Miðvikudagur, 6. ágúst 2008
Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku síðustu 14 árin
Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aukist um 80% á aðeins einu ári. Núna í byrjunarferli þeirrar kreppu sem er að hefjast í mörgum löndum ESB, og sem mun ráða ríkjum í mörgum hagkerfum ESB næstu 7-10 árin, að þá er það byggingabransinn sem því miður ríður á vaðið með stórauknum fjölda gjaldþrota hér í Danmörku, og þá miðað við tölur frá sama tíma á síðasta ári. Þar er hækkunin mest. Þar á eftir koma svo þjónustugreinar eins og menning, skemmtanir og íþróttir. En allir vita að gjaldþrotin munu grípa um sig og ná til flestra tegunda fyrirtækja með tímanum, nema náttúrlega til hins skattafjármagnaða ríkisreksturs. En stærð hins opinbera geira nemur nú tæplega 60% af öllum þeim þjóðartekjum sem Danir afla. Skattafjármögnuð ríkisfyrirtæki þurfa því ekki að hafa áhyggjur af gjaldþrotum og geta haldið áfram að eyða peningum Dana í vitleysu, innheimta skatta, og krefjast að einkafyrirtæki verði gerð gjaldþrota og þá meðal annars vegna þeirra vanskila sem yfirvöld komu fyrirtækjunum í. Á síðustu 12 mánuðum hafa 2795 fyrirtæki orðið gjaldþrota í Danmörku. Menn áætla að það verði 2978 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2008
Nauðungaruppboð hefjast
Þessar tegundir harmleiks hafa því miður einnig tekið við sér. Um helmingur Dana býr í eigin húsnæði og helmingur býr í leiguhúnsæði. Nauðungaruppboðum fjölgaði um 74% á milli síðustu tveggja mánaða. Fjöldi fasteigna sem fóru á nauðungaruppboð í júlí var 271 eignir.
Þegar ég keypti fyrsta húsnæði mitt hérna árið 1992 þá var fjöldi nauðungaruppboða um það bil 1500 á hverjum mánuði ársins. En það var einmitt um þær mundir sem þýski seðlabankinn þvingaði Danmörku til að halda stýrivöxtum sínum allt of háum, 7 til 10 prósent, þó svo að verðbólga væri ekki vandamál í Danmörku. Þá var verðbólga í Danmörku næstum 0,0% en yfir 4% í Þýskalandi.
Højeste antal konkurser i 14 år
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:20 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 1
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 130
- Frá upphafi: 1387320
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 90
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ég er ekki búinn að lesa allt bloggið þitt, svo mikla neikvæðni get ég ekki meðtekið á einu bretti. Erum við virkilega búsettir í EU, báðir tveir, jú það er víst.
Ég kannast bara ekki við þennan ófögnuð sem þú ert að boða. Hef svosem ekki verið að leita eftir neikvæðum hliðum. Finnst lífið í EU einfaldlega á allan hátt þægilegra en á Íslandi.
Ég vona að við lifum kreppuna af báðir tveir, ég veit að ég geri það, því ég hef lifað af kreppu á Íslandi.
kop, 6.8.2008 kl. 23:58
Það er ljóst að hrina gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja hér á Íslandi er rétt að hefjast núna síðsumars. Nokkuð öruggt að það ástand á bara eftir að fara versnandi með haustinu. En bíddu við, ... við erum ekki í ESB! Getur það verið að gjaldþrotahrinan í Danaveldi sé ekki eingöngu fjármálastefnu ESB að kenna, heldur hafi alþjóðleg fjármálakreppa einhver áhrif líka? Og ef um er að kenna stýrivaxtastefnu Seðlabanka Evrópu, þá sé ég ekki mikinn mun á stefnu Seðlabankans okkar.
Mér varð hugsað til þess um daginn þegar umræður voru um háar skuldir LSH við birgja, hvort ekki væri eðlilegt að einhver af þessum birgjum reyndi aðför að LSH sem endaði með beiðni um gjaldþrot stofnunarinnar? Það hefði kannski hrist upp í einhverjum, eða er ekki hægt að sækja mál gegn ríkisstofnunum til að innheimta peninga sem maður á hjá þeim?
Að endingu langar mig að minnast á ZeitGeist myndina. Horfði á hana um helgina og þótti margt athyglisvert sem þar kom fram. Enda þótt áróðursyfirbragð myndarinnar rýri að mínu mati trúverðugleika hennar þá þarf ekki nema brot af staðhæfingum sem þar eru settar fram að eiga við rök að styðjast til þess að um sé að ræða stóralvarlega hluti. Mig langar að benda hér sérstaklega á þann kafla myndarinnar sem fjallar um Seðlabanka USA og hverjir það eru sem setja í gang stríð og heimskreppur.
Karl Ólafsson, 7.8.2008 kl. 00:19
Sæll Vörður. ESB er stórt eða tæplega 500 milljón íbúar og 27 lönd. Já það gæti vel verið að við séum báðir búsettir í ESB, en ég veit ekki hvar í ESB þú býrð. Efst til vinstri hérna á blogg mínum stendur hvar ég bý og hef búið síðustu 23 árin.
Ég flokka það ekki sem neikvæðni að koma með ýmsar upplýsingar, byggðar á 23 ára búsetu minni einmitt í ESB, sem kanski stangast á við þá draumamynd sem ESB-sinnar hafa dregið upp af ESB fyrir framan nefið á bláeygðum Íslendingum sem núna eru að upplifa neikvæða efnahagslega sveiflu eftir mörg mjög góð ár þar sem aðild að ESB var lítt áhugaverð sökum eigin velgengni. Margar þessara upplýsinga sem ég kem með munu stangast á við þessa draumaímynd sölumanna ESB-aðildar á Íslandi.
ESB-sinnar hafa notað þetta tækifæri til að selja svartsýnum Íslendingum þá hugmynd að þeim yrði miklu betur borgið í framtíðinni einungis við það eitt að afsala sér hluta af sjálfstæði Íslenska Lýðveldisins - sjálfstæði sem vannst eftir langa og erfiða baráttu fyrir aðeins 64 árum - og ganga undir stjórn þessa ólýðræðislega félagsskapar 27 þjóða hinnar gömlu Evrópu, og sem núna heitir ESB en sem áður hét Efnahagsbandalagið, og þar á undan hét EF og þar á undan hét Kol og Stálsambandið og sem bráðum mun heita United States of Europe. Já, það er engin launung að ég álít Ísland miklu miklu betur sett sem fullvalda, frjálst og sjálfstætt ríki áfram - það er hin óbifanlega skoðun mín eftir langa búsetu í ESB.
En sem sagt, það er mikill munur á því hvar þú býrð í ESB. Lágmarks mánaðarlaun eru allt frá 92 evrum í Rúmeníu - ég geri ekki ráð fyrir að þú búir þar - og upp í 1570 evrur á mánuði, en sem svo lækka þegar það eru teknir 45% stighækkandi skattar af þessum 1570 evrum, þangað til skattaskalinn endar á 65-71%.
Fólk vinnur einnig mismunandi mikið í ESB, allt eftir löndum og atvinnu- og efnahagsástandi landanna. Til dæmis þá hafa einungis 55% Pólverja vinnu á meðan 85% af Íslendingum hafa vinnu. Fjöldi vinnustunda er einnig mismunandi eftir 27 löndum ESB. Til dæmis þá vinna allir Þjóðverjar 965 tíma á ári á meðan allir Íslendingar skila 1530 vinnustundum á hverju ári. Þetta eru vinnustundir á hvern einasta íbúa þessara landa. Ef til dæmis að það hefðu jafn margir Danir atvinnu eins og Íslendingar hafa, að já, þá væru 400.000 fleiri Danir í vinnu og það væri hægt að lækka skattana fyrir þá sem eru í vinnu.
Þetta er að sjálfsögðu neikvæður samanburður, eins og verjulega
Bestu kveður
Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 01:09
Sæll Karl og þakkir fyrir innlegg þitt.
Gjaldrota hrinan er alls ekki hafin fyrir alvöru hér í Danmörku og í ESB. En þessi frétt um aukninguna var í blöðunum hér í dag, og ákvað ég að skrifa stutt um fréttina. Það er slóð á upphaflegu fréttirnar þarna neðst í pistlinum mínum.
Hvað varðar stöðu birgja við opinberar stofnanir á Íslandi að þá mætti halda að þeir hefðu kópíerað þetta héðan frá Danmörku. Staðan er slæm hérna og er búin að vera það í mörg ár. Hvorki ríki né sveitafélög greiða reikninga sína til birgja á réttum tíma og níðast eins og þau geta á sjálfstæðum atvinnurekendum og fyrirtækjum eins og þau mögulega geta. Þetta virðist vera liður í fjárstreymisstjórnun hins opinbera. Svo neita þeir að greiða dráttarvexti og hrædd fyrirtæki þora ekki að ganga lengra með kröfuna af ótta við refsiaðgerðir.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 01:25
Sæll Gunnar
400.000 fleiri Dani í vinnu, hvar ætlar þú að taka þá? Það eru innan við 50.000 atvinnulausir í DK. Það minnsta í yfir 30 ár. Jú, það má eflaust aktivera gamalmenni og öryrkja, að einhverju leiti.
Það skiptir mig litlu, hvað EU heitir, á meðan ég hef það gott. Ég hef svipaða búsetureynslu og þú, en hef einnig lifað í góðærinu mikla á Íslandi. Ég get sagt þér það, að mér finnst krepputímarnir hér í EU töluvert þægilegri en hið svokallaða góðæri á klakanum. Burtséð frá allri tölfræði.
Til hvers er lýðræði og sjálfstæði, sem kemur aðeins fáum útvöldum til góða? Meirihluti almennings á Íslandi hefur það ekki gott og það er ekki svartsýni. Það er staðreynd, sem ég hef frá fyrstu hendi.
Bestu kveðjur og ha en god dag.
kop, 7.8.2008 kl. 09:04
Vörður
Það eru 750.000 manns á framfærslu hins opinbera og sem eru ekki ellilífeyrisþegar, börn eða skólanemar. Þessu fólki var ýtt út í kassa hins opinbera í því massaatvinnuleysi sem var skapað hér sökum fastgengisstefnu Dana við evru => undir leikstjórn erlends seðlabanka frá 1987-1998 sem ber nafnið Deutsche Bundesbank. Það eru 75% af öllum kjósendum á framfærslu hins opibera, annaðhvort að hluta til, að fullu, eða sem eru í vinnu hjá hinu opinbera.
Það er ekki gott að 750.000 manns séu á opinberri framfærslu þegar það er eftirspurn eftir þeim, er það? Svona er þetta einnig víða í evru-löndum. Þessvegna er ekkert að marka atvinuleysistölur frá ESB. Þær eru smínkaðar.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 09:47
Við getum snarlega orðið sammála um það, að þessi tala er of há. Við getum líka verið sammála um að EU, er meingallað á margan hátt. Það er hinsvegar ekki sú ófreskja sem þú vilt halda fram. Við getum einnig verið sammála um, að Ísland á ekkert erindi í EU, ekki frekar en Búlgaría(skil ekki að þeim skyldi vera sleppt inn).
Yfirleitt, held ég að þú sért að hengja bakara fyrir smið, með allri þessari tölfræði.
kop, 7.8.2008 kl. 15:25
Það eru innan við 50.000 atvinnulausir í DK. Það minnsta í yfir 30 ár.
Og það er 3% atvinnuleysi í Svíþjóð Vörður Landamær??
Hefur þú komið til Kaupmannahafnar.....og þá telst Kastrup Lufthavn með.
kveðjur úr Kaupinháfn.
Guðmundur Björn, 11.8.2008 kl. 21:00
Leiðrétting:
....þá telst Kastrup Lufthavn EKKI með?
Guðmundur Björn, 11.8.2008 kl. 21:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.