Leita í fréttum mbl.is

Hjónakornin Ísland og Þjóðin: til hamingju með barnið: frelsið!

 

Ég sendi hjónakornunum Íslandi og Þjóðinni mínar bestu kveðjur á þessum afmælisdegi frelsisins.

Langt hefur þjóðin komist á þessu vöðvaafli frelsisins. Þegar ég fæddist árið 1956 voru Íslendingar aðeins 159.000 eða rúmur helmingur af núverandi mannfjölda og upplifði ég samt að vera í sveit í torfbæ. Þegar faðir minn fæddist árið 1921 voru Íslendingar 94.000 manns. Hvergi í Evrópu hefur önnur eins þróun skeð svo hratt. Frelsið og framtíðarviljinn! - virkar bara !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég þakka.

Öflugustu baráttumenn fyrir sjálfstæði þjóðarinnar voru búsettir í Danmörk eða dvöldust þar við nám og störf. Þeirri baráttu lauk með fullum sigri 17. júni 1944 á Þingvöllum við Öxará. Þessu sjálfstæði lauk að nokkru við inngöngu okkar í EES.  Nú hafa þau slæmu tíðindi orðið að stór hópur óhappamanna hyggst leiða okkur til algerrar uppgjafar í handhöfn sjálfsforræðis og fela þjóðina í hendur erlendu stórveldi þar sem við fáum í besta falli að vera sýnilegir löggjafarvaldinu.

Það hlýjar mér um hjartarætur að fá þessa íslensku kveðju frá Danaveldi hinu forna. 

Árni Gunnarsson, 17.6.2008 kl. 22:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka góð orð Árni.

Ég skil ekki afhverju Íslendingar vilja ekki heldur ganga í Bandaríkin því þar er allt miklu ódýrara og meðalvextir samfylkingar-ráðherrans eru enn lægri en hjá okrurunum í ESB. Þeir hafa einnig ódýrari papriku í Ameríku. Ameríkanar eru einnig miklu ríkari en ESB-búar og þar ofaná þá hafa þeir langa reynslu í að hjálpa til við að passa uppá og handhefja sjálfstæði Ísland í mörg ár í gegnum NATO samvinnuna. Annars væri Ísland kanski eins blánkt og Rúmenía er í dag, því þá væru Íslendingar núna að sleikja sárin eftir gjöreyðingu kommúnismans.

Síðan Ísland gékk úr Danmörku eru aðeins liðin 64 ár. Ef þeir hefðu nú bara getað beðið í þessi 64 ár, já, þá hefðu þeir alls ekki þurft að ganga neitt, þessir menn. Þeir hefðu þá getað farið í hjólastólnum beint inn í himnaríki paprikkunnar í ESB, anno 2008. Þá væru allir ánægðir með brauðmolana af gólfi ESB. Gætu gengið beint í ESB á inniskónum.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.6.2008 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband