Miðvikudagur, 1. október 2008
Gengið: samkeppnishæfni íslenska hagkerfisins við útlönd batnar mikið
Kæru lesendur.
Það eru alltaf tvær hliðar á sömu krónunni, alveg eins og það eru tveir dálkar í bankabókinni: innlögn (debet) og úttekt (kredit). Eins er það með gengi gjaldmiðla. Gengið sýnir hvernig staða þjóðarbúsins við útlönd er hvað varðar innflutning og útflutning. Mikið er rætt um svokallaða gengisvísitölu. Hún er eitthvað sem menn eiga að vita hvað er en sem fæstir gera sér grein fyrir hvað er. Hjá flestum þjóðum er gengisvísitala notuð til að mæla samkeppnishæfni útflutningsgreina þjóðarinnar við útlönd. Þessi útflutningur getur verið vörur eða þjónusta. En hjá Íslendingum er þessi gengisvísitala að mestu notuð sem mælikvarði á samkeppnishæfni útlanda við Ísland, en ekki sem mælikvarði á samkeppnishæfni Íslands við útlönd. Þetta er náskylt hugsuninni um að bankar séu heildsöluverslanir þar sem maður sækir peninga, að bankar séu eingöngu peningabúðir. En bankar taka einnig á móti innlánum, þú lánar bankanum peninga og bankinn borgar þér peninga fyrir þennan greiða. Þetta er hægt
Þeir sem framleiða vörur og þjónustur og selja til útlanda búa núna við góðar aðstæður. Þeir geta tekið miklu hærra verð fyrir afurðir sínar vegna þess að gengið er lágt og mjög samkeppnishæft. Þeir geta jafnvel tekið miklu hærra verð í íslenskum krónum. Fyrir þessa aðila gildir því að hamast við steðjann á meðan aðstæður eru svona hagstæðar. Þeir þurfa því oft að ráða fleira fólk í vinnu og því er síður hætta á að það þurfi að koma til atvinnuleysis við þær aðstæður sem nú ríkja. Nema náttúrlega að maður hafi innréttað hagkerfi sitt svoleiðis að allir vinna við að kaupa vörur frá útlöndum og ekki selja neitt að ráði til útlanda af þeim athöfnum sem fram fara innan í landinu
Gengisvísitala segir ekki til um hve mikið einn ákveðinn gjaldmiðill hefur hækkað eða lækkað gagnvart íslensku krónunni, eða öfugt. Til dæmis þá hefur íslenska krónan fallið um 40% gagnvart evru síðan í ágúst 2006. Gagnvart bandaríkjadollar hefur krónan lækkað um 32% frá því í júlí 2006. Á meðan hefur dollari til dæmis lækkað um 25% gagnvart evru frá því í mars 2006 og fram til júlí núna í sumar. En þá byrjaði dollar að hækka aftur. Svona gengur þetta, upp og niður og fram og til baka. Alveg eins og evra féll um 30% gagnvart dollar samfleytt í 22 mánuði á árunum 1999-2001. Þá voru íbúar á evrusvæði æfir af reiði
Ban(k)arekstur
Það var athyglisvert viðtal við Svisslendinginn Marc Faber á Bloomberg í morgun. Hann sagði að best stöddu bankar í heimi væru núna í Asíu, að þeir stæðu eins og "klettar". Af hverju er þetta svona, spurði fréttamaðurinn? Jú sagði Marc, - "þeir voru of heimskir til að skilja afleiður og CDS" (credit default swap)
Þess ber að gæta að Marc Faber er yfirleitt ósammála öllum og oft mjög svartsýnn maður. En viðtölin við hann eru aldrei leiðinleg, og stundum slær þögn á þá fréttamenn sem tala við hann, þeir eru ekki vanir svona beinskeyttum svörum. Hér er eitt þessara viðtala - frá því í mars mánuði þessa árs: Marc Faber on Bloomberg March 2008
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:37 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 22
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 151
- Frá upphafi: 1387341
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 102
- Gestir í dag: 9
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Gengisvísitalan ein og sér mælir bara verðbreytingar á körfu erlendra gjaldmiðla gagnvart krónunni og hefur lítið að segja um samkeppnishæfnina. Til þess að átta okkur á samkeppnishæfni íslenskra útflutningsatvinnuvega og stöðu hennar þurfum við að skoða raungengið, þ.e. gengisþróunina að teknu tilliti til verðbólgu bæði hér á landi og erlendis.
Í kjölfar gengisfalls verður raungengi útflutningsgreinunum hagstætt og eykur samkeppnisstöðu en um leið og verðbólgan fylgir í kjölfarið verður sá munur að engu. Lykillinn að því hvort fall krónunnar nú muni í raun nýtast til að styrkja stöðuna eða ekki er fólginn í því hvort gengislækkunin velti út í verðlagið eða ekki. Það breytir engu fyrir íslenskan útflytjanda að fá helmingi fleiri íslenskar krónur fyrir hverja evru en áður ef öll innlend aðföng hafa hækkað upp úr öllu valdi.
Mismunandi verðbólguþróun milli landa getur líka haft sömu áhrif á raungengið og þar með samkeppnishæfnina án þess að sjálfur gjaldmiðillinn hreyfist.
Arnar (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 17:55
Athyglisverðar pælingar og nokkuð góð greining á þjóðfélagi okkar, Gunnar.
Reyndin í gegnum árin hefur verið sú að gengi gjaldmiðils ræðst aðallega af gjaldeyrissköpun sem hlutfalli af veltu þjóðfélagsins. Fari gjaldeyrissköpun niður fyrir ákveðin mörk, (svolítið breytileg efir samsetningu atinnulífs), skapast þörf fyrir gjaldeyri í þjóðfélaginu, sem tekjuatvinnuvegir geta ekki svarað. Þá fer markaðslögmálið á ferð til lækkunar á verði heimamyntar.
Sum þjóðfélög, sem ekki hafa trausta fjármálastjórn, láta fjármálastofnanir komast upp með að dekka þennan mismun með erlendum lántökum.
Fullkomin hliðstæða við þetta er einstaklingur sem skuldsetur sig út fyrir það sem tekjuþol hans leyfir. Tekjur duga ekki fyrir afborgunum og hann vinnur jafnvel fyrir hálfvirði til að fá peninga til að borga af lánunum.
Hvers vegna að fara flóknu leiðina í útskýringum, þegar hægt er að horfa á málin frá einfaldri hlið.
Guðbjörn Jónsson, 1.10.2008 kl. 23:57
Sæll kæri Gunnar - góður pistill að vanda !
Ertu til í að skrifa smá greiningu á því hvernig krónan mun þróast á næstunni gagnvart t.d. svissfranka, yeni og evru sem við erum með flest myntlánin okkar fest í ? Hvenær botni krónunnar gagnvart þeim verður líklega náð og hvenær krónan fer síðan að styrkjast á ný gagnvart þessum gjaldmiðlum.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 2.10.2008 kl. 01:10
Já ja, þennan hefur maður nú heyrt áður, en þetta er nú bara ekki svona einfalt hér. Útvegirnir eru alltof háðir innflutningi til að þessi brella gangi upp.
Útflutningsgreinarnar hrópa á jafnvægi og stöðugleika í dag. Ef við gætum haft það eins og Asíu búar gera, að kaupa sorp frá USA á tíkall kílóið, og selja þeim það svo til baka endur unnið á hundraðkall, þá værum við í góðum málum.
Eini atvinnuvegurinn sem hagnast í dag á svona gengismun í dag eru fjármálastofnanir. En slíkiir viðskiptahættir eiga sér sína endastöð líka
Sigfús (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 01:41
Þakka ykkur öllum fyrir innleggin.
Spá ? Tja, það má svo sem reyna, en það er svo ofurauðvelt að hafa algerlega rangt fyrir sér í því ástandi sem ríkir núna. Ég trúi engum sérstökum spám eins og er og býst við hinu versta. Staðan breytist dag frá degi. Þetta er einungis mín persónulega skoðun og ég vara alla við að taka of mikið mark á henni.
1) Við fáum "global recession" og jafnvel "slump" í sumum heimshlutum.
-------------
2) MJÖG MARGIR bankar í Evrópu og Bandaríkjunum munu fara á hausinn eða verða sameinaðir öðrum. Bankar nýmarkaðslanda munu verða mjög illa úti. Já þetta er svona slæmt. Við munu allavega varla þekkja bankalandslagið lengur eftir eitt til tvö ár. Það er engum um að kenna nema þessum geira sjálfum. Þeir byggðu upp turna á grunni tíkalls. Steypan í grunninum var blönduð eins og kalklögun og það var byggt of hátt. Hún er að brasa saman núna og byggingarnar eru að falla á hver aðra. Flest öll lönd munu eiga við alvarlegan vanda að stríða þegar fasteignaverð þeirra heldur áfram að hrynja næstu árin. Þetta verður því afar erfitt fyrir bankana og húsnæðislánastofnanir.
-------------
3) Sviss og CHF. Það er alveg óvíst að stærstu bankar Svisslendinga munu lifa af. Svissneski frankinn gæti verið barinn í plokkfisk ef t.d UBS fellur eða verður yfirtekinn af seðlabanka Sviss. Gengi CHF gæti riðlast stórkostlega. Svissneski UBS er búinn að byggja mjög stóra turna á sandi. Sama er að segja um Deutsche Bank og Barclays Bank. Þessir bankar eru sömu fílar í kjafti hagkerfis þessara landa eins og í örðum löndum og meira að segja enn verri. Það verður mjög mjög erfitt að vinda ofan af skuldsetningu fjármálastofnana. Japan er að detta inn í kreppu. Yen verður ágætlega stöðugt og lágvaxta gjaldmiðill áfram. En Japan er hrikalega skuldsett.
-------------
4) Evran mun sennilega falla mikið og í langan tíma. 30-40% í viðbót. Stærsta einsdags-fall evru (ever) átti sér stað í á mánudaginn (3%). Þetta verður löng ferð niðurávið.
-------------
5) Gildi og grunnur Bandaríkjadollara verður sennilega endurheimtur að mestu. Dollarinn mun halda áfram að hækka mjög mikið. En samt ekki í beinni línu, en langtíma hreyfingin verður í þá átt. Bandaríkin munu koma best og fyrst út úr kreppunni því sveigjanleiki hagkerfis þeirra er mikill og stærð hins opinbera geira er lítill miðað við mörg önnur lönd. Þeir munu fá skattalækkanir. Hlutabréf í bandarískum fyrirtækjum hafa staðið sig illa mörg undanfarin ár (að meðaltali), þau hafa einnig fallið mikið undanfarna 12 mánuði. Allt þetta á meðan hlutabréf nýmarkaðslanda hafa staðið sig vel undanfarin ár. En nú eru kaflaskipti. Allt er á brunaútsölu í BNA núna og það verður þangað sem fjármunirnir munu leita á næstu árum. Bandaríkjamenn munu fara í mikla og harða samkeppni við hin hefðbundnu útflutningslönd. Þetta mun bitna illa á mörgum löndum sem hafa byggt allt sitt á útflutningi.
-------------
6) Ísland mun fá sinn skammt af fjármálakreppunni eins og allir sem hafa tekið þátt í bankabólunni. En það er jú fyrst og fremst þessi bankageiri sem mun íþyngja efnahag Íslands á næstunni. En það verður þó hinn mikli sveigjanleiki sem mun koma Íslandi mikið til hjálpar hér. Ríkið var sem betur fer afskaplega vel statt efnahagslega áður en þessi fjármálageira-ógæfa dundi yfir okkur öll. Það verður gæfa Íslands að eiga svona mikið af ónýttum auðlindum og að vera algerlega sjálfstætt ríki, því annars væri nú þegar verið að skera niður fjárlög ríkisins og allar fjárveitingar til heilbrigðiskerfisins, menntakerfisins og hins félagslega kerfis, því þið væruð að búa ykkur undir massíft atvinnuleysi og mikið fall í skattatekjum ríkissjóðs sem myndu þýða skattahækkanir. Atvinnuleysisspá Danmerkur var t.d. tvöfölduð í gær, bara svona frá einum degi til annars. Mín spá er að hún verði þrefölduð innan skamms því fyrir aðeins tveim mánuðum átti allt að leika í lyndi hér og flest fyrirtæki eru ekki enn búin að fatta hversu framleiðni þeirra hafur fallið mikið á undanförnum árum. Heildaratvinnuleysi ESB er nú þegar að rjúka upp. Ríkisfjárlög Írlands eru nú þegar komin í megrun. Stöðugleikasáttmáli ESB verður mörgum þjóðum afar erfiður á næstu mörgum árum og mun tryggja hátt atvinnuleysi.
Fyrir útlendinga þá mun allt verða ódýrt á Íslandi. Fjármagn og fjárfestingar og ferðamenn munu sækja þó nokkuð til Íslands. Krónan mun haldast frekar lág næsta árið og verðbólgan mun verða horfin algerlega næsta vor. Nýjar stórframkvæmdir munu leiða Ísland út úr erfiðleikunum og það mun verða stofnaður Fossasjóður Íslands sem verður sjóður allra Íslendinga. Þessi sjóður mun vaxa og vaxa og verða kjölfesta fyrir nýja og Herta Krónu. Gengið mun verða miklu stöðugra eftir að fjármálageirinn fór í megrun, en þetta mun taka nokkur ár. Þetta er ekki spretthlaup heldur langhlaup. En þetta mun virka mjög vel í framtíðinni. Ísland á bjarta framtíð fyrir sér ef það heldur fast í sjálfstæði sitt og stendur fastan vörð um full frelsi, lága skatta og fulla atvinnu. Full atvinna er ALGER UNDIRSTAÐA ALLS.
Mikið af vel menntuðu fólki frá Evrópu, og víðar að, mun óska eftir að fá að búsetja sig á Íslandi fyrir fullt og allt. Það hefur ekki skeð mikið hvað varðar "nýtt landnám" á Íslandi síðustu 1000 árin. En þetta mun breytast og seinni sveifla "nýrra landnámsmanna", og þá sérstaklega ungt fólk, mun leita til Íslands því það verður eftir miklu að sækjast að fá leyfi til að búsetja sig og starfa á Íslandi. Hér verða Íslendingar að passa sig vel og vandlega og velja rétta fólkið sem passar vel inn.
-------------
7) Mikið af þessari svokallaðri "útrás" mun verða rúllað til baka að sumu leyti en þó alls alls ekki öllu leyti. Mikil og dýrkeypt reynsla mun safnast í eignasafn Íslendinga og verða að nýrri auðlind. Næstum öll venjuleg smásala í Evrópu mun eiga erfitt uppdráttar á næstu árum. Þessvegna munu hlutabréf í svoleiðis "main stream" fyrirtækjum falla mikið (eignasöfn margra munu rýrna mikið). Fasteignamarkaðir Evrópu munu ríða mörgum að fullu. Fasteignaverð hér í ESB mun falla næstu 2-4 árin.
-------------
8) Kína mun eiga í miklum vandræðum á næstunni. Allar birgðir þeirra eru núna fullar af óseldum vörum. Útflutningur þeirra mun líða mikið undir samdrætti í Bandaríkjunum og samkeppni frá ódýrari löndum, sama er að segja um stóran hluta Asíu. Kína mun þurfa að leggja áherslu á sinn innanlandsmarkað, og hann verður þeim erfiður. Bandaríkjamenn munu geta keypt allt inn á brunaútsöluverði frá Asíu og fleiri löndum á næstu árum. Tæknifyrirtæki Bandaríkjanna munu ganga vel því allur sparnaður um allan heim mun á næstunni fara fram í gengum uppsagnir á vinnandi fólki og í staðinn munu ný-fjárfestingar í tækni hjálpa fyrirtækjum við að auka arðsemi. Hér verða Bandaríkjamenn sterkir. Ný tækni og stór og sterk tæknifyrirtæki munu ganga vel. Bandarísk fyrirtæki (nema fjármálafyrirtæki) eru mjög vel stödd, því þau lærðu svo mikið í dot.com kreppunni og eiga sand af fjármunum núna.
Fyrir alla mun því gilda eftirfarandi á næstunni: HOLDING POWER ! Að geta haldið eignum sínum, sama hvort um er að ræða hlutabréf, skuldabréf eða fasteignir - já holding power!, því allar þessar eignir eru samkvæmt algerri grunnskilgreiningu langtímafjárfestingar. Þessu gleymdu margir. En þær munu margar hækka í verði aftur, en ekki allar. Langtímafjárfestingar!
Íslenska krónan er mjög lág núna. Það vita allir og því munu markaðir sjá viss tækifæri þar. En eins og er þá er ALLUR fjármálamarkaðurinn frosinn fastur og fáir eiga peninga til að kaupa eitt eða neitt og hvað þá ISK. Ef ég ætti mikið reiðufé núna þá myndi ég kaupa íslenskar krónur því ég veit að þær munu hækka í verði, það er bara spursmál um tíma og "holding power".
Panic eða örvænting er ekki stefna. Galdurinn við peninga er alltaf: að hafa þá, núna!
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 06:20
Plús: muna að bestu tækifærin skapast alltaf í kreppum !
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 06:47
Mjög áhugavert Gunnar, mjög áhugavert!
Í gær var einmitt frétt á Financial Times vefnum um að flest benti til þess að evrusvæðið ætti eftir að koma mun verr út úr þessari fjármálakrísu en Bandaríkin:
http://www.ft.com/cms/s/0/556506da-8fe1-11dd-9890-0000779fd18c.html
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 10:21
Hjörtur.. "eigi, ætti og flest bendir til.. blah blah", hefur þú litið á afborganirnar af íbúðinni þinni eða lánum í þínum dásamlegu Ísl. krónum?
Hér eru stýrikvextir uppá 15% ásamt verðbólgu uppá 15%. Krónan fellur um nærri 5-6% á DAG.. meðan evrópulöndin stressast yfir 4% verðbólgu og 0,1% falli gjaldmiðils. Við erum skuldsettasta land í heiminum per íbúa, punktur!! Gengið er búið að falla um 70% gagnvart evrunni, beat that.
Hér standa verslanir fullar af vörum en tómar af viðskiptavinum. Veðsettar í botn.. Það er verið að segja upp alstaðar og flest þessara fyrirtækja á leið á hausinn.
Atvinnuleysi mun aukast gríðarlega!
Ísland er í DJÚPUM SKÍT með sína verðlausu mynt. Margir erlendir bankar meira að segja hættir að taka við henni. Við þurfum áfram að kaupa vörur frá útlöndum (á 70% hærra verði en áður) sem þýðir að þetta verður einsog í óld days, ávextir á jólunum og safnað í 2-3 ár fyrir nýrri þvottavél.
Afhverju ætti túrismi að aukast ef allt fer í krísu í heimalöndum túristanna? Af hverju ætti vel menntað fólk að vilja koma hingað í verðlausann gjaldmiðil frekar en það vildi ekki koma þegar góðærið stóð sem hæst.
Útlendingar græða kannski á ástandinu en við "heimamenn" EKKERT!
Mér er drullusama þótt evrusvæði fari hugsanlega verr en bandaríkin.. Ísland er farið mun verr útúr þessu en þú getur ýmindað þér.
"Krónan mun haldast frekar lág næsta árið og verðbólgan mun verða horfin algerlega næsta vor."
Hvað er frekar lág? Bjórglasið kostar nú þegar orðið 1600kr ísl. á strikinu. Hvar mun hún stöðvast? verðbólgan eykst þegar byrjað verður að prenta peninga til að bjarga innistæðum fólks.
"Nýjar stórframkvæmdir munu leiða Ísland út úr erfiðleikunum"
Annað Kárahnjúka og jöklabréfa fyllerí? Það kemur alltaf aftur að þynnkudeginum..
Afsaka reiðina..
Valur (IP-tala skráð) 2.10.2008 kl. 12:50
Valur virðist vera búinn að gleyma miklum hagvexti á Íslandi í stanslaust í 16 ár. 50% aukningu í einkaneyslu á síðustu 10 árum ásamt 80% kaupmáttaraukningu (verðbólga hreinsuð út) frá 1994. Ekkert land í hinum iðnvædda vestræna heimi hefur átt svona velgengni að fagna. Að falla svo í örvæntingu og volæði í skammtíma samdrætti í landi með fullri atvinnu sem ennþá er í hagvexti þætti saga til næsta bæjar hér í himnaríki ESB stöðnunar.
Ef Valur kynni prósentubreytingareikning gæti hann séð að íslenska krónan hefur fallið um 39% gagnvart evru frá því í ársbyrjun 2007. Já þetta er meira en 30% fall evru á 22 mánuðum árin 1999-2001, í engum hagvexti og engum efnahagslegum ávinningi. En evran er búin að falla 6,5% gagnvar dollar það sem af er vikunnar. Hún hrynur einmitt núna vegna slæms útlits fyrir efnahag evrusvæðis á næstu árum.
Hvað með að bíta aðeins á jaxlinn og hætta þessu taugaáfalli. Gengið er ekki hjartalínurit þitt. Þetta mun jafna sig. Evran er jafnvel að koma niður til ykkar einmitt núna :)
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 14:06
Valur er akkúrat maðurinn sem rétt er að hlusta á við aðstæður eins og þær sem nú eru til staðar. Eða þannig. Hann er einmitt náunginn sem staddur er með fleirum í skipi í stórsjó og gargar "VIÐ MUNUM ÖLL FARAST!!!!!" Tja, ef allir myndu bregðast þannig við, já eða hlusta á slíkan aðila, þá færi vafalaust þannig að leikslokum.
Annars get ég sagt Vali að ég veit alveg hvað lánin mín hafa hækkað en ég held þó ró minni, ólíkt honum.
Hvað það annars varðar að erlendir bankar vilji ekki lengur versla með krónuna fer því fjarri, sbr.:
http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/658727/
Bara svona sem dæmi um eitt atriði sem er engan veginn í samræmi við raunveruleikann hjá Vali vini okkar.
Hjörtur J. Guðmundsson, 2.10.2008 kl. 15:17
Fyrirgefðu Gunnar. Ég veit að ég er að ónáða þig með óþarfa athugasemdum og ég veit líka að þú telur þig vera þann eina sem kannt prósentureikning, af því að þú kannt formúluna (t1-t2)/t2 = X
Þess vegna getur þú með góðum vilja fengið það út að gengi krónu gagnvart evru hafi "aðeins" fallið um 39% síðan í ársbyrjun 2007, sem er reyndar rangt hjá þér því (91-160)/160 er 0,43, eða 43%.
Staðreyndin er hinsvegar sú að ég og þú borguðum í ársbyrjun 2007 91 krónu fyrir evruna, en borgum í dag 160 krónur. Það þýðir að við borgum 76% meira fyrir evruna. Það er veruleiki málsins, óháð öllum reikningskúnstum, og ég held að það sé það sem Valur er að vísa til. Þú verður að afsaka en mér finnst það dónaskapur af þér að snúa út úr því, bara af því að þú kannt reikniformúlu sem fær þinn málstað til að hljóma eilítið skár.
Góðar stundir.
Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 17:15
Heimir. Ég var áður búinn ræða við þig um þær reikniaðferðir sem notaðar eru til að reikna út prósentubreytingar. Allir í heiminum nema þú eru ásáttir um að nota þessar aðferðir. En þú vilt endilega nota þá aðferð að núll geti hækkað um 100% og orðið eitthvað meira en núll. Sérðu Heimir, samkvæmt þinni aðferð þá getur eitthvað fallið um meira en 100%. En það er ekki hægt því þá ertu kominn með stærð sem er minni en núll. Þessvegna eru þessar formúlur eins og þær eru. Og þær gilda um ALLAR breytingar á gengi mynta um ALLANN heim.
Það er ekki hægt að nota eina aðferð þegar um ISK er að ræða og svo aðra aðferð þegar um evru er að ræða. Gengi mynta getur ekki lækkað um meira en 100%. En þær geta HÆKKAÐ óendanlega. Þegar mynt hefur fallið um 50% gagnvart annarri mynt þá er hún orðin tvöfalt dýrari gagnvart þessari mynt en hún var áður. Þegar föll í gengi mynta eru borin saman þá notar maður sömu formúlu fyrir báðar myntirnar. Ef menn treysta sér ekki til að reikna þetta út þá eiga þeir ekki að tala um að eitthvað hafi fallið svo og svo mikið. Þeir ættu að tala um að myntin sem verið er að bera sig saman við hafi hækkað í verði gangvart þinni mynt.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 20:28
Hmm, ég vona svo sannarlega ekki að þessi svæsna fjármálakreppa sem heimuninn er að ganga í gegnum núna sé tilkomin vegna þess að sumir hafi verið að pilla við reiknilíkönum banka, hlutabréfa- og gjaldeyrismarkaða? En hver veit, kanski þetta sé orsök hins háa leverage (skuldsetningahlutfall á móti eignum) hjá fjármálastofnunum heimsins. Það skyldi þó aldrei vera ? Hvað veit ég -- maaamma! :O - :Þ
Gunnar Rögnvaldsson, 2.10.2008 kl. 20:43
Elsku Gunnar minn. Ég veit allt um þetta, þó ég sé örugglega ekki sami sérfræðingurinn og þú. Það eru reyndar fáir sýnist mér.
Auðvitað veit ég að það gildir ekki sama reikningsaðferð við hækkun og lækkun, hef t.d. reiknað virðisaukaskatt af (c.a. 19,68%) og á (24,5%) allar götur síðan sá skattur komst á, og er hreint ekki svo galinn í prósentureikningi - þó þér kunni að virðast ótrúlegt að einhverjir aðrir þekki slík fræði - þannig að mér er kunnugt um þessar aðferðir.
Það sem ég var að reyna að benda þér á var að Valur var að tala um hækkun evru gagnvart krónu, sem er 76%. Það að hann skyldi ekki orða hlutina tæknilega rétt breytir ekki því að útkoman er hin sama. Ef þú skilur hvað ég á við.
Ég trúi bara ekki að jafnmikill sérfræðingur og þú lætur í veðri vaka að þú sért skuli ekki átta þig á því hvað maðurinn meinti. Það læðist því að mér sá grunur að þú hafir kosið að skilja það ekki - og nota tækifærið til að snúa út úr fyrir honum, og úthúða honum í leiðinni.
Svo ég tali aftur um vaskinn þá finn ég hann af hundraðkalli með því að taka af honum tæp 20%. Það breytir hinsvegar engu um að vaskurinn er áfram 24,5%.
Fall krónu gagnvart evru er 43%, en hækkun evru gagnvart krónu er 76%. Við erum vonandi sammála um það. Þú ert hinsvegar greinilega ekki sammála mér í því að orðalag og tæknilegir útúrsnúningar séu aukaatriði í þessu grafalvarlega máli. Þér virðist vera meira í mun að úthúða þeim sem hafa aðrar skoðanir á málunum en þú.
Vonandi reynist þér fró í því.
Heimir Eyvindarson, 2.10.2008 kl. 20:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.