Föstudagur, 8. ágúst 2008
Evra og ESB-lönd sækja um inngöngu í kreppu. Evra fellur
- Alþjóðlegi fjárfestingabankinn Morgan Stanely sendir út alvarlega aðvörun um heilsufar Spánskra banka. Aðvörunin segir að hættan sem steðji að Spænskum bönkum sé jafn alvarleg og sú kreppa sem kom upp í gjaldeyrissamstarfi ESB á árunum 1991-1993 þegar breska pundið, ítalska líran, finnska markið, norska og sænska krónan voru þvinguð til að gefa upp á bátinn bindingu við hina svokölluðu ERM-mynt-slöngu Evrópusambandins. En ERM þýðir í stuttu máli fastgengi gagnvart einum gjaldmiðli og sem þá hét ECU og sem var fyrirrennari EURO. Það er fyrst og fremst húsnæðismarkaður Spánar sem er að búa til nýja evrópska yfirmálslána-kreppu (prime loans)
- Evra fellur núna eins og stór steinn gangvart bandaríska dalnum, eða sem svarar mesta falli á einum degi síðustu fimm ár (uppfært: 7 ár núna kl 16:09 DK tíma) (Uppfært aftur kl 16:34: nú 8 ár). Spá Jyske Bank um 15% fall evru gagnvart dollar fram að áramótum virðist vera byrjuð að ganga upp. Menn eru ósammála um hvort fallið haldi áfram án afláts, eða hvort það muni hægja á sér og koma í rykkjum.
- Greiningafyrirtækið Standard & Poor's sendir út aðvörun um að húsnæðisverð í mörgum löndum ESB muni falla mikið á næstunni. Standard & Poor's segir að fasteignamarkaðirnir í Danmörku, Svíþjóð, Írlandi, Bretlandi, Spáni, og Frakklandi muni fara inn í frjálst fall sem muni líkjast fallinu á árunum frá 1988 til 2000, og að það gæti jafnvel orðið enn verra. En þá lækkaði húsnæði um allt að 40% í sumum löndum. Fleiri greinendur halda einnig fram að hin svokölluðu nýmarkaðslönd (emerging markets) muni ekki sleppa við svipuð vandræði á húsnæðismörkuðum sínum
- Evru-land stefnir nú harðbyri inn í kreppu segja hagfræðingar. Stóra spurningin sem beðið er eftir svörum við eru hagvaxtartölurnar frá Þýskalandi, en Þýskaland er um einn þriðji af heildarstærð evru-hagkerfis. Lönd eins og Danmörk, Portúgal eru nú þegar í kreppu, og í dag bættist Ítalía í hóp þeirra evru-landa sem eru að falla inn í kreppu.
Almennt þá er stemmingin á gjaldeyrismörkuðum lífleg. Ástralski dalurinn hefur fallið meira en 7% gagnvart stórabróður sínum á síðustu þrem vikum. Helstu hreyfingar dagsins eru þessar:
*AUD/USD .8884 -2.17 %
*NZD/USD .7007 -2.04 %
*EUR/JPY 165.33 -1.79 %
*AUD/JPY 97.75 -1.60 %
*GBP/USD 1.9168 -1.49 %
*CHF/JPY 101.78 -1.45 %
*CAD/JPY 102.99 -1.22 %
*GBP/JPY 210.89 -.930 %
Þýskaland er þekkt fyrir að þola enga verðbólgu. Svo það er með angist að seðlabankastjóri ECB fylgist með verðbólgutölum frá Þýskalandi. En þar er innbyggt í launasamninga að það verði að bæta upp laun til starfsmanna hækki verðlag. Svoleiðis fengu starfsmenn Lufthansa 5% kauphækkun í þessari viku og um daginn hækkaði Angela Merkel bætur til bótaþega í Þýsklandi. Á Spáni gerist þetta alveg sjálfkrafa. Þar er nefnilega sjálfvirkni í greiðslum úr kassa ríkisins, miðað við verðlag. Nánast verðtryggðar skattahækkanir.
Morgan Stanley issues alert on Spanish banks
Eurolandene på vej mod recession
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þakka þér fyrir Gunnar, að segja frá kreppunni.
Hugsa sér, ef hún hefði nú komið og jafnvel farið, án þess að ég hefði tekið eftir því.
Ég held ég taki bara í notkun hið alkunna íslenska orðatiltæki "þetta reddast".
Bestu kveðjur.
kop, 8.8.2008 kl. 14:56
Takk Gunnar. Þetta er fínt að vita og góð rök þegar maður er að þenja sig í ESB -umræðunni. Ágætt líka að vita þegar ný fjárfestingartækifæri skapast og ekki vill maður missir af þeim...fyndinn hann Vörður ...kveðja Kolla.
Kolbrún Stefánsdóttir, 8.8.2008 kl. 20:04
Dalurinn var búinn að hrynja og er einfaldlega að styrkjast aftur um sinn gagnvart evru. Evran var lægri en dalur fyrir fáum árum og Davíð Oddson gerði grín að henni.
Ef hagvöxtur og styrkur efnhagslífs þessara svæða er líkur, þ.e. USA og ESB ætti gengi gjaldmiðla þeirra til lengri tíma að haldast í hendur yfir lengri tímabil.
Evran er nú miku sterkari en US-dalur sem merkir auðvitað aðeins að dalur á inni uppsveiflu gangvart Evru og öfugt, evran á inni dífu gagnvart dal, - nema bandrískt efnhagskerfi hafi í reynd raunverulega verið að dragast aftur úr Evrusvæðinu síðustu ár.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 03:30
Hér má sjá þróun á verði Evra í dollurum talið. Hér vantar þó sl. ár en evran hefur verið í 1,5 dollar undanfarið. Evran var tekin upp 4. jan 1999 og sett þá lítið eitt yfir dollar, en seig fljótt niðurfyrir hann þar til hér er komið sögu á þessu línuriti hér.
Eðlilegt væri að þessir gjaldmiðlar væru álika sterkir en Evran er nú 50% sterkari en dollar. - Það hefur verið mikið áfall fyrir USA að horfa upp á það gerast.
Það hlýtur þó óhjákvæmileg að síga saman aftur þegar alvöru ríkisstjórn verður aftur farin að stjórna USA.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 04:19
Takk Helgi Jóhann fyrir að upplýsa fólk sem vill ameríkanavæða landið með öllum þeim fíflagang sem þar viðhefst. Ég held að fólk viti hreinlega ekki hvað það er að tala um þegar það vill að við færumst nær þessu landi fátæktar og virðingarleysi fyrir mannfólki. Ég nenni ekki að telja upp allar tölurnar varðandi ungbarnadauða, aldurslíkur, fátækt, tryggingaleysi, launastefnu, lestrarskilningur svo ekki sé minnst á ógeð eins og Wall-Mart sem treður á fólki og kemur í veg fyrir að það geti bundist samtakamætti í formi verkalýðsfélaga. Það er ekki skrýtið að nýtingin sé góð hjá atvinnurekendum ef hver blóðdropi er kraminn úr starfsfólki og því síðan hennt á öskuhaugana án sjúkratryggingar. Því málið er að fólki er oft sagt upp rétt áður en það öðlast eftirlaunarétt. Viljum við virkilega líkjast þessu landi svo kallaðra tækifæra?
Valsól (IP-tala skráð) 9.8.2008 kl. 07:53
Sæll Helgi Jóhann og
Já ég þekki vel gengi evru gagnvart dollar. Evran féll strax um 30% gagnvart dollar, flestum íbúum evrusvæðis til mikillar gremju. En svo yfirvann evran það vantraust sem oft kemur í byrjun lífs nýrra gjaldmiðla. Þetta fall kom eingöngu vegna vantrausts og var ekki byggt á hagstærðum. Allir voru jafn hissa. Það er fyrst núna, þegar skóinn kreppir, að gjaldeyrismarkaðir og aðilar á markaði munu fara í það að skoða þær hagstæðir sem liggja á bak við evru, eins og greiningadeild gjaldeyrismarkaða hjá Jykse Bank bendir á hér. En þessa grein skrifaði ég fyrir aðeins 4 vikum, og viðrist spá Jyske Bank nú þegar vera farin að ganga eftir.
Það eru margir ólíkir hlutir sem stýra gengi gjaldmiðla. Vissulega spilar hagvöxtur þar inn, en samt ekki það mikið, því ef það væri eingöngu hagvöxtur sem hefði áhrif á gengisþróun gjaldmiðla, að já, þá væri gegni evru gagnvart flestum gjaldmiðlum utan evrusvæðis einungis hola í jörðinni. Hagvöxtur á evrusvæði hefur einmitt verið átakanlega lítill síðan evran var sjósett sem gjaldmiðill.
Þetta er sem sagt mynd af samanlögðum hagvexti síðustu 10 ára. Myndin verður ekki fallegri ef við förum lengra aftur í tímann. Ef við förum aftur til ársins 1994 og leggjum saman hagvöxt evrusvæðis og berum saman við hagvöxt BNA þá eru tölurnar svona:
Ísland: 62,5%
Bandaríkin: 48,4%
Evrusvæði: 36,5%
Þýskaland: 27,8
Ítalía: 23,7%
En frá 1994 til 2007 eru Ítalía og Þýskaland með einn lélegasta hagvöxt í OECD, ásamt evrusvæði. (heimild: OECD Economic outlook 2007)
Það sem er að ske núna er að það er að koma mönnum alveg á óvart að efnahagur evru-lands er miklu miklu lélegri en svartsýnustu menn áttu von á. Þetta rann upp fyrir mörkuðunum í gær. Það er að myndast nýr "consensus".
