Leita í fréttum mbl.is

OMG - Hvað á ég að gera? Danska krónan fellur 3,16% í dag

Harðir vindar blása nú á gjaldeyrismörkuðum. Danska krónan er fallin um 3,16% gagnvart dollar á einum degi. Hvernig skyldi standa á þessu? Jú, það skyldi þó ekki vera að evran hafi fallið svona mikið á einum degi ? Jú það er víst tilfellið því við hérna í Danmörku erum beintengd við evru og hefur evran því fallið svipað. 1 DKK = 0.188 USD -0.0061 (-3.162%) Sep 30, 4:00PM

Standard & Poor's felldu í dag lánshæfniseinkunn þriðja stærsta banka Danmerkur, Jyske Bank, úr A+ í A- (jákvætt í neikvætt). Fylgir sögunni að ástæðurnar séu þær sömu og gilda fyrir hagkerfi evrusvæðis í heild. Neikvæðar efnahagslegar horfur í heild og hækkandi atvinnuleysi. 

Ég ráðlegg þér Gunnar að hætta að horfa á gengið eins og hjartalínurit. Loka augum, loka eyrum, hvorki sjá né heyra því þú getur ekkert við þessu gert, annað en að koma auga á þau tækifæri sem svona breytingar þrátt fyrir allt skapa


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég hef aðeins fylgst með Forex í dag. þá sérstaklega pundinu og evru. Evran hefur sveiflast upp og niður um 1-2% stig á einum degi. á 20 mínútna tímabili í kringum hádegi (að íslenskum tíma) féll evran um 0,5%. 

Það er nú ekki dæmi um neinn stöðugleika ef gengið sveiflast svona mikið á hverjum degi á tveimur gjaldmiðlum innan evrópu. 

Fannar frá Rifi, 30.9.2008 kl. 19:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Fannar, og takk fyrir innlitið, það er nóg af sveiflunum. Hugmyndin um stöðugleika virðist glæsilegust ásýndum á meðan gegnið hækkar og sjór er sléttur. Almenningur vill einnig helst hafa gengi sem hækkar í sífellu, og fyrirtækin vilja hafa gengi sem er samkeppnishæft. Þetta verður náttúrlega aldrei öllum að skapi og það munu alltaf koma stórar sveiflur. Hugtakið stöðugleiki er dálítil tískusveifla.

Dagssveiflan í dag (intraday)

USDCHF +3.16%

EURUSD -2.62%

USDJPY +2.14%

AUDUSD -1.86%

GBPUSD -1.75%

USDCAD +1.71%

NZDJPY +1.63%

GBPCHF +1.44%

AUDNZD -1.36%

CHFJPY -1.01%

.

Mestu sveiflur síðustu 30 daga

AUDJPY -11.16%

AUDCAD -8.75%

AUDUSD -8.74%

NZDJPY -7.10%

EURJPY -6.63%

GBPAUD +5.77%

NZDUSD -4.80%

GBPJPY -4.78%

CHFJPY -4.37%

EURCAD -4.33%

EURUSD -4.30%

EURAUD +4.09%

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 30.9.2008 kl. 20:02

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Stöðugleikin þarna er ekkert meiri heldur en þessi hérna heima.

Evran hefur fallið gagnvart öllum gjaldmiðlum nema Svissneskum Franka. 

messt gagnvart Dollar eða um 2,6%. 

á ekki að vera einhver stöðugleiki þarna á bakvið? Það létt að tala niður littla mynt eins og krónuna í öldsjó fjármála. Evran sem á að vera stór, sterk og stöðug. Eða það vilja ESB sambandssinnar vilja telja okkur trú um.

á þremur mánuðum hefur Evran fallið um 10% gagnvart Bandaríkjunum. þrátt fyrir alla erfiðleikana þar. 

Getur kannski verið að á bakvið alla fagugalan um æðisleg heit evrunar, þá sé þetta bara alveg jafn mikill drasl gjaldmiðill og allir hinir sem notaðir eru í heiminum. 

Nema með krónunni þá getum við lagað stöðu okkar með innflutningi og útflutningi í gegnum gengi. ekki atvinnuleysi. hvort er skárra. kjaraskerðing eða kjaraleysi? 

Fannar frá Rifi, 30.9.2008 kl. 21:51

4 Smámynd: Bragi

Sæll Gunnar.

Var að rekast á bloggið þitt og vildi bara kasta kveðju. Flottir pistlar hjá þér, endilega halda áfram, nú fer maður að kíkja reglulega hingað inn.

Kveðja, Bragi YNGRI :)

Bragi, 1.10.2008 kl. 01:18

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heill og sæll Bragi. Kærar þakkir fyrr innlitið og uppörvun. Sendi þér algerlega bestu kveðjur :)

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2008 kl. 04:40

6 Smámynd: Marinó G. Njálsson

Þú kallar þetta sveiflur.  Vertu bara feginn að þurfa ekki að búa við íslenskan veruleika.

Marinó G. Njálsson, 1.10.2008 kl. 12:30

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Marino og takk fyrir innleggið

Ég bý einmitt við þennan "íslenskan veruleika" eins og þú kallar þann veruleika sem allir í heiminum þurfa að búa við. Mikið af viðskiptavinum mínum eru íslensk fyrirtæki. Þau búa einnig við íslenskan raunveruleika. Ég get því ekki bara hækkað verðið til þeirra einungis af því að danska krónan hækkar gagnvart íslensku krónunni eða öfugt, því þá missi ég þá sem viðskiptavini. Ég verð því að sætta mig við lægri laun því ég vil ekki missa mína góðu íslensku viðskiptavini. Það kostar mikla vinnu að ná í nýja viðskiptavini. Og ég get heldur ekki farið fram á að kostnaður minn í Danmörku lækki bara útaf því að ég fæ minni laun vegna þess að Danska krónan er of há gagnvart íslensku krónunni eða íslenska krónan of lág gagnvart dönsku krónunni. Lífið er ekki hlaðborð. En í lengdina mun þetta jafna sig út.

Eru virkilega svona margir fæddir í gær ?

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 1.10.2008 kl. 13:53

8 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ja Gunnar, ef allir væru jafn klárir og þú.

Heimir Eyvindarson, 1.10.2008 kl. 23:46

9 identicon

Sæll Gunnar,

það er gott að vita til þess að fólk sé að berjast gegn þessu ESB rugli. Hreinlega trúi því ekki að meirihluti Íslendinga séu svona blindir á áróður í fjölmiðlum sem snýst allur um það hvað lífið sé gott núna í ESB og að þar værum við í góðu skjóli fyrir þeim vindum sem nú blása. Á erlendum fréttastöðvum sér maður mikið talað um það hvernig ESB er gjörsamlega að hrynja núna og á eftir fylgir evran.

Takk fyrir mig.

Björn K. (IP-tala skráð) 10.10.2008 kl. 12:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband