Mánudagur, 27. október 2008
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: þriðja ríkasta þjóð Evrópu hefur ekki lengur efni á að vera sjálfstæð
Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins segir að Ísland hafi ekki lengur efni á krónu: Við höfum ekki efni á krónunni lengur
Á sama tíma og Silvio Berlusconi forsætisráðherra Ítalíu segir að Ítalía hafi ekki lengur efni á að vera með í myntbandalagi Evrópusambandsins, þá segir Reykjavíkurbréf stærsta dagblaðs þriðja ríkasta lands Evrópu, að lýðveldið Ísland, sem varð sjálfsætt fyrir nákvæmlega 64 árum, hafi ekki lengur efni á að vera sjálfstætt ríki. Það ætti eiginlega að snúa spurningunni á haus og spyrja Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins hvort lýðveldið Ísland hafi ennþá efni á Morgunblaðinu?
Þetta gerist eftir að íslenska þjóðin hefur notið óslitins, mikils og samfellds hagvaxtar undanfarin 16 ár. Kaupmáttur Íslendinga hefur aukist um 80% frá 1994 (verðbólga hreinsuð út) og einkaneysla Íslendinga hefur aukist um 50% á síðustu 10 árum að raunvirði. Á meðan hefur einkaneysla í Þýsklandi aukist um 0,00% og um 20% í Danmörku.
Atvinnuleysi hefur verið næstum óþekkt á Íslandi öll þessi ár en á sama tíma hefur atvinnuleysi í Evrópusambandinu verið um og yfir 10% í áratug eftir áratug og hagvöxtur næstum enginn. Atvinnuleysi í Evrópusambandinu er núna í sögulegu lágmarki en er samt 7,5% og hefur hækkað um 0,4% á fjórum síðastliðnum mánuðum. Það á eftir að hækka í 12-15% á næstu misserum og árum. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri er 15%. Í sumum löndum nálgast það heil 30%. Er það þetta sem Reykjavíkurbréf vill Íslendingum? Er það þetta sem ASÍ vill íslenskum launþegum? Það er nefnilega þetta sem mun gerast ef Ísland gengur í Evrópusambandið. Það er eins öruggt og að sólin kemur upp á morgun.
Nýjir innfæddir fátæklingar í Evrópu sækja nú í auknum mæli í súpueldhús fyrir fátæklinga þar sem hægt er að fá ókeypis heita máltíð hjá hjálparsamtökum. Þetta er fólk í fullri vinnu sem fær laun sín útborguð í evrum. Sem dæmi má nefna hann Stefano G. sem er afgreiðslumaður í verslun á Ítalíu. Hann sér einnig fyrir öldruðum foreldrum sínum og er í fullri vinnu. En hann hefur samt ekki efni á mat. Það er meira um Stefano G. í frétt Rauters hér að neðan
Þeir Íslendingar sem halda að það drjúpi smjör á hverju strái í Evrópusambandinu eruð haldnir sambandsleysi við umheiminn. Því spyr ég: til hvers var verið að eyða peningum í að mennta sum ykkar? Sum ykkar kunnið greinilega ekki að lesa lengur. Menntamenn ykkar geta ekki lengur lagt saman tvo og tvo. Og núna fór allt til helvítis hjá þeim sem gerðu út á Evrópusambandið, já allt fór á hausinn hjá þeim í Evrópusambandinu, eins og beljum á svelli. Hvað ályktar Reykjavíkurbréf þá? Jú við þurfum að fara á hausinn öll saman. Fara í Evrópusambandið! Eða er þetta einungis sófakynslóðin sem er að skrifa sitt fyrsta Reykjavíkurbréf og sem fæddist á fyrsta farrými og sem er í timburmönnum núna og kallar á ferskan afréttara, strax. Mamma gefðu mér fix.
Reykjavíkurbréfið segir einnig að enginn hafi áhuga á að fjárfesta á Íslandi. En þá spyr ég. Telur Alcoa ekki með, ásamt annari stóriðju? Eða á kanski að gera eitthvað annað núna, einu sinni enn? Teljast þeir ekki með sem fjárfestu í íslenskum bönkum sem núna eru komnir á hausinn í sjálfu Evrópusambandinu? Var það vantraustið sem fékk þá til að tapa miljörðum á því að fjárfesta í fjármálageira Íslands með lánum og lánafyrirgreiðslu?
Svo segist Reykjavíkurbréfið ekki skilja af hverju Sjálfstæðisflokkurinn hendi ekki Íslandi strax inn í Evrópusambandið og þar með afsali þjóðinni stórum hluta af sjálfstæði sínu. Bara sísvona strax. Skilur Reykjavíkurbréfið ekki að þá þyrfti að skipta um nafn á flokknum því Evrópusambandið er nýtt ríki í smíðum og Sjálfstæðisflokkurinn heitir Sjálfstæðis-flokkurinn. Þá yrði því miður enginn sem nennti að lesa Reykjavíkurbréfið eða fjárfesta á Íslandi því það verður orðið eins og restin af Evrópusambandinu með massífu atvinnuleysi, vesæld og fiskimiðin hvort sem er komin í eigu þjóða Evrópusambandsins, og fiskiskipaflotinn einnig. Þá geta Íslendingar fengið leyfi til að flytja inn fisk sér til matar, fisk frá Íslandsmiðum, og það verða sennilega gullfiskar samkvæmt hugsunarhætti Reykjavíkurbréfsins.
Evrópusambandið er ekki mynt
Þetta var stutt orðsending úr Evrópusambandinu til ofdekurdýra Reykjavíkurbréfs og nágrennis - og til menntamanna Alþýðusambands Íslands. Er ekki hægt að loka einhverjum af þessum skólum og menntastofnunum því þær skila greinilega út of miklu af "gerum eitthvað annað, förum öll á hausinn saman" - engum til gagns.
"New poor" in Italy line up for free food þetta er alls ekki einsdæmi í ESB.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.1.): 12
- Sl. sólarhring: 31
- Sl. viku: 153
- Frá upphafi: 1389744
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 96
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Heyr heyr! Mikið er mér létt að heyra eina skynsemisrödd í öllum varphljóðum rakalausra Evrópusinna. Ég vona að sem flestir lesi þessa grein. Það var longu kominn tími á svona ofanígjöf.
Það má líka minna á gjaldeyriskreppu Spánverja, gjaldeyrirsparadísarinnar sjálfrar og yfirvofandi kreppu þar. Ekki er Evrópusambandsaððild að hampa því landi þótt þeir hafi fyrir nokkrum vikum verið rómaðir fyrir skynsamlega efnahagstjórn. Í evrópusambandinu er nefnilega hver á eigin forsendum í því samhengi því til allrar blessunarlegrar hamingju er efnahagsmálum ekki miðstýrt frá Brussel. Allavega ekki enn, þótt máske verði það næsta skref. Hvar værum við í því samhengi?
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 05:16
Fólk áttar sig illa á því undan hvaða stefnu þetta er allt runnið, Glóbalismanum, alheimsvæðingunni, hinni vitfiirtu öfgamynd frjálshyggjunnar. Við hverja kreppu færistiáuður og völd í færri og færri hendur og Glóbalismanum vex fiskur um hrygg.
Let me give you a hint...
Jón Steinar Ragnarsson, 27.10.2008 kl. 05:26
Hraustlega mælt, Gunnar.
Ragnhildur Kolka, 27.10.2008 kl. 09:48
Þú ert aumkunarverður - hvers virði eru þessar súlur skuldugustu þjóð í heimi nú og næstu ár?
Hvaða evruland er ekki sjálfstætt og fullvalda ríki?
Helgi Jóhann Hauksson, 27.10.2008 kl. 23:10
Sæll Gunnar.
Stórgóður pistill, kærar þakkir.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 28.10.2008 kl. 00:37
Já alltaf gaman að lesa pistlana þína. Ég hef ekki heyrt nein rök með aðild. Einungis skammstöfunina "EUR" sem á að leysa öll okkar vandamál.
2 ára ERM II tímabil er eitthvað sem myndi stúta endanlega efnahag þjóðarinnar og selja í þrældóm. Ég veit ekki hvort að fólk geri sér grein fyrir afleiðingunum af því að okkur verði bannað hækka gengi krónunnar um meira en 15% á næstu 2 árum.
Þá getum við spurt okkur um ástand krónunnar á því tímabili. Eins og hvert annað rusl. Þetta stjórnsýslu-spillingar apparat ESB er einhver sú versta hugmynd sem til er.
sandkassi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 02:27
Við sitjum í verstu súpu sem þróað ríki heimsins hefur lent í fyrr og síðar í sögunni og hér spyr maður: „ég veit ekki hvort að fólk geri sér grein fyrir afleiðingunum af ... [ESB]“.
Ef afleiðingar skipta ykkur yfir höfuð einhverju máli viljið þið þá ekki byrja að skilja afleiðingarnar þess að við vorum nú með örmynt og vorum fyrir utan samstarf sjálfstæðra og fullvalda Evrópuríkja ESB?
Helgi Jóhann Hauksson, 28.10.2008 kl. 03:16
Þú ert frábær í því, Gunnar Rögnvaldsson, að opinbera fyrir okkur innviði og raunveruleika Evrópubandalagsins. Heilar þakkir fyrir það. Og margt mælirðu hér vel, eins og um Sjálfstæðisflokkinn sem ekki má hætta að vera Sjálfstæðis-flokkur. Þó er að okkur Íslendingum sótt frá fólki þar eins og annars staðar; sjálfur varaformaðurinn vill EBé í morgunmatinn!
PS. Helgi Jóhasnn, Ísland er ekki skuldsettasta ríki í heimi.
Jón Valur Jensson, 28.10.2008 kl. 04:08
Helgi Jóhann. Ef þú ert að vitna í mig þá er hér það sem ég sagði;
"Ég veit ekki hvort að fólk geri sér grein fyrir afleiðingunum af því að okkur verði bannað hækka gengi krónunnar um meira en 15% á næstu 2 árum."
Þarna tók ég ekki inn gengislækkun evru í European Exchange Rate ferlinu. Ef ég geri það, þá lækkar talan.
Afleiðingar, sjálfstæð og fullvalda ríki, þetta eru stór orð maður minn og vil ég minna þig á að við erum ennþá sjálfstæð þjóð.
sandkassi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 04:38
Þakka ykkur öllum kærlega fyrir innleggin.
Það sem ég get sagt við Helga er þetta:
1) það er ekki til neitt quick fix við þessu
2) það veit enginn ennþá hver skaðinn veður umfram það sem hann hefði orðið hvort sem var. Ísland hefði lent illa í kreppunni því bankarnir voru ekki stálslegnir og eigendur þeirra voru og eru mjög alvarlega veikir. Öll lönd munu fara mjög illa út úr þessu, og ESB og evrusvæðið mun fara einna verst út úr keppunni.
3) Nú þarf Ísland á öllu sínu efnahagslega frelsi að halda til þess að vinna sig út úr vandamálunum HRATT. Ef þú værir í ESB núna þá hefið þurft að byrja á að skera niður velferð og öryggi almennings (heilbrigðiskerfið og almannaþjónustu) þ.e. takmarka ríkisútgjöld mjög harkalega. M.ö.o þú værir í spennitreyju og hefðir mjög takmarkaða möguleika á að vinna hratt að lausn vandans.
Gunnar Waage hefur búið lengi erlendis og því veit hann greinilega vel hversu vel sett Ísland hefur verið miðað við svo margar aðrar þjóðir. Það hjálpar núna. Mótstöðuaflið var í góðu ásigkomulagi og því mun lækningin ganga vel og hratt fyrir sig.
En við verðum að muna það að Ísland hefði í öllu falli fengið á sig stóran brotsjó, sama hvort bankarnir væru á lífi eða ekki, því þeir væru í öllu falli þá hálfdauðir núna eða á leiðinni í gröfina í hægfara hjólastól. Þetta gékk hratt fyrir sig á Íslandi. Þetta tekur lengri tíma hér. Lengur á leiðinni niður og lengur á leiðinni upp aftur.
Gunnar Rögnvaldsson, 28.10.2008 kl. 06:21
Ó kæri Jón Frímann, krónan er ekki verðlaus. Hún er mun verðmætari en þú heldur og þessa dagana eiga sér stað töluverð viðskipti með krónu. Unnið er í því að rífa upp gengið þessa dagana, töff atriði!!
En ég get lofað þér því að það verður ýmislegt fleira verðlaust hér heldur en krónan á næstu árum ef við göngum í ESB.
Slóvenía fékk inngöngu 2004. Tíminn sem leið frá umsókn til inngöngu var sannkallað svartnætti fyrir Slóvena. Getur þú útskýrt fyrir mér afhverju það var?
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 01:17
Jón, taktu eftir "Slóvenía" ekki "Slóvakía".
En hér er spurning mín aftur;
"Slóvenía fékk inngöngu 2004. Tíminn sem leið frá umsókn til inngöngu var sannkallað svartnætti fyrir Slóvena. Getur þú útskýrt fyrir mér afhverju það var?"
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:21
ok, á meðan þú googlar "Slovenia""ESB" þá skal ég svara þessu með krónuna. Verið er að gera ráðstafanir núna til þess að ná genginu upp svo hægt verði að hefja gjaldeyrisviðskipti á ný.
Ég er persónulega bjartsýnn á að það muni takast. Þú mátt kalla það "fleipur og lygar" fyrir mér.
Það er langt frá því að bisnessmenn landsins séu allir að leggja upp laupana, við bíðum þetta af okkur.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 02:41
Blessuð látið þið ekki svona, fyrirtæki hér á landi eru með viðskiptamenn erlendis sem hafa hagsmuni af áframhaldandi viðskiptum.
Þið megið nú ekki fremja harakiri strax, stundum þurfa mann að bíða aðeins.
Nei en Dóra blessuð ekki vera að skipta krónum í banka eða eitthvað álíka, ertu alveg galin-:).
En fólk hættir ekkert að gera viðskipti
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 03:19
Annars er þetta forvitnilegt að öllu gamni slepptu. Hvað er Danske Bank er að kaupa krónuna á Dóra?
(hélt þú værir að skammast í mér þarna áðan/áttaði mig ekki á að þetta væri tilvitnun:))
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 04:12
nei askotinn, nú kemur Jón Frímann öruglega og sakar okkur um morðið á ömmu sinni, við erum í djúpum skít-:).
Samt stendur nú svarið til Jóns, ekki þessa svartsýni strákur. Það er hægt að ná sér í morgunmat fyrir hundraðkall. Síðan er alltaf hægt að fara í göngutúra í stað þess að kaupa sér nýjan tölvuleik.
Ef manni leiðist alvarlega þá er hægt að æfa sig í að bursta tennurnar með vinstri, lesa moggann síðan í fyrrafag afturábak, eða bara standa á höndum.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 12:23
Þér ferst að vera svona stóryrtur. Frá byrjun hér á þessum þræði hef ég verið að tala um einangrað tímabil, nánar tiltekið "European Exchange Rate ferlið".
Þú veist nú augsýnilega ekkert hvað það er.
Einhvernvegin held ég nú að þér myndi líða betur að koma og kynna þér starf Sjálfstæðisflokksins. Þar er mikið af skemmtilegu fólki sem gaman væri þig að hitta.
Flestir menn eru einhverntíma á lífsleiðinni jafn ruglaðir í ríminu og þú ert, margir þeirra snúast samt og verða góðir og fulltíða Sjálfstæðismenn með tíð og tíma.
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 19:28
Hvað segirðu, ertu búinn að setja Sjálfstæðisflokkinn í bann hjá þér?
Þetta hljómar eins og þú sért svona meinlætamaður. Hvernig er með kynlíf og áfengi og svoleiðis, ertu búin að banna það líka-:)
Mér líst annars vel á það hjá þér að vera búinn að google svolítið, metnaður í þér bara. Það sem ég segi, við gerum úr þér alveg brjálað íhald einn daginn-:)
sandkassi (IP-tala skráð) 29.10.2008 kl. 21:53
Sæll Gunnar,
þakka þér fyrir vel skrifaða og oft mjög ítarlega og gagnlega pistla. Eitt stingur mig svolítið samt og ég skil ekki alveg. Af hverju býrð þú á ESB svæðinu? Þú heldur því statt og stöðugt fram að nákvæmlega ekkert sé jafn gott og að búa á Íslandi. Má vera, ekki kvarta ég yfir því að búa þar, útsýnið er fallegt hjá mér, en ég bjó líka í um 7 ár í ESB-landi og varð áþreifanlega var við kosti þess stöðugleika og festu sem efnahagsstjórn aðildarríkjanna elur af sér. Nú deila menn um af hverju hin mikla alþjóðakreppa varð svo djúp á Íslandi, en það er öllum dagljóst sem eru að reyna að eiga viðskipti við útlönd þessar vikurnar, að það er eitthvað meiriháttar að hér á Íslandi og hreint og klárt kraftaverk að ætla gjaldmiðlinum að koma landinu út úr þeim vandræðum. Því er eðlilegt að menn horfi til heilda með sterka gjaldmiðla. Þú talar um Ítalíu. Ég bjó á Ítalíu um nokkurt skeið á meðan líran, sá furðugjaldmiðill, var enn við lýði. Allir kunningjar mínir á Ítalíuskaganum eru sammála um að nú væri efnahagur landsins svo gott sem hruninn ef líran væri þar enn, evran vinni einfaldlega kraftaverk. En auðvitað eru hvorki ég né þú sérfræðingar í ítölskum efnahagsmálum.
Kristján B. Jónasson, 30.10.2008 kl. 00:57
Sæll Kristján
Þessar persónulegu upplýsingar sem þú ert að biðja um standa í Höfundur ? ef einhver hefur yfirhöfuð áhuga á minni persónu og að lesa um mig, þá losnaði ég kanski við að þurfa að svara þessari spurningu sí og æ. Það er vægast sagt þreytandi.
En í stuttu máli þá er er erfitt að yfirgefa börnin sín á meðan þau hafa þörf fyrir mann og á meðan þau eru að vaxa úr grasi og fullorðnast. En þó þau séu fædd hér þá virðast þau ekki endilega hafa áhuga á að búa í ESB, frekar en einhversstaðar annars. Þegar ungt fólk þarf að stofna heimili og sækja vinnu þá fara aðrir hlutir að skipta máli hjá því en þeir sem skiptu máli á meðan þau voru að vaxa úr grasi - eins og t.d. atvinna, atvinnumöguleikar og framtíðarhorfur.
Svo ég snúi spurningunni á haus: af hverju býrðu á Íslandi fyrst þú ert svona hrifinn af ESB? Af hverju flyturðu ekki til ESB? Þetta getur varla verið spurning fyrir þig og svo marga fleiri því svo margir virðast halda að það sé ekkert mál að henda lýðveldinu Íslandi inn í og undir annað yfirríkislegt yfirvald, þar sem stór hluti af sjálfstæði lýðveldisins myndi hverfa. Sjálfstæði Ísland sem fékkst árið 1944 eftir hundruðir ára undir stjórn annnarra. Nema að þú haldir að ESB sé einmitt ekki mynt? Að það sé hugsanlega eitthvað annað og meira en myntin sem skipti máli.
Heyrði ég þig kvarta á meðan allt lék i lyndi, gengið var "hátt", kaupmáttur yfirgnæfandi frábær og atvinnuleysið gersamlega óþekkt. Varstu þá að fylgjast með eymd og volæði þeirra sem sátu í 10-15% atvinnuleysi með evrur niðri á Ítalíu, eða var gengi krónunnar það gott að þú kanski sást þér fræi á að fara til Ítalíu og kaupa Ítalíu upp. Eða varstu kanski upptekinn við að hafa samúð með einhverjum örðum þjóðum sem áttu um sárt að binda á meðan Ísland var skínandi borg á hæstu hæðum hins alþjóðlega samfélags? Streymdu þá samúðarorðin út til þeirra sem samfélagslega og atvinnulega áttu um sárt að binda í ESB?
-----------------------------------
EU regional unemployment rates (%), April 1997
Sicilia (Italy) 24.0
Calabria (Italy) 24.9
Campania (Italy) 26.1
Ceuta y Melilla (Spain) 26.4
Extremadura (Spain) 29.5
Andalucia (Spain) 32.0
-----------------------------------
En sjáðu Kristján, mér kemur bara ekkert við af hverju þú býrð þar sem þú býrð, og ég veit að lífið er ekki mynt. Vertu velkominn niður á það plan sem margir þurfa að búa við í ESB og eru búnir að búa við áratugum saman. This is how it feels - fyrir marga, en ekki alla.
Lífið er ekki mynt og ESB er alls ekki mynt. Það er miklu meira en mynt. Það er ríki í smíðum.
Bestu kveðjur
og afsakaðu innilega ef ég hef móðgað þig
Héraðs-atvinnuleysi í ESB 2007
Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2008 kl. 07:41
Fór inn á þennan þráð eftir að hafa séð ábendingu um hann í Fréttablaðinu í dag. Get nú ekki tekið undir hrifningu Víglundar Þorsteinssonar á þeirri umræðu sem hér fer fram því hún einkennist mest af kosningalegum stóryrðum í báðar áttir. Ekki laust við að hér séu menn úthrópaðir sem heimskir menntamenn ef þeir aðhyllast ESB aðild og álíka ásakanir hafðar uppi um þær skoðanir sem hér eru settar fram um þá sem andsnúnir eru ESB.
Ekki dreg ég í efa að marga bitra reynslu hefur bloggsíðuhöfundur af ESB en staðreyndin er nú líka sú að bitur er reynslan hjá almenningi á Íslandi af stjórnkerfinu íslenska á undanförnum árum. Á þessum spjallþræði er Sjálfstæðisfokkurinn rómaður í bak og fyrir og sá flokkur hlýtur sjálfur að gera upp við sig hvernig hann ætlar að leggja afrek sín við stjórnvölinn mörg undanfarin ár í dóm kjósenda.
Atvinnuleysi er hér notað sem æðsti mælikvarði gegn inngöngu í ESB. Vissulega hefur atvinnuleysi verið lítið á Íslandi í samanburði við flest Evrópusambandslöndin. En því verður nú heldur ekki á móti mælt að kannski var innistæðan fyrir þenslunni og háu atvinnustigi ekki fyrir hendi. Varhugavert er að hræða fólk með því að atvinnuleysi verði meira með inngöngu í ESB en við höfum búið við síðustu ár því almenningur á Íslandi er ekki samsafn af heimskingjum og gerir sér grein fyrir að nú þarf með öllum kostum og göllum að reka þetta land á raunveruleikanum, ekki í draumaveröld. Við sjáum fram á atvinnuleysi og það mikið. Það er fylgifiskur þeirrar stundar sannleikans sem nú er runnin upp. Finnar gerðu sér líka grein fyrir þessu þegar þeir lentu í sínu brimróti um árið. Völdu samt að ganga í ESB og eru á nokkuð góðu lífi.
Í umræðunni hér fer talsvert fyrir fullyrðingunum um að landið missi sjálfstæði sitt í ríkjabandalaginu ESB. Hvers vegna ætti það fremur við um Ísland en Finnland, Danmörku og önnur ríki innan ESB? Ef hér er átt við að við þurfum að afsala okkur einhverju stjórnvaldi á borð við að hleypa bankakerfinu upp í 12 falda þjóðarframleiðsluna – ja, þá getur nú ekkert verið slæmt við að láta ESB hýða okkur til hlýðni í þeim efnum. Blásaklausir öryrkjar og ellilífeyrisþegar sem hafa tapað stórum hluta af þeirri litlu sparifjárhýru sem þeir áttu hefðu glaðir viljað skipta á ESB aðild og slaklegri frammistöðu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans í eftirlitshlutverki sínu. Ef aðhaldið frá ESB hefði þýtt að eftirlitsstofnanir með íslenska fjármálamarkaðnum hefðu rækt sitt hlutverk þá fer sú röksemd nokkuð langt með að réttlæta inngöngu í ESB. Við höfum einfaldlega hvorki efni á og alls enga ánægju af því að horfa upp á hina rotnu stjórnsýslu sem hefur skilað okkur á þann punkt sem við stöndum á í dag. Hún er mesta ógnin við sjálfstæði okkar og merkilegt nokk þá ber Sjálfstæðisflokkurinn þar mesta ábyrgð.
Sporddreki, 30.10.2008 kl. 10:37
frá Kristjáni B.;
"en ég bjó líka í um 7 ár í ESB-landi og varð áþreifanlega var við kosti þess stöðugleika og festu sem efnahagsstjórn aðildarríkjanna elur af sér."
Sæll Kristján, þetta er ekki rökstudd fullyrðing.
Í fyrsta lagi þá þarft þú að koma með samanburð fyrir og eftir ESB í viðkomandi landi.
Í öðru lagi á hvaða kaliberi var umrætt land fyrir ESB. Hve stór hluti landsins myndi maður telja að hafi verið underdeveloped. Þá á ég við hvar var landið statt með tilliti til menntunar, opinberar þjónustu, löggæslu, tolla og skattamála, innflytjendamála, flæði vinnuafls til og frá landinu og áfram mætti telja?
Ég sé að fólk einfaldar mál sitt með stórkostlegum hætti þegar kemur að ESB.
Ef að vilji er fyrir hendi til að taka upp annan gjaldmiðil, og vil ég taka fram að það eigum við að gera, ekki spurning. Þá eru margir fínir gjaldmiðlar sem má taka upp sem kalla ekki á yfirtöku á stjórnum fiskveiða hér við land sem dæmi.
En hugmyndir ESB manna eru vægast sagt óskýrar. Þar tönglast fólk á orðinu "Evra".
Við skulum segja að hér yrði tekin sú ákvörðun að sækja um aðild að ESB;
Tölum um krónu og fyrirbærið "European Exchange Rate Mechanism, ERM"
Tilvitnun í Reykjavíkurbréf síðasta Sunnudag;
"Þátttaka í ERM II þýðir að gengi gjaldmiðils aðildarríkis ESB er haldið stöðugu gagnvart evrunni. Miðað er við að það megi ekki sveiflast meira en um 15% upp eða niður fyrir ákveðið miðgengi sem samið er um fyrirfram. Um leið og Ísland gengi í ESB ætti það því kost á stuðningi Seðlabanka Evrópu við að halda gengi krónunnar innan þessara marka."
Tilvitnun lýkur.
Hér er á ferðinni stjórntæki á krónuna sem kæmi í veg fyrir að við ættum nokkurn möguleika á að rífa upp gengið á umræddu tímabili. Samið er um stöðugt gengi fyrirfram og má gjaldmiðillinn ekki styrkjast um meira en 15% á þessum tíma gagnvart Evru.
Ég ætla ekki einu sinni að fara út í hvað myndi gerast í þessu ferli ef Evran fellur mikið, einungis vegna þess að ég vil gæta meðalhófs í þessari umræðu.
Halda menn miðað við núverandi aðstæður að þátttaka í ERM ll myndi gera neitt annað á þessum tímapunkti en að gera Íslendinga að öreigum um aldur og eilífð?
Hver er með lausn á þessu máli? Ég hef ekki heyrt hana ennþá. Þess vegna get ég með engu móti fallist á þau rök, eða réttara sagt engin rök sem borin hafa verið fram, til þess að styðja aðild að ESB.
sandkassi (IP-tala skráð) 30.10.2008 kl. 17:17
Það er nokkuð merkilegt að lesa stóryrtar yfirlýsingar um hættu Íslands á ýmsum sviðum af hugsanlegri ESB, sem er gegnum rauði þráðurinn á þessum spjallþræði. Staðreyndin er einfaldlega sú að það liggur ekki fyrir hvað kæmi út úr aðildarviðræðum Íslands við ESB, en niðurstaða slíkra viðræðna hlýtur að vera grunnur að köldu hagsmunamati á kostum og göllum inngöngu. Það er því fullkomlega eðlilegt að slíkar fari fram, ekki síst í ljósi þeirrar stöðu sem komin er upp í efnahagsmálum Íslands. Andstaða við slíkar viðræður er ekkert annað en einstrengingsháttur og ofbeldi gagnvart þeim meirihluta Íslendingum sem sýnt hafa sig hlynta ESB aðild í skoðanakönnunum. Einnig er merkilegt að lesa þessa einstrengingslegu andstöðu við upptöku Evru í stað íslensku krónunnar í ljósi þróunar krónunnar, grafalvarlegrar stöðu hennar í dag og þeirra öfgakenndu áhrifa sem sveiflur hennar valda, jafnvel í mjög litlum viðskiptum. Það er öllum ljóst að Evran yrði síður en svo gallalaus fyrir Ísland og aðlögunarhæfni hagkerfisins að ytri skilyrðum gæti orðið mun erfiðari en með sjálfstæða mynt. En eins og margoft hefur verið bent á hefur engin úttekt verið gerð á peningamálastefnu íslenskra efnahagsyfirvalda undanfarin ár eða gjaldmiðilsmálum, þar með talið kostum, göllum, ábata og kostnaði þess að halda í krónuna á móti öðrum kostum, sem helst virðist vera upptaka Evru. Nánast allir hagfræðingar, sem um málið hafa fjallað, eru þó sammála um að peningamálastefnan á Íslandi hefur beðið skipbrot. Meira að segja hefur Arnór Sighvatsson aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands lýst efasemdum um gildi sjálfstæðs gjaldmiðils Íslands. Ekki hefur verið með rökum bent á leið hvernig betrumbæta mætti peningamálastefnuna þannig að hún henti Íslendingum til framtíðar. Þvert á móti hefur verið bent á hættur þess að halda úti sjálfstæðum fljótandi gjaldmiðli þjóðar, sem telur rúmlega 300.000 manns þar sem ýmsir aðrir þættir en grunnþættir hagkerfisins s.s. vöruskiptajöfnuður eða viðskiptajöfnuður leiði til jafnvægis eða stöðugleika. Þróun vaxtamunaviðskipta undanfarinna ára sem skilja í dag eftir c.a. 300 milljarða myllustein á íslensku hagkerfi með viðeigandi þrýstingi á gengi krónunnar á óvirkum gjaldeyrismarkaði er eitt dæmi. Einnig er ljóst að íslenska krónan hlýtur ávallt að vera útsett fyrir stöðutökum fjárfesta og gengi hennar sveiflast í samræmi við það. En það sem vantar er óháð úttekt erlendra sérfræðinga á peningamálastefnunni og möguleikum krónunnar í ólgusjó alþjóðafjármálakerfisins áður en við getum tekið afstöðu með eða á móti krónu eða Evru. Því ætti að vera samhljómur í ósk um að fá niðurstöðu í ESB viðræður og jafnframt sjálfstæða útttekt á möguleikum Íslendinga varðandi peningamálastefnu til framtíðar.
J Magnússon (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 15:42
Ég hef ekkert sérstakt á móti Evru sem mynt. En fyrir okkur á að liggja nokkura ára tímabil sem við þurfum að lifa af áður en aðild neinu myntbandalagi kæmi til.
Að semja um inngöngu í aðlögunarprógramm ESB núna, þíðir mjög lágt mat á krónunni. Langt er einnig þangað til að krónan öðlast traust til þess að bæta samningsstöðuna. Því nægir ekki að kýla upp genginu á nokkrum vikum og semja síðan við ESB. Slíkt væri svona eins og léleg sölusprautning á bílskrjóð.
Í samningum er ekkert gefið, hvorki við ESB eða CocaCola. Aðlögunartímabilið er nokkur ár og það mun ríða íslenskum efnahag að fullu.
Ég heyri og sé fólk halda því fram jafnt í orði sem og á prenti að efnahagurinn sé farinn. Nei það er hann ekki.
En það er ekkert launungarmál að við þurfum að vinna í okkar málum. Þetta verður ekki leyst með einni undirskrift við ESB eða NFTA eða neinu slíku.
Samningsstaða okkar er með þeim hætti að slík undirskrift væri sölusamningur. Þegar maður hefur selt eitthvað, þá á maður það ekki lengur og getur ekki gert neitt tilkall til þess.
Slíkur sölusamningur er mun einfaldari í uppsetningu heldur en eðlilegt er og tekur stuttan tíma að smella honum á blað.
sandkassi (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.