En auðvitað ætti efnahagur evru-svæðis að vera miklu betri en efnahagur Bandaríkjanna síðan árið 2001, því ekki hafa evrulönd upplifað árásir á heimaland sitt. Embættistíð George W. Bush hefur ekki verið auðveld. Hann var búinn að sitja 3 mánuði í embætti þegar það var gerð alvarleg árás á heimaland hans, þ.e. í fyrsta skipti síðan árásin á Pearl Harbour var gerð. Þetta kallaði á endurskilgreiningu allra varnarmála BNA, og sú stefnubreyting krafðist millar vinnu. Þetta er ekkert smá mál. Sem afleiðing af þessari árás á BNA þá féll BNA inn í kreppu á örstuttum tíma. En Bandaríkjamenn voru einmitt að sleikja sárin eftir dot.com niðurtúrinn. En þetta slapp evruland við og hefði átt að geta sýnt frá á miklu betri og meiri hagvöxt fyrir þegna sína. Alveg eins og Svíþjóð hefði átta að gera, sem ekki hefur þurft að blæða í styrjöldum, og ætti því að vera eitt ríkasta land í heimi, en sem er það samt ekki, og eingöngu vegna eigin sósíalisma og klaufaskapar.
En samt er efnahagur þegna ESB og evrulands alltaf að dragast aftur úr efnahag þegna Bandaríkjanna með hverju árinu sem líður. Þetta er grafalvarlegt mál fyrir þegna ESB og markaðirnir munu núna fara í það að bora djúpt með vel slípuðum demantsborum í rafsuðuna á milli stálsins sem bindur evru saman sem gjaldmiðil. Myntbandalagið mun verða sett undir smásjáina.
Árangur Lissabon 2000 stefnu ESB - tafla:
Áþreifanleg vonbrigði fyrir þegna evrulands og allra þegna ESB
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2008 kl. 08:07
Sæll Gunnar og þakka þér fyrir þessa athyglisverðu samantekt. Alveg frá stofnun Evrunnar hef ég verið með vantrú á að menn hafi gert sér fulla grein fyrir því jafnvægi sem þurfi að vera í tekjuöflun og þjónustu þeirra svæða sem innan svona bandalags eru. Upphaflega teikningin af Evrunni var með Þýskaland (þýska markið) mikið sterkara en raunin varð eftir sameiningu Þýskalands, sem varð mikið átakameiri og dýrari en gert var ráð fyrir. Þjóðverjar urðu því ekki sú kjölfesta sem í upphafi var ætlað.
Hins vegar hefur einnig sýnt sig að það er erfitt að viðhalda gengi fjölþjóðamyntar. Þar höfum við feril USA dollarinn yfir nokkra áratugi. Bandaríkjamenn hafa ekki ráðið við gengisjafnvægi dollarsins. Ég hef ekki tölu yfir þær gífurlegu upphæðir sem iðnveldin 7 hafa keyt af USA dollar undanfarna 4 áratugi, til að viðhalda gengi hans; sem hefur verið heimsviðskiptum afar mikilvægt, þar sem flestir milliríkjasamningar eru annað hvort gerðir í USA dollar eða með tengingu við hann.
Hvað verður á næstunni, ef Evran nær fótfestu og gera sig gildandi sem heimsviðskiiptamynt, er ekki gott að vita. Enn er algjör óvissa um hvort takist að jafna gildi hinna ólíku þjóðfélaga sem skapa kjarna hennar. Takist það, er ekki endilega víst að sama pressa liggi þá á iðnveldunum að tryggja gengi dollars; sem þá gæti orðið háður Kínverjum.
Ég býst við að margt muni breytast á næstu 5 árum.
Guðbjörn Jónsson, 9.8.2008 kl. 10:42
Bandaríkin eru ennþá það land sem stendur fremst í tækniframförum. Þó svo þeir Bandaríkjamenn kunni að eiga nokkur erfið ár framundan, vænti ég þess að þeir rísi upp á ný.
Ég geri ráð fyrir að mörg ríki innan EB muni taka talsverða dýfu. Sérstaklega þau, þar sem einstaklingar og fyrirtæki hafa skuldsett sig mest. En það eru samt ekki neinar stórar fréttir þó evran lækki aðeins gagnvart dollar núna. Eftir það sem dollarinn hefur mátt þola undanfarið.
Íransstjórn hefur reynt að skapa olíumarkað, þar sem verslað er í evrum. En ekki í dollurum. Ég efast að þeim takist að fá mörg ríki til fylgilags við slíkan markað. En þetta er eitt dæmi um það hvað þessir stóru gjaldmiðlar eru viðkvæmir fyrir breytri heimsmynd. Kinverjar hafa í raun haldið uppi eftirspurn eftir dollar. Með því bæði að byggja upp dollaraforða hjá sér og með því að auka olíukaup sin.
Hvað framtiðin leiðir í ljós veit enginn. Engin ástæða til að hallmæla evrunni um of.
Ketill Sigurjónsson, 9.8.2008 kl. 11:21
Ég þakka ykkur fyrir innleggin, Guðbjörn og Ketill.
Það er ekki verið að amast út í Evru sem nafn eða vörumerki. Það er hinsvegar verið að setja stórt spurningameri við þá hagvaxtargildru sem efnahagsstjórn í myntbandalagi þvingar uppá þau lönd sem einmitt eru aðilar að þessu myntbandalagi. Aðild að myntbandalaginu kallar á hagstjórn sem grefur undan sjálfum þeim sökkli myntarinnar sem á að bera uppi þau verðgildi sem liggja að baki þessarar myntar. Það er þess vegna sem hagvöxtur er nánast enginn í evru-löndum og mun aldrei verða. Ég vil sérstaklega verkja athygli á tveim eftirfarandi atriðum sem Jyske Bank nefnir í greiningu sinni
1. Athyglin mun beinast meira og meira að þeirri togstreitu sem er á milli hagkerfanna á bak við evru. Menn munu fara að krefjast þess að þeir fái meiri áhættuþóknun þegar þeir kaupa gríska ríkispappíra en þegar þeir kaupa þýska ríkispappíra. Þessi spurning ætti yfirhöfuð ekki að koma upp í myntbandalögum segir Jyske Bank. Aðilar í markaði munu í auknum mæli beina athygli sinni að þessu misræmi.
2. Ofaní mikinn halla á greiðslujöfnuðum landanna í Suður Evrópu þá berst Norður-Evrópa í bökkum með efnahag og hagkerfi sem keyra á felgunum. Þetta eru hagkerfi sem áður fyrr voru álitin stöðug.
Og svo kemur aðildin að því Evrópusambandi sem núna er orðið allt annað Evrópusamband en það var þegar hornsteinar þess voru settur, og innsiglar enn frekar vanmátt þessa efnahagssvæðis í heild sinni.
Þetta er að veða ansi myglaður ostur sem er borinn á borð fyrir þegnana á þessu efnahagssvæði. ESB er í heild sinni orðið verk sem hætt er að þjóna tilgangi sínum og komið lang fram úr því sem upphaflega var tilgangurinn með ESB. Menn hefðu átt að stoppa með tilkomu hins innri markaðar og láta þá hugmynd fullkomnast. En það er því miður aldrei hægt að stoppa embættis- og áætlunargerðarmenn í svona áætlunarkerfum. Þeir ofmetnast alltaf fyrir hönd þegnana, og sjálft verkið fer að verða mikilvægara en þau markmið sem verefnið átti að greiða götu fyrir. Þetta endar alltaf svona.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2008 kl. 12:19
Sæll Gunnar og takk fyrir mjög svo fræðandi pistil.
Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu málflutningur ESB-sinna hér heima
er gjörsamla út úr kú. Framtíð Íslands UTAN ESB og EVRU er afar björt fáum við
að EIGA og NÝTA okkur mikilvægu endurnýjanlegu orkulindir og fiskimið Í FRIÐI,
og skapa þannig traustan og sterkan framtíðar-hagvöxt, sbr sem við höfum haft á s.l árum. En fyrir allt þetta yrði lokað með inngöngu í ESB og upptöku EVRU sem
tæki EKKERT tillit til efnahagsaðstæðna á Íslandi. E K K E R T !
Spái því að EVRU-myntbandalagið spryngi í loft upp innan ekki svo lanags tíma.
Ríkin innan evrusvæðisins eru svo með ólíkan efnahag að ein mynt, eitt gengi
og eitt vaxtastig fyrir svæðið allt gengur aldrei upp... Það er svo AUGLJÓST MÁL!
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 9.8.2008 kl. 13:32
Mér finnst nú miklu merkilegra Gunnar að ESB svæðið sé næstum með sama hagvöxt og USA þrátt fyrir bakslagið í Þýskalandi eftir samruna þýsku ríkjanna en að Evru-svæðið sé með eitthvað minni hagvöxt. Reyndar er hagvöxtur lang mestur í Kína og í fjölmörgum þróunarlöndum - merkir það að þú viljir þeirra kerfi.
Bæði USA og ESB svæðið er langt undir meðal hagvexti heimsins, en það er einfaldlega vegna þess að því skemmra sem löndin eru komin á veg þróunar því hraðar geta þau vaxið efnahagslega þegar svo ber við.
Svo talar þú um ESB -svæðið og Þýskaland eins og það séu aðskildar einingar þegar auðvitað veikt Þýskaland dregur meðaltal alls evrusvæðisins niður eftir að það innlimaði Austurþýskaland - þó það jafna sig auðvitað með tímanum.
Annars þess utan hefði ég engann áhuga á bandrískum hagvexti með þeirri meðferð launafólks, hráefnis og orku sem hann kostar, og skort á öryggi og velferð fólks og því frelsi sem aðeins öryggi og velferð veita.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 18:17
Helgi
Aðeins fornaldar hagstjórn eins og hefur tíðkast í Þýsklandi undanfarna áratugi tekst að klúðra eins einstöku tækifæri til hagvaxtar og framfara eins og hefði getað orðið við sameiningu Þýskalands. Þar pissuðu Þjóðverjar undir leikstjórn steingervinganna í vaxmyndasafni Bundesbankans algerlega í buxurnar og glötuðu einstöku tækifæri gersamlega. Þjóðverjar haf aðeins tvisvar í sögunni þurft að hafa áhyggjur í af verðbólgu. Það var 1920 og svo 1974. Allt þar á eftir og þar á milli er og var histería verðbólgunazista Bundesbankans. Fornaldar hagstjórn sem er búni að vera að kæfa Evrópu áratugum saman og sem mun sennilega aldei deyja út.
Þessi munur á hagvexti, eitt prósent hér og eitt prósent þar, áratugum saman, hefur afgerandi þýðingu fyrir þjóðfélögin. Þau skilja á milli fátræktar og ríkidæmis í framtíðinni. Og sérstaklega þar sem Þýskaland er að breytast í elliheimili.
Þú nefnir réttilega að nýmarkaðslönd eigi auðveldara að sýna hagvöxt á meðan þau eru að vaxa frá núll og uppí fimm. Það er alveg hárrét, Þessvegna hefði ESB átt að sjá hagvaxtarkipp við sameiningu Þýskalands. En það kom einginn hagvöxtur, nei, það koma aðeins hola ofaní jörðina. Sama saga er með innlimun A-Evrópu, þau lönd eru svo lítil að þau hafa ekkert að segja fyrir heildarefnahag ESB. Enginn heildar-hagvaxtarkippur kom þaðan. Það er einmitt alveg sama hvort horft er á ESB15 eða ESB 27 löndin, niðurstaða þessara "eitt prósent hér og eitt prósent þar" sem vantar í hagvexti í áratugi skilar sér svona inn til þegnana:
Árangur ESB hagkerfanna frá árinu 2000 til núna er þessi:
Þjóðartekjur á mann í ESB 2004 voru 18 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2006 voru 21 árum á eftir tekjum í BNA
Þjóðartekjur á mann í ESB 2007 voru 22 árum á eftir tekjum í BNA
Framleiðni í ESB 2004 var 14 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2006 var 17 árum á eftir framleiðni BNA
Framleiðni í ESB 2007 var 19 árum á eftir framleiðni BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2004 var 23 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2006 var 28 árum á eftir BNA
Rannsóknir og þróun í ESB 2007 var 30 árum á eftir BNA
Atvinnuþáttaka í ESB er núna 11 til 28 árum á eftir BNA
Kveðjur
PS: BNA þáttur þinn er ekki svara verður, og það vesti ofurvel sjálfur.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2008 kl. 19:25
Já Guðmundur, ég get varla verið meira sammála þér, eins og svo oft áður.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2008 kl. 19:29
Reyndar er ég sammál þér um það að margar stórar skyndiákvarðanir við sameiningu þýsku ríkjanna reyndust hreint klúður.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 19:41
Hvaðan hefur þú heimildir þínar um frameliðni - ég sat fyrirlestur fyrir ekki löngu þar sem taldist sýnt fram á hið gagnstæða að fraleiðni á hverja unna vinnustund væri t.d. til muna meiri í Frakklandi en USA. Bandríkjamenn hafa hinsvegar lengri vinnuviku en ESB-lönd eins og við Íslendingar reyndar líka.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 19:44
Svo loks þetta aftur Gunnar að ég er síður en svo einn sem ekki myndi þyggja bandarískan hagvöxt ef hann kostaði bandríska samhjálp, velferð og framkomu þeirra við réttindi verkafólks, jafnvel að slepptri umgengni þeirra og nýtingu á orku- og náttúruauðlindum heimsins.
Helgi Jóhann Hauksson, 9.8.2008 kl. 19:49
Helgi
Það hjálpar Frökkum lítið ef þessi framleiðni þeirra gagnast ekkert þjóðarframleiðslu þeirra ef framleiðnin eykur framleiðslu á notuðum ljósaperum vegna þess að Frakkar hafa engu eytt í rannsóknir og þróun síðustu 40 árin vegna þess að franska ríkið eyðir 55% af peningum þegana í eintóma vitleysu, eins og flest ríki ESB einnig gera því hinn opiberi geiri í ESB er orðinn svo ofurstór að lítið er framleitt annað en brotnar rúður í samfélögunum. Og allir vita að það er vonlaust verk að auka framleiðni í opinberum rekstri. Þessvegna fóru Sovétríkin til dæmis á hausinn, og ESB mun einnig fara á hausinn er þeir setja ekki hinn ofurstóra opinbera geira sinn á strangan megrunarkúr, strax.
Ef að þið fylgdust með þá mynduð þið vita að það er til félagsskapur 19 milljón fyrirtækja í 45 löndum Evrópu sem heitir EuroChambers. Viðskiptaráð Íslands er til dæmis aðili að þessum samtökum. Þegar ESB setti upp Lissabon_2000 stefnu ESB árið 2000, og sem á að gera ESB að ríkasta og samkeppnishæfasta hagkerfi heimsins fyrir árið 2010, þá ákvað EuroChambers að fylgja þessu vel eftir og hengja blómaskreytingamenn ESB upp á árangrinum. Það hafa núna verið birtar 3 skýrslur um framvindu þessa markmiðs ESB. Upptalning mín hér að ofan er úrdráttur í þessum þrem skýrslum og súmmerar þann árangur, eða réttara sagt, skorti ár árangri hagkerfis ESB. Allir vita að Lissabon 2000 markmið ESB gegnur afturábak. Gapið til BNA stækkar einungis ár frá ári. Og allir einnig vita að vinnuafl Bandaríkjamanna hefur hæstu verðmætasköpun í heiminum.
EuroChambers: Benchmarking EU S-time-distance in years between the EU25 and the USA for 2006
Business Week frétt um 2006 skýrsluna: Study: EU Economy 22 Years Behind U.S
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 9.8.2008 kl. 21:47
Hvað er „eintóm vitleysa“? sem þú segir að franska ríkið eyði þjóðartekjum í - er heilbrigðskerfið þeirra „eintóm vitleysa“? - Ég hef setið ráðstefnur um heilabilun þar sem marg oft hefur komið fram að frakkar hafa nú um nokkra hríð verið fremstir við rannsóknir og þróun úrræða á því sviði - eins og þeir reyndar hafa áður verið fremstir við rannsóknir á fjölmörgum öðrum sjúkdómum - er það „tóm vitleysa“, - eða eru stríð USA í Írak og Afganistan kannski svona gáfuleg og góð ráðstöfun á amerísku skattfé.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2008 kl. 01:27
Í fljótu bragði segja heimildirnar sem þú vísar á segja alls ekki þá sögu sem þú segir þær segja. Megin plaggið er um hvernig ESB miðar við að ná Lissabonmarkmiðum sínum um að verða samkeppnishæfasta efnahagskerfi heims og komast fram úr USA og Japan, og að þeim markmiðum er ekki enn náð heldur helst nokkuð óbreytt bil á milli - því jú Japan og USA keppast líka við. Japan reyndar fremra USA - ef þetta á að segja okkur eitthvað á þínum nótum er það auðvitað það að Japan er betra en USA.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2008 kl. 01:38
Helgi
Í fljótu bragði segja heimildirnar sem þú vísar á segja alls ekki þá sögu sem þú segir þær segja
Þú verðu þá að skoða þetta í löngu bragði Helgi. Og lesa allar þrjár skýrslurnar frá EuroChambers og www.gaptimer.eu/eu_-_usa/ og þá muntu skilja að þegnar ESB dragast alltaf lengra og lengra aftur úr efnahag þegna Bandaríkjanna, ár frá ári. ESB mun aldrei ná Lissabon 2000 markmiði sínu. Þeir munu einfaldlega aldrei ná efnahag þegna Bandaríkjanna og meðal annars vegna þessara "eitt prósent hér og eitt prósent þar" sem hagvöxtur ESB þarf að líða undir hagstjórn EMU og Evru og sem rænir stórum tækifærum frá þegnum ESB. Staðan núna er þessi: ef við frystum hagkerfi Bandaríkjanna eins og það var árið 2007 þá munu það taka þegna ESB á núverandi vaxtarhraða heil 22 ár að ná þeim þjóðartekjum á mann sem þegnar Bandaríkjanna nutu árið 2007. Þettabil var 21 ár árið 2006 og 18 ár árið 2004. Þegnar ESB eru því hlutfallslega alltaf að verða fátækari og fátækari miðað við þegna Bandaríkjanna. Sænska rannsóknin EU VERSUS USA er einnig átakanleg lesning um getuleysi ESB til að framleiða velmegun fyrir þegna sína.
