Leita í fréttum mbl.is

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata

Ég les þessa frétt svona: (sjá tengingu við frétt MBL neðst í þessum pistli)

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Glitnis segir hér í raun að alþjóðleg vaxtarstefna (international expansion strategy) íslenskra stór-banka hafi verið vanhugsuð frá upphafi því hún hafi leitt bankana út í aðstöðu sem þeir núna eru ósáttir við, því núna sjái þeir ekki lengur framhald á þessari alþjóðlegu vaxtarstefnu nema að Íslenska Lýðveldið afsali sér sjálfstæði sínu og sem svo á að gera þeim kleift að halda fast í einmitt þessa upphaflegu vanhugsuðu vaxtarstefnu. Þeir óska samt eftir að geta áfram notið lágra skatta í Íslenska Lýðveldinu, vel menntaðs og atorkusams íslensks starfsfólks, og svo einnig áhugasamra fjármuna íslenskra hluthafa og fjárfestinga þeirra í íslenskum bönkum. Gangi þessi vanhugsaða vaxtarstefna ekki upp þá kjósa þeir að flytja aðalstöðvar sínar til efnahagssvæðis með hærri sköttum og stærri seðlabönkum

Mín skoðun

Sell sell sell - strax! Þetta er svo átakanlega vanhugsað að það ætti að birta þetta í einhverju tímariti um alþjóðlega stjórnun og stefnumörkun. Hlutafé var aflað til vaxtarstefnu alþjóðlegrar bankastarfsemi sem gat ekki gengið upp nema að heil þjóð fari úr fötunum og labbi allsnakin í duftið fyrir þessa nú svo erfiðu starfsemi. Er það eitthvað fleira sem bankarinr óska eftir að íslenska þjóðin geri? 

Sé þetta ný og opinber stefnumörkun bankanna þá myndi ég sem hluthafi selja öll hlutabréf mín í þessum bönkum strax, því ég veit vel hvað það var sem gerði þá að því sem þeir eru í dag. En það var einmitt sá kostur að vera á Íslandi, nota íslenskt viðskiptaumhverfi, íslenska starfsmenn og íslenskt fjármagn. Þeir hefðu aldrei getað gert þetta frá grunni erlendis. Aldrei. Ég myndi aldrei kaupa hlut í þessum bönkum erlendis því samkeppnin verður blóðbað á einmitt næstu árum

Staðreyndin er sú að núna eru bankapappírar að verða lélegustu pappírar sem eru til sölu á flestum hlutabréfamörkuðum í hinum vestræna heimi. Fyrir aðeins 3 árum voru þetta taldir bestu pappírar þessara sömu hlutabréfamarkaða. En staðan núna er hinsvegar sú að arðsemi bankareksturs er horfin fyrir ALLA banka í þessum sama vestræna heimi því vaxtakostnaður á fjármögnunarfé til reksturs bankastarfsemi er orðinn of hár og afskriftir lána munu hrannast upp næstu mörg mörg ár. Það verður ekkert uppúr bankastarfsemi að hafa á næstu mögum árum, nema á Íslandi. Svo hví í ósköpunum ætti að kosta einum fimmeyring í þessa stefnu áfram? Alþjóðleg Retail Banking er skítastarfsemi á næstu árum - nema einmitt á Íslandi

Sell sell sell - því allt er ennþá við sama heygarðshornið - heimavinnan fór ekki fram því harðinn var svo mikill. Nema þetta sé premature 1st of April next year

Eftirmáli - save haven strategy

Það eru 400 sjálfstæðir bankar í Sviss. Margir þeirra eru mjög litlir, en þó mjög arðsamir. Aðeins örlítið brot af þeim vinnur utan landamæra landsins. Hér er viðskiptahugmyndin nefnilega: sendu peningana til okkar, við pössum fjármuni þína og þér er óhætt að treysta okkur. Við höfum engan áhuga á að þenja okkur utan veggja traustrar bankahvelfingar okkar. Þú veist hvað við stöndum fyrir og þú veist hvað þú færð 1) öryggi 2) meira öryggi 3) enn meira öryggi. Í alþjóðavæddum heimi þá verður sífellt stærri þörf á að til séu alþjóðlegar fjármálamiðstöðvar sem hægt er að treysta. Margir vinna og starfa í fleiru en einu landi og við verkefni í fleiru en einu landi. Þeir fá greidd laun frá mörgum löndum því þeir vinna verkefni í mörgum löndum og eru því oft búsettir í mörgum löndum. Dæmi: erfingjar, ráðgjafar, hugbúnaðarsmiðir og tölvufólk sem vinnur verkefni út um allan heim frá hinum ýmsu stöðum í heiminum. Það er því mikil þörf fyrir traust alþjóðleg bankasambönd í traustu umhverfi frelsis, lýðræðis, friðar og hófsams skattaumhverfis og þar sem einnig er hægt að skrásetja fyrirtæki sín og fá heimilisfestu fyrir þau. Þessi viðskiptahugmynd gengur sem sagt út á andstæðu útrásar, nefnilega að peningar geri innrás í lönd þar sem þeir geta verið óhultir fyrir áföllum einræðisherra, styrjalda, gengisfellinga og rányrkju OPEC-skatta-auðhringa-myndunar margra ríkja sem vilja fá allt fyrir ekki neitt og sem þverbrjóta allar reglur sómasamlegrar sanngirni. Innistæður þessara banka eru í flestum tilfellum EKKI í svissneskum frönkum, heldur í alþjóðamyntum og í verðmætum pappírum. Afleiðurnar fyrir bankana eru: vaxtamismunur, gjaldeyrisviðskipti, mikil hlutbréfaviðskipti og umsjá verð- og hlutabréfaviðskipta í stórum stíl á vegum önnumkafins fólks sem stafar út um allan heim.


mbl.is Íslandsálagið staðreynd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Lestu greinina eftir Ragnar Önundason í Mogga.

Það er linkur á hana á eyjunni í athugasemdum við fréttina.

Svo er greinin í heild sinni hjá honum Kristni hér á moggablogginu.

Kristinn P frá Bakkafirði.

Ég kann ekki að linka en þú kannt að leita.

Kveðjur Miðbæjaríhaldið

Vill að allir beri ábyrgð, líka sjálftökuliðið

Bjarni Kjartansson, 27.8.2008 kl. 23:17

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka þér fyrir ábendinguna Bjarni. Hafðu góðan dag.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.8.2008 kl. 04:54

3 identicon

Common sense. Það er búið að vera lítið framboð af heilbrigðri skynsemi. En hefurðu velt því fyrir þér að frá sjónarhóli frumkvöðlana, þá hafa þeir grætt stórfé og þess vegna var þetta frá þeim séð, gott plan og alls ekki vanhugsað.

mkv

Þórður

Þórður S (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 13:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband