Miðvikudagur, 3. september 2008
Evra fellur eins og steinn
Niðurtúr gjaldmiðils Evrópusambandsins, sem núna heitir evra, er fyrr alvöru hafinn á ný. Evra fellur nú eins og steinn á gjaldeyrismörkuðum og er því flóttinn úr evrum hafinn enn á ný. Síðast þegar hrun evru átti sér stað þá féll evra um 30% gagnvart dollara. Þá var fallið ígrundað með vantraustinu einu, en núna eru það hinsvegar hagstærðir og horfur á evrusvæðinu sem valda flótta úr evrum og yfir í dollara og aðra gjaldmiðla. Á aðeins rúmlega 6 vikum hefur evra fallið meira en 9% gagnvart dollara
Spá sumra aðila á gjaldeyrismörkuðum gengur jafnvel svo langt að boða meiriháttar hrun á örskömmum tíma, þ.e.a.s allt að 30-35%. Það er því ljóst að svo getur farið að evra muni reynast mun óstöðugri gjaldmiðill en margir héldu á meðan það ríkti meðbyr á hjólastígum á evrusvæði. Kanski mun evra reynast svo "handónýtur" gjaldmiðill að þegnar á evrusvæði munu krefjast að Evrópusambandið taki upp gjaldmiðil annarra þjóða. Til greina kæmi til dæmis að taka upp íslenskar krónur því samanlagður hagvöxtur á myntsvæði íslensku krónunnar hin síðustu 10 ár hefur verið 45% á meðan hann var einungis 22% á myntsvæði Evrópusambandsins, eða 104% meiri og betri, tvöfalt meiri. Af þessu má sjá að íslenska krónan hlýtur að vera miklu betri gjaldmiðill en eva . . . afsakið . . . evra
Þeir sem eru búnir að panta gáma af evrum gætu orðið fyrir vonbrigðum þegar farmurinn mun koma til uppskipunar við komu næstu vorskipa til Íslands. Gámarnir gætu hugsanlega reynst hálftómir. Hagstofa Evrópusambandsins kom nefnilega með hagvaxtartölur fyrir efnahagssvæði Evrópusambandsins núna í morgun sem sýnir að hagvöxtur á evrusvæði dróst saman um 0,2% á meðan það var 500% betri árangur hagvaxtar í Bandaríkjunum, eða sem nemur 0,8% hagvexti. Þessar tölur eru fyrir annan ársfjórðung þessa árs. Ég er náttúrlega mjög ánægður með þessa þróun því spá mín reynist ganga vel eftir, enda hagaði ég fjármálum mínum samkvæmt því
Þetta var bóla númer eitt. Bóla númer tvö var hið háa olíuverð sem átti að vera "komið til að vera". Það er hrunið núna. Bóla númer þrjú var hátt hrávöruverð, það átti einnig að vera "komið til að vera". Þessi bóla er einnig brostin. Móðir allra bólna er einnig í þann mund að bresta núna. En þetta er bólan um "hlýnun Jarðar". Hið háa olíuverð undanfarið ár er núna búið að kosta heiminn FIMM SINNUM MEIRA en svæsin hlýnun Jarðar átti að kosta á ári hverju. Svo það er búið að súpa kálið úr ausunni fyrirfram. Þetta verður ekki stórmál ef til kemur og menn geta því dregið andann aftur. Heimurinn er ekki í upplausn, nema ef vera skyldi á efnahagssvæði Evrópusambandsins
Tengt efni:
Euro area GDP down by 0.2% and EU27 GDP down by 0.1%
Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:58 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 18
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 1387301
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Sæll Laissez.
Já að öllu jöfnu þá ætti fall evru að auka útflutning. En það mun þó krefjast þess þess að það séu einhverir sem kaupi af þeim vörurnar. Þetta mun sennilega ekki auka útflutning frá evrusvæði að neinu ráði því það eru einungis fá stór svæði í vexti eins og er og útflutningsmarkaðir því í deyfð. Allar líkur beda til þess að Bandaríkjamenn séu núna í miðri stefnubreytingu sem mun þýða að þeir munu EINNIG leggja áherslu á aukinn útflutning og minni innflutning í því skyni að bæta vöruskiptajöfnuð sinn.
Flestir eru í verðbólgubaráttu eins og er og við erum mjög nálægt "global recession". En þetta er einungis byrjunin á upphafi erfiðleikanna í ESB því húsnæðisverð á EFTIR að falla um 30% á næstu mörgum misserum í flestum löndum ESB og bankar munu rúlla á hausinn. Það mun ekki reynast neina vaxtar-hjálp að finna í hinum nýju ESB-löndum og flestir vita að stöðnunarsáttmáli myntsvæðisins mun setja ríkisstjórnum stólinn fyrir dyrnar hvað varðar örvun atvinnulífs í gegnum aðgerðir ríkisfjármála.
Verðbólga er eina viðfangsefni ECB og haukar þýska seðlabankans hafa nú boðað enn meiri hækkanir stýrivaxta, sem ég efast þó um að verði úr. Það er því hætta á að neikvæðar afleiðingar verðbólgubaráttu muni setja mark sitt á ESB næstu árin.
Falli Þýskaland og Ítalía niður í djúpa kreppu þá er mikil hætta á að hvorugt landið muni nokkurntíma megna að komast út úr þeirri kreppu aftur sökum öldrunar þegna þessara landa og skorts á ungum neytendum og vinnandi höndum. Því er mikil hætta á að 60% af evrusvæði verði enn verra en Japan - þ.e. að Þýskaland og Ítalía verði hinir stóru offeitu og sjúku menn evrusvæðis - í stöðugum og neikvæðum spíral verðhjöðnunar, sem svo mun soga nágranna sína niður með sér - halda niðri kjörum og efnahagslegum framgangi almennings á evrusvæði.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 13:07
Reyndar ber að hafa í huga að gengisfall evrunnar hefur ekki jafn mikil verðbólguáhrif og íslensku krónunnar, þar sem innfluttar vörur eru ekki eins hátt hlutfall neyslu í evrulöndunum og raunin er hér.
Einnig ber að horfa til þess, fyrir þá sem gert hafa upp hug sinn og vilja evru eða ekki evru, að fall evrunnar hefði bara áhrif gagnvart ca 30% af okkar utanlandsviðskiptum, ef tekið er tillit til þeirra mynta sem eru tengdar evrunni meira eða minna, sbr dönsku krónuna.
Að öðru leiti er þetta afar áhugavert.
Gestur Guðjónsson, 3.9.2008 kl. 15:26
Takk fyrir Gunnar, og vonandi fáum við að fylgjast með þessu gegnum
þig á næstunni. Já þvlíkar sveiflur! Gott fyrir evru-sinna að vita af
þessu. Það er heldur betur aðrar myntir sem sveiflast en krónan.
Munurinn er hins vegar sá að krónan sveiflast í takt við efnahags-
ástandið á Íslandi sem gefur möguleika á mun hraðari aðlögun án
alvarlegar kreppu, en evran sveiflast til í ENGUM TAKT við efna-
hagsástand viðkomandi ríkis á evrusvæðinu. Það gerir gæfumuninn!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 3.9.2008 kl. 17:31
Þakka ykkur innleggin Gestur og Guðmundur
Já Gestur þetta er alveg rétt hjá þér. En á hinn bóginn þá þolir evruland miklu miklu minni verðbólgu en Ísland. Hér er framfærslubyrði ríkisins MIKLU þyngri en Íslenska ríkisins (muna lífeyrissjóðir) og margar greiðslur til þegnana eru tengdar framfærsluvísitölu beint eða óbeint og sama gildir um kjarasamninga. Það má því nánast ekkert ske með verðbólgu á evrusvæði án þess að það muni þýða skelfilegar afleiðingar fyrir ríkisútgjöld - og á endanum skattaþrýsting eða frystingu launa og kjara í langan tíma. Það er til dæmis varla hægt að segja að núverandi verðbólga sé launþegum að kenna því laun í Þýskalandi hafa varla hækkað í 10 ár. Þetta hefur einnig pressað niður laun í nágrannaríkjunum. Mestur hluti verðbólgu á evrusvæði er innfluttur eða nátengdur húsnæðismarkaðinum.
Já Guðmundur. Þið verðið löngu komin út úr kreppunni og á fullt stím áður en evruland fer bara að nálgast djúpa botninn sinn. Þökk sé hinum mikla sveigjanleika íslenska hagkerfisins. Þessi sveigjaleiki hyrfi með öllu ef Ísland hefði ekki sína eigin mynt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 18:44
Alltaf er ég jafn berskjaldaður fyrir því að verða fyrir vonbrigðum með fólk, jafnvel afbragðsvel gefið fólk. Svonefndir jafnaðarmenn þekkja ekki annan sannleika en þann sem kemur frá einhverjum sósíal-demókratiskum- ellegar hliðstæðum óskilgreindum vinstrimiðjukjafti frá útlöndum.
Á sama hátt er þessu varið með hægri menn. Þar er algert bannorð og pólitískur stórglæpur að nefna hlýnun jarðar.
..móðir allra bólna.....en það er bólan um hlýnun jarðar!
Árni Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 19:12
Takk þér fyrir leiðréttinguna Árni - BÓLNA ! Er það rétt íslenska Árni? Viss?
Ég er svo málvilltur eftir alla fjarveruna að ég þigg með þökkum allar áréttingar.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 19:46
Of snemmt er að fullyrða, að Evran muni falla mikið gagnvart Dollar. Hins vegar er það eðli allra hluta í veröldinni að sveiflast og gjaldmiðlar eru ekki undantekning frá þeirri reglu. Hugsanlega hefur hlutfall Evru/Dollar náð hámarki og þá getur leiðin bara legið niður á við.
Menn ættu að varast að álykta of mikið út frá hagtölum yfir skamman tíma. Hins vegar er ég sammála Gunnari, að bólur hafa einkennt liðna mánuði og þær munu hjaðna, líklega ört.
Eftirfarandi línurit sýnir Evru/Dollar feril síðustu 5 ára. Ekki treysti ég mér að fullyrða um framtíð hans nærstu 6 mánuði, hvað þá lengur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.9.2008 kl. 20:25
Takk fyrir innleggið Loftur
Já menn geta ekki vitað hve stórt fallið verður og hve hratt það verður. En já, þetta sýnir að það er einmitt eðli gjaldmiðla að sveiflast innbyrðis. En þetta mun þó draga verulega úr möguleikum á lækkun olíuverðs á evrusvæði því olía er seld í dollurum. Þessar olíuverðshækkanir hafa þegnar evrusvæðis sloppið billega við, miðað við Bandaríkin sökum lágs dollara. Hátt olíuverð er þó stór þáttur verðbólguþrýstings á evrusvæði og mun væntanlega verða það áfram og sem mun því seinka lækkun stýrivaxta sem svo mun aðstoða enn frekar við að drepa þann litla og viðkvæma hagvöxt sem er og hefur verið á evrusvæði, -> sem svo aftur mun þýða enn frekari flótta fjármagns úr evru og yfir í bandaríska pappíra, sem núna eru á brunaútsölu -> og hraða enn frekar meira hruni evru. Nema að olíuverð falli mjög hratt niður í ca. 70-80 USD og haldist þar.
Það er nánast engin dýnamík í hagkerfi evrusvæðis svo allar efnahagslegar lægðir munu taka ca 7-10 ár að rétta úr sér að fullu, ef þær þá gera það yfirhöfuð.
Gunnar Rögnvaldsson, 3.9.2008 kl. 20:52
Ég er hálf ráðvilltur. Ég taldi mig hafa tekið þetta orð stafrétt eftir færslunni og þegar ég skoða það núna sé ég sama orðið. Mér hefur kannski orðið þarna á í fljótfærni-ekki fyrsta skiptið.
Ég vil ekkert úrskurða en tel þessa eignarfallsendingu fleirtölunnar rétta.
En það sem ég vildi koma til skila var þó fyrst og fremst þetta ofurkapp sem þið hægri menn leggið á það að gera lítið úr hnattrænni hlýnun. Það er ekki bara óskynsamlegt heldur beinlínis hættulegt. Og það væri afskaplega gott til þess að vita að þjóðir heims tækju höndum saman í ábyrgðarfullri stefnumótun sem byggði á þeim hættum sem nú eru yfirvofandi.
En þér get ég fyrirgefið flest á meðan þú lætur til þín taka í andófinu gegn drullusokkum landsölutrúboðsins.
Bestu kveðjur!
Árni Gunnarsson, 3.9.2008 kl. 22:20
Árni minn, við gerum ekki lýtið úr hnattrænni hlýnun. við gagnrýnum hinsvegar blindatrú á að náttúrulega uppsveifla hitafars sambærileg þeim sem hafa komið á miðöldum og á tímum Rómverja, sé allt í einu núna mönnunum að kenna.
Þetta er svona eins og gatið á ósonlaginu yfir suðurpólnum. við fengum nákvæm mælitæki. þau sýndu að það var gat á ósóninu. ergó gatið er mönnunum að kenna. en var gatið þarna áður en við gátum mælt það?
Við ættum frekar að nota tíma, fé og mannafla til þess að berjast gegn raunverulegum ógnum sem við getum breytt. eins og t.d. með þvi að reysa áveitu kerfi, grafa brunna. hreynsa upp jarðveg sem er mengaður að þungamálmum og svo framvegis.
Fannar frá Rifi, 3.9.2008 kl. 23:18
Sæll Árni. Þú ert ekki ráðvilltur. Ég breytti orðinu eftir að hafa lesið innlegg þitt.
Þetta er ofureinfalt með kenninguna um hlýnun jarðar af mannavöldum. Hún er einungis enn ein tilraunin til að koma skóflunni undir kapítalismann. Það tókst ekki með rússnesku byltingunni og heimskommúnismanum. Það tókst ekki með kalda stríðinu þó svo að mjóu munaði í Evrópu. Það tókst heldur ekki með ólátunum í Evrópu og Bandaríkjunum 1960-1975, og ekki heldur með tilraunum bresku verkalýðshreyfingarinnar allt fram að 1980.
Svo núna er það hlýnun jarðar af mannavöldum sem er ný trú lífsþreyttra efnaðra karl- kvenkerlinga með græna geislabauga á vesturlöndum sem á að skófla núverandi samfélagsskipan á hauginn eina ferðina enn. Flest allir gömlu kommarnir og hátekju-hálfkommarnir (kratar) sem urðu fyrir sárum vonbrigðum þegar Sovét féll til grunna og sem við krufningu leiddi í ljós að verstu grunsemdir svartsýnustu manna voru á rökum reistar. Þeir eru núna aðaltalsmenn þess að við hverfum frá núverandi samfélagsskipan og inn í moldarofana aftur.
Þetta er enn ein hjátrúin og má vel líkja við þann vonarroða úr austri sem yljaði hjörtum svo magra á liðnum árum. Ef það mun hlýna á jörðinni þá mun það ekki verða af mannavöldum, svo mikið er víst. Mikilvægt er að muna að CO2 er ekki mengun heldur lofttegund.
Þetta er kenningin um: "gerum eitthvað annað en það sem virkar - hendum öllu á öskuhaugana og byrjum uppá nýtt". Þetta eru ný túrarbrögð sem eiga að koma í staðinn fyrr það sem við höfum - trúin á umhverfið og á fjölþjóðasamfélagið og mátt umhverfisins - nýr tíðarandi ofurmáttar afstæðisins. Ekkert er heilagt nema umhverfið.
En hinn Afríski draumur lifir enn og kallar á stáliðjuver, orku og framfarir. Ekki á járnbrautir knúðar munnvatni sem eiga að daga 100 vanga stálfarma yfir sléttur Afríku.
Á miðöldum var fólk brennt á galdrabrennum. Ástandið er mun verra í dag. Núna eru umhverfisbrennur lögleiddar og fjölmiðlar og menn gerðir að "fyrrverandi manneskjum" eins og gert var við milljónir manna í gömlu Sovétríkjunum, nánast réttdræpir hvar sem til þeirra næst. Allir verða að taka þátt í skrípaleiknum og kaupa aflátsbréf umhverfis-kirkjunnar.
Gunnar Rögnvaldsson, 4.9.2008 kl. 00:13
Fannar og Gunnar: Við skulum ekki æra okkur með upphrópunum og stóryrðum um pólitískar stefnur. Við vitum það allir að kommúnisminn var hugmynd sem átti að breyta heiminum til góðs, virkaði ekki og reyndist banvænn að lokum. Kapítalisminn var mannfjandsamleg hugmynd en snjöll. Hvort siðuðu fólki tekst að koma á hann böndum áður en hann verður alveg banvænn veit ekki nokkur maður.
En þetta með hlýnun af mannavöldum: Það er deginum ljósara að gosið í Lakagígum var ekki af mannavöldum. Þið megið bera mig fyrir því! En það olli gífurlegum tímabundnum náttúruhörmungum allt til Suður-Evrópu. Og stóra spurningin í dag er þessi: Erum við ekki komin með viðvarandi ástand í útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem farið er að virka í sömu átt og umrætt gos?
Ég veit ekki hver er öfgamaður; kannski er ég öfgamaður og heldur finnst mér það líklegt að svo sé. En ég tel mér það til tekna að ég reyni að fylgjast vel með kenningum og skoðunum beggja deilenda í þessu mikilvæga máli fyrir lífið á okkar jörð. Og sem gamall bóndi, sjómaður og þátttakandi í að taka frá náttúrunni og gefa til baka veit ég það að græðgi og sóðaleg umgengni við lífríkið er vanvirða við þær skyldur sem vitsmunaþroskinn leggur okkur á herðar.
Bestu kv.
Árni Gunnarsson, 4.9.2008 kl. 00:43
Hver er tilgangur þinn með botnlausum rangfærslum þínum og blekkingum Gunnar? - Ekkert bendir til þess að dollar sé við það að fara að geysast fram úr evrunni þó hann bærist eitthvað á línuritinu og muni örugglega einhverntíman aftur ná sér þegar alvöru stjórn verður komin að völdum í USA. Þvert á móti hefur því verið öfugt farið um langa hríð - hvað segir það okkur? Á nokkrum árum hefur evran einmitt tekið langt fram úr dollar.
- Og sannar þá ekki einmitt sá raunveruleiki sem þegar er orðinn staðreynd, hið gagnstæða um þessi hagkerfi og um muninn á „Dollaralandi“ annarsvegar og evru og Evrulöndum hinsvegar?
- Hræsnin nær hinsvegar ekki hærra en þetta að láta sem staða dollars og evru sanni yfirburði Dollarlands yfir Evrópu þegar einmitt algerlega hið gagnstæða hefur verið að gerast um mörg ár að evran hefur farið langt fram úr dollar, – þá verður þú með þínum rökum og fullyrðingum að draga hliðstæða en algerlega gagnstæða ályktun af því þ.e. að Evrulönda hafa alla yfirburði yfir Dollaralandi.
Helgi Jóhann Hauksson, 7.9.2008 kl. 23:38
Hver er tilgangur þinn með botnlausum rangfærslum þínum og blekkingum Gunnar?
Sæll Helgi
Ég hef sem betur fer lítinn áhuga á að svara svona ókurteisislegu innleggi, en ég geri það þó samt í þessu tilfelli. Áður en þú svona innilega ásakar mig um "rangfærslur og blekkingar" Helgi, þá get ég upplýst þig um að evra hefur fallið um tæp 11% gangvart dollar á síðustu 6 vikum. Þetta er sá stöðugleiki sem er verið að selja Íslendingum í þerri örþrifaumræðu sem þokulúðrasveit Samfylkingarinnar notar núna til að blása svartri þoku inn í sálir Íslendinga. Þetta er stöðugleikinn sem þeir eru a selja - í allri sinni dýrð.
Þetta fjallar ekki um dollara. Þetta fjallar hinsvegar um óstöðugleika og sýndarmennsku evru og evrópusambandsins, sem núna er markaðsfærð sem galdrapappír á Íslandi.
Evran á eftir að falla mikið. Fallið verður að þessu sinni ígrundað með hagstærðum andstætt fyrra 30% falli evru sem byggðist á vantraustinu einu saman. Ég er sammála greiningu gjaldeyrismarkaða Jyske Bank, en hún var þessi fyrir nokkrum vikum:
Jyske Bank telur að í fyrsta skipti í sögu evru muni aðilar á gjaldeyrismörkuðum ganga sérstaklega harðneskjulega til verks við að fella evru. Ástæðurnar eru þessar, segir greiningadeildin:
Evra er ekki há vegna þess að hún sé góður gjaldmiðill sem byggir á sterkum hagstærðum evru-landa. Hún er há vegna þess að Bandaríkjadollari hefur verið lágur.
Ef athyglin fer að beinast að Evrópu vegna þeirrar vaxtargildru sem ESB er í og því ójafnvægis sem nú er á milli hagkerfa ESB og evru-landa, þá munu markaðirnir fara út í að sannreyna evru sem gjaldmiðil.
Greiningadeildin sér vaxandi vandamál í hagkerfum evru-landa. Suður Evrópa sé að fara inn í kreppu og hafi því alls ekki gott af þeirri stýrivaxtahækkun sem ECB kom með í gær, en þá hækkaði bankinn stýrivexti evru um 0,25 prósentur.
Athyglin mun beinast meira og meira að þeirri togstreitu sem er á milli hagkerfanna á bak við evru. Menn munu fara að krefjast þess að þeir fái meiri áhættuþóknun þegar þeir kaupa gríska ríkispappíra en þegar þeir kaupa þýska ríkispappíra. Þessi spurning ætti yfirhöfuð ekki að koma upp í myntbandalögum segir Jyske Bank. Aðilar í markaði munu í auknum mæli beina athygli sinni að þessu misræmi.
Ofaní mikinn halla á greiðslujöfnuðum landanna í Suður Evrópu þá berst Norður-Evrópa í bökkum með efnahag og hagkerfi sem keyra á felgunum. Þetta eru hagkerfi sem áður fyrr voru álitin stöðug.
Þessvegna álítur Jyske Bank að það muni ekki líða á löngu þar til gjaldeyrismarkaðirnir munu fara að undirbúa sig undir að Evrópa muni falla ofaní öldudal, og að sú lægð muni kalla á lækkun stýrivaxta.
Evrópskir bankar eru til dæmis í mun meiri hættu frá undirmálslána-kreppunni en amerískir bankar séu því þeir hafa einfaldlega fjármagnað stærsta hlutann af þessum lánum, eða samtlas 900 milljarða dollara - Púnktur
Slóð: frá 4 júlí 2008: Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi?
Spá Jyske Bank mun ganga eftir, nema að því leyti að fall evru mun fara mun hraðar fram því evru-land er mun meira á hausnum en menn áttu von á.
Gunnar Rögnvaldsson, 8.9.2008 kl. 00:13
Hvað um einkavæðingu húsnæðiskerfisins í Dollaralandi - og að það skuli vera við þá sósjalísku aðgerð að dollar loks styrkist?
Annars eru sveiflur dollars eitt og evru annað og hér skiptir máli hvernig viðkomandi gjaldmiðill er að sveiflast á grunnlínu allra helstu viðskiptaeininga - er það dollar sem er að sveiflast? en Evran stöðugri eða er evran að sveiflast? en dollar stöðugur. Samanburður tveggja þegar annar er settur fastur segir okkur það ekki - það er þó það sem öllu máli skiptir.
- Eftir sem áður stendur það að með þínum rökum og metið á þegar orðnum staðreyndum þá er evruheimurinn að skora miklu hærra en dollarheimurinn. - Það er staðreyndin.
Reyndar hvarflar ekki að mér annað en sveiflan muni að lokum aftur að hluta ganga til baka áður en svo aftur Evran tekur nýtt risastökk framúr dollar. - En í raun er ekkert sem bendir til annars en að til lengri tíma muni evran og Evrulönd svífa seglum þöndum langt fram úr dollar og Dollaralandi - enda mennskan alltaf gæfilegri forsenda þróunar en frotsköld ómennska vægðarlauss dollarakapitalisma.
Frostkaldur dollarakapitlaismi og kommúnstmi skapar sömu firringu frá náttúrulegri löngun til árangurs. Báðir tapa því að lokum og tortíma sjálfum sér frostkaldur dollarakamtalisminn og einræðiskommúnisminn.
Vegur evrunnar er enn ein og óvænt sönnun þess.
Helgi Jóhann Hauksson, 8.9.2008 kl. 01:00
Ég hef ekki mikið meiri trú á Evrópubandalaginu en ég hafði á Ráðstjórnarríkjunum. Spá mín varðandi Rástjórnarríkin rættist, en við eigum eftir að sjá hvernig fer fyrir Evrópubandalaginu.
Þeir sem þekkja til í Evrópu, vita hversu alvarlegar sprungur eru að koma í innviði Bandalagsins. Ég er því sammála mati þínu Gunnar og tel að forsendur þínar fyrir því séu að mestu réttar.
Burt séð frá þróun efnahagsmála, tel ég líklegt að styrking Evru gagnvart Dollar sé lokið. Um leið og fjárfestar hafa almennt komist á þessa skoðun munu þeir færa það fjármagn sem þeir hafa til umráða frá Evru og til Dollars. Þannig verða til langtíma sveiflur á öllum frjálsum mörkuðum. Væntingar fæða af sér fjárfestingar, sem leiða til styrkingar, sem leiða til aukinna væntinga, sem leiða til aukinna fjárfestinga. Krónan er auðvitað líka frábær fjárfestingakostur, sem alþjóðlegir fjárfestar munu ekki leiða hjá sér.
Eftirfarandi texti er athyglisverður fyrir hvað hann er heimskulegur og löðrandi í ofstæki rétthugsunar.
Loftur Altice Þorsteinsson, 10.9.2008 kl. 23:38
Sæll Loftur.
Ég er alveg hjartanlega sammála því sem þú segir. Þegar verstu óvissunni fer að létta, þá mun ný stefnumörkun eiga sér stað, fædd af þeim væntingum sem þú lýsir. Ísland er ákjósanlegur staður til fjárfestinga og til atvinnusköpunar því framtíðarhorfur landsins eru svo öfundsverðar, alveg eins og IMF sagði fyrir stuttu. Enda mun ég persónulega nýta mér þær á næsta ári og flytja allan rekstur okkar og heimil til Íslands og nýta mér þá sérstöðu landsins að standa utan Evrópusambandsins. Þetta munu fleiri gera.
Þegar þokunni léttir þá munu menn sjá kostina. En eins og er þá er ekki eftirspurn eftir einu svo ekkert getur hækkað. En svo munu markaðir þjóta upp því það eru fossar fjármuna til sem aðeins bíða eftir að óhætt sé að koma út úr holunni aftur. Þeir munu leita í vöxt, og hann mun ekki verða að finna í ESB, sem einmitt útskýrir núverandi flótta fjármagns úr evru og evru tengdum fjárfestingum. Markaðurinn stendur á öndinni yfir hve hratt vöxturinn hvarf hér í ESB. Þeir áttu ekki von á að þetta væri svona viðkvæmt (non resilient) hagkerfi.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2008 kl. 00:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.