Greinin "Evran hindrar atvinnusköpun" er því miður sönn og ummæli European Labour Network for Economic Policy eru alveg lýsandi dæmi um hversu illa stendur til með hagstjórn undir skilmálum ESB. En þar segir meðal annars:
Hin harða peningapólitík á EMS og evrusvæðinu hindrar ESB löndin í að ná þeim markmiðum sem sett voru í Lissabon 2000 samkomulaginu. En eitt af Lissabon 2000 markmiðunum var, og er enn (brosa hér), að ESB væri orðið samkeppnishæfasta hagkerfi heims árið 2010. Til að svo gæti orðið þá þyrftu meðal annars 70% af öllu fólki á aldrinum 15-64 ára að hafa atvinnu. 60% af konum þyrftu að hafa atvinnu og 50% af báðum kynjum á aldrinum 55-64 ára þyrftu að hafa atvinnu.
Í dag er ekkert útlit fyrir að þetta markmið náist, segir skýrslan. Það eru ekki einu sinni tveir af hverjum þremur, eða 66%, á aldrinum 15-64 ára sem eru í atvinnu núna og það eru innan við þrjú ár þangað til að árið 2010 rennur upp. Það er óbeint evrusamvinnan sem er orsökin fyrir að þetta er svona, segir Frederik I. Pedersen sem er hagfræðingur hjá Arbejderbevægelsens Erhvervsråd, sem er hinn danski meðlimur í ELNEP.
Aðalástæðan fyrir því að svona er komið, segir Frederik I. Pedersen, er að efnahagsskilyrði voru óhagstæð árin 2002 til 2005 og þá stoppaði alveg allur vöxtur í atvinnutækifærum og atvinnu almennt. En aðalástæðan fyrir að efnahagsskilyrði urðu óhagstæð var sú að peningapólitík ECB var of hörð. Löndin þorðu ekki að gera neitt til að auka atvinnu og hagvöxt vegna þess að þau voru hrædd við að lenda í vandræðum með að uppfylla ESB-kröfuna um að það megi ekki vera meiri halli á opinberum útgjöldum en sem nemur 3% af þjóðarframleiðslu. Þetta er skilyrði ESB. Löndin þorðu því ekki að hætta neinu til að örva hagvöxt og sköpun atvinnu.
Þetta mun einungis versna á komandi árum þegar sú kreppa sem nú er að hefast hér í ESB mun á næstu 7-10 árum ræna þegna ESB öllum möguleikum á að nálgast þá hagsæld sem þegnar Bandaríkjanna og Íslands munu geta skaffað sér sjálfir í krafti þess frelsis í efnahagsstjórn sem einungis er möguleg í löndum sem ekki hafa sent sjálfstæði sitt til geymslu inni í skáp hjá örðum ríkjum.
Spurning þín um Frakkland: þeir eiga einfaldlega bágt, því þeir, eins og flest önnur evru-ríki geta alls ekki ímyndað sér að hægt sé að leysa nokkur verkefni almenningi til heilla án þess að þau þurfi fyrst að leysast inni í hausnum á opinberum starfsmönnum og blástimplast af opinberum starfsmönnum. Að allt þurfi að fara í gengum hausa opinberra starfsmanna áður en það getur komið til þegnana. Þegnarnir eru því farnir að haga sér eins og fíklar. Þeir bíða bara eftir að mamma komi með skammtinn og eru hættir að reyna sjálfir. Þeir geta ekki lengur ímyndað sér að neitt sé hægt nema með hjálp frá hinu opinbera, alveg eins og var í Sovétríkjunum. Frakkar hafa einmitt einn stærsta opinbera geira í OECD sem hlutfall af þjóðartekjum.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2008 kl. 11:29
Þessi grein þín sem þú vísar til frá 6.6. er þvílíkt arfarugl að ekki tekur því að byrja svara henni. - Þú hefur augljóslega ekki búið á Íslandi lengi. Hér eru sko alvöru háir stýrvextir undir stjórn Dabba og HHG og engar hömlur á eyðlsu ríkissjóðs umfram tekjur - og nú er líka árangurinn svo sannanlega að koma í ljós með algeru hruni.
Um frelsi gildir að það er ekkert frelsi án öryggistilfinningarinnar og réttlætis. Jafnvel þeir ríkustu eru ekki frjálsir þegar fjöldi fólks býr við örbyrgð og á engin önnur úrræði til að tryggja börnum sínum og/eða sjálfum næstu máltíð en að grípa til óyndisúrræða gagnvart þeim ríku. Þessvegna er fólk t.d. mikið öruggara og því frjálsara sem býr í borgum Kanada en í borgum USA.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2008 kl. 13:10
elgi.
Stýrivextir koma eftir þörfum, eins og alltaf, þ.e. í opnum og skilvirkum hagkerfum. Þeir hækka og lækka miðað við verðbólgu og þenslu. Þegar Seðlabanki Íslands fer að lækka stýrivexti þá munu mörg önnur lönd ennþá vera að hækka þá hjá sér. Hitt sem þú skrifar er því miður ekki svara vert, og það veist þú ofurvel sjálfur. Þetta er einungis Ameríkuhatrið og Ameríkufordómarnir sem voru límdir fastir á hornhimnu vinstri manna af fylgisveinum kommúnisma og sósíalisma í Vestur-Evrópu frá stríðslokum sem er þarna að veki og sem alltaf sýna sig þegar rökin þrýtur.
