Leita í fréttum mbl.is

Mesti fjöldi gjaldþrota í Danmörku síðustu 14 árin

Fjöldi gjaldþrota fyrirtækja á hverjum mánuði í Danmörku

Gjaldþrot fyrirtækja í Danmörku hafa aukist um 80% á aðeins einu ári. Núna í byrjunarferli þeirrar kreppu sem er að hefjast í mörgum löndum ESB, og sem mun ráða ríkjum í mörgum hagkerfum ESB næstu 7-10 árin, að þá er það byggingabransinn sem því miður ríður á vaðið með stórauknum fjölda gjaldþrota hér í Danmörku, og þá miðað við tölur frá sama tíma á síðasta ári. Þar er hækkunin mest. Þar á eftir koma svo þjónustugreinar eins og menning, skemmtanir og íþróttir. En allir vita að gjaldþrotin munu grípa um sig og ná til flestra tegunda fyrirtækja með tímanum, nema náttúrlega til hins skattafjármagnaða ríkisreksturs. En stærð hins opinbera geira nemur nú tæplega 60% af öllum þeim þjóðartekjum sem Danir afla. Skattafjármögnuð ríkisfyrirtæki þurfa því ekki að hafa áhyggjur af gjaldþrotum og geta haldið áfram að eyða peningum Dana í vitleysu, innheimta skatta, og krefjast að einkafyrirtæki verði gerð gjaldþrota og þá meðal annars vegna þeirra vanskila sem yfirvöld komu fyrirtækjunum í. Á síðustu 12 mánuðum hafa 2795 fyrirtæki orðið gjaldþrota í Danmörku. Menn áætla að það verði 2978 fyrirtæki gjaldþrota á árinu 2008

 

Nauðungaruppboð fasteigna á hverjum mánuði í Danmörku

Nauðungaruppboð hefjast

Þessar tegundir harmleiks hafa því miður einnig tekið við sér. Um helmingur Dana býr í eigin húsnæði og helmingur býr í leiguhúnsæði. Nauðungaruppboðum fjölgaði um 74% á milli síðustu tveggja mánaða. Fjöldi fasteigna sem fóru á nauðungaruppboð í júlí var 271 eignir.

 


Stýrivextir í Danmörku

Þegar ég keypti fyrsta húsnæði mitt hérna árið 1992 þá var fjöldi nauðungaruppboða um það bil 1500 á hverjum mánuði ársins. En það var einmitt um þær mundir sem þýski seðlabankinn þvingaði Danmörku til að halda stýrivöxtum sínum allt of háum, 7 til 10 prósent, þó svo að verðbólga væri ekki vandamál í Danmörku. Þá var verðbólga í Danmörku næstum 0,0% en yfir 4% í Þýskalandi.

 

Højeste antal konkurser i 14 år

Nu kommer tvangsauktionerne 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: kop

Ég er ekki búinn að lesa allt bloggið þitt, svo mikla neikvæðni get ég ekki meðtekið á einu bretti. Erum við virkilega búsettir í EU, báðir tveir, jú það er víst.

Ég kannast bara ekki við þennan ófögnuð sem þú ert að boða. Hef svosem ekki verið að leita eftir neikvæðum hliðum. Finnst lífið í EU einfaldlega á allan hátt þægilegra en á Íslandi.

Ég vona að við lifum kreppuna af báðir tveir, ég veit að ég geri það, því ég hef lifað af kreppu á Íslandi.

kop, 6.8.2008 kl. 23:58

2 Smámynd: Karl Ólafsson

Það er ljóst að hrina gjaldþrota einstaklinga og fyrirtækja hér á Íslandi er rétt að hefjast núna síðsumars. Nokkuð öruggt að það ástand á bara eftir að fara versnandi með haustinu. En bíddu við, ... við erum ekki í ESB! Getur það verið að gjaldþrotahrinan í Danaveldi sé ekki eingöngu fjármálastefnu ESB að kenna, heldur hafi alþjóðleg fjármálakreppa einhver áhrif líka? Og ef um er að kenna stýrivaxtastefnu Seðlabanka Evrópu, þá sé ég ekki mikinn mun á stefnu Seðlabankans okkar.

Mér varð hugsað til þess um daginn þegar umræður voru um háar skuldir LSH við birgja, hvort ekki væri eðlilegt að einhver af þessum birgjum reyndi aðför að LSH sem endaði með beiðni um gjaldþrot stofnunarinnar? Það hefði kannski hrist upp í einhverjum, eða er ekki hægt að sækja mál gegn ríkisstofnunum til að innheimta peninga sem maður á hjá þeim?

Að endingu langar mig að minnast á ZeitGeist myndina. Horfði á hana um helgina og þótti margt athyglisvert sem þar kom fram. Enda þótt áróðursyfirbragð myndarinnar rýri að mínu mati trúverðugleika hennar þá þarf ekki nema brot af staðhæfingum sem þar eru settar fram að eiga við rök að styðjast til þess að um sé að ræða stóralvarlega hluti. Mig langar að benda hér sérstaklega á þann kafla myndarinnar sem fjallar um Seðlabanka USA og hverjir það eru sem setja í gang stríð og heimskreppur.

Karl Ólafsson, 7.8.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Vörður. ESB er stórt eða tæplega 500 milljón íbúar og 27 lönd. Já það gæti vel verið að við séum báðir búsettir í ESB, en ég veit ekki hvar í ESB þú býrð. Efst til vinstri hérna á blogg mínum stendur hvar ég bý og hef búið síðustu 23 árin.


Ég flokka það ekki sem neikvæðni að koma með ýmsar upplýsingar, byggðar á 23 ára búsetu minni einmitt í ESB, sem kanski stangast á við þá draumamynd sem ESB-sinnar hafa dregið upp af ESB fyrir framan nefið á bláeygðum Íslendingum sem núna eru að upplifa neikvæða efnahagslega sveiflu eftir mörg mjög góð ár þar sem aðild að ESB var lítt áhugaverð sökum eigin velgengni. Margar þessara upplýsinga sem ég kem með munu stangast á við þessa draumaímynd sölumanna ESB-aðildar á Íslandi.

ESB-sinnar hafa notað þetta tækifæri til að selja svartsýnum Íslendingum þá hugmynd að þeim yrði miklu betur borgið í framtíðinni einungis við það eitt að afsala sér hluta af sjálfstæði Íslenska Lýðveldisins - sjálfstæði sem vannst eftir langa og erfiða baráttu fyrir aðeins 64 árum - og ganga undir stjórn þessa ólýðræðislega félagsskapar 27 þjóða hinnar gömlu Evrópu, og sem núna heitir ESB en sem áður hét Efnahagsbandalagið, og þar á undan hét EF og þar á undan hét Kol og Stálsambandið og sem bráðum mun heita United States of Europe. Já, það er engin launung að ég álít Ísland miklu miklu betur sett sem fullvalda, frjálst og sjálfstætt ríki áfram - það er hin óbifanlega skoðun mín eftir langa búsetu í ESB.

En sem sagt, það er mikill munur á því hvar þú býrð í ESB. Lágmarks mánaðarlaun eru allt frá 92 evrum í Rúmeníu - ég geri ekki ráð fyrir að þú búir þar - og upp í 1570 evrur á mánuði, en sem svo lækka þegar það eru teknir 45% stighækkandi skattar af þessum 1570 evrum, þangað til skattaskalinn endar á 65-71%.

Fólk vinnur einnig mismunandi mikið í ESB, allt eftir löndum og atvinnu- og efnahagsástandi landanna. Til dæmis þá hafa einungis 55% Pólverja vinnu á meðan 85% af Íslendingum hafa vinnu. Fjöldi vinnustunda er einnig mismunandi eftir 27 löndum ESB. Til dæmis þá vinna allir Þjóðverjar 965 tíma á ári á meðan allir Íslendingar skila 1530 vinnustundum á hverju ári. Þetta eru vinnustundir á hvern einasta íbúa þessara landa. Ef til dæmis að það hefðu jafn margir Danir atvinnu eins og Íslendingar hafa, að já, þá væru 400.000 fleiri Danir í vinnu og það væri hægt að lækka skattana fyrir þá sem eru í vinnu.

Þetta er að sjálfsögðu neikvæður samanburður, eins og verjulega

Bestu kveður

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 01:09

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Karl og þakkir fyrir innlegg þitt.


Gjaldrota hrinan er alls ekki hafin fyrir alvöru hér í Danmörku og í ESB. En þessi frétt um aukninguna var í blöðunum hér í dag, og ákvað ég að skrifa stutt um fréttina. Það er slóð á upphaflegu fréttirnar þarna neðst í pistlinum mínum.

Hvað varðar stöðu birgja við opinberar stofnanir á Íslandi að þá mætti halda að þeir hefðu kópíerað þetta héðan frá Danmörku. Staðan er slæm hérna og er búin að vera það í mörg ár. Hvorki ríki né sveitafélög greiða reikninga sína til birgja á réttum tíma og níðast eins og þau geta á sjálfstæðum atvinnurekendum og fyrirtækjum eins og þau mögulega geta. Þetta virðist vera liður í fjárstreymisstjórnun hins opinbera. Svo neita þeir að greiða dráttarvexti og hrædd fyrirtæki þora ekki að ganga lengra með kröfuna af ótta við refsiaðgerðir.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 01:25

5 Smámynd: kop

Sæll Gunnar

400.000 fleiri Dani í vinnu, hvar ætlar þú að taka þá? Það eru innan við 50.000 atvinnulausir í DK. Það minnsta í yfir 30 ár. Jú, það má eflaust aktivera gamalmenni og öryrkja, að einhverju leiti.

Það skiptir mig litlu, hvað EU heitir, á meðan ég hef það gott. Ég hef svipaða búsetureynslu og þú, en hef einnig lifað í góðærinu mikla á Íslandi. Ég get sagt þér það, að mér finnst krepputímarnir hér í EU töluvert þægilegri en hið svokallaða góðæri á klakanum. Burtséð frá allri tölfræði.

Til hvers er lýðræði og sjálfstæði, sem kemur aðeins fáum útvöldum til góða? Meirihluti almennings á Íslandi hefur það ekki gott og það er ekki svartsýni. Það er staðreynd, sem ég hef frá fyrstu hendi.

Bestu kveðjur og ha en god dag.

kop, 7.8.2008 kl. 09:04

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Vörður


Það eru 750.000 manns á framfærslu hins opinbera og sem eru ekki ellilífeyrisþegar, börn eða skólanemar. Þessu fólki var ýtt út í kassa hins opinbera í því massaatvinnuleysi sem var skapað hér sökum fastgengisstefnu Dana við evru => undir leikstjórn erlends seðlabanka frá 1987-1998 sem ber nafnið Deutsche Bundesbank. Það eru 75% af öllum kjósendum á framfærslu hins opibera, annaðhvort að hluta til, að fullu, eða sem eru í vinnu hjá hinu opinbera.

Það er ekki gott að 750.000 manns séu á opinberri framfærslu þegar það er eftirspurn eftir þeim, er það? Svona er þetta einnig víða í evru-löndum. Þessvegna er ekkert að marka atvinuleysistölur frá ESB. Þær eru smínkaðar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2008 kl. 09:47

7 Smámynd: kop

Við getum snarlega orðið sammála um það, að þessi tala er of há. Við getum líka verið sammála um að EU, er meingallað á margan hátt. Það er hinsvegar ekki sú ófreskja sem þú vilt halda fram. Við getum einnig verið sammála um, að Ísland á ekkert erindi í EU, ekki frekar en Búlgaría(skil ekki að þeim skyldi vera sleppt inn).

Yfirleitt, held ég að þú sért að hengja bakara fyrir smið, með allri þessari tölfræði.

kop, 7.8.2008 kl. 15:25

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Það eru innan við 50.000 atvinnulausir í DK. Það minnsta í yfir 30 ár.

Og það er 3% atvinnuleysi í Svíþjóð Vörður Landamær??  

Hefur þú komið til Kaupmannahafnar.....og þá telst Kastrup Lufthavn með.

kveðjur úr Kaupinháfn.

Guðmundur Björn, 11.8.2008 kl. 21:00

9 Smámynd: Guðmundur Björn

Leiðrétting:

 ....þá telst Kastrup Lufthavn EKKI með?

Guðmundur Björn, 11.8.2008 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband