Miðvikudagur, 19. júní 2024
Natópóleon beinapartur
ÓFRIÐARVEITUR
Heilög vandlæting svo kallaðra fjölmiðla vesturlanda er því sem næst áþreifanleg þessi árin, en þó einkum frá og með í gær. Tilefnið akkúrat í dag er heimsókn Vladímírs Vladímírovich Pútíns forseta Rússlands til nágrannaríkisins Norður-Kóreu. En ríkin eru með sameiginleg landamæri við Japanshaf og hlýtur því "samgangur og samþætting" að vera af því algóða - samkvæmt hugsjónum Natópóleons beinaparts í því sem áður var Evrópa. Rússar eru meira að segja enn að grafa upp og skila til baka líkamsleifum þannig hugsjóna til Frakklands: beinapörtunum
Og nú þegar beinamáttur innréttinga Natópóleons í því sem áður var Evrópa notar frá og með árinu 2008 Úkraínu og Úkraínumenn til að pota í Rússland, þá er kannski ekki úr vegi að ég, og þar með við Rússar, komum okkur upp potprikum til að pota inn í beinaparta- og krossferðamiðstöðina Bandaríkin á vesturhveli jarðar. Við getum það, því við erum bæði á austur- og vesturhveli jarðar. Sitthvað á þeim nótum myndi ég að minnsta kosti hugsa væri ég Pútín í dag. Þess vegna er hann í Norður-Kóreu. Hissa er ég þó á því að hann skuli ekki hafa farið þangað löngu fyrr
Hefjast því sameignlegar heræfingar Rússa og Norðurkóreumanna örlítið seinna en annars, því flytja verður fyrst út viss vopn yfir til Norðurkóreumanna og sem Bandaríkin neyðast til að endurspegla á sömu slóðum og mun sú endurspeglun einnig taka tíma og umfram allt mikla orku, svo ekki sé talað um getu. Svona virka lárétt stigmögnunarprik og þeim á Rússland nóg af, enda varla byrjaðir potið enn. Bandaríkin hafa hins vegar verið að frá því að Berlínarmúrinn féll. Öllu þessu hefði auðveldlega verið hægt að komast hjá
Næsta stopp Pútíns er í Víetnam
Við höfðum nú upphaflega ekki hugsað okkur neitt sérstak í þessum efnum. En fyrst að krossferðir Natópóleons í Evrópu -og jafnvel víðar- eru fyrir löngu hafnar á ný í formi nýrra innréttinga, þá getum við svo sem alveg tekið hið lárétta stigmögnunarprik okkar í notkun því það nær til allra horna veraldar, og sem öll eru hætt að vera við pollinn Miðjarðarhaf. Við erum líka með lóðrétt prik, mörg. En þau eru hins vegar síðari tíma saga, vonandi
Norður-Kórea gæti reynst okkur gagnleg í bæði láréttum og lóðréttum potefnum því ekki vantar einlægan áhuga þar. Sá áhugi er enn til staðar vegna loftárása Bandaríkjanna á Norður-Kóreu frá 1950 til 1953
En þar drápu Bandaríkjamenn 10-20 prósentur íbúanna og "jusu napalm yfir alla óbreytta þjóðina" eins og Winston Churchill orðaði það. Þeir sem dóu ekki í bandaríska sprengjuregninu á Norður-Kóreu dóu síðar úr hungri og vosbúð, þannig að Curtis LeMay sagði að: "á þremur árum drápum við 20 prósentur þjóðarinnar". Eyðileggingin á landinu varð svo algjör að sprengjuflugvélar Bandaríkjanna neyddust til að varpa sprengjuförmum sínum í sjóinn því engin skotmörk á jörðu niðri var að finna lengur. Allt hafði þegar verið jafnað við jörðu
Þessu hefur Norður-Kóreu þjóðin ekki gleymt og mun ekki gleyma. Slíkar minningar gleymast ekki. Enginn í Bandaríkjunum myndi heldur gleyma því ef 60 milljónum Bandaríkjamanna væri slátrað með sprengjuregni, brenndar lifandi með napalm og síðan sveltar í hel
Og nú þegar krossferðir Natópóleons beinaparts í Evrópu eru hafnar á ný þá neyðumst við sennilega til að pota til baka. Og mörg lönd munu reynast okkur gagnleg í þeim efnum. Við höfum Norður-Kóreu, og síðan eru það viss (reyndar mörg) lönd í Mið- og Suðurameríku og einnig í Evrópu og Miðausturlöndum, - er líklega rökrétt ályktun Rússa
Mér sjálfum er alls ekki ljúft að álykta sem svo að hin innri fyrirlitning Bandaríkjamanna á sjálfum sér og ríki sínu gæti farið að rista svo djúpt að ekki verði til baka snúið. Við skulum vona að ég hafi algjörlega rangt fyrir mér. En von er því miður ekki stefna. Hún er bara von. En efinn er kominn - og það er ekki gott
Kæru lesendur. Fjölmiðlar ykkar hafa sagt ykkur að Úkraína hafi verið að vinna stríð við Rússland síðastliðin tvö ár. Ekkert hefur þó verið fjarri sannleikanum en einmitt slíkar fréttir þeirra
Og einmitt það áttu NATÓ-ríkin að vita strax árið 2008. Þau áttu að vita að slíkt kæmi aldrei til greina. En sökum yfirþrymandi innri valdamannheimsku og múgsefjunar stjórnvalda NATÓ-ríkjanna er staðan því eins og hún er í dag. Það var NATÓ sem með pot-stefnu sinni bað um stríð í Evrópu á ný. Þessi þróun er alfarið NATO að kenna. Engin ástæða var til útþenslu NATÓ í austur
Ekkert ríki getur aukið þjóðaröryggi sitt á kostnað þjóðaröryggis annars ríkis. Þetta á sérstaklega við um nágrannaríki. Þessi einfalda regla alþjóðlegra samskipta ríkja, og einfaldi sannleikur í daglegu lífi hvers manns, átti að liggja sem vel varið djásn inni í innstu stefnumarkandi hugsunum allra þeirra landa sem eru í NATÓ
Að öðrum kosti breytist fyrirbæri á borð við NATÓ í ófriðarveitu. Því miður er það einmitt slíkt sem hefur gerst
Fyrri færsla
Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat Frakklands lækkað
Pútín og Kim undirrita samkomulag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 2
- Sl. sólarhring: 27
- Sl. viku: 710
- Frá upphafi: 1390597
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 437
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Fróðleg færsla. Sem barn man ég aðeins eftir Kóreustríðinu úr fréttatímum og því að amma lét okkur alltaf klára matinn því börnin í Kóreu sultu. Hún sendi þeim líka fötin af okkur systrum, m.a. sparikjólana okkar sem við sáum eftir. En einhvern vegin hefur maður bara keypt hina vestrænu frásögn og ekki hugsað meira um það. Að landið hafi nánast verið lagt í rúst og síðan einangrað á vestrænum vettvangi hlýtur að vera hámark grimmdar. Allt í nafni kommagrýlunnar. Ekki skrítið að N-Kórea og Víetnam halli sér að Rússum, nú þegar heimurinn er að skiptast í blokkir.
Ragnhildur Kolka, 21.6.2024 kl. 12:13
Þakka þér fyrir Ragnhildur.
Krossferðaríkið Bandaríkin horfir nú á stöðu sína í Norðaustur-Asíu komna í skák og mát.
Sigurvegarinn hér er Kim Jong-un og á hann sigur þennan fyllilega skilið, séð með augum margra ríkja veraldar.
Nú munu refsiaðgerðirnar sem Norður-Kórea hefur verið beitt hrynja ein af annarri, og þjóðin í ríki hans umfaðma leiðtoga sinn af raunverulegri ánægju.
Þetta er það eina sem Bandaríkin hafa haft upp úr brölti sínu um Austur-Evrópu og Asíu.
Heimskan fyllir svo mikið í mögum svo kallaðra "leiðtoga" Natópóleon-ríkjanna að þeir koma ekki auga á að minna en ekkert er á hungurdiskum þeirra.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 21.6.2024 kl. 13:32
Ég fór að lesa eftir þig pistlana áður en ég fór að skrifa reglulega Gunnar og tel þig í flokki þeirra snjöllustu hér. En hvað kemur til að þú skrifar ekki lengur um Evrópu mikið? Það hefði verið forvitnilegt að lesa eftir þig hvað þér finnst um Evrópuþingskosningarnar? Þjóðlegu flokkarnir stækka en þrjózkan er mikil og sumsstaðar stækka kommúnistaflokkar lengst til vinstri, eins og sumsstaðar á Norðurlöndunum, og Þýzkaland hallar sér að kristilegum demókrötum.
Þó er afD kominn uppí 16% og sterkari en Scholz, þannig að bæði Scholz og Macron tapa miklu. Græningjar jafnvel ekki mjög sterkir lengur í Þýzkalandi.
Varðandi þennan pistil, get ekki mótmælt honum heldur. "Múrinn féll í Vestur", þetta voru þín orð og hafa heldur betur ræzt.
Það er mjög skrýtið að sífellt er verið að senda meiri fjármuni og vopn til Úkraínu, en Rússland styrkist eins og BRICS, en Vestrið veikist!
Dettur þeim aldrei í hug að stefnubreytingu þurfi í Vestrinu þessum leiðtogum ESB? Dettur þeim aldrei í hug að kommúnisminn sé hjá þeim?
Prýðilegur pistill, alltaf fróðlegt það sem þú skrifar.
Ingólfur Sigurðsson, 22.6.2024 kl. 14:41
Þakka þér Ingólfur
Góð spurning.
Svar: Málefnið Evrópusambandið er fyrir löngu komið fram yfir síðasta söludag, bæði hér innanlands á Íslandi sem og erlendis, en einkum innan sjálfs sambandsins.
Hrunferli sambandsins er fyrir löngu hafið, myntin evra náði því varla að verða héraðsmynt og nú er það óstjórn, skuldir, hnignun, félagsleg- sem og pólitísk- upplausn sem stýra ESB-skútunni í strand.
Allt þetta var ég búinn skrifa um í mörg ár. Ógeðið á ESB-fyrirbærinu er orðið svo mikið að maður fær sig varla til að minnast á það, því slíkt gæti kostað alvarlegt ælukast.
Nei þessu liði þarna dettur aldrei neitt annað í hug, Ingólfur, en að berja tómum hausunum við sama Evrópu-steininn. Allra síst hvarflar það að þeim að spara mannslíf Úkraínumanna. Þeim er bara splæst eins og að þau kosti ekkert. Enda kosta þau ESB- og NATO-aðalinn ekkert. Mennskan er horfin. Enda örstutt í hinar evrópsku fyrirmyndir geðbilunar, villimennsku, pólitískrar sturlunar og brjálæðis.
Það vita Rússar vel. Þess vegna eru þeir komnir í varðstöðu. Þeir vita vel hvað kemur næst úr villta vestrinu.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 22.6.2024 kl. 16:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.