí 12%. Verðbólga var t.d. 1,2% á meðan stýrivextir voru nálægt 11-12% í Danmörku á sama tíma.
Margir glemya því að Danir hafa sparað mikila frámuni á því að standa fyrir utan Evru þvi stýivextir hafa legni verið lægri í Danmörku en hjá Evrópska seðlabankanum. Svo útkoman er Dönum hagstæð að hafa staðið fyrir utan Evru. Þessutan þá hefur þetta aldrei verið spursmál um krónur og aura fyrir Dani heldur um möguleikann á að segja sig úr ESB þegar það fer á hausinn og þá án þess að þurfa að taka þátt í samgjaldþroti evrusvæðis, því á hausinn er það að fara. En já, núna hrynja sölumenn evru út úr skápnum í Danmörku í von um að geta hrætt fólkið með peningabuddunni - dálítið eins og hjá vissum stjórnmálamönnum á Íslandi sem selja evrur sem sleikipinna núna - og það alveg án þess að roðna.
Íslendingum myndi líða eins með 80 milljón Þjóðverja og 60 milljón Frakka í túnfæti Íslands. Það eru einungis 67 ár síðan Þjóveðjar hernumndu Danmörku og tröllriðu landinu. Það er eingin þjóð í Evrópu sem lítur eins einfeldingslega á þesi mál eins og margir virðast gera á Íslandi núna, akkúrat núna eftir að Íslendingar urðu dálítið blánkari vegna þess að þeir duttu af hestbaki um stundarsakir. Enginn hér lítur á ESB sem mynt.
En nærliggjandi væri að segja frá því að Svíðþjóð er með miklu lægri stýrivexti en Danmörk vegna þess að Svíum er sama þó gengið falli aðeins því það hjálpar þeim við að flytja út fleiri Volvo og Bofors fallbyssur á betra verði. Þó er verðbólgan smávegis hærri í Svíþjóð en á evrusvæði í heild, og hærri en í Danmörku eða 4,4% í Svíþjóð.
Svíþjóð getur gert eins og þeim snýnist vegna þess að þeir ganga í skóm sem passa þeim sjálfum og ekki einhverju myntbandalgi sem er stýrt af steingerfingum í mið- og suður Evrópu sem er að fara á hausinn vegna apaháttar í efnahagsstjórn. Svíar vita að verðbóga er á niðurleið í Svíþjóð og þessvgna þora þeir að lækka vexti.
Stýrivextir 31 október 2008, prósent
Bandaríkin: 1,00
Japan: 0,30
ECB: 3,75
Bretland: 4,50
Kanada: 2,25
Svíþjóð: 3,75
Noregur: 4,75
Danmörk: 5,50
Ungverjaland: 11,50
Rússland: 11,00
Brasilía: 13,75
Mexíkó: 8,25
Indland: 9,50
Kína: 6,66
Taiwan: 3,00
Saudi Arabía: 12,0
Tyrkland: 16,75
Heimild: Reuters (TT)
Niðurstaða samfylkingarinnar: göngum í Japan og Bandaríkin, nei afsakið . . . hvað er þetta . . . göngum í ESB!
Niðurstaða hins hugsandi manns: stýrivextir koma greinilega eftir verðbólgustigi, nema í myntbandalögum. Danmörk ætti að standa fyrir utan myntbandalagið og fyrir utan ESB þá gætu þeir framkæmt peningastefnu sem hentar Danmörku og ekki einhverjum steingervingum í mið- eða suður Evrópu. Það kostar að gefa sjálfsræði sitt uppá bátinn.
Nú á Seðlabanki Íslands eftir full haðnar fallbyssur stórskotaliðs til að skjóta á örvun hagvaxtar. Hugsið ykkur hvaða þýðingu það mun hafa. Bank of Japan á einungis tóma fallbyssu eftir til að örva elliheimilið Japan.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2008 kl. 05:46
Það er einnig hægt að benda á að eftir að Svíar gengu í ESB hafa utanríkispólitísk áhrif þeirra alveg horfið af sjónarsviði heimsmála. Svíar eru núna týndir og tröllum gefnir í ESB. Svo nú eru það Norðmenn sem hafa miklu meiri utanríkispólitísk áhrif. En Svíar eru þjóðin sem einusinni var.
Einu sinni var þjóð sem hét Svíar . . . . .
Svona er að vera gleyptur.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2008 kl. 05:50
Þú skrifar:....
"Það er einnig hægt að benda á að eftir að Svíar gengu í ESB hafa utanríkispólitísk áhrif þeirra alveg horfið af sjónarsviði heimsmála. Svíar eru núna týndir og tröllum gefnir í ESB. Svo nú eru það Norðmenn sem hafa miklu meiri utanríkispólitísk áhrif. En Svíar eru þjóðin sem einusinni var."
Vá, pældu hvað Svíar eru óheppnir að hafa þig ekki sem forsætisráðherra, þú kannt aldeilis á öll þessi mál og það mætti bara halda að Svíar viti ekkert í sinn haus miðað við hvað þú og íslenskir stjórnmálamenn eru gáfaðir.
Þú skrifar síðan....
"Það er eingin þjóð í Evrópu sem lítur eins einfeldingslega á þesi mál eins og margir virðast gera á Íslandi núna, akkúrat núna eftir að Íslendingar urðu dálítið blánkari vegna þess að þeir duttu af hestbaki um stundarsakir."
Þetta er reyndar alveg 100% rétt hjá þér, evrópuumræðan eru á miklu hærra vitsmunastigi í Evrópu en á Íslandi. Þetta hefur orðið til þess að næstum hvert einasta Evrópu ríki hefur viljað ganga inn í ESB.
Mér hefur alltaf þótt það alveg furðulegt fyrirbæri hvernig íslenskir stjórnmálamenn hafa talið sig búa yfir einhvers konar sérþekkingu á ESB og Evrópu sem kollegar þeirra í Evrópu "fatta bara ekki".
Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 11:22
Samkvæmt nýjustu upplýsingum, Jón Gunnar Bjarkan, þá er hálft Atlantshaf og heill Norðursjór á milli Íslands og meginlands Evrópu. Þessu er því ekki þannig farið að þú sért með 80 miljón Þjóðverja og 60 miljón Frakka í túnfæti Íslands undan skaga Reykjaness. Þetta hefur oft komið sér vel fyrir Ísland. Þetta Jón, vita ennþá sumir á Íslandi, en þessu ná þeir því miður ekki sem skilja ekki upphaflega tilganginn með ESB, en sem eru samt ennþá í svo háhæla vitsmunastígvélum í botni Borgarfjarðar og nágrennis að þeir ímynda sér fullt af örðum hlutum um ESB og kalla þá ímyndunarveiki fyrir fræðimennsku. Eins og til dæmis að ESB sé gjaldmiðill.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 4.11.2008 kl. 11:56
Vá ertu að meina þetta? Er ástandið virkilega svona slæmt í ESB og er evran virkilega svona slæm? Er ESB búið hersetja Dani nokkuð. Ef ekki þá hljóta þeir nú að fara yfirgefa sambandið bráðum.
"En núna eru embættismenn búnir að breyta ESB í stofnun nýs ríkis eða heimsveldis (Empire) eins Manuel Barroso lýsir Evrópusambandinu núna því það er ekki hægt að stoppa illa gefna embættismenn með pennum og reglustrikum, það þarf meira til."
"Um það vil ég segja að ERM rústaði atvinnumarkaði Danmörku og fór atvinnuleysi uppí 12%. Verðbólga var t.d. 1,2% á meðan stýrivextir voru nálægt 11-12% í Danmörku á sama tíma."
"Þessutan þá hefur þetta aldrei verið spursmál um krónur og aura fyrir Dani heldur um möguleikann á að segja sig úr ESB þegar það fer á hausinn og þá án þess að þurfa að taka þátt í samgjaldþroti evrusvæðis, því á hausinn er það að fara."
...og það allra besta sem þú skrifaðir:
"Fyrir mér lítur málið svo út að með inngöngu í ESB hafi Finnland búið til varanlega flóðbylgju af atvinnulausu fólki í Finnlandi. Með öðrum orðum: sjúkan þjóðarhag. Þessutan þá flýr stór hluti hámenntaðs fólks (Phd) öskrandi frá Evrópusambndinu og yfir til Bandaríkjanna því ESB er núna heilum 30 árum á eftir Bandaríkjamönnum í fjárfestingum í rannsóknum og þróun sem hlutfall af þjóðarframleiðslu"
Maður spyr nú bara þar sem þú hefur ekki hlaupið öskrandi frá ESB ennþá heldur beinlínis flutt frá Íslandi til ESB hvort þú hafir tekið vitlaust flug? Ertu með nóg að borða og svona?
Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 12:36
Gunnar það er tímaeyðsla að svara mönnum sem koma ekki með ein einustu rök fyrir máli sínu. Líttu bara á Jón Gunnar, eina sem hann gerir er að vitna í það sem þú hefur sett fram í veikri von að draga úr gildi skrifa þinna. Það er klárt mál, miða við skrif hans hér, að maðurinn hefur ekkert vit á efnahagsmálum og er með hausinn svo langt upp í rassinum á esb að honum verður ekki snúið með rökum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 13:02
Það kemur reyndar fyrir að ég svara rökum Gunnars málefnalega en stundum er þau ekki þess virði þannig að ég nenni því ekki. Ég de-bunkaði t.d nokkrar fullyrðingar hans í greininni "Enn hrynur evran."
Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 13:06
Ekki neita ég að atvinnuleysi er og hefur verið plága í Evrópu mjög lengi, meðan hér hefur lengst af atvinnu verið hægt að fá fyrir flesta.
Það mætti líka skoða hvort hér hafi ekki verið haldið uppi fölsku atvinnustigi. Ég á við störfum haldið uppi sem skila nákvæmlega engri verðmætasköpun.
Gott dæmi eru störf sem horfin eru úr fjármálakerfinu. Fólk sem sýslaði við verðlaus hlutabréf mælir núna göturnar í stað þess að reikna út gervihagnað.
Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 13:40
Það er alls staðar fölsk atvinna og sérstaklega þar sem skriffinska er mikil eins og í ESB en að halda því fram að starfsmenn fjármálafyrirtækja hafi verið í slíkri vinnu er örugglega eitt það heimskulegasta sem ég hef heyrt.
Bankastarfsemi og starfsemi fjármálafyrirtækja er forsenda fyrir t.d. reikningsviðskiptum, fjármögnun fyrirtækja sem skapa atvinnu og verðmæti, millifærslukerfinu eins og það leggur sig og fleirru.
Nú legg ég til að skólar landsins hætti að kenna samfélagsfræðslu og taki upp eitthvað nytsamlegra eins og kennslu í hagfræði. Það er með ólíkindum hvað fólk er fávíst um umhverfi sitt og efnahag.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:24
Jón Gunnar þú getur þá kannski svarað einni spurningu sem ég hef verið að reyna að fá svör frá evrópuaðildarsinnum. Af hverju á Íslandi ekki frekar að ganga í USA, sterkari gjaldmiðill, miklu strekara hagkerfi með 25 prósent af framleiðsu í heiminum og eigendur nærri 50 prósents fjármagns heimsins, öflugasta herveldi sem hefur verið uppi í mannkynssögunni og Ísland mun njóta meira sjálfstæðis sem sambandsríki innan Bandaríjanna en nokkurn tíman innan Evrópusambandsins þ.e. auðlindir landsins verða áfram í okkar höndum.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 15:43
Vilhjálmur stútfullur af hroka sem fyrr. Ég sagði aldrei að bankastarfsemi ætti ekki rétt á sér. Ég er einfaldlega að segja að hún er of mikil og það hefur sýnt sig.
Krosseignatengsl þeirra pappírsfyrirtækja sem nú eru hrunin var eins og köngulóarvefur. Heldurðu að það hafi ekki verið nein vinna að halda utan um þennan óskapnað?
Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 16:24
Svarið við þeirri spurningu er augljóst Vilhjálmur, það er akkúrat enginn vilji fyrir meðal íslendinga að verða 51 ríki Bandaríkjanna.
Reyndar tel ég ekki að við myndum halda auðlindum okkar sem ríki innan bandaríkjanna og þú getur kannski útskýrt þetta. Við munum hinsvegar halda auðlindum okkar inn ESB. Það hefur á einhvern hátt ratað inn í umræðuna að við munum missa orkuauðlindir okkar ef við göngum inn í ESB en það er argasta vitleysa. ESB hefur ekki tekið olíuna í norður sjó eða gasauðlindir af Hollendingum t.d. Það sama gildir um fiskiauðlindir.
Afhverju segirðu að dollarinn sé sterkari gjaldmiðill en Evran?
Það er satt að USA er með 25% af hagkerfi heimsins (ESB er reyndar aðeins stærra) en það vigtar léttvægt í okkar bókhaldi þar sem Bandaríkjamenn kaupa álíka mikið af okkar vörum og Svíar ef ég man rétt eða tæplega 10%.
Að þeir séu öflugasta herveldi mannkynssögunnar eru talking points í bandarískum stjórnmálum en á ekki við rök að styðjast. Þeir eru vissulega super power(og jafnvel hefðu getað orðið hyper power en styrkur þeirra er núna á hraðri niðurleið með innkomu annarra velda) en t.d Rússland getur útrýmt bandaríkjunum karnorkusprengjum á einum degi, það er power balance sem t.d Rómverjar og Breska heimsveldið stóðu aldrei gagnvart og því voru þeir langtum öflugri herveldi.
Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2008 kl. 16:27
Það getur orðið offjárfesting víða Teddi og fjármálastarfsemi er engin undantekning en núverandi ástand má rekja til of mikillar fjárfestingar verðmæta og vinnuafls í húsnæðisbóluna. Fjármálafyrirtæki verða yfirleitt fórnarlömb offjárfestingar sama í hvaða geira hún er, enda miðlarar fjármagns, en að þessu sinni gat fjármálakerfið ekki varið sig og dreift áhættunni enda var bólan of stór. Fjármálakerfið á Íslandi var langt frá því að vera pappapeningakerfi og skapaði gífurleg verðmæti og mun einn daginn gera það aftur. Það er hins vegar rétt að einhverjir bankamenn stunduðu það að kaupa og sleja sömu bréfin en ég vil meina að það hafi verið undantekning ekki relga.
Jón Gunnar það var enginn vilji fyrir ESB í mörg ár en nú vilja margir ganga í tollabandalagið svo af hverju ættu við ekki að geta snúið því við og sannfært Íslendinga að þeir séu betur staddir í USA?
Það er deginum ljósara að við munum missa stjórn á fiskimiðunum okkar ef við göngum í ESB. Að halda öðru fram er bara afneitun. Íslendingar hafa tvívegis sent sérstaka sendinefnt til að ræða afstöðu ESB til sameiginlegra sjávarútvegstefnu og ávalt verið skotnir niður með hugmyndir um sérstöðu Íslands.
Dollarinn er sterkari gjaldmiðill en Evran af þeirri einföldu ástæðu að hann hefur sögulegan stöðuleika, er sá gjaldmiðill sem mest er notaður í heiminum og hefur þjónað sínu hagkerfi miklu betur en Evran hefur þjónað sínum aðildarríkjum. Kostir okkar að taka upp dollara eru líka þeir að öll orkuviðskipti í heiminum fara fram í dollurum, af hverju heldur að landsvirkjun geri upp í dollurum. Ef við ætlum að nýta orkuauðlindir okkar munum við eiga miklu meiri viðskipti með dollara.
Nú er á borðinu sameiginleg orkulöggjöf hjá ESB vegna hagsmuna engra annarra en Þjóðverja sem vilja losa sig undan því að vera háðir gasi og olíu frá Rússlandi. Þú ert bjartsýn ef þú heldur að ESB muni leyfa okkur að sitja á gífurlega mikilli ónýttri orku til frambúðar.
En snúum okkur að Bandaríkjunum því innan þeirra hafa fylki full yfirráð yfir sínum auðlindum og hefur t.d. Texas stoppað olíuborun á stórum svæðum sem þeir telja sig vilja geyma til betri tíma þrátt fyrir hátt olíuverð og tal um skort. Alaska er með sér fiskveiðistefnu og svo mætti lengi telja. Við yrðum hluti af stærsta hagkerfi heimsins, það ætti að veita okkur eitthvað skjól og hindra menn í að setja á okkur hryðjuverkalög.
Evrópa er efnahagslega veik, skapar fá störf miða við USA, er eftir þeim á flestum sviðum og hefur m.a. dregist aftur úr í lífskjörum. Mörg stór framleiðslufyrirtæki flýja núna til austur evrópu í skjól frá evrunni, háum sköttum og skelfilegri vinnumálalöggjöf. Ísland væri betur borgið innan USA en ESB það er því engin rökrétt afstaða að vilja ganga í ESB. ESB sinna eru að verða eins og femínistarnir sem vilja konur en bara ef þær eru vinstri sinnaðar.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 17:32
Guðjón I. Guðjónsson: Veistu hvað, ég er að reyna að nálgast hlutina út frá skynsamlegum rökum, en auðvitað blandast tilfinningarnar inn í. Það er oft erfitt að greina á milli raka og tilfinninga og ég er ekki sá eini, sem hef átt í vandræðum með það!
Kæru vinir! Það er einkennilegt að vera svona ungur en samt svona gamall. Ég upplifði endalok viðreisnartímabilsins, þegar ég sá besta vin minn flytja til Svíþjóðar og við kvöddumst grátandi 7 ára gamlir í vesturbænum í Kópavoginum. Síðan tóku við spennandi ár upp úr 1970, þegar manni fannst Ísland vera í miklum uppbyggingargír: keyptir voru togarar í hvert pláss og uppbyggingin gífurleg bæði hvað varðar húsnæði og atvinnuvegina.
Síðan tók við ofurþensla, óðaverðbólga, stjórnleysi og veit ég ekki hverjir stóðu sig þar verst vinstri eða hægri menn. Ég upplifði það að kaupa íbúð 1985 og tapa henni 1986 (1986 kynslóðin) og þá ákvað ég að yfirgefa landið.
Síðan upplifði ég sem sjálfstæðismaður Austur Þýskaland í tvö ár. Hafi ég einhvern tíma verið hægri maður þá var það eftir dvölin þar.
Síðan tóku við góð ár í Vestur Þýskalandi (ESB). Það var hægt að vera hamingjusamur og hafa það gott þar - ótrúlegt nokk!
Síðan flutti ég heim 1998 og þar var líka hægt að vera hamingjusamur og hafa það gott! Fljótlega tók ég þó að taka eftir ýmsum göllum á heimalandinu, s.s. háu verðlagi á vöru, þjónustu og vöxtum. Launin löguðust og þá tók maður minna eftir þessu, en hugsaði samt méð sér árið 2002 hverslags Paradís á jörðu þetta væri ef við værum með alla vega vextina í ESB. Eftir þetta komu frekari efasemdir um að Íslandi væri betur komið utan ESB, þar til ég sannfærðist í fyrravetur um að best væri að far í aðildarviðræður.
Ég er og verð alltaf hægri maður og ekki vinstri maður, en ég vil skoða ESB aðild!
Ég geri það með eða án Sjálfstæðisflokksins og þannig hugsar rúmlega helmingur flokksins!
Hvaða skref tekur maður næst?
Guðbjörn Guðbjörnsson, 4.11.2008 kl. 22:07
Ég hlustaði á einhverja konu í útvarpinu í dag fara hamförum yfir kostum ESB, næstum því eins og verið væri að selja Herbalife.
Langar fólk virkilega til að ganga inn í apparat sem leitast við að hafa áhrif á uppbyggingu ýmisa þátta þjóðfélagsins með styrkveitingum sem dæmi?
Mér persónulega þykir slíkt ekki fýsilegt. Þarna var því t.d. haldið fram að við fengjum ekki aðgang að alþjóðlega menntakerfinu öðruvísi en innan ESB.
Talað af fullkominni fáfræði og einhverjum ofurmetnaði.
Því er skemmst frá því að segja að við höfum nú þegar aðgang í gegnum aðild okkar að öllum meiriháttar samvinnuáætlunum á sviði mennta.
Hvað varðar vottanir og eftirlitskerfi fyrir skóla þá hafa þær bara ekkert að gera með ESB. Það má vel vera að einhverjar heimatilbúnar einka-ESB vottanir séu til, en það skiptir ekki máli.
En þetta er nú útúrdúr og kannski ekki beint það sem er rætt um.
Eins og alltaf kæri Gunnar R. þá eru pistlar þínir frábærlega unnir og þakka ég mjög fróðlega speca. bkv. til Danmerkur!!
sandkassi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 02:11
Ókei Vilhjálmar, ég ætla að taka á nokkrum þessum punktum þínum. Ég ætla reyndar að sleppa því að reyna sannfæra þig afhverju við eigum ekki að ganga inn í USA, þau komment dæma sig sjálf fyrir hvern sem les þetta og ætla ég að leyfa þeim að meta hvar þeir hafa þig í þeim málum. Við skulum bara segja að ég sé ósammála en ef þú vilt reyna sannfæra einhvern eins og þú segir um ágæti þess að Ísland verði 51. ríki Bandaríkjanna, þá gjörðu svo vel fyrir mínar sakir.
Varðandi auðlindirnar, þá eru komment þín mjög loðinn og er það væntanlega viljandi til að reyna fela það sem rétt er fyrir þeim sem ekki vita. Það sem þú ert að gefa í skyn er að íslendingar muni missa auðlindir sínar en þetta er argasta vitleysa. Reyndar var reynt að sannfæra okkur um að þegar við gengjum í ESB þá myndi allt troðfyllast hér af spænskum togurum. Ekki einu sinni anti ESB sinnar reyna að halda þessu fram lengur þar sem þetta hefur verið rækilega de-bunkað, meðal annars af þessum nefndum sem minntist á og voru undir stjórn Björn Bjarnasonar. Það er ÖLLUM sem hafa kannað þetta mál fullkomlega ljóst að allar veiðiheimildir muni ganga til íslendinga. Nú þegar búið er að kasta þessu rugli út af borðinu, þá er reyndar búið að skipta inn í staðinn þeim rökum að vissulega missum við ekki fiskiauðlindirnar okkar en vegna þess að ESB löggjöfin gæti kannski hugsanlega breyst í framtíðinni, þá ættum við ekki að sækja um í ESB. Auðvitað eru menn með þessu að útiloka inngöngu inn í öll alþjóðasamtök/stofnanir með þessum rökum því allar stofnanir eru háðar breytingum, t.d er verið með slíkum rökum að hvetja okkur til að segja okkur úr NATO og Sameinuðu Þjóðunum því þessar stofnanir gætu breyst með þeim hætti að þær muni gera tilkall til auðlinda okkar.
Það sem þú ert að reyna rugla hérna saman er að ESB gæti stigið inn í ef rannsóknir lægju fyrir að við séum að veiða umfram það sem er sjálfbær veiði til að vernda stofninn, og reyndar sagði Joe Borg sjávarútvegsráðherra að íslendingar standi sig bara fjandi vel í að halda veiðum sjálfbærum svo yrði þessari löggjöf harla beitt. (Vel að minnast fyrir þá sem halda því fram hvað Ísland væri áhrifalaust innan ESB, Joe Borg er frá smáríkinu Möltu og held ég að leitun sé að íslenskum embættismanni sem er valdameiri en hann). Auk þess er það einnig rugl eða misskilningur hvort það er, að það sé búið að "skjóta niður" sérstöðu Íslands. T.d sagði Olli Rehn, stækkunarstjóri ESB sjálfur, að sérákvæði í aðildarsamningum eru algengir og að ESB sé reyndar nokkuð sveigjanlegt þegar kemur að þeim. Hér var hann að tala í samhengi um fiskveiðar íslendinga. En þú ert væntanlega einn af þeim sem ert búinn að tapa samningaviðræðunum fyrir fram og skil ég ekki hvaðan menn fá svo lítið sjálfstraust.
Jón Gunnar Bjarkan, 5.11.2008 kl. 06:08
Orkuauðlindirnar:
Núna ertu ekki lengur að tala um að missum við orkuauðlindirnar sem eitthvað sem þú veist heldur að velta fyrir þér einhverri hypothetical stöðu í framtíðinni, að þjóðverjar séu að fara breyta ESB löggjöfinni til að stela auðlindum af öðrum og eins og mér sýnist þú gera þér í hugarlund, muni neyða t.d. íslendinga til að nýta sínar auðlindir. Maður eiginlega áttar sig ekki á svona tali ESB andstæðinga. Þið látið alltaf eins og ESB sé eitthvað fyrirbæri sem gangi út á það að stela öllu frá öllum. Það er nánast látið að því liggja að ESB sé einhverskonar utanaðkomandi hervald sem haldi Evrópu með vopnavaldi og geri ekkert annað en stela frá Evrópu. En fyrir þá sem ekki vita þá eru aðeins Evrópuþjóðir innan ESB, sem gengju þar öll inn með þjóðaratkvæði og það eru aðeins Evrópumenn sem stjórna ESB. Afhverju ættu þeir að vera inn í þessu sambandi til að semja lög sem ganga út á að arðræna sig. Þetta meikar engann sjéns í helvíti.
Staðreyndin er sú að við höldum orkuauðlindum okkar, að sjálfsögðu.
Með dollarinn.
Reyndar er dollarinn búinn að vera allt annað en stöðugur síðan evran koma á markað og væri ágætt að fá eitthvað máli þínu til stuðnings varðandi þennan stöðugleika sem þú talar um. Evran er búinn að þjóna ESB mun betur en dollarinn hefur þjónað USA, t.d hefur verið sköpuð fleiri störf á evrusvæðinu síðan hún var tekinn í notkun heldur en hefur verið sköpuð í USA á sama tíma. Ekki má heldur gleyma að hversu mikið skjól evran hefur veitt stórum bankamörkuðum í smáum evrópuríkjum síðastliðna mánuði, t.d er það mat forsætisráðherra Írlands að allt bankakerfi þeirra væri hrunið á sama hátt og á Íslandi ef ekki hefði verið fyrir evruna. Gæti maður vel ímyndað sér að Lúxembourg sé nokkuð sáttir við evruna núna.
Jón Gunnar Bjarkan, 5.11.2008 kl. 06:37
Með seinustu málsgreinina þína:
"Evrópa er efnahagslega veik..." alrangt með Vestur Evrópu hið minnsta.
"...skapar fá störf miðað við USA". Veit ekki hvernig það er með Evrópu yfir höfuð en ég veit að evrusvæðið hefur verið að skapa fleiri störf.
"..er á eftir USA á flestum sviðum og meðal annars dregist aftur úr í lífskjörum" Hagvöxtur hefur verið gríðarlegur í Austur Evrópu, farið yfir tveggja stafa tölu í sumum löndum en hátt í 10% í öðrum Austur Evrópu þjóðum. Evrópa er eimitt framar en USA á flestum. Lífsgæði eru langtum betri t.d bendi ég á human development index, fjölmiðlun er frjálsari og lýðræðið er meira, heilbriðgisþjónusta og velferðarþjónusta betri.
"Mörg stór framleiðslufyrirtæki flýja núna til austur evrópu í skjól frá evrunni, háum sköttum og skelfilegri vinnumálalöggjöf...." þú heldur sumsé að lár launakostnaður spili hér ekki stærra hlutverk eða heldurðu kannski að bandarísk fyrirtæki sé að flýja til Kína í skjól frá dollaranum og skelfilegri vinnumálalöggjöf.
" ESB sinna eru að verða eins og femínistarnir sem vilja konur en bara ef þær eru vinstri sinnaðar...." reyndar er þetta alveg öfugt með farið. Bandaríkjaelskur hafa sleikt sig upp við kanann svo rækilega undanfarin ár og fengið ekkert nema skítsendingu til baka að það er næstum grátlegt að heyra mann eins og Hannes Hólmstein lýsa því yfir í kastljósi um daginn að við ættum að reyna við Bandaríkjamenn aftur en hugsanlega höfum við "styggt þá frá okkur með óvarlegum yfirlýsingum." Afhverju girða svona menn ekki bara niðurum sig og beygja sig fram í staðinn fyrir að að orðlengja þetta eitthvað frekar.
Sumsé fór yfir athugasemdina þína málefnilega eins og þú varst að biðja um og langar mig að óska þér til hamingju fyrir að rata ekki á neinn einasta punkt sem eitthvað vit var í.
Jón Gunnar Bjarkan, 5.11.2008 kl. 06:56
Jón Gunnar ég veit að ESB sinna hafa gengið langt í að ljúga að fólki til að sannfæra það um ágæti ESB en ég hef aldrei komist í annað eins rugl og það sem þú ert að skrifa hér. Til að byrja með þá vil ég ekki að Ísland verði 51 ríki bandaríkjanna né aðili að ESB. Ég er einungis að benda ykkur ESB sinna á að okkur væri betur borgið innan USA en ESB. Þú hefur ekki einu sinni manndóm í þér að reyna að rökstyðja hið gagnstæða.
Þú talar svo eins og Ísland muni fá allar fiskveiðiheimildir, þá kannski eins og Króatía og Danmörk sem bæði börðust harkalega gegn aukningu á veiðum í sinni lögsögu og afsals nýrra veiðiheimilda til Portúgals, Frakklands og Spánar. Þú segir svo að hlutir hafi verið „de-bunkaðir“ hvað sem það þýðir og bætir við að undir stjórn Björns Bjarnasonar í einhverri sendinefnd. Nú ertu að grípa til þess að ljúga að fólki til að fegra málstað þinn. Fyrri nefndin sem fór var undir forustu Þorsteins Pálssonar, þá verandi dóms- og kirkjumálaráðherra, og hin seinn af Valgerði Sverrisdóttur. Veistu eitthvað um hvað sameiginlega fiskveiðistjórnunarkerfið snýst um hjá ESB? Veistu af hverju þeir hafa þurft að loka svæðum á því eða af hverju sjávarútvegur í ESB stendur ekki undir sér. Þú ert líklega að fara koma með einhverja uppskáldaða sögu um að hitt og þetta hafi verið „de-bunkað“ af nefndum sem ekki voru til og stýrt af mönnum sem aldrei hafa komið nálagt slíku starfi. Endilega segðu okkur svo fleiri sögur af því hvað stækkunarstjóri ESB segir fallega hluti um Ísland og sérstöðu okkar, þetta bara eins og spyrja bílasala um ágæti vörunar sem hann selur. Sagði hann þér frá því þegar ESB neyddi Króata til að auka veiðar hjá sér þrátt fyrir tilmæli fiskifræðinga í Króatíu um annað, eða þegar Ítalir heimtuðu veiðiheimildir í Portúgalskri lögsugu og fengu það þrátt fyrir mótmæli Portúgala? Sagði hann þér frá því að Ítalir kvarta sáran undan vaxtastefnu Evrunnar og telja hana bagga á hagkerfinu sínu í dag?
Ef ESB samþykkir lög um sameiginlega orkustefnu leiða allar líkur að því að við missum ákvörðunarrétt okkar á nýtingu orkuauðlinda okkar. Það má vel vera að svo verði ekki og vonandi verður sameiginlegs stefna mörkuð með hagsmuni hvers aðildarríkis fyrir sig en reynslan kennir okkur bara að allt sem sambandið segir sameiginlegt er stjórnað frá Brussel og aðildarríkin hafa lítið um það að segja, nema auðvitað stærstu ríkin.
Vestur Evrópa er efnahagslega veik í samanburði við USA. Skoðum vinnumarkaðinn því undanfarin 20 ár hafa verið sköpuð hátt í 40 milljón störf í USA á sama tíma rétt tæplega 12 milljón í EU-12 ríkjunum. Það hafa tapast 8 milljón störf í USA á sama tíma og 5 milljón í EU-12 það gerir 32 plús í USA en ekki nema 7 plús í EU-12 ríkjunum. Atvinnuleysi er frá tvöfalt til fjórfalt meira í aðildarríkjum EU en í USA. Það er skemmtileg tafla efst í hausnum á þessari síðu sem Gunnar Rögnvaldsson hefur póstað ég mæli með að þú skoðir hana. Þú getur líka lesið þig til um ýmsar upplýsingar á þessari síðu ftp://ftp.bls.gov/pub/special.requests/ForeignLabor/flsgdp.txt Þarna sjást yfirburði USA yfir ESB ríkin.
Það er rétt að fyrirtæki í USA hafa farið til Kína og Indlands en það verða samt til ný störf í USA sem er ekki að gerast í EU, því gjaldmiðilinn er hindrun.
Ég legg til að þú haldir þig við staðreyndir næst þegar þú reynir að sannfæra einhvern um ágæti ESB. Við skulum líka hafa eitt á hreinu, ESB er ekki alslæmt samband en kostirnir eru bara miklu færri en gallarnir.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 17:22
Ha ha, hva? Menn bara orðnir æstir.
Það þýðir ekkert að skammast í mér, það varst þú sem gafst í skyn að það væri svo sniðugt að ganga inn í USA og færðir fyrir því rök eins og að þá væri ekki hryðjuverkalögum beitt á okkur og svo framvegis(Bretum hefði reyndar aldrei verið þolað að halda hryðjuverkalögum á okkur ef við hefðum verið í ESB).
En ef það er augljóst afhverju við eigum ekki að ganga í USA frekar en ESB(ef okkur stendur þá til boða að ganga í USA) þá má nefna augljósa hluti því þú nefndir Texas og Alaska. Þá er Texas og Alaska ekki sjálfstæðar þjóðir, þær hafa ekki congress/senate eins og við höfum Alþingi, þeir eiga ekki sér aðila að Sameinuðu þjóðunum, skatttekjur þeirra eru notaðir til að reka batterí eins og hernað bandaríkjanna (og bara til að minna suma sem tala um hvað ESB er rosalega dýrt batterí og hvað þarna sé mikil kostnaður við skriffinsku, þá er ódýrara að reka allt ESB heldur Pentagon eitt og sér), þeir hafa ekki sinn eigin forseta, forsætisráðherra eða utanríkisráðherra og svo framvegis og framvegis. Með öðrum orðum Texas og Alaska eru fjarri því að vera sjálfstæðar þjóðir.
"Þú segir svo að hlutir hafi verið „de-bunkaðir“ hvað sem það þýðir og bætir við að undir stjórn Björns Bjarnasonar í einhverri sendinefnd." Ég reyndar sagði þessum "nefndum"sem þú minntist á því ég hélt þú hefðir ruglast á sendinefnd og Evrópunefnd. Nú sé ég að þú ert að vitna í einhverja sendinefnd sem Þorsteinn Pálsson var í, var þetta eitthvað í gamla daga? Það var sett á fót Evrópunefnd undir stjórn Björn Bjarnasonar og skilaði hún af sér mjög viðamikilli úttekt á ESB í Mars 2007.
Svo að þú þurfir nú ekki að taka mark á hinum vonda Olli Rehn þá skal ég nefna hér nokkrar sérlausnir í aðildarsamningum. Fyrst ber að nefna að sérlausnir í aðildarsamningum er EKKI tímabundnar undanþágur heldur er þetta sérlausnir sem yrðu ekki afnumdar nema með samþykki ALLRA ríkja ESB og því gætu ekki einu sinni hinir vondu Þjóðverjar arðrænt okkur. Lagalegt gildi þessara sérlausna er það sama og lagalegt gildi stonfsáttmálans.
Danir fengu sérlausn til að viðhalda löggjöf sinni um kaup á sumarhúsum. Malta fengu sérlausn til að viðhalda löggjöf um fasteignakaup. Finnland og Svíþjóð fengu sérlausn varðandi landbúnað á norðurslóðum. Bretar og Írar fengu sérlausn vegna hálandalandbúnaðar. Grikkir fengu sérlausn vegna bómullarframleiðslu. Finnland, Svíþjóð og Austurríki fengu sérlausn vegna uppbyggingarsjóða á fámennum svæðum. Malta og Lettland fengu sérlausnir varðandi sjávarútveg. Malta og Írland fengu sérlausn varðandi fóstureyðingar. Og svo fengu Álandseyjar sérlausnir með aðild sinni í gegnum Finnlands.
Þetta var það sem er talið upp í skýrslu evrópunefndarinnar en flestar þjóðir sömdu um einhverskonar sérlausnir og því má ætla að þessi listi sé raunverulega miklu stærri. Taktu sérstaklega eftir því hvað ESB voru alveg sérstaklega vondir við smáríkið Möltu.
Auk þess, af hverju í ósköpunum ætti að Olli Rehn að ljúga að því þegar hann segir að við getum vel fengið sérlausn? Og ef hann er að ljúga að því nú þá bara kemur það í ljós í aðildviðræðunum.
þú segir "þetta bara eins og spyrja bílasala um ágæti vörunar sem hann selur." Alveg 100% rétt ef þú ert nógu vitlaus til að kaupa bílinn óséðan.
"Sagði hann þér frá því þegar ESB neyddi Króata til að auka veiðar hjá sér þrátt fyrir tilmæli fiskifræðinga í Króatíu um annað, eða þegar Ítalir heimtuðu veiðiheimildir í Portúgalskri lögsugu og fengu það þrátt fyrir mótmæli Portúgala?" Nei hann sagði mér það ekki, hver sagði þér það? Ég hef ekki kynnt mér þessa tvö tilvik sérstaklega en grunar mig að þetta sé nú einhverjum málum blandið en þessi lönd hafa örugglega neitunarvald í þessum málum eins og svo mörgum öðrum. Neitunarvöldin eru reyndar svo mörg að það er næstum út í hött, t.d hefur Bretland neitunarvald gegn sameiningu Vestur- og Austur Þýskalands.
"Sagði hann þér frá því að Ítalir kvarta sáran undan vaxtastefnu Evrunnar og telja hana bagga á hagkerfinu sínu í dag?" Nú þá hljóta þeir að taka upp líruna aftur, ekki satt. Það er enginn neyddur til að taka upp evru ef þú heldur það. Hinsvegar er það alþekkt að ESB er kennt um margt sem misferst í innanlandspólitík Evrópu. T.d kvarta sumir að evran sé ekki nógu góð fyrir útflutning, þetta afsanna Þjóðverjar hinsvegar rækilega með því að vera stærsta útflutningsþjóð í heimi.
Jón Gunnar Bjarkan, 5.11.2008 kl. 18:37
Ég sé að þú kýst að tala ekki frekar um samanburð við USA sem er svo sem í anda ESB sinna að þagga niður óþægilega umræðu. Þú nefnir þá Texas og Alaska en bæði þessi fylki njóta meiri sjálfstjórnar er ríki innan ESB. Þegar ESB nær í gegn stjórnarskrá sem þeir hafa reynt að gera fyrst með kosningu en svo þegar það gekk ekki þá átti bara að smygla henni gegn, mjög lýðræðislegt, en Írar stoppuðu í sumar, þá verður komið ríkið ESB sem hefur þing í Brussel, sameiginlega utanríkisstefnu og fljótlega sameiginlegan her.
Fínt ræðum um sérákvæðin því ég skorast ekki undan umræðu. Hér er beint tekið upp úr skýrslunni sem þú nefnir: „Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum,
sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á
verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang (sjá nánar í sjávarútvegskafla).“
Í skýrslunni segir einnig um varanlegar sérlausnir: „Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum enda er
markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB. Komi upp vandamál vegna ákveðinnar
sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um
tilteknar afmarkaðar sérlausnir.“
Ef þú lest sjávarútvegskaflann kemur nokkuð skýrt fram að við fáum engar undanþágur nema hugsanlega á grundvelli verndunarstefnu ákveðinna stofna og það væri tímabundið og myndi takmarka okkar eigin veiðar í slíkum stofnum. Við fáum aldrei ótakmarkaða undanþágu eins og þú ert að gefa í skyn.
Takmarkanir sem bent er á í skýrslunni eru tímabundnar og minni háttar miða við það sem Ísland er að biðja um. Hvernig væri að lesa skýrsluna ekki bara velja úr henni það sem þú telur henta þér.
Ekki reyna svo að halda því fram að Þjóðverjar séu mesta útflutningsþjóð í heimi, hefur þér aldrei verið kennt að lesa hagskýrslur.
Ef við höldum okkur fyrir utan ESB höfum við fulla stjórn á fiskveiðum okkar, utanríkismálum og öllu sem við kemur okkar eigin málefnum. Við getum skapað það samfélag sem við viljum án Brussel og miða við ömurlegt gengi ESB ætti að vera lítið mál að gera betur.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 19:33
Þetta er reyndar alveg týpískt dæmi um Evrópu umræðu á Íslandi, anti ESB sinnar kasta fram einhverjum yfirlýsingum án nokkurs rökstuðnings og síðan kemur það í okkar hlut að leiðrétta hvert einasta smáatriði, annars erum við að skjóta okkar undan umræðunni. Ástæðan fyrir því að ég "skaut" mér undan samanburði á ESB og USA er það er heil umræða út af fyrir sig en ef þú vilt taka þann slag þá er það sjálfsagt.
"Þú nefnir þá Texas og Alaska en bæði þessi fylki njóta meiri sjálfstjórnar er ríki innan ESB." Þetta rökstyður þú auðvitað ekki á nokkurn hátt enda er þetta fráleit fullyrðing.
"Þegar ESB nær í gegn stjórnarskrá sem þeir hafa reynt að gera fyrst með kosningu en svo þegar það gekk ekki þá átti bara að smygla henni gegn, mjög lýðræðislegt, en Írar stoppuðu í sumar, þá verður komið ríkið ESB sem hefur þing í Brussel, sameiginlega utanríkisstefnu og fljótlega sameiginlegan her." Þetta er önnur umræða út af fyrir sig, en það er hverju landi fyrir sig í sjálfvald sett hvort það samþykkir breytingar á stofnsáttmála með þingmannaatkvæði eða með þjóðaratkvæðagreiðslu, ESB ákveður ekkert slíkt og hefur mér alltaf þótt undarlegt þegar menn eru að skammast í ESB fyrir þetta mál. ESB þarfnast breytinga vegna þess hversu hratt það hefur stækkað, hver er tilgangurinn með að neitunarvald vegna sameiningum Vestur- og Austur Þýskalands til dæmis?
Út af því þú nefndir lýðræðið, þá er lýðræðishallinn klárlega mestur á Íslandi. Meirihluti þjóðarinnar, samtök atvinnulífsins, samtök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin, Alþýðusamband Íslands og lífeyrissjóðirnir vilja allir hefja viðræður við ESB, þessa ósk á ekki að virða heldur ætla örfáir stjórnmálamenn íslenskir að koma í veg fyrir að íslendingar fái að kjósa um þessi mál. Auk þess þá eru okkur sent núna sent regluverk frá Brussels án þess að við höfum nokkuð með það að segja hvernig þessar reglur eru smíðaðar.
"„Malta og Lettland sömdu einnig um tilteknar sérlausnir í sjávarútvegi í aðildarsamningum sínum, sem fela í sér sérstakt stjórnunarsvæði fiskveiða á tilteknum svæðum, en þær lausnir byggja á verndunarsjónarmiðum og fela ekki í sér undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang (sjá nánar í sjávarútvegskafla).“".....og hvað? Ertu enn að reyna halda því fram að veiðiheimildirnar gangi ekki að fullu til Íslendinga? Það liggur alveg fyrir að heimildirnar ganga til þeirra sem hafa veiðireynsluna, aðeins íslendingar hafa veiðireynsluna, þar af leiðandi ganga allar veiðiheimildir til okkar. Ég hef ekki heyrt neinn einasta þingmann reyna halda öðru fram eftir að Evrópunefndin fór yfir þessi mál. Eins og áður sagði, búið er að skipta þessum rökum út núna fyrir að ESB löggjöfin um sjávarútveg gæti hugsanlega breyst í framtíðinni.
"Í skýrslunni segir einnig um varanlegar sérlausnir: „Af hálfu ESB er lögð áhersla á að engar undanþágur séu veittar í aðildarsamningum enda er markmiðið að sem mest lagalegt samræmi ríki innan ESB. Komi upp vandamál vegna ákveðinnar sérstöðu eða sérstakra aðstæðna í umsóknarríki er þó reynt að leysa málið með því að semja um tilteknar afmarkaðar sérlausnir.“" Hér er fullyrt að lögð sé áhersla, það er allt annað heldur en að sérlausnir séu ekki veittar enda er ég þegar búinn að nefna margar sérlausnir, auk þess sem Olli Rehn er búinn að fullyrða að Ísland geti fengið sérlausnir. Þetta mun allt koma í ljós í aðildarviðræðum ef okkur tekst og safna í okkur kjark til að setjast niður og ræða málin.
"Takmarkanir sem bent er á í skýrslunni eru tímabundnar og minni háttar miða við það sem Ísland er að biðja um. Hvernig væri að lesa skýrsluna ekki bara velja úr henni það sem þú telur henta þér." Nú hvaða takmarkanir eru Íslendingar reynt að biðja um/semja um? Æjá íslendingar hafa aldrei reynt að semja um aðild.
"Ekki reyna svo að halda því fram að Þjóðverjar séu mesta útflutningsþjóð í heimi, hefur þér aldrei verið kennt að lesa hagskýrslur." Þú vilt kannski reyna útskýra þetta mál eitthvað frekar. Og já, ég vissi nú reyndar ekki að fólk þyrfti einhverskonar kennslu við að lesa hagskýrslur, alla vega ekki fólk svona almennt, en vera má að þú hafir þurft einhverja sérstaka kennslu í því.
"Ef við höldum okkur fyrir utan ESB höfum við fulla stjórn á fiskveiðum okkar, utanríkismálum og öllu sem við kemur okkar eigin málefnum. Við getum skapað það samfélag sem við viljum án Brussel og miða við ömurlegt gengi ESB ætti að vera lítið mál að gera betur." Já, framtíðin er mjög björt á Íslandi núna. Hvar hefur þú verið vinur?
Jón Gunnar Bjarkan, 5.11.2008 kl. 20:43
Eina sem þú leggur fram er að við fáum kannski sérstöðu hjá ESB þó allt bendi til þess að við fáum ekki slíka sérstöðu. Ég veit hver staðan er á Íslandi í dag en ekki gleyma því að hún er helvíti svört í ESB líka, við höfum hins vegar allt í höndum okkar til að vinna okkur út úr þessu það hefðum við ekki ef við værum í esb. Það má kannski minna þig á að ábyrgð sem hugsanlega mun falla á skattgreiðendur er vegna ESB laga. Þá má kannski minna þig á að það voru ríki Evrópusambandsins sem byrjuðu að yfirbjóða hvort annað í ábyrgðum til að laða að fjármagn og nú ætlast Bretar til að Íslendingar standi við allar skuldbindingar bankakerfisins því það er sko ESB leiðin.
Svo er þessi gamla lumma að þið haldið að við munum hafa einhver áhrif innan ESB, 300 þúsund manna þjóð í 400 miljón manna sambandi. Hvaða áhrif heldur þú að íbúar Vigur hafi ef koma upp hagsmunaárekstrar við heildarhagsmuni Íslands.
Lestu þig til um kvótahopið, framvirka samninga til dæmis útgerða á Ítalíu til að smygla sér inn á mið Portúgala. Það eru endalausar leiðir fyrir erlenda aðila að komast inn á íslensk fiskimið í gegnum ESB. Manstu hvað gerðist þegar loðnan fannst ekki í fyrra og stjórnkerfið brást við á tveimur dögum og tveim vikum seinna var búið að finna næga loðnu og gefa út bráðabyrgða kvóta. Hversu langar heldur að boðleiðir séu innan ESB? ESB leysir öll svona vandamál á sama hátt, þetta er sett í athugun sem tekur upp undir tvö til þrjú ár og á meðan redda þeir kannski einhverjum styrkjum og gífurleg verðmæti glatast.
Hér er beint upp úr skýrslunni, þú hefur kannski ekki lesið þetta:
„Lagasetningarvald á sviði sjávarútvegs er fyrst og fremst hjá stofnunum ESB og aðildarríkin hafa framselt vald til stefnumótunar á sviði sjávarútvegs til sambandsins (mjög lýðræðislegt)
Afleidd löggjöf á þessu sviði þarf aukinn meirihluta atkvæða í ráðherraráðinu til að hljóta samþykki, en Evrópuþingið hefur eingöngu ráðgefandi hlutverk á þessu sviði.
Samkvæmt meginreglunni um jafnan aðgang hafa öll aðildarríki ESB ótvíræðan rétt fyrir
fiskiskip sín til veiða á öllum miðum aðildarríkjanna innan 200 mílna markanna.“
Svo segir síðar í skýrslunni:
„Hafa verður í huga að staða fiskveiða á Möltu er að verulegu leyti önnur en á Íslandi. Heildarafli
ársins 2005 á Íslandi var rúmlega 1.667.000 tonn,276 en heildarafli síðastliðin ár á Möltu hefur
verið á bilinu 850–1.050 tonn og helstu fiskitegundir sem þar eru veiddar eru túnfiskur,
gullmakríll og sverðfiskur.277
Lettland samdi einnig um sérstakt stjórnunarsvæði fyrir fiskveiðar í Riga-flóa á grundvelli
verndunarsjónarmiða. Þar er ekki heldur um að ræða undanþágu frá reglunni um jafnan aðgang,
heldur er miðað við vélarstærð fiskibáta og má vélarstærð báta sem veiða þar ekki vera yfir 221
kW. Að auki verður gerður sérstakur listi yfir fiskibáta sem leyfi hafa til að veiða í Riga-flóa til
að tryggja að heildarfiskveiðigeta þeirra, mæld í vélarstærð (kW), verði ekki meiri en árin 2000-
2001.278
Noregur hefur tvívegis sótt um aðild að ESB og í bæði skiptin var lokið við gerð
aðildarsamninga, fyrst árið 1973 og síðan aftur árið 1994. Þeir samningar voru hins vegar eins og
kunnugt er báðir felldir í þjóðaratkvæðagreiðslum. Noregur fékk engar varanlegar undanþágur frá
sjávarútvegsstefnu ESB í aðildarsamningi sínum 1994, heldur einungis nokkrar tímabundnar
undanþágur. Að auki var samið um sérstaka tímabundna útfærslu um stjórnun fiskveiða norðan
við 62°N, sem er að finna í 49. gr. samningsins og sameiginlegri yfirlýsingu.279 Sú útfærsla hefði
hins vegar ekki falið í sér að Noregur myndi stjórna veiðum á því svæði nema í þann tíma sem
tiltekinn er í ákvæðinu, þ.e. til 30. júní 1998, og kom það skýrt fram í máli sérfræðinga
framkvæmdastjórnar ESB í sjávarútvegsmálum.“
Íslandi er betur borgið utan ESB
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 22:49
Já það er allavega ágætt að við séum farnir að ræða saman hérna á alvarlegri nótum án þess að kalla hvorn annan lygara, feminísta og bandaríkjaelskur.
"Eina sem þú leggur fram er að við fáum kannski sérstöðu hjá ESB þó allt bendi til þess að við fáum ekki slíka sérstöðu." Það sem ég er að segja er að við munum halda öllum veiðiheimildum, en að ESB geti stigið inn í og komið í veg fyrir að við veiðum of mikið úr stofninum. Þetta tel ég hinsvegar að muni ekki gerast því það er vitað mál að ESB lítur mjög til Noregs og Íslands hvað varðar sjávarútveg þannig að álit okkar á því hvernig skuli haldið á veiðunum muni verði þýðingarmikið, ekki bara í kringum Ísland heldur annarstaðar í Evrópu líka. Ekki það að ég sé að segja að fiskveiðistjórnun ESB hafi verið fullkominn síðastliðinn ár, langt í frá, en það er fullkomlega viðurkennt af ESB ríkjum sjálfum að mistök hafi verið gerð í sjávarútvegsstefnunni og þeir hafa reynt með öllum ráðum að bæta úr því.
"Það má kannski minna þig á að ábyrgð sem hugsanlega mun falla á skattgreiðendur er vegna ESB laga."
Þetta er reyndar mjög misjafnt eftir löndum og er þeim í sjálfvald sett hvað þeir tryggja og hvað ekki. Ég las t.d viðamikla grein um daginn sem fjallaði um þessar tryggingar. Þar var sýnd tafla þar sem kom fram hverjir tryggja hvað. Bretar tryggja t.d innistæður í öllum ESB ríkjum og EES löndum. En Norðurlandaþjóðirnar Svíþjóð, Danir og Finnar tryggja einungis innistæður sem eru lagðar inn í heimalandinu, væntanlega vegna þess að þá hafa þeir eftirlitið með innistæðum í sínum höndum. Ísland og Noregur voru reyndar ekki á þessari töflu og veit ég ekki hvað Íslenska ríkið hefur skuldbundið sig í þessum málum.
"Þá má kannski minna þig á að það voru ríki Evrópusambandsins sem byrjuðu að yfirbjóða hvort annað í ábyrgðum til að laða að fjármagn"
Þetta hafa reyndar allar þjóðir í heiminum verið að gera til að reyna að fá banka til að lána hver öðrum(Ástralir hafa gengið lengst í þessu að mér skilst), því vandamálið er ekki að það vanti peninga, það er meira segja meira til af peningum núna en áður en kreppan skall á því Seðlabanki Evrópu, Bandaríkjanna og Bretlands hafa verið að sturta peningum í gríðarlegu magni inn á markaði, vandamálið er að bankarnir sitja á peningunum í staðinn fyrir að lána þá áfram.
"Svo er þessi gamla lumma að þið haldið að við munum hafa einhver áhrif innan ESB, 300 þúsund manna þjóð í 400 miljón manna sambandi. Hvaða áhrif heldur þú að íbúar Vigur hafi ef koma upp hagsmunaárekstrar við heildarhagsmuni Íslands."
Já en hérna eru anti-ESB sinnar alltaf að gera ráð fyrir því að það sé Ísland vs ESB, 300.000 vs 500 milljónum. Alveg eins og norðurlandabúar standa saman þegar kemur að alþjóðasamstarfi t.d framboð til öryggisráð Sameinuðu Þjóðanna þá munu við njóta stuðnings frá Norðurlöndum innan ESB. Bretlandseyjar campeigna jafnan með norðurlöndum líka, svo og Írland.
Þegar kemur að ráðherraráðinu þá er reyndar hlutur smáríkja alveg nákvæmlega stór og stærstu ríkjanna. Öll ríkjanna hafa einn ráðherra. Hér fer fram stefnumörkun og smíði laganna fyrir ESB og sitjum við því við sama borð. ESB þingið í Brussel sér svo um að samþykkja lögin. Man ég reyndar ekki eftir að ráðherra ráðið hafi sent frá sér lagatillögu þar sem var ágreiningur á meðal ráðherra um þau lög áleiðis til atkvæðagreiðslu. Ekki væri aldeilis slæmt ef íslendingar nældu sér í sjávarútvegs eða jafnvel orkustólinn þarna í Brussel.
Einnig mætti kannski minnast á að einn allra mesti heavyweight pólitíkus ESB er Jean Claude Juncker, og hann er frá smáríkinu Lúxembourg.
Punkturinn hjá þér um langar boðleiðir innan ESB miðað við stutta á Íslandi er valid en eins og ég segi, kerfið er í sífelldri endurskoðun til að bæta það sem hefur klikkað.
Reyndar er það rétt að ég var ekki búinn að lesa þetta með Noreg og að þeir fengju ekki sérlausn í fiskveiðimálum og auðvitað eru það vonbrigði en það þýðir ekki hinsvegar að við munum ekki fá slíka sérlausn enda spilar sjávarútvegur mun meira hlutverk í okkar efnahag miðað við Noreg.
Jón Gunnar Bjarkan, 6.11.2008 kl. 00:26
Jón Gunnar þú ert í töluverðir afneitun ef þú heldur að embættismannakerfið í EU sé að fara að minnka. Sjáðu lagasafnið þeirra, þeir samþykkja næstum því 3000 þúsund lög (reglugerðir og tilskipanir) á hverju ári. Ísland hefur einungis tekið upp 7 prósent af heildar regluverki EU. Ég vil ekki, þrátt fyrir að vera að klára laganám og myndi klárlega skapa mér fleiri atvinnutækifæri, taka upp fleiri EU lög en við nauðsynlega þurfum.
Þú telur að Ísland muni hafa eitthvað segja í sambandinu og það er rétt að hlutfarslega miða við stærð okkar höfum við nokkuð til málanna að leggja en við mun ekki hafa neina raunverulega vigt. Jafnræðisregla EU í sjávarútvegi mun gilda sama hvað við segjum og þú veist það jafn vel og ég að evrópusambandið hefur stundað ofveiði í 88 prósent fiskistofna sinna og sú ofveiði er ekki að minnka þrátt fyrir að sambandið hafi viðurkennt vandann. Þrýstingur um auknar veiðar frá t.d. Frökkum hefur komið í veg fyrir umbætur og mun gera það í framtíðinni líka.
Boðleiðir innan EU eru langar og eru ekkert að fara styttast, heldur virkilega að embættismenn sem hafa mest völd í sambandinu séu að fara draga úr eigin völdum og fækka embættismönnum. Ekki einu sinni hinir „svo kölluðu“ hægrimenn á Íslandi hafa dregið úr vexti ríkisins og fækkað embættismönnum.
En gefum okkur að Ísland fái allt fram í samningarviðræðum þá missum við samt sjálfsákvörðunarrétt í utanríkismálum að mestu leiti, getum t.d. ekki gert viðskiptasamninga nema í gegnum ESB. Við fáum tugi þúsund lagagreina inn í lagasafnið okkar sem flestar gera taka ekkert tillit til sérkenna okkar. Við tökum afstöðu gegn þróunarríkjum ef við göngum í ESB og heftum framtíðar viðskiptasamninga. Við missum fullveldisrétt okkar og þurfum að lúta embættismannavaldi í Brussel.
Mig langar líka að benda á eitt, það eru meiri peningar í umferð það er rétt en verðmæti eru minni þar sem menn halda að sér að fjárfesta í svona árferði. Það er verðmætasköpun sem skiptir máli ekki prentvélarnar í seðlabanka Bandaríkjanna og Þýskalands.
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 01:06
"Jón Gunnar þú ert í töluverðir afneitun ef þú heldur að embættismannakerfið í EU sé að fara að minnka. Sjáðu lagasafnið þeirra, þeir samþykkja næstum því 3000 þúsund lög (reglugerðir og tilskipanir) á hverju ári. Ísland hefur einungis tekið upp 7 prósent af heildar regluverki EU."
Að sjálfsögðu er það ekki að fara minnka, ESB er alltaf að stækka með innkomu nýrra þjóða, og ESB er nú andskoti nógu lítið fyrir. Þú verður að gera þeir grein fyrir að ESB er samband 500 milljón manns. Það er búið að gera úttekt á þessu og miðað við hvað ESB er að þjóna mörgu fólki, þá væri þetta eins og að segjum viðskiptaráðherra Íslands hefði 10 starfsmenn í sínu ráðuneyti, man ekki töluna, minnir að það var í kringum 10 manns, allavega var það margfalt minna en starfa að meðaltali fyrir íslensk ráðuneyti.
Það getur vel verið að við tökum aðeins upp um 10% laga ESB en það fer fjarri því að ESB lönd taki upp öll lög sem ESB setur. Eiríkur Bergmann dósent í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópufræðiseturs Bifrastar gerði úttekt á þessu fyrir um einhverjum 2 árum og þá kom í ljós að Ísland tekur upp meira en 80% af þeim ESB lögum sem Svíar taka upp, eini munurinn er að við höfum ekkert með þessi lög að segja.
Ágætt ef þú gætir þá kannski frætt okkur um, fyrst þú ert að læra lögfræði, hvað Alþingi Íslendinga, 300.000 manna þjóðar setur mörg lög, reglur og tilskipanir. Verð nú að viðurkenna að mér þykir atkvæðagreiðsla í lotum á Alþingi ganga ansi hratt fyrir sig.
Ég er í sjálfu sér búinn að lýsa yfir skoðun minni á næstu tveim málsgreinum þínum.
"En gefum okkur að Ísland fái allt fram í samningarviðræðum þá missum við samt sjálfsákvörðunarrétt í utanríkismálum að mestu leiti, getum t.d. ekki gert viðskiptasamninga nema í gegnum ESB. Við fáum tugi þúsund lagagreina inn í lagasafnið okkar sem flestar gera taka ekkert tillit til sérkenna okkar. Við tökum afstöðu gegn þróunarríkjum ef við göngum í ESB og heftum framtíðar viðskiptasamninga. Við missum fullveldisrétt okkar og þurfum að lúta embættismannavaldi í Brussel."
Það er rétt að við getum ekki gert viðskiptasamninga nema í gegnum ESB. Þetta tel ég reyndar verða okkur til bóta, því að það er klárt mál að ESB hefur 100 falt meiri vigt í alþjóðaviðskiptum en Ísland. T.d varðandi viðskiptasamning við Kína, þá vitna ég í forstjóra Marels sem hefur heldur betur hag af slíkum samningi, fullyrti að ESB muni ná mikið hagstæðari samningum en Ísland. EES hefur verið að semja um slíka samninga en oftast gengið í fótspor ESB í þeim málum og jafnan ekki náð eins hagstæðum samningum. Sérstaklega í ljósi undanfarinna vika þar sem við höfum séð nána bandamenn skella dyrum beint í andlitið á okkur, þá ætti okkur að vera fullljóst að Kínverjar eru ekki að fara í slíka samningagerð til að gefa okkur eitt eða neitt, og Íslendingar eru ekki klárari en aðrar þjóðar að semja og því hljótum við að gera ráð fyrir því að ESB muni ná töluvert betri samningum við Kína en við.
Varðandi að við tökum afstöðu gegn þróunarríkjum með inngöngu í ESB, þá hlýtur þú að vera vitna í landbúnaðarstyrki ESB, en staðreyndin er sú að hvergi staðar í Evrópu eru landbúnaðarstyrkir hærri en einmitt í Íslandi, Noregi og Sviss. Þannig að ef þú ert að tala um landbúnaðarstyrkina, þá erum við í raun að taka afstöðu með þróunarríkjum með inngöngu í ESB ef eitthvað er.
"Mig langar líka að benda á eitt, það eru meiri peningar í umferð það er rétt en verðmæti eru minni þar sem menn halda að sér að fjárfesta í svona árferði. Það er verðmætasköpun sem skiptir máli ekki prentvélarnar í seðlabanka Bandaríkjanna og Þýskalands." Alveg nákvæmlega sammála og hef ég verið mikill stuðningsmaður fyrir orkunýtingu og iðnaði(kannski ekki meira af álverum endilega en ég fagna öllum hátækniiðnaði, upplýsingaiðnaði, gagnabúum(data center) og svo framvegis).
Jón Gunnar Bjarkan, 6.11.2008 kl. 02:09
Ég sé að það þýðir lítið að ræða þetta lengur þú sérð því miður ESB sem eitthvað himnaríki og það er bara þetta eins og heitrúarmennina, ykkur verður seint snúðið þegar þið teljið ykkur hafa séð "ljósið"
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 20:40
Já vinur minn, reyndu að rídikjúla afstöðu mína. Það kemur dagur eftir þennan dag, þú vinnur bara næstu umræðu.
Jón Gunnar Bjarkan, 6.11.2008 kl. 20:58
jájá þú túlkar þetta bara eins og þú vilt túlka þetta
Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 01:23
Sæll Gunnar. Ég nennti nú ekki að lesa öll kommentin hérna, en ég las athyglisvert svar Guðbjarnar við athugasemdum þínum um Finnland og Þýskaland.
Ég fæ ekki betur séð en að hann hrekji málflutning þinn fullkomlega. Hvað segir þú um það?
Heimir Eyvindarson, 8.11.2008 kl. 21:44
Ég tek eftir því hvað eftir annað að ESB-sinnar virðast gefa sér að við munum fá undanþágu frá fiskveiði stefnu ESB.
Því ætla ég að setja hér inn tilvitnun í Olli Rehn sem fer með stækkunarmál Evrópusambandsins í framkvæmdastjórninni í Brussel,
Af visir.is;
"Um þann efnisflokk aðildarviðræðna sem fyrirsjáanlega yrði erfiðastur, fiskveiðimál, segist Rehn vera „þess fullviss að Ísland gæti uppfyllt aðildarskilyrðin og lagað sig að sameiginlegri sjávarútvegsstefnu ESB." Inntur nánar eftir þessu ítrekar hann að það séu engin fordæmi fyrir varanlegri undanþágu. Hann fái ekki séð „hvers vegna Ísland ætti ekki að geta undirgengist sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna." Hann sé þess fullviss að „hægt sé að finna lausn sem báðir aðilar geti við unað. Allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi."
Þar sem einn mesti vandinn sem Ísland á nú við að etja er að lögeyrir landsins og sú peningamálastefna sem íslensk stjórnvöld hafa fylgt hefur misst trúverðugleika og traust þá var Rehn líka spurður hvort hann áliti hugsanlegt að Evrópusambandið hjálpaði Íslendingum út úr þessum kröggum með því að hleypa krónunni inn í ERM-II-gengiskerfið jafnvel áður en Ísland lyki samningum um inngöngu í ESB, líkt og Ólafur Ísleifsson hagfræðingur hefur lagt til.
Af svari Rehn að dæma er lítill vilji hjá ESB til að sýna slíkan sveigjanleika: „Gengiskerfið (ERM II) er fyrir aðildarríki ESB eingöngu og það eru engin fordæmi fyrir því að umsóknarríki fái aðild að því. Framkvæmdastjórn ESB hefur ítrekað sagt að einhliða evruvæðing samræmdist ekki lagaramma evrópska myntbandalagsins og hún væri heldur ekki eftirsóknarverð fyrir Ísland pólitískt, þar sem það á möguleika á fullri aðild að sambandinu. Þess í stað ætti Ísland að hafa aðlögun peningamála sinna að evrusvæðinu að langtímamarkmiði og þá aðeins í tengslum við fulla aðild að ESB.""
tilvitnun lýkur.
Nú legg ég til að fólk átti sig á að hér er talað mjög skýrt m.a. hvað varðar margumrædda og meinta undanþágu sem ESB-sinnar eru að nota í röksemdafærslur sínar.
sandkassi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:30
afsakið þetta er reyndar ekki alveg hrein tilvitnun í Olli Rehn en glöggt auga getur lesið rétt úr þessu.
sandkassi (IP-tala skráð) 8.11.2008 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.