Ég biðst afsökunar á að mér urðu á mistök í innslætti til vefslóðar á heimasíðu gaptimer.eu. Rétta slóðin er: Gaptimer EU
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2008 kl. 13:29
OK svo þú telur að fyrrum Júgóslavíríkið Slóvenía og einskonar Hannes Hólmsteinn þeirra eigi að kenna vesturlöndum hagfræði og hvernig við blöndum markmiðum hennar og marmiðum velferðarsamfélagsins saman. Þetta hér að neðan eru upplýsingarnar um vefinn sem þú vísar á:
Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2008 kl. 13:52
Ætli þeir sem ólust upp og numu við kommúnistmann sé nú orðnir bestir í að þekkja velferð og góða hagstjórn að mati frjálshyggjuliðsins? - eða ætli þeir bera nokkuð einsta skynbragð á öryggi og velferð. - Að þekkja af eigin reynslu óöryggi, óstjórn, óferlsi og ofríki er ekki það sama og vita hvað hið gagnstæða er.
Helgi Jóhann Hauksson, 10.8.2008 kl. 13:58
Helgi. Tölfræði er grein stærðfræðinnar.
CURRICULUM VITAE Prof. Dr. Pavle SICHERL
OECD: seminar about statistical indicators - Leading-Edge products will be showcased.
Já hann Hannes Hólmsteinn okkar gæti svo sannarlega kennt mörgum ESB ríkjum margt gott.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2008 kl. 14:25
Helgi
Eins og ég hef sagt margsinnis: Sovétríkin áttu marga góða vísinda- og menntamenn, en það hjálpaði þeim ekki neitt. Þau önduðust úr fátækt, sósíalisma og kommúnisma. Frelsið er undirstaða ríkidæmis, og það mun aldrei þrífast í faðmi ESB, EMU og Evru. Aldrei.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.8.2008 kl. 14:31
Sérðu virkilega ekkert ríkidæmi í ESB-landinu Danmörku sem þú kýst að búa í?
Helgi Jóhann Hauksson, 11.8.2008 kl. 10:00
Jú Helgi, það er svo vissulega. En við erum jú að ræða heilli alls almennings, ekki einhverra einstakra dæma, ekki satt? En þessi blogg minn er nú einusinni helgaður barátunni fyrir því að Ísaland feti ekki leiðina inní deyfðarfaðm Evrópusambandsins. Að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt, sjálfráða og fullvalda ríki - og ég kem því stundum með sumar þær upplýsingar sem sölumenn sjálfstæðisafsals Íslands láta hjá leiðast að nefna þegar þeir eru að selja svartsýnum Íslendingum vörur sínar einmitt núna. Jú - til dæmis þá er ríkiskassinn í Danmörku mjög ríkur. Hann situr á og ráðstafar næstum 55% af þjóðarframleiðslu Dana, og eyðir þeim peningum að mestu í algera vitleysu. Á meðan þessi brennuvargur er að störfum verður Danmörk alltaf minna og minna ríkt. Þessi brennuvargur er einnig að ná svipuðum völdum í ESB15 löndunum. Það er að myndast consesnus fyrir svona BIG GIANT government í ESB. Skattar hækka og frelsi minnkar. Völdin færast til embættimanna og ruslakistunnar í Brussel. Danmörk er því miður að hrapa niður á við á skala OECD yfir ríkustu lönd heimsins, og það verulega hratt.
Þessi blogg minn er nú einusinni helgaður barátunni fyrir því að Ísaland feti ekki þessa leið. Að Ísland haldi áfram að vera sjálfstætt, sjálfráða og fullvalda ríki. Ég mun halda áfram að koma með upplýsingar og blæbrigði sem ekki eru uppi í umræðunni á Íslandi. Og já, ég vil helst getað flutt heim til sjálfstæðs Íslands. Að þið seljið ekki landið fyrir tíkall á meðan ég brá fæti til umheimsins.
Ég man enn þann dag í dag, þegar ég sat inni í stofu hjá góðir danskri vinkonu okkar hjónanna og drakk kaffi, og þar sem þessi vinkona okkar var að lesa dagblöðin og kveður svo upp að Ísland sé að ná Danmörku í ríkidæmi. þ.e. þjóðartekjur á mann. Þetta var að mig minnir árið 1999-2001, eða þar um bil. Ég átti erfitt með að trúa þessu. En já, síðan vinkona mín, sem er hámenntaður 63% skattgreiðandi, kvað upp þenann skipbrotsdóm um efnahagslegan framgang Danmerkur, að þá hefur Ísland þotið framúr okkur hér. Og hún meira og meira skúffuð yfir framgangi mála í ESB
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 11.8.2008 kl. 11:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.