Leita í fréttum mbl.is

Engir rafbílar segir Apple

LÍKAR ÞETTA

Ginni Rometty forstjóri IBM og Tim Cook forstjóri Apple

Jarðsamband: Arftaki Steve Jobs hjá Apple, Tim Cook forstjóri Apple - í samræðum við Ginni Rometty nýlega fráfarandi forstjóra IBM

****

TÍMINN STILLTUR RÉTT

"Oft er hægt að vera stoltur af því sem maður aldrei gerði", sagði Steve Jobs

Þess vegna tilkynnti Apple í gærkvöldi að fyrirtækið muni ekki fara út í framleiðslu á rafbílum. En Apple Inc. hefur í meira en 10 ár lagt stund á rannsóknir á fyrirbærinu. Í gær tilkynnti Apple svo að niðurstaðan af þeim rannsóknum sé sú að framtíðin spili ekki með þeim sem framleiða og selja rafbíla

Apple cancels secretive electric car project in shift to focus on AI
FT UK homepage, 27 Feb 2024 21:16
Company ends decade-long research effort as electric vehicle industry loses momentum | krækja

Satt að segja held ég að Apple hafi aldrei á neinu tímabili álitið að rafbílar væru annað en veruleikafirrt leikrit sem fyrirtækið neyddist til að þykjast taka þátt í vegna þrýstings frá bæði stjórn og svo kölluðum "aðilum markaðarins" og æpandi sértrúarsöfnuði stjórnmálamanna, fjölmiðla, sérfræðinga og tæknitæknum á borð við keppinauta

Og nú þegar allur rafbílabransinn er kominn í hinar verstu ógöngur með sína fyrirfram vonlausu tækni, þá hefur Apple álitið að nú væri rétti tíminn til að melda hreint út með það að þeir ætli sér áfram að vera stoltir af því sem þeir létu aldrei tilleiðast að taka þátt í, þrátt fyrir gífurlegan utan að komandi þrýsting

Ef það er eitthvert fyrirtæki sem þekkir takmarkanir rafhlöðutækninnar, þá er það Apple

Það er aðdáunarvert að hafa svona getu til að humma þvælur fram af sér og komast vel frá því. Bréfin í Apple eru að minnsta kosti ekki niður-á-við eftir tilkynninguna. Þau eru upp-á-við

Það skemmtilega er síðan það að Apple sagði við sama tækifæri að þeir myndu flytja hluta af þeim mannskap sem fengist hefur við "rafbílana" yfir í "gervigreindarrannsóknir". Að segja slíkt er sterkur leikur því þannig verst fyrirtækið rétttrúnaðarkirkju þeirrar "tækni" og getur hummað þá þvælu fram af sér eins og þeir hummuðu rafbílaþvæluna burt. Þ.e. á meðan verið er að sturta henni niður. Og það mun taka tíma, því fúlgurnar í gervigreindