Leita í fréttum mbl.is

Fjármálakreppan klýfur evruland. Evran í hættu

Tilraunir frönsku ríkisstjórnarinnar til að koma á sameiginlegum björgunaraðgerðum til handa fjármálastofnunum á evrusvæði enda að líkindum í andvana fæðingu eftir að Þýskaland hefur lýst yfir að landið mun ekki bjarga fjármálastofnunum annarra landa

10 þýsk frostmörk

Í viðtali við Wall Street Journal segir Peer Steinbrück fjármálaráðherra Þýskalands að fjármálkreppan sé mest bandarískt málefni og að ríkisstjórnir Evrópu séu að ofgera málunum með þessum tilraunum til samhæfðra aðgerða. "Vægt sagt þá er Þýskaland mjög varfærið í öllum þeim málum sem ýta undir tilurð svona sam-evrópskra stórverkefna. Öllum löndum er frjálst að hugsa á þessum nótum, en Þýskaland mun ekki hafa áhuga á þessu". Þýsk yfirvöld eru því mótfallin öllum sam-evrópskum aðgerðum svipuðum þeim sem Bandarísk stjórnvöld voru að gangsetja til handa Bandarískum fjármálastofnunum

Þess er hægt að geta hér í leiðinni að nýlega björguðu bandarísk yfirvöld risa-tryggingafélaginu AIG frá því að lenda í þroti. Þetta tryggingafélag tryggir skuldbindingar evrópskra stórbanka að andvirði 300 miljarða dollara. Svo líkur eru á að hér hafi Bandaríkjamenn bjargað evrópskum stórbönkum frá gjaldþroti því eins og staðan er nú hefðu þessir evrópsku bankar varla getað fundið það fjármagn sem til þurfti til að uppfylla kröfur fjármálayfirvalda, eða fundið nýjan tryggingaaðila. Peer Steinbrück segir þýsk að yfirvöld hafi ekki áhuga á sameiginlegu evrópsku fjármálaeftirliti þó svo að landið styðji samhæft regluverk.

"Alveg eins og bankarnir treysta ekki hvor öðrum þá treysta yfirvöld ESB-ríkjanna ekki hvor öðru núna", hefur Berlingske Business eftir evrópskum embættismanni 

Þýskar evrur eftirsóttar

Evran mynttegund í útrýmingarhættu?

Sú gjá sem klýfur afstöðu Frakka og Þjóðverja til þessa máls afhjúpar stórt burðarþolstap evru sem sameiginlegrar myntar. Seðlabanki evru (ECB) hefur ekki það fjármagn á bak við sig sem gæti tryggt fjármálastofnanir í erfiðleikum. Þær munu því riða til falls án hjálpar frá ECB. Hinn stóri mismunur á afföllum við framboð og útgáfu skuldabréfa þeirra ríkisstjórna sem eru aðilar að myntsamstarfinu er að eyðileggja fjármögnunarmöguleika þeirra ríkja sem mest þurfa á ódýru fjármagni að halda. Hætta er á að evra sé mynttegund í útrýmingarhættu þegar horft er á hana til framtíðar og jafnvel á næstunni. Sem dæmi má nefna að einhliða ákvörðun Írlands um að ábyrgjast innistæður og ýmsar skuldbindingar írskra fjármálastofnana að upphæð sem nemur tvöfaldri landsframleiðslu Írlands er ekki til þess fallin að auka traust á evru. Hvað ef allar evruþjóðirnar gerðu það sama? Þá væri evran svo að segja gjaldþrota sem mynt, því hver á að borga brúsann? Það er ekki til sameiginleg skattalöggjöf í ESB eða á evrusvæði. En sameiginleg skattalöggjöf er forsenda þess að fjármálamarkaður evru geti virkað sem skal. Þessu verður því að koma á sem fyrst. Eins og er þá nema skattar í ESB 40% af landsframleiðslu ESB svæðisins. Þetta hlutfall er um 29% á Íslandi.

Frakkar hefja björgunaraðgerðir á húsnæðismarkaði

Franska ríkið segist ætla að kaupa 30.000 tómar íbúðir sem eru í bygginu í Frakklandi. Þetta er gert til að koma franska húsnæðismarkaðinum til hjálpar, en þessi markaður á í erfiðlekum í Frakklandi sem víðar í ESB. Franska ríkið ætlar einnig að bjóða fram meira af byggingalóðum í ríkiseign. Einnig á að auka framboð á húsnæðislánum með því að lækka greiðsluhæfniskröfur til lánþega. Þetta mun þýða að þrefalt fleiri geta sótt um lán. Þetta gæti orðið athyglisverð tilraun og sérstaklega ef hún er skoðuð í ljósi umdirmálslánana í Bandaríkjunum. Skattar sem hlutfall af landsframleiðslu í Frakklandi eru einna hæstir í heiminum.

Þessar aðgerðir minnka enn frekar allar líkur á að fjármálastofnunum í evrulandi verði komið til hjálpar með sameignlegum aðgerðum og eru enn fremur einungis til þess fallnar að auka ásakanir evrulanda á milli. Stjórnmála- og bankamenn óttast keðjuverkandi áhrifa í evrulandi þegar stórbankar með starfsemi í mörgum evrulöndum fara í þrot. Svoleiðis stórslys myndu leiða til kerfislægrar kreppu sem myndi taka enn fleiri stofnanir með sér í fallinu

Fjármálastofnanir riða til falls 

Undanfarna daga hafa stjórnendur stórra banka komið í sjónvarp og fréttamiðla til að fullvissa alla um hversu vel fyrirtæki þeirra stæðu. Engu að siður hafa þær orðið fjármagnsþurrð að bráð - einungis nokkrum dögum síðar. Þessi staða fjármálastofnana er því óþolandi fyrir fjármálageirann í heild. Heilbrigðir og velreknir bankar eru neyddir í þrot

PROD0000000000228683

Prudent Investors segist ekki kaupa bréf neinna fjármálastofnana í Evrópu því evrópskir bankar séu í nákvæmlega sömu stöðu og bræður þeirra í Bandaríkjunum. Þeir geta ekki sett verð á margar egnir og því gæti bókhald þeirra og eignfjárstaða gefið ranga mynd af stöðu bankana. Enginn fjárfestir vill kaupa hlut í fjármálastofnum sem getur ekki sagt hvers virði hún er. Þetta gerir málið ennþá flóknara fyrir bankana. Þeir geta varla sótt sér nýtt fjármagn á fjármálamörkuðum því enginn veit hvers virði þeir eru á meðan það er ekki hægt að setja verðmiða á allar eignir bankana því markaðurinn fyrir þessar eignir er horfinn. Gufaður upp í kreppuþoku þar sem enginn sér neitt í réttu ljósi því það ríkir öngþveiti og örvænting

Evran var ekki hönnuð með svona ástand fyrir augum. Ef allir vandræða-fjármunir verða afskrifaðir niður í núll og vöxtur peningamagns í umferð er tvöfalt hærri en verðbólga þá mun verðbólguvandamál evru verða langvarandi. Verðbólga á evrusvæði er vanmetin og opinbert matvæla og vöruverð er of lágt uppgefið því þar eru ekki inní allar hinar miklu hækkanir á opinberum gjöldum til fyrirtækja og neytenda og hinn opinberi geiri er mjög mjög stór á evrusvæðinu

"Já, Evrópa er dottin ofaní efnahagsleg vandræði og ég er hissa á hversu hratt það gerðist", segir Prudent Investor. Þetta verður prófsteinn fyrir ESB því ESB hefur ekki áður lent í svipuðum vandamálum. Þetta mun leiða til aukinnar þjóðernishyggju því hingað til hafa þjóðirnar getað varist ýmsum utanaðkomandi vandamálum með því að hafa virk landamæri. En það hafa löndin ekki lengur því evran virðir engin landamæri og allir sitja því saman í sama leka bátnum

Vitnað í: Banking Crisis Divides Eurozone - Future Of Euro?  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

og inn í þetta vilja menn troða Íslandi. Förum af bátnum sem við siglum á í gegnum ólgu sjó. Til þess eins að hoppa yfir í leka bátinn sem er í sömu vandræðum.

Við þekkjum þó allavega til verka á okkar eigin fleytu og vitum hvað þarf að gera til þess að koma honum á sjó á ný, ef svo illa skyldi fara að við sigldum í strand. 

Evru fleytan er míglek og svo stór að aldrei nokkurtíman gætum við komist frá borði án þess að stökkva sjálf í sjóinn í miðjum stormi. 

Fannar frá Rifi, 5.10.2008 kl. 17:32

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Maður veltir fyrir sér, hver í ósköpunum getur verið tilgangurinn með EB. Ef samstaða um fjárhagslegan stöðugleika er ekki markmiðið, eins og öll merki benda til að sé ekki, má draga í efa að EB eigi sér mikla framtíð. Jafnvel Ráðstjórnarríkin sálugu höfðu uppi burði til sameiginlegrar fjármálastefnu. Því miður virðist andvana borin von fyrir okkur, að vænta aðstoðar úr austrinu (Evrópu).

Þýðski fjármálaráðherrann Peer Steinbrück, virðist ekki hafa meiri skilning á umfangi vandans en Angela Merkel. Honum er fyrirmunað, að skilja hvers vegna Þýðskir skattgreiðenur ættu að reiða fram fé:

to stabilize situations for which other countries are responsible.

Þykist Þýðskaland ekki vera forustuland EB ? Hvers konar forusta er það sem dregur sig inn í skel sína þegar hætta steðjar að ? Því miður verð ég að segja, að EB er ekki á vetur setandi. Þú hefur rétt fyrir þér Gunnar, í öllum atriðum.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2008 kl. 17:35

3 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Og annað Fannar. Evrópusambandsskipið er svo stórt og þunglamalegt að það verður sokkið eða í bezta falli strandað áður en það getur brugðist við einu eða neinu. Evrópusambandið er Titanic.

Hjörtur J. Guðmundsson, 5.10.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband