Leita í fréttum mbl.is

Hvar er seðlabanki Kína núna ?

Fyrst Kína á að vera orðið svona voldugt, hvar eru þá aðgerðir kínverska seðlabankans í dag? Hvar er þáttur kínverska seðlabankans í sameignlegum aðgerðum dagsins? 

Í dag eru það nefnilega seðlabankar Bandaríkjanna, Bretlands, ESB, Sviss, Japan og Kanada sem pumpa andvirði 180 miljarða dollara (leiðrétt tala) inn í peningakerfi heimsins. Gróft reiknað mun í alt koma 180 miljarðar frá seðlabanka Bandaríkjanna, 60 miljarðar fara til seðlabanka Japans, 55 miljarðar til ECB sem svo einnig bætir öðru eins við, 40 miljarðar fara til seðlabanka Bretlands og 15 miljarðar til seðlabanka Sviss sem svo næstum tvöfaldar uppí 27 miljarða, og 10 miljarðar fara til Kanada. Þetta er stærsta sameiginlega aðgerð seðlabanka í heiminum nokkurn tíma.

Þetta fjármagn verður notað til að leysa um þá lánsfjárþurrð sem nú ríkir í bankakerfum heimsins. Mun þetta fé kanski sogast ofaní komma-kistuna í Peking? Erum við að fóðra kommana í Kína ? Hvernig er hægt að losa heiminn undan afskærmandi og eyðileggjandi handafls-bindingu Kínverja við dollar?

Er ekki kominn tími til að Kína komi uppúr kjallarahagkerfinu og leyfi frjálsa verðmyndun á gengi gjaldmiðils Kína, og leyfi einnig þegnunum af fjárfesta utan landamæra Kína? 

Í gær var dagur númer tvö þar sem viðskipti voru stöðvuð með handafli í kauphöll Moskvu. Stöðvuð vegna mikils verðfalls. Má einungis leyfa miklar hækkanir ?

Uppfært: viðskipti í kauphöll Moskvu hafa nú verið stöðvuð aftur, þriðja daginn í röð! Uppfært aftur: . . og mun ekki opna aftur fyrr en á föstudag.

Einhver sem á fastfrosin bréf í Moskvu? Hmm, þjóðnýtt bréf í 24 stundir?  

 

Global redningsaktion fra verdens centralbanker 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér finnst athyglisvert, að hluti af björgunarstarfi seðlabanka hins vestræna heims, er bann við skort-sölu hlutabréfa. Sumir virðast álíta, að þessi aðgerð sé mjög mikilvæg fyrir stöðugleika fjármálmarkaða.

Í ljósi núverandi aðstæðna á fjármálamörkuðum og banni á skortsölu hlutabréfa, er merkilegt að minnast þess, að fyrr á þessu ári hafði Efnahags- og skattanefnd Alþingis til umfjöllunar frumvarp fjármálaráðherra, sem meðal annars fól í sér að lífeyrissjóðum yrði heimilt að lána allt að 25 prósentum hreinnar eignar sinnar.

Mér er ekki ljóst hvað varð um þetta laga-frumvarp, en það hefði hugsanlega opnað fyrir stórfelldar skortsölur með hlutabréf. Haft var eftir Maríönnu Jónasdóttur skrifstofustjóra tekju- og lagaskrifstofu fjármálaráðuneytis, að:

Fjármálaráðherra fékk erindi frá Kauphöllinni um að koma á fót einhvers konar lánamarkaði með verðbréf, þar með talið hjá lífeyrissjóðunum.

Það virðist glæfraspil, að koma á fót lánamarkaði með verðbréf og ekki verjandi að lífeyrissjóðirnir tækju þátt í því. Ekkert er óeðlilegt við, að eigandi veðsetji verðbréf sín eins og aðrar eignir, en að leigja út hlutabréf virðist mér vera fráleitt.

Ætli þessi viðskipti gætu ekki gengið þannig fyrir sig, að skortsali leigði hlutabréf fyrir ákveðna upphæð, seldi þau síðan með von um að geta keypt þau aftur á lægra verði og fá þannig hagnað, þegar leigugjaldið hefur verið greitt.

Til að svona viðskipti gætu staðist, yrði eigandi bréfanna að hafa tryggingar fyrir skilum, veð-tryggingar eða ábyrgð tryggingafélags eða banka. Er þetta ekki, að sækja vatn yfir lækinn ? Þeir sem hafa tryggingar til svona viðskipta, ættu einfaldlega að geta tekið lán í banka til hlutabréfakaupa og stundað venjuleg viðskipti með þau bréf.

Hefur þú skoðun á leigu hlutabréfa Gunnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.9.2008 kl. 01:50

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Loftur og takk fyrir innleggið


Mín skoðun er sú að skortsala sé góð fyrir markaðinn og að hún komi í veg fyrir að skógurinn fái óáreitt að vaxa til himna og þar á eftir að falla eins og eldspýtnaborg til jarðar við minnsta blástur.

Við þurfum einnig á svartsýnismönnum að halda. Þumalfingursreglan er vist sú að fyrir hverja 90 bjartsýnismenn (bulls) eru aðeins 7-10 svartsýnismenn (bears) á mörkuðum. Svo ég myndi varla þora að fara inná markað sem engar skortsölur leyfði því ég væri svo hræddur við stór hrun og veltustopp (ekki hægt að selja). En ég er á móti "naked short selling". Það verða að vera góðar reglur og þeim fylgt eftir.

Að öðru leyti er ég mikill íhaldsmaður:

Ekki kaupa verðbréf nema þú hafir efni á að tapa peningunum. Ekki kaupa verðpappíra fyrir lánsfé. Ekki kaupa bréf bara af því að einhver annar geri það. Ef þetta er hobby, þá kaupa breitt. Ef þetta er atvinna, þá ekki færast of mikið í fang - ekki reyna að hafa vit á meira en ca 1-4 fyrirtækjum, gæði er ekki það sama og magn. Ein góð hugmynd á æfinni er nóg. Maður fær það sem maður borgar fyrir - ekki vera hræddur við "dýr" bréf.

Þolinmæði er númer eitt - raunverulegir fjárfestar eru maraþon hlauparar hlutabréfamarkaðanna, þeim er alveg sama um sveiflur og þeir þola harðann mótbyr í langan tíma, vegna þess að þeir vissu hvað þeir voru að gera, því þeir höfðu mjög góðar ástæður fyrir að að kaup einmitt hlut í fyrirtæki X og ekki í Y eða Z

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 10:33

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Plús: á hlutabréfamörkuðum eru 2+2 aldrei 4. Nei þar kemur árangurinn alltaf eftir krókaleiðum => 2+1-3+4 = 4 eða jafnvel eftir enn lengri krókaleiðum.

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 11:17

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Getur verið Gunnar, að þú gerir meiri kröfur til þín sjálfs en annarra ? Við virðumst sammála um, að ekki sé ráðlegt (siðlegt) að taka áhættu með fjármuni annarra. Raunverulegir skortsalar eru einmitt að gera það og geta stórskaðað fjármála-markaði með iðju sinni. Ég er sammála, að ekki á að leyfa naked short selling. Naked short selling er sala áður en verðbréfin hafa verið fengin að láni, en við short selling eru þau tekin að láni fyrirfram.

Það er svo annað mál, að ekki er hægt að koma í veg fyrir skortsölu. Ef ég er tilbúinn að lána þér hlutabréf sem ég ætla að halda lengi, hvað sem á dynur, getur enginn meinað þér að stunda skortsölu með þau. Spurningin er, hvort svona lán megi stunda opinberlega, á skipulagðan hátt? Ég tel, að það eigi ekki að leyfa, nema gegn fullum tryggingum (sjá síðar). Við ættum að hafa í huga, að ef ég lána þér hlutabréf til skortsölu, þá veldur skortsalan lækkun á verði bréfanna og þar með tapa ég á greiðanum ! Ég fæ verðminni hlutabréf til baka.

Mér langar að benda á, að það sem nefnt er skortsala á gjaldeyri er ekki raunveruleg skortsala. Hugsum okkur að ég taki lán í Krónum, gegn fullum tryggingum og kaupi fyrir þær Evrur, sem ég veðja á að hækki að verðmæti. Þegar Evrurnar hafa hækkað í verði eru þær seldar og Krónulánið endurgreitt með hagnaði.

Við fyrstu sýn virðast þessi viðskipti vera nákvæmlega eins og skortsala með verðbréf, en við nánari skoðun kemur í ljós að svo er venjulega ekki. Að taka hlutabréf að láni, er ekki jafngilt því að taka að láni Krónur, nema settar séu fullkomnar tryggingar fyrir hvoru tveggja. Í því tilviki, ert þú með eigin verðmæti í hættu (veðið) og ég geri engar athugasemdir við að menn hætti eigin verðmætum.

Ég geri sem sagt greinarmun á því, hvort menn setja fullar tryggingar fyrir lánum sínum, eða ekki. Ef fullar tryggingar eru fyrir hendi eru menn ekki að hætta fjármunum annara, heldur sínum eigin. Þá er heldur ekki um skortsölu að ræða, heldur eðlilegar fjárfestingar, þótt til skamms tíma séu.

Fyrirgefðu Gunnar þessar löngu vangaveltur, en bann við skortsölum finnst mér að gefi öllum sem fást við fjárfestingar tilefni til að hugleiða hvað í þessu fyrirbæri felst. Eins og kemur vonandi fram, set ég strikið á milli lána með fullum tryggingum og vantryggðra lána.

Loftur Altice Þorsteinsson, 20.9.2008 kl. 14:16

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já það er mikið til í þessu Loftur. En eins og þú segir, það er aldrei hægt koma í veg fyrir allt. Aldrei hægt að banna fyrirtækjum eða einstaklingum að láta aðra (kúnna/clients?) skrifa undir næstum hvað sem er, nema að löggjöfin komi skýrt þar inn og takmarki möguleikana. Ég tel viðbúið að eitthvað af löggjöfinni verði breytt í kjölfarið á þessari "mother of all bailouts" sem núna er inni á borðum hjá þinginu í BNA.

.

En persónulega held ég ekki að það muni þýða neitt, því það koma alltaf nýjir möguleikar og glufur sem opnast í löggjöf sem verður flóknari og flóknari - án þess að það sé tilgangur laganna.

Til dæmis bý ég í landi með svo flókna skattalöggjöf að úrskurður dómsmála skattaréttar er háður því í hvaða landshluta-rétti málið er sótt. Skattalöggjöfin er svo flókin að hún er orðin háð túlkun dómstóla í hverju skattamáli fyrir sig og í hvaða rétti fyrir sig => háð stað og stund. Réttraröryggið því er að hverfa og óvissan ræður. Skattasérfræðingar stækka sem starfsgein.

.

Afleiðing => ríkið vinnur við að brjóta rúður, og skattasérfræðingar vinna við að gera við þær. Árangur: þú borgar => kostnaður þinn eykst => stærri og stærri hluti vinnuafls þjóðarinnar vinnur við að laga þær rúður sem ríkið brýtur => þjóðartekjur minnka =>samkeppnishæfni minnkar.

.

Þetta eru léleg afleidd störf og þau verða alltaf mest og flest í þeim þjóðfélögum sem alltaf vilja löggefa sig út úr öllum vandamálum => þjóðfélög sósíaldemókrata = ESB !

.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband