Leita í fréttum mbl.is

Hitnar í kolunum

Komið þið sæl kæru lesendur

Bloggið mitt lifði ekki af í diskaþvottinum í uppþvottavélinni hjá Morgunblaðinu. Magaspeglun fer nú fram hjá okkar góða og önnumkafna tölvufólki hjá blogginu á Morgunblaðinu. Þemað mitt, appelsínugult, virkar ekki með mynd setta inn í síðuhaus svo ég hef breytt útlitsþema yfir í blátt, svona tímabundið.

hitnarikolunum

En annars þá virðist vera ansi heitt í kolunum á mörgum stöðum. Tölvan mín segir að það séu 24 gráður hér fyrir utan veröndina, og hitamælirinn minn hérna undir þakinu á veröndinni segir að það séu 33 gráður hér í skugganum. Þetta er því skuggalegt. Og svo virðist vera búið að setja Íslendinga í bræðslu - 22 gráður í Reykjavík og 21 gráða á Akureyri! Bandaríski Dollarinn þýtur og upp og sama viðrist gilda um íslensku krónuna.

Jæja, það er best að drífa sig út að hlaupa. Þá get ég nefnilega bætt nokkrum góðum gróðurhúsalofttegundum við and-rúms-loftið okkar, og vökvað blómabeðið með svitanum úr sjálfum á eftir, ég er nefnilega 15 kílóum of þungur. Hvalveiðar hafa verið bannaðar svo lengi.    

Er þetta heimsendir ?

Au revoir 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband