Leita í fréttum mbl.is

Myntsamstarf við raunveruleikann

Það væri einnig athugandi fyrir Íslendinga að kanna möguleikana á því að taka upp myntsamstarf við Íslendinga sjálfa þ.e. við raunveruleikann. Horfurnar líta mun betur út þegar maður skoðar þetta í ljósi sprunginnar bankabólu sem svo knúði allsherjarbóluna, með hjálp alþjóðabólunnar, og sem núna einnig er spurngin. Ef maður horfir gagnrýnum augum á eftirfarandi mynd þá sést þar ákveðið orsakasamhengi við það sem við vitum núna - bæði í tíma og í rúmi og í peningum

Myntsamstarf við raunveruleikann og bólusóttir

 

Verðlagsþróun 

Núna eru allar bólur sprungnar

  • Fjármagns-bólan
  • Banka-bólan
  • Húsnæðis-bólan
  • Olíuverðs-bólan
  • Hrávöruverðs-bólan
  • Matvælavöruverðs-bólan
  • Global-warming-bólan
  • Öryggisráðs- og heimsveldis-bólan 
Mr & Mrs Deflator & deleveraging
 
Seðlabanki Íslands:Verðlagsþróun 
 
Forsíða þessa bloggs  

mbl.is Norðmenn afar vinsamlegir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ólafsson

Sæll Gunnar,

hver er þá þín skoðun á því hvort ekki sé lag núna að afnema verðtrygginguna sem getur aldrei verið annað en eldsneyti á verðbólguna?

Annars er ég ekki viss um að Húsnæðis-bólan sé alveg sprungin, blaðran er hætt að þenjast út og það brestur í henni, en hvellurinn er ekki kominn enn. En það er stutt í hann...

Karl Ólafsson, 18.10.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Vilja ekki danskir stjórnmálamenn taka upp Evru? Hefur það ekki verið raunin eins og á Írlandi og annarstaðar. Stjórnmálamenn eru voðalega hrifnir af því að búa til nýtt heimsveldi eða dreymir alla vega um það. 

Fannar frá Rifi, 18.10.2008 kl. 11:22

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Jón:

Engum Dana hefur dottið í hug sú fáránlega hugmynd að Evrópusambandið sé mynt. Þeir vita alltof vel að Evrópusambandið er nýtt ríki í byggingu. Þessvegna snúa þeir núna baki við ESB í æ ríkara mæli. Ástæðan? Evrópusambandið ræður flestu í Danmörku (Berlingkse Tidende 25. september 2008):

Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark

Regeringen har besluttet sig for ikke at køre en alvorlig konflikt med det øvrige Europa om EF-Domstolen og den danske udlændingepolitik. På trods af den politiske retorik erkender man, at Danmarks fremtid udstikkes inden for rammerne af det europæiske sag 

Men realiteten er, at det faktisk er EU, som bestemmer det meste i Danmark.

Næsten al lovgivning, som har med erhvervslivets forhold og arbejdsbetingelser at gøre, er med indførelsen af det indre marked i årevis blevet bestemt »nede i EU«.

Det samme gælder miljøpolitik.

Hele Danmarks nationale økonomi er siden 1999 bundet op på den danske krones fastkurs-politik over for euroen, som forsvares og administreres af Den Europæiske Centralbank.

Danmark retter sig også ind efter EUs fælles udenrigspolitiske linje som f.eks i Georgien-konflikten, selvom man fra dansk side måske havde ønsket en lidt hårdere kurs over for Rusland.

Med opbygningen af en fælles asyl- og indvandringspolitik, fælles strafferet og fælles terrorbekæmpelse blander EU sig også på disse områder. Og EUs fælles domstol har dermed også retten til at afsige afgørelser på disse områder. 

Analyse: EU bestemmer det meste i Danmark

Þess vegna snúa Danir núna baki við ESB í æ ríkara mæli (Berlingkse Tidende 25. september 2008):

Danskerne vender EU ryggen

Regeringens kamp for at fastholde udlændingepolitikken har kostet dyrt. Hver sjette dansker er blevet mere skeptisk over for EU, viser en Gallup-måling.

Danskerne vender EU ryggen 

Evrópusambandið er ekki mynt

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 11:27

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur Poul Schlüter mælti með "já" í þjóðaratkvæðagreiðslunni um "EF-pakkann" í Danmörku árið 1986. Ég hlustaði sjálfur á hann því þá var ég ESB-sinni (og var það fram til ca. ársins 1997). Hann gerði það með slagorðinu "Sambandið er steindautt" (danska.: "unionen er stendød"). Danir voru nefnilega mjög svo áhyggjufullir yfir því að það væri verið að lokka þá inn í eitthvað sem væri hægt að kalla "the European Union" í framtíðinni eða sem gæti endað með "Evrópusambandinu". Þessi fullvissa Poul Schlüters gerði það að verkum að Dönum var rórra í þjóðarsálinni og létu því til leiðast til að kjósa "já" með 52% meirihluta. 43,8% kusu "nei".

.

Poul Schlüter settist svo á þing sem þingmaður í þingi þessa Evrópusambands árið 1994. Já, á þing þess Evrópusambandsins sem hann fullvissaði Dani um að væri stendautt og steindauð sem "hugsun" þarna árið 1986. Einmitt þegar Danir óttuðust sambands-hugsunina meira en allt annað. Þetta tók aðeins 10 ár.

.

Allt í sambandi við Evrópusambandið fer svona fram. Kosningar eftir kosningar er kjósendum boðið uppá að samþykkja þann yfirdrátt sem fram fór á undanförnum árum. Það er aldrei meirihluti fyrir neinu því það er alltaf búið að fara fram úr því sem ESB hafði umboð til að verða. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn á bankamáli. Þú segir bara við bakann þinn að þú getir ekki borgað og því verði að hækka yfirdráttinn.

.

Svo koma sárindin, eins og til dæmis er vísað á hér að ofan þegar Berlingske Tidende skrifaði um þá Gallup-könnun sem nú sýnir að Danir eru mjög illilega sárir yfir að ESB dómstólinn er búinn að ógilda lög danska þingsins um það hverjir meiga verða ríkisborgarar í landi þeirra eða ekki. Þessu ræður ESB núna. Danir ráða ekki lengur yfir landi sínu. ESB sérfæðingur Berlingske gerði svo greiningu (úttekt) á því hver réði mestu í Danmörku. Niðurstaðan var: ESB ræður næstum því öllu í Danmörku (sjá í slóð að ofan)

ESB er sjúkdómur (Eurosclerosis)

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 11:33

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Í ljósi alls þess sem gerst hefur þá er það besta sem Íslendingar geta gert er að ganga aftur í sig sjálfa. Að verða heilir aftur.


Karl

Ég veit þetta bara ekki eins og er, en þetta er kjörið tækifæri til að velta þessum hlutum fyrir sér, þ.e. þegar verðbólgan er komin niður. Finnst að við öll í sameiningu ættum að velta þessu máli fyrir okkur á komandi mánuðum.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.10.2008 kl. 11:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband