Mánudagur, 9. júní 2008
Fjármálageirinn of stór í ESB ?
Dresdner Kleinwort bankinn segir í dag að þó svo að hin alþjóðlega fjármálakreppa hafi byrjað feril sinn í Bandaríkjunum að þá sé það fyrst og fremst ESB sem muni fara verst út úr kreppunni. Ástæðan er að í Bandaríkjunum er fjármálageirinn einungis 7% af öllum atvinnurekstri þjóðarinnar en í ESB er þetta hlutfall 17%.
Bloomberg segir að eins staðan sé núna að þá hefur hagnaður fyrirtækja í BNA aðeins dregist saman um 13,4%, en í ESB er þessi tala 23,4%. Einnig gerir hið háa gegni evru vörur frá evrópskum fyrirtækjum minna áhugaverðar en vörur frá fyrirtækjum í BNA. Einnig vita flestir aðilar á markaði að atvinnulíf BNA er þekkt fyrir að jafna sig mun hraðar eftir áföll en efnahagur ESB.
Skoðun mín:
Auðvitað mun ESB fara núna í það "góðverk" að ganga á milli bols og höfuðs á fjármálageira ESB. Fullvopnaður embættismannaher pennaveldis ESB stendur núna reiðubúinn til að skera undan markaðsöflunum því trúin á að markaðurinn muni leysa sín eigin vandamál er ekki til staðar í sósíal-demo-kratísku ESB. (athugið: þetta er eini herafli ESB sem alltaf virkar, alltaf á high alert, alltaf í viðbragðstöðu)
Þetta benti Jón Daníelsson hagfræðingur hjá London School of Econmics einnig á í þessari grein hér: Viðbrögð við kreppu hættulegust Sjálfur skrifaði ég einnig pistil um þetta hérna: Mun ESB hefja herför gegn fjármálageiranum ?
Í blindri bitru afturljósa hagkerfisins má segja þetta um bólur:
Dot.com bólan var merkileg að því leyti að hún var fyrsta stóra bólan frá því að bílar og rafmagnstæki komu til markaðar í byrjun 20. aldar. Þetta var eiginlega fyrsta skeið brautryðjandi framfara síðan 1929 þar sem allir voru ósammála um hvað væri hægt að gera úr þessu. Enginn vissi hvað þetta myndi hafa í för með sér. En hugaðir fjárfestar stukku samt í kaldann sjóinn, oft án björgunarvestis, og fjármögnuðu uppfinningar og tiltök brautryðjenda og frumkvöðla. Margir fjárfestar urðu illa úti. En það er einmitt kosturinn við að hafa virka vöðva frelsisins - að þora að taka áhættu og þora að tapa peningum. Allir fjárfestar vita að það er aldrei hægt að græða á öllu sem þeir taka sér fyrir hendur. Það var vegna þessara virku vöðva frelsisins í Dot.Com bólunni að Bandaríkjamenn fengu fyrirtækin, atvinnutækifærin, afleiðurnar og hagvöxtinn sem við fengum ekki hérna í ESB. Þessi tækifæri sigldu að mestu fram hjá Evrópu og við drógumst enn frekar aftur úr Bandaríkjunum. Frumkvöðlarnir fóru til Bandaríkjanna því þar gátu þeir fengið hugmyndir sínar fjármagnaðar.
Þegar stóra hrunið kom á Wall Street árið 1929. Þá skeði svipað og er að ske í dag. Menn misstu trú sína á framtíðina og hlupu heim til mömmu. Fjárfestingar flæddu úr framtíðartækifærum og yfir í vörur gamla tímans. Núna eru það hráefni, matvæli, málmar og olía sem eru "öruggu fjárfestingarnar". Þarna í fátinu árið 1929 þá veltu sumir fyrir sér hvort þeir ætti ekki að halda áfram fjárfestingum í hestvagna- og hestasvipuverksmiðjum, því bílar voru allt í einu orðnir eitthvað svo áhættusamir sem fjárfesting. Menn urðu hræddir. Mamma kom svo fram á sviðið í formi hins opinbera, og þá fyrst fór kreppan fyrir alvöru af stað. Keynes tókst að selja stjórnmálamönnum þá hugmynd að markaðsöflin gætu ekki ráðið við ástandið. En þeir höfðu rangt fyrir sér. Þeir höfðu gleymt að fylgjast með peningamagni í umferð. Fjárþurrðin kom. Arfleið hins opinbera kassa Keynes boraði svo stór göt í vöðva frelsisins í Bandaríkjunum allt fram að tímum Reagans. Núna mun þetta endurtaka sig í ESB. Kenyes mun koma aftur og bora göt. Mamma mun fara á kreik í ESB.
Athyglisverð grein um bólur: Bólutilraunastofa Ben Bernanke
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.6.2008 kl. 15:21 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 1
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 167
- Frá upphafi: 1390762
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 92
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Það sem er nú na öðruvísi er, að orkuverðið er í algeru rakettuflugi upp á við og matarverð einnig.
Mér er ekki rótt eftir að Obama hefur sett sín lóð á vogarskálar umræðunnar um ÍRAN.
Hugnast ekki sá tónn og tel hann hættulegan velferð hér á Vesturlöndum. Ekki svo að skilja, að ég sé á móti því, að tekið sé í tauma þegar nauðsyn liggur við. Þá hefðu menn auðvitað tekið hraustlega í tauma, þegar Ísraelmenn komu sér upp kjarnorkuvopnum.
Dot Com bólan hjaðnaði hratt og eftirleikurinn varð ekki eins örððugur og n´, þar sem fleirri peningakerfi voru þa´í fullri virkni (Líran, Markið o.fl.)
Nú nota olíuframleiðsluríkin Evru sem svoipu á $ og Jenið er að síga útaf sviðinu sem hreyfiafl í Wall Street dílingum.
Kaninn er í verulegum vandræðum með sinn iðnað og ,,unrest" amongst the naitives er nokkup meiri enáður hefur þekkst og jafnvel í Höfuðstað þeirra verður að beita herlögum til að fólk fái ferðast um svæðið nokkuð óhult.
Óheftur markaður er nánast óhugsandi kerfi til að koma í veg fyrir *BNA ástand, þar eru menn löngu löngu komnir á endapunkt og ,,frelsi " á sviði peningamála eru bara orðin tóm, það vita þeir sem eru ða díla þarna. Þú VERÐUR að díla eftir PC línu, annars ert þú tekinn í skoðun og það tekur LANGANN tíma.
Baugsmál ha hvað?
IRS er ekkert barnaleikfang og ef því er beitt lætur ALLT undan.
Miðbæjaríhaldið
hræðist frekar stríð en áður þar sem Obama hefur svarið hollustueiða við Gyðinga-yfirstéttina í BNA.
Bjarni Kjartansson, 9.6.2008 kl. 15:26
Nei Bjarni. Orkuverð er ekki á rakettuflugi. Það er hugur neytenda sem er á rakettuflugi. Sumarið 1981 var launþegi tvisvar sinnum lengur að vinna sér inn peninga fyrir einum lítra af bensíni. Kaupmáttaraukningin hefur verið svona mikil.
Það sama gildir um matarverð. Menn eru orðnir svo vanir því að matur kosti nánast ekki neitt. Það góða við hækkandi matarverð mun sennilega verða það að fjárfestingar í landbúnaði munu aukast, en þessi geiri hefur þjáðst mikið undanfarna áratugi af fjárskorti og skorti á fjárfestingum. Svo mun framboð vonandi aukast enn frekar. En þetta tekur smá tíma.
Já ég vona svo sannarlega að Bandaríkjamenn sleppi aldrei sinni verndarhönd af Gyðingum. Þá væri voðinn vís. Ef þér finnst margir Gyðingar vinna við fjármál þá er það vegna þess að þeim var svo lengi bannað að vinna við flest annað. Sumir urðu ríkir og tókst að flytja út úr gettóunum.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2008 kl. 18:50
Fjármálageirinn bandaríski er langstærsti geiri S&P 500 hlutabréfavísitölunnar og kemur um 20% heildarverðmætis vísitölunnar frá honum. Í Russel 5000 er fjármálageirinn líka langstærstur (21.8%).
http://www.streetauthority.com/terms/index/sp500.asp
Baldur Fjölnisson, 9.6.2008 kl. 19:13
Afsakið, Wilshire 5000 á það nú að vera.
En sama blasir við í Russell 2000, fjármálageirinn stendur undir 21.4% verðmætis vísitölunnar.
Baldur Fjölnisson, 9.6.2008 kl. 19:18
Takk Baldur
Já þetta er örugglega rétt hjá þér, en það er aðeins hluti af hagkerfi BNA sem fer fram í public companies - þ.e. fyrirtækjum skráðum á hlutabréfamaraði.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2008 kl. 19:30
Og þess fyrir utan Baldur, að þá er framleiðni í BNA 16 árum á undan framleiðni í ESB svo hægt er að fitla við þá hugsun að fjármálageirinn í ESB sé ekki eins vel rekinn og í BNA.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.6.2008 kl. 19:33
Ef það er vilji manna, að stuðla að WW3 er það svosem þannig.
Ef einhliða aðgerðir BNA við vernd á framferði yfirvalda í Jerusalem og að fara í blindni eftir nánast óskhyggjulegum plönum þeirra, er það sem menn vilja, er allt svosem gott með það, það er skoðun útaf fyrir sig.
Kínverjar geta lagt BNA í peningalega auðn, þegar þeim hentar. Það vita þeir sem fylgst hafa með síaukinni eign þeirra í US-bonds og fl teg bréfa með stjórn BNA sem gjaldanda.
Svo er það svo, að Kaninn er í basli við að halda í við Evrópu (sérstaklega SViss og Þýskaland) í tækni og gæðaframleiðslu.
Framleiðni þeirra er haldið uppi af verulega meiri mismunun í textakaupi en líðst annarstaðar í Vesturlöndum.
Svo er þetta með the unrest, það er rétt að byrja.
Tel BNA vera afar sjúkt og maðksmogið kerfi.
Við sem vorum hrifnir af þeim hér í gamla daga (1965 til 1985) erum nú að sjá betur og betur, að skoplítð er að marka það sem frá upplýsingaveitum þeirra hefur komið, því miður.
Miðbæjaríhaldið
frústrerað vegna þess, að það sem talið var ,,satt" er að mestu lygi.
Bjarni Kjartansson, 10.6.2008 kl. 13:31
Takk fyrir Bjarni
Dollarasjóðir Kínverja eru tilkomnir vegna þess að þeir hafa ekki frjálsa verðmyndun á gengi síns eigin gjaldmiðils. Til að einhver trúi á gengi gjaldmiðils þeirra þurfa þeir at nota dollara sem tryggingu fyrir verðgildi hans. Kínverjar hafa enga hagsmuni í því að koma sjálfum sér á hausinn. Kínverjar munu aldrei skera undan sínum efnahag með því að dumpa dollar. Þar að auki myndu þeir einungis eyðileggja sinn besta útflutningsmarkað í leiðinni.
Bandaríkin eru ennþá stærsti útflytjandi í heim og stærsti markaður í heimi. Þetta mun kanski breytast einhverntíma. En eins og er þá eru litlar horfur á að svo verði. Það er enginn sem veit hvernig Kína mun líta út eftir bara nokkur ár. Þegnarnir munu ekki endlaust una við að búa í kommúnistaríki með tilheyrandi ófrelsi. Kína gæti hæglega brotnað upp sem ein heild þegar karfan um frelsi og lýðræði veður sett fram og þegar einn milljaður manna mun stilla stjórvöldum upp við vegg. Það er ekki langt síðan ástandið var svona
Frelsið er alltaf besti gjaldmiðillinn
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 14:29
Gunnar, ég hef ekki tölur um það handbærar en fullyrði þó að félög á hlutabréfamarkaði í BNA standi fyrir 90-95% af GDP. En ég skal reyna að fá það staðfest.
Bandaríkjamenn eru miklir tæknisnillingar og jafnframt afar góðir sölumenn og hafa langa hefð í þessu. Þeir hafa fundið upp ótrúlega snjöll fjármálainstrúment og mjög lengi getað rekið kerfi sitt fyrst og fremst á skuldapappíraframleiðslu á meðan mestöll raunveruleg framleiðsla hefur flust til Mexíkó og Kína. Að vísu er fínn gangur í hergagnaframleiðslu og verktakastarfsemi í sambandi við hernað enda hafa þeir verið duglegir við að koma af stað stríðum á misjafnlega mikið upplognum forsendum. En þetta er nú allt saman í þágu frelsis og lýðræðis og viðskipta.
Ég veit nú ekki gjörla hversu vel þessi fjármálageiri þeirra er rekinn, kannski hefur veruleikahönnunin á ágæti hans klikkað en verð hluta í mörgum undrafélögum hans hefur gjörsamlega hrunið. Bear Stearns, eitt helsta kraftaverkafélag á Wall Street, gufaði nýlega upp og núna er Lehman Brothers lóðbeint á leiðinni á hausinn. Og fleira riðar líka til falls. Þessi maskína hefur logið handónýta pappíra inn á fjárfesta í Evrópu og víðar og með því eyðilegat eigin trúverðugleika. Bílasali sem enginn tekur lengur mark á selur varla mikið af bílum.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 14:42
Þetta voru vissulega snilldarskím og fjármálakerfið hreinlega tryggði sjálft sig gegn hruni. Hljómar það ekki sannfærandi? En nú hafa hlutir skuldatryggingafélaga hrunið um 95% (ABK MBI) og eru einskis virði ásamt að sjálfsögðu tryggingum þeirra. Þannig að grilljónir í einhverjum pappírum sem gjaldþrota tryggingafélög ábyrgðust hanga núna í lausu lofti. John Galbraith vildi meina að markaðir byggðust ekki fyrst og fremst á trausti og tiltrú heldur frekar skorti á tortryggni og það var brilljant hugsun hjá honum. Nútíma bankastarfsemi byggist geysi mikið á viðskiptum banka á milli og allir þessir bankar vita að næsti bankakúnni er með haug af ónýtu drasli á bókunum (rétt eins og þeir sjálfir) og enginn heilvita maður lánar jú ónýtum lántakendum og svo er þetta bara snjóbolti sem vefur upp á sig. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 15:22
Sæll Baldur
Ég geri ekki ráð fyrir að Dresdner Kleinwort fari með rangt mál. Ég efast um að hlutur skráðra hlutafélaga í BNA sé svona stór því sum stærstu fyrirtæki Bandaríkjanna eru í sjálfseign eða í einka- og fjölskyldueigu (Private equity). Ég held að hlutur almennra hlutafélaga sé langtum minni en þú heldur. Einungis US Postal Service er 800.00 starfsmenn - Cargill 160.000 manns - Bechtel 160.000 manns - Pricewaterhouse Coopers 150.000 manns o.s.f.v.
Ef Ameríkanar eru svona góðir sölumenn og Evrópumenn svona vitlausir að kaupa það sem þú kallar "handónýta pappíra" þá er ekki gott í vændum fyrir okkur, er það Baldur?
Já það er alveg rétt að Bandaríkjamenn eru komnir út úr iðnbyltingunni eins og Bretar - FIFO (first-in first-out)
Það er oft gott að elta Bensinn og Komatsu vélarnar á áfangastað því þar sem kaupendur eru þar hlýtur eitthvað að vera að gerast - t.d. hagvöxtur!
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 15:47
Svo ber ekki að gleyma hinum opinbera geira sem er þó mjög lítill í BNA miðað við báknið í ESB
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 16:48
En nú hafa hlutir skuldatryggingafélaga hrunið um 95% (ABK MBI)
Já - sem þýðir að bréfin voru fyrst og fremst á höndum linsoðinna kjána á margin calls og skuldsetningu. Nú eru það hinir harðsoðnu sem kaupa þau á slikk, því bréf geta ekki fallið í verði nema að það fari fram sala. Ef einhver bréf falla í verði þá þýðir það að einhver annar hefur keypt þau á þessu fallandi verði. Þetta er gullöld fyrir menn með reiðufé og staðfasta stefnu sem vita hvað þeir eru að gera. Best að kaupa þegar blóðið flýtur í Strætinu og þegar óttinn ræður ríkjum.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 17:16
Já, en hvað ef það sem hefur fallið úr 90 dollurum í tvo fer síðan í 10 sent?
Hvar er botninn? Gangi þér bara allt í haginn við að finna hann.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 17:48
Takk Baldur
Hlutabréf eru per. definition langtímafjárfesting. Þessvegna er erfitt að lifa af ef maður er neyddur til að hugsa of skammt. Raunverulegir alvöru fjárfestar og alvöru speculators eru maraþonhlauparar hlutabréfamarkaðarins. Þeir lifa oftar af en aðrir því þeir geta setið endalaust á bréfunum, hafa fasta stefnu og er alveg sama um sveiflur. Þeir þurfa ekki að selja þó svo að markaðurinn hrynji og þeir hafa oft mjög sterkar taugar. Stærsta einstaka fall allra tíma, þ.e. markaðshrun á einum degi, var "Black Monday" þann 19. október árið 1987. Þá féll DJI 22,6% á einum degi. Þetta var blóðbað fyrir tölvu-trading og fyrir þá sem voru á margin. En örstuttu seinna var allt komið í ljúfa löð aftur. Sama var þegar Eisenhower fékk hjartaáfall rétt fyrir endurkosningu árið 1956. Markaðurinn fékk áfall en batnaði svo á örstuttum tíma aftur.
Ég hef eðlilega mikla samúð með þeim sem hafa farið illa út úr fjármálum síðustu missera, þetta er ekki skemmtilegt. En þetta mun allt jafna sig. Sannaðu til. Það munu koma betri tímar og ný tækifæri. Tækifærin eru kanski einmitt núna!
Ég er ekki svo alvitur að ég geti hitt hvorki botninn né toppinn. Það eru fáir sem geta það. En mín persónulega tilfinning er sú að BNA sé að ná botninum núna. Euro-Zone mun fara mikli lengra niður ásamt Asíu. En PS: ég get svo mjög auðveldlega haft algerlega rangt fyrir mér.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 18:31
Heyrðu Gunnar, ég er með alveg rosalega gott dæmi á Melrakkasléttu. Þar er brú sem ég var að kaupa fyrir slikk af ríkinu og ég er tilbúinn til að selja þér 2,5% af henni fyrir 250 þús. dollara. Þetta er tækifæri lífs þíns endilega hafðu samband galdur@myway.com. LOL.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 19:06
Þetta er kanski ekki svo vitlaus hugmynd Baldur. Stórabeltisbrúin hérna veltir 160 miljörðum ISK á ári. Við getum svo selt myrkur, norðurljós og þögn til borgarþreyttra og taugaveiklaðra Wall Streetians í leiðinni :)
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 19:24
Gunnar, ég er reyndar afskaplega mikill aðdáandi ameríkana vegna þess að þeir hafa gjörbreytt og bylt minni heimssýn. Þarna er að finna mestu heimsins snillinga en jafnframt hryllilega rugludalla. Þetta er ótrúlegur suðupottur hugmynda og stefna, heimsku og snilli og erfitt að henda reiður á honum. Þeir ættu að vera forystuafl í heiminum og hafa sjálfsagt burði í það og þeir höfðu það fyrir 60 árum en einhvern veginn hefur leiðin legið niður á veginn málefnalega en þeir þeir hafa þó djöflað fram sínum skoðunum og heimssýn með hervaldi. Og nú erum við hér og þessi maskína hefur útrýmt sínum trúverðugleika algjörlega skipulega. Það er magnaður andskoti. Það er ekkert eftir af áliti Bandaríkjanna. Og það hefur gerst bara á nokkrum árum. Hvað er í gangi? Er þetta einhvers konar good cop-bad cop dæmi? Með kveðju, Baldur F.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 20:20
Til að skýra þetta frekar þá byrjaði ég að nota internetið fyrir 17 árum það er áður en 99.9997 núverandi notenda datt það snjallræði í hug. Þar af leiðandi aflaði ég mér öruggra heimilda fyrir 12-15 árum og það er ekki ruslpóstur á borð við New York Times og Washington Post.
Baldur Fjölnisson, 10.6.2008 kl. 20:33
Það er ekkert eftir af áliti Bandaríkjanna. Og það hefur gerst bara á nokkrum árum. Hvað er í gangi? Er þetta einhvers konar good cop-bad cop dæmi?
Já það er ekkert eftir af álitinu Baldur. Það er vegna þess að stoppistöð vanþakklátra er svo stór.
Fyrir 60 árum Baldur voru það Bandaríkin sem héldu lífi í Evrópubúum því þá var árið 1949. Styrjöldin hafði þá verið unnin með hráum vöðvastyrk iðnaðarframleiðslu Bandaríkjanna og sem var ekki knúin áfram af þrælsótta og hræðslu við fangabúðir, heldur af frelsilöngun manna í frjálsu samfélagi alveg eins og einnig var í Bretlandi.
Það sem er að gerast núna Baldur er það sama sem gerðist þegar Evrópubúar hentu Ronald Reagan á ruslahaugana hér í áttavilltri Evrópu. Hentu honum sem geðbiluðum og óhæfum manni. En núna er heimurinn betri staður þökk sé Ronald Reagan, - Gorbathov, Walesa, Thatcher og Karol Józef Wojtyła páfa. Fimm góðir menn sem þorðu saman. Það er alls ekki hægt að þakka almenningsálitinu eða pressunni í Evrópu fyrir þennan sigur sem vannst í kalda stríðinu. Reagan var sá eini sem datt sú þá opinberlega fáránlega hugmynd í hug að það væri yfirhöfuð hægt að vinna kalda stríðið. En hann gerði það samt.
Þegar Evrópu líkar illa við sitjandi forseta í BNA og við gang mála í BNA, þá veit ég að hann er sennilega stafi sínu vaxinn og að það er ennþá einhver á vaktinni. Ég nenni ekki að hlusta á væl Evrópubúa um fávita sem getur ekki talað eða sem kemur illa fram, en sem var samt kosinn tvisvar af þjóðinni. Illa talandi menn hafa flutt stór fjöll. Einnig sveitamenn. Stoppistöð vanþakklátra er og verður alltaf allt of stór. Útópía er ekki til verður það aldrei, og það verða alltaf holur í veginum.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.6.2008 kl. 22:44
Tak fyrir mjög athyglisverða og stórgóða grein Gunnar.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 12.6.2008 kl. 13:28
Þetta er einmitt good cop-bad cop dæmi (díalektík) og það sem á að koma út úr því er einhvers konar alheimsstjórn og aukin miðstýring og það höfum við séð vera að gerast. Þetta er langvarandi leiksýning. Fjármálaöflin eru miklu sterkari en nokkrar ríkisstjórnir og þau hafa stillt upp einræðisherrum og svok. lýðræðislega kosnum leiðtogum eftir eigin behag og gera enn. Fasismi er fyrirtækjaismi og hvort ríkisvaldið tekur yfir atvinnureksturinn eða atvinnureksturinn tekur yfir ríkið kemur eiginlega út á nokkurn veginn eitt á endanum.
Fyrir 60 árum voru menn hengdir fyrir að svíkja af stað stríð á upplognum forsendum og stunda pyndingar, hryðjuverk og stríðsglæpi en núna er búið að gera flesta samdauna slíku og gera það einhvern veginn pólitískt korrekt og því undir Bush sér núna í góðu yfirlæti í Evrópu með öðrum síkópötum.
Baldur Fjölnisson, 12.6.2008 kl. 21:37
Já Baldur. Þetta er ekki ósvipað því sem sagt var um Reagan í Evrópu alla hans embættistíð. Svipað var einnig sagt um Winston Churchill á sínum tíma. Danska dagblaðið Politiken missti á einu bretti 15.000 áskrifendur fyrir að kalla Winston Churchill fyrir stríðsmángara og "hættulegan mann". Þetta var rétt fyrir innrás Þjóðverja inn í Danmörku. Upplagið hefur sem betur fer aldrei jafnað sig síðan.
Gunnar Rögnvaldsson, 12.6.2008 kl. 23:34
Vestræn fjármálaöfl mokuðu peningum í bæði Stalín og Hitler og þénuðu síðan feitt á því að láta pólitískar eignir sínar berjast við þá í köldum stríðum og heitum. Núna bítur þessi hlægilega terrorgrýla CIA ekki lengur og þá er rússagrýlan endurvakin. Þetta er í rauninni alltaf sama sagan. Á meðan fólki er haldið uppi á þessum ævintýrum rúllar alþjóðlegt bankakerfi smám saman á hausinn eins og hver maður sér. Við þurfum að hugsa þessa hluti í löngum bylgjum en skólakerfi og ruslveitur (sem eitt sinn kölluðust fjölmiðlar) innræta fólki eins konar eilífan nútíma. Þetta er ein risavaxin smjörklípa.
Baldur Fjölnisson, 13.6.2008 kl. 00:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.