Leita í fréttum mbl.is

Endurkoma Sovétríkjanna

Rússland stendur núna í stórræðum í bakgarði okkar hér Evrópusambandinu. Þeir hafa sent 350 brynvarin herfarartæki, flugherinn og stórskotalið ásamt 9000  fallhlífarhermönnum inn í hið litla sjálfstæða ríki Georgíu. Eftir að hafa deilt út gratís rússneskum ríkisborgararétti til flestra borgara í georgíska héraðinu Suður-Ossetíu og innleitt rússneskar rúblur sem mynt þeirra, þá krefjast handlangarar aðalritara Rússlands, Vlamdimir Putins, að þeir fái að setja lýðræðislega kjörinn forseta Georgíu, Mikheil Saakashvili, á dyrnar sem forseta landsins.

 

Evrópusambandið hefur ekkert minnst á að handlangarar Pútins virðast hafa gleymt að hringja í Sameinuðu Þjóðirnar fyrst. En þess hafa fyrirsætur Evrópusambandsins áður krafist af stórveldum. Franskir ostar hafa þó haldið til Moskvu, og munu fá að mygla og þroskast þar undir góðu yfirlæri. 

 

Evrópusambandið sendir peninga

Evrópusambandið hefur ákveðið að senda eina-og-hálfa milljón evrur til nauðlíðandi fornarlamba Rússnesku innrásarinnar í Georgíu (já 1,5 milljón evrur sem er stór upphæð)

 

Lettar, Litháar Moldavíubúar og íbúar Úkraínu eiga ekki von á góðu þegar áframhaldandi endurreisn stærstu hrollvekju heimsins mun halda áfram með endurkomu morðræðis Sovétríkjanna. En talið er að Sovétríkin hafi myrt 40-70 milljónir af sínum eigin þegnum á aðeins 65 árum. 

 

Rússar þakka Evrópusambandinu fyrir stuðninginn

Næst þegar  handlangarar Pútins ráðast inní ríki þar sem afkomendur fólksflutningastefnu Stalíns búa, þá munu handlangarar Pútins alltaf muna, og það með þakklæti, að Evrópusambandið mun aldrei gera neitt. Enda geta þeir ekki gert neitt og hafa aldrei getað gert neitt annað en bryddað blýanta sína á ný og haldið áfram að horfa í gaupnir sér. En það er svosem nóg, því þeir njóta stuðnings 80-90% af pressu Vestur-Evrópu sem er stýrt af kommum og hálfkommum og hefur alltaf verið stýrt af þeim síðan roðinn í austri brá ljóma og sýnum yfir hrjáð hjörtu þeirra

 

Sagan endurtekur sig

Núna er sjötíuára afmæli innlimunar Adolf Hitlers á Sudeter-Þjóðverjum í Tékkóslóvakíu inn í Nazi-Þýskland árið 1939. En Adolf Hilter var litli sósíalista-bróðir hans Jósef Stalíns. Af hagkvæmnisástæðum lét Hitler sér nægja að þjóðnýta aðeins þegnana, á meðan stóri sósíalista-bróðir hans, Stalín, þjóðnýtti bæði þegnana og atvinnutækin. Þetta voru tvö stórmenni sósíalisma Evrópu. Núna eru hinsvegar fræin hans Stalín ennþá að bera ávöxt á meðan ávöxtur fræja Hitlers sitja aðeins sem jarðvergur fyrir eitt allsherjar samviskubit í aðalráði Evrópusambandsins, og sem skaffar Þjóverjum vissa fjarvistarsönnun fyrir fortíð sinni. En framtíðin er öll Pútins - með hjálp fræja Stalíns

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Já Gunnar. Nú mega Bandaríkjamenn fara að gæta sín á því að Rússar slái þá ekki út úr fyrsta sætinu!

Árni Gunnarsson, 12.8.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Loksins get ég verið alveg sammála þér aftur Gunnar.

Ég hef margoft varað við því að Rússinn er ekki dauður úr öllum æðum og þá hafa menn jafnan líkt mér við vin minn Björn Bjarnason.

Ég er hræddur um að fleiri ættu að hlusta á varnaðarorð Björns og þótt kalda stríðinu sé kannski lokið, þá betra að hafa varann á sér og mikið er ég hræddur um að Bandaríkjamenn eigi eftir að naga sig í handabökin fyrir að hafa yfirgefið Ísland algjörlega varnarlaust.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 12.8.2008 kl. 17:50

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Gunnar. Nú mega Bandaríkjamenn fara að gæta sín á því að Rússar slái þá ekki út úr fyrsta sætinu!


Árni, nú skil ég þig ekki? Það er þér ólíkt að tjá þig á tvíræðan hátt.

Gunnar Rögnvaldsson, 12.8.2008 kl. 18:10

4 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Vissulega áhyggjuefni, en ég er algerlega sammála Árna að það þarf mikið að ganga á ef þeir eiga eftir að vera meira til vandræða en Bandaríkjmenn sem hafa verið eins og fíll í postulínsbúð ansi lengi og þykir ekki frekar en Rússum lítið tiltökumál að sprengja upp heilu íbúðarblokkirnar með manni og mús ef því er að skifta, tilgangurinn virðist ætíð helga meðölin hjá þessum snillingum. Hvað eru nokkur gamalmenni og börn ef að næst að koma hryðjuverkamanni fyrir kattarnef. piff.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 00:01

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Mér vitanlega hefur Georgía ekki gert innrás í 3 nágrannalönd sín, hafið styrjöld gegn Úkraínu, slátrað óbreyttum íbúum sínum með eiturvopnahernaði, legið undir grun um að hafa gereyðingarvopn til umráða, terroriserað alla nágranna sína og svelt, pyntað og útrýmt stórum hluta af þegnum sínum í áratugi, né fengið á sig 12 samþykktir Sameinuðu Þjóðanna og ekki farið eftir neinni af þeim. Svo hvað hefur innrás Rússlands í Georgíu með Bandaríkin að gera?

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 01:34

6 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Mæli með þessu lesefni HÉR til að skilja hvað ég er að fara, ekkert er nýtt undir sólinni og sagan og sporin geta opnað augu fyrir því sem að mestu átti að vera hulið. Samhengi hlutanna og falin áhrif atburða sem gerðust ekki fyrir svo mjög löngu. Nema þu viljir taka þrönga sjónarhornið á þetta, "hægri" og " vinstri" sjónarspilið sem flestir sjá í gegnum orðið, ef að þú ert ekki hægri, vinstri eða miðjumoðari, hvað ertu þá ? rökvillan...sem nýtist svo sem ágætlega til að forðast innsta kjarna mála.

Þessi HÉR er síðan ómissandi eftirmál um annann og æði óhuggulegan anga af sama meiði. Ekkert er nýtt undir sólinni og nauðsynlegt að skoða vel hvað brallað er á bak við tjöldin fyrr og nú til að fá eitthvað vitrænt samhengi í atburði nútímans, annars verða sömu mistökin endurtekin áfram út þessa öld líka. Óttaprangið er hergagnaframleiðendum og gírugum alþjóðlegum banka og iðnmógúlum ómetang gullvél sem mallar allan ársins hring, hver sá sem ekki skilur það eins og A. Einstein sagði einu sinni er næsta fáfróður um gang heimsins.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 02:15

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það sem ég átti við Gunnar er vopnuð íhlutun í deilur um sjálfstæði annara ríkja. Þar hafa Bandaríkin stimplað sig óhugnanlega sterkt inn undir stjórn þeirra Bush feðga. Ég var að vona að Rússar hefðu skánað en þar hef ég reynst óþarflega blár til augnanna. 

Árni Gunnarsson, 13.8.2008 kl. 10:11

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Georg:

Já heimsmynd hellisbúa fornalda var svipuð, þeir héldu jú einnig að þeir hefðu fullkomna stjórn á þessu öllu, að heimsmyndin væri þeim alveg klár og tær. Það hefði einhver þurft að segja mannkyninu frá þessum uppgötvunum sem þú vísar á þarna fyrir ofan og það fyrir 5.000 árum síðan. Þá byggjum við jú í fullkomnum heimi núna, ekki satt.

Ég held að sumir ættu bara að halda sig við stjörnuspeki og galdra., og láta það nægja.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 10:17

9 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Árni. Það var eins gott að einhver gat stöðvað hertöku Sddams á Kúvæt, áður en 500.000 manna her hans rúllaði áfram yfir Saudi og fleiri nágranna sína í það skiptið. Já, Margaret Thatcher þurfti að hífa í svefndrukkin stóru eyru gamla mannsins í Hvíta Húsinu til að fá hann með á nóturnar. Ákafinn var nú ekki meiri. En með samþykkt og umboð SÞ var jú hafist handa, og af góðum hug. Það var synd að valdníðingurinn Sddam skyldi ekki vera tekinn í karphúsið og tekinn úr umferð í það skiptið. Og já að sjálfsögðu pantaði sonur hans árás á heimaland feðganna einungis til að geta lokið við verkið, ekki satt? Hann var búinn að sitja þrjá mánuði í embætti þegar hryllingurinn dundi yfir Bandaríkjamenn í þeirra eigin heimalandi. Ef einhver skyldi halda að þetta líði bara hjá án afleiðinga, aðgerða og heildar endurskipulagningu varnarmálastefnu Bandaríkjanna, að þá held ég að sá maður sé ekki með í raunverulekanum.

Lang stærsti hluti Íraka eru Bandaríkjamönnum mjög þakklátir fyrir að hafa steypt af stóli einum versta einræðisherra heimsins. Hefði nú bara sama aðferð verið notuð árið 1939 þá hefið "kanski" verið hægt að bjarga miklu. Og það veit Guð að mjög margir Danir eru sammála og hafa hjálpað hér til af miklu hugrekki. Þeir muna alltof vel sína eigin hörmunga undir einræðisherranum í næsta landi. Ég þykist vita að það sér lítill skilningur eftir fyrir þessu á Íslandi. En það er svo auðvelt að vera eyland, þangað til eign ógæfa bankar fast á dyrnar.

Vandamálið við það að vera klókur eftirá er það að það mun aldrei hjálpa neinum neitt í barátunni við vanda þess raunveruleika sem ríkir þegar ákvarðanirnar voru teknar. Og að skipta um skoðun í miðju vaði er oftast ógerningur og óviturlegt. Og svo erum við föst undir þessari brú svo það er gangslaust að tala ennþá um af hverju þessi vegur var valinn. Það þarf að ljúka verkinu. Kanski mun þetta fara inn í sögubækurnar sem sem mikið og gott góðverk og byrjun á nýju lífi fyrir Íröksku þjóðina, og kanski ekki. Það er ómögulegt að vita það fyrirfram. En erfitt er ferlið og þá sérstaklega fyrir Bandaríkjamenn og fyrir Íraka.

En hvað koma örlög Georgíu og endurkoma Sovétríkjanna þessu málið við ? Það skil ég ekki.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 10:58

10 Smámynd: Árni Þór Sigurðsson

Fræ Stalíns er m.a. ákvörðun hans um að setja Suður-Osseetíu og Abkhazíu undir Georgíu, þvert á vilja þjóðanna þar.  Spurning hvort engum finnist þurfa að hlusta á þjóðirnar sjálfar sem byggja þessi landssvæði?  Það stóð ekki á Vesturlöndum að hlusta á Albana sem lýstu yfir sjálfstæði í Kosovo.  Er ekki tímabært að styðja sjálfstæðisbaráttu Osseta og Abkhaza?

Árni Þór Sigurðsson, 13.8.2008 kl. 11:25

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég er sammála þér Árni Þór. Það er algerlega ótímabært að vera að blanda sér í mál Georgíu. Og það var einnig mjög svo krítískt éta sjálfstæðisyfirlýsingu Kosovo hráa. Þetta mun sitja eins og glóandi eldtöng í hjörtum Serba. Og svo mun þetta draga dilk á eftir sér á Kýpur, Spáni/Baskar og á fleiri stöðum í Evrópu. Ég hvet alla til að lesa bók Margaret MacMillan, París 1919. Þar er margt áhugavert um þau vandamál sem eru sýna okkur afleiðingar sínar í dag.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 11:47

12 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Ég tek orð snilling á borð við A. Einstein nokkuð gild  held að hann hafi lítið verið í stjörnuspeki og göldrum frekar en ég.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 16:11

13 Smámynd: Árni Gunnarsson

11. september réttlætir ekki árás á Írak í mínum huga Gunnar. Saddam Hussein var enginn harðstjóri í augum BNA meðan hann var bandamaður þeirra. Það voru landlaus hryðjuverkasamtök öfgarúarmanna sem réðust á tvíburaturnana. Ef refsa átti Írökum eða einræðisherra þeirra vegna þess ódæðisverks þá er spurning hví ekki var lagt til atlögu við öll múslimaríki. Hernaðaríhlutun Rússa í Georgíu er ódæðisverk og ber skiyrðislaust að fordæma. En ég er afar ósáttur við að BNA ætlist til að vera tákn friðar og réttlætis í samfélagi þjóða. Þeir virtust ekki hafa ýkja miklar áhyggjur af þjóðarmorðunum í Rúanda svo eitthvað sé nefnt af þeim fjölmörgu dæmum sem þjóðir heims hafa fylgst með og BNA hefur haldið að sér höndum. "Mesta ógn við heimsfriðinn í dag!" Þetta eru ekki gömul ummæli um haukana í Pentagon. En mér sýnist Rússar lítið hafa skánað og það veldur mér vonbrigðum. Hef ég þó aldrei verið hallur undir sovéskt stjórnarfar. 

Árni Gunnarsson, 13.8.2008 kl. 19:03

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Árni:

Ég held heldur ekki að neinn hafi séð 9/11 sem sjálfvirka gangsetningu falls Saddam Hussein og glæpa- og einræðisstjórnar hans. En 9/11 þýddi hinsvegar endurskipulagningu næstum allra varnar- og hernaðarmála Bandaríkjanna. Það tók tíma að byggja upp nýja stefnu því það var engin stefna til sem tók mið af 9/11. Á einum degi var heimurinn breyttur. Það eru fáir sem vita að á fyrsta degi John F. Kennedy í embætti forseta Bandaríkjanna þá bað hann um að fá að sjá gildandi hernaðaráætlanir BNA um taktíska notkun atómvopna í takmörkuðu kjarnorkuvopna stríði. Og hann varð hoppandi yfir að fá að vita að svoleiðis áætlun var ekki til og gæti aldrei orðið til. Eisenhower hafði séð fyrir því að sú áætlun gæti aldrei orðið til, með því að skilgreina notkun atómvopna í eitt skipti fyrir öll. Hann sá til þess að menn kæmust alltaf að sömu niðurstöðu þegar þeir hugsuðu málið, því Eisenhower hafði unnið heimavinnu sína afar vel. Þetta var ekki svona þegar Gorege W. Bush settist í embætti. Það var enginn sem hafði unnið heimavinnuna fyrir hann. Hann fékk rólega þrjá mánuði í embætti til að glíma við efnahagsvanda dot.com kreppunnar áður en 9/11 kom og svo að segja sprakk ofan í hausinn á honum. Öllu var snúið á haus. Engin plön voru til yfir þetta, og það stóð ekki steinn yfir steini í forskriftum viðbragða. Hann naut ekki forréttinda fyrirrennara sinna sem gátu stuðst við vel skilgreindar hættur og ógnanir og hvernig ætti að bregðast við þeim. Það augljósa kom fyrst, Afghanistan. Svo kom Írak á dagskrá, en samt ekki strax, þó svo að sterkur grunur lægi fyrir. Það var ekki fyrr en 20. mars 2003 að Bandaríkin með stuðningi frá Bretlandi, Danmörku, Ástralíu og Póllandi gáfust upp á að bíða eftir fullnaðar samþykki SÞ fyrir innrásinni. En það voru Frakkar og Þjóðverjar sem komu í veg fyrir að það samþykki gæti komið. Þó svo að það Iraq hefði eins og ég taldu upp að ofan:

1) Gert innrás í 3 nágrannalönd sín

2) Hafið styrjöld gegn Iran

3) Slátrað óbreyttum íbúum sínum með eiturvopnahernaði

4) Llegið undir grun um að hafa gereyðingarvopn til umráða

5) Terroriserað alla nágranna sína

6) Svelt, pyntað og útrýmt stórum hluta af þegnum sínum í áratugi,

7) Fengið á sig 12 samþykktir Sameinuðu Þjóðanna og ekki uppfyllt neinar að fullu.

Þyngst vó grunurinn og hræðslan við gereyðingarvopn í höndum Saddam Hussein. En það verður samt aldrei Frökkum og Þjóðverjum að þakka að þegnar Írak losnuðu undan ógnarstjórn Saddam Hussein. Og það mun heldur aldrei verða þeim að þakka að fyrstu sprotar lýðræðis munu skjóta rótum í þessum hluta Mið-Austurlanda. En þökk sé Bandaríkjunum þá náði Þýskaland einmitt að þróast í lýðræðisríki í stað þess að veðra að hluta Sovétríkjanna, og þökk sé þessum sömu Bandaríkjum þá losnuðu Frakkar undar áþján og geðveiki nágranna síns, Þýskalands.

Væri í þínum huga nokkurn tíma ástæða til að steypa svona brjálæðingi af stóli? Ég spyr?

Já Árni, Sovétríkin voru einusinni bandamenn Bandaríkjanna. En það var gagnvart sameiginlegum óvini í Evrópu. Heimurinn stendur ekki kyrr lengi. Bandalög breytast eins og mennirnir sem eru með í þeim.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 21:15

15 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Gunnar. Frábær samantekt hjá þér. Ég er sammála þér eins og oft áður. Við erum eyland sem býr við ákveðna fréttamötun og því gott að fá svona umræðu eins og hér hefur átt sér stað hjá spekingum sem hafa fylgst með og myndað sér skoðanir. Innlitskvitt og kveðjur Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 13.8.2008 kl. 21:59

16 Smámynd: Guðmundur Björn

Árni; Hvaða aumingi var við völd í BNA þegar þjóðarmorðin í Rwanda voru framin?  Nato getur ekki neitt eða FN (eða þorir) án tilstuðlan BNA svo einfalt er málið.  Hvernig stendur á því að fólk eins og þú, búist við að BNA komi alltaf til bjargar þegar illa lítur út, en eigi svo að þegja og gera ekki neitt þegar það hentar vinstri pólitík???  Húmbúkk!! 

 Af hverju heyrist ekki neitt frá Hamaliðanum Ögmundi Jónassyny og Stebba Páls núna, þegar Rússar eru einfaldlega að traðka á Georgíu??  Ef Rússar væru BNA-menn, væru þeir ekki búnir að brenna sig lifandi fyrir framan sendiráð BNA í Rvík, þessir sömu menn??

Guðmundur Björn, 13.8.2008 kl. 22:12

17 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

 "gera ekki neitt þegar það hentar vinstri pólitík??? "  úff, úff, einn alþreyttasti frasi allra tíma, mikið er nú þægilegt að flokka allt og alla, sú sauðska hugsun að ef þú ert ekki hægri maður þá sértu vinstri eða í besta falli miðjumoðari, eins og það sé fráleitt að maður sé ekki neitt af fyrrtöldu, forheimskandi þvæla en góð leið til að fjarlægjsat kjarna mála.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 22:29

18 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

Saddam notaði þessi efnavopn á Íraka ....hér átti að sjálfsögðu að standa Írana.

Georg P Sveinbjörnsson, 13.8.2008 kl. 22:37

19 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég held að þú Georg P. Sveinbjörnsson sért dálítið utan nálgunar í þessari umræðu og því mun ég, Georg, stroka út innlegg þitt frá 22:36 þarna fyrir ofan innlegg þitt frá 22:37 því mér finnst það svo móðgandi við fórnarlömb eiturefna-hernaðar Saddam Hussein, og vil því ekki hafa þetta innlegg hér á mínum blogg. Allir vita að Saddam Hussein og terror-ríki hanns þurfti akkúrat enga hjálp frá einum eða neinum til að framleiða þau eiturvopn sem hann notaði á saklausa þegna sína. Þetta eru oft kölluð gereyðingarvopn fátæka mannsins því þau eru svo óhugnanlega auðveld í framleiðslu.

Ég vil minna á að umræðan var um Georgíu örlög hennar.

Gunnar Rögnvaldsson, 13.8.2008 kl. 23:21

20 Smámynd: Georg P Sveinbjörnsson

"Allir vita að"...það var og, hræddur að þú eigir eftir að fá alvarlegt raunveruleikashokk einhverntímann, það er grundvallar atriði að skoða ekki bara einhliða upplýsingar frá massafjölmiðlunum, þar er lítið skygnst á bak við tjöldin og skoðað grannt hver hagnast á t.d stríðum og styrjöldum hvort sem það er í Georgíu eða Írak og fljótlega Íran, en það er partur af plottinu ljóta að leika þar sama leik og í Írak. Hvert streymir gróðinn er atriði sem ætti að grandskoðast af alvöru fréttamönnum í hvert einasta skipti....en það er ekki að gerast frekar en endranær. Netið er mun gagnlegra til að gloggva sig á orsökum og afleiðingu, samhengi hlutanna í fortíð og nútíð ásamt bókum.

Að ætla að tala um atburðina í Georgíu án þess að hafa hagsmuni hergagnaiðnararins og annara sem sjá gróða í í þessum fyrirlitlega bransa inní jöfnunni er yfirborðskennt snakk.

Georg P Sveinbjörnsson, 14.8.2008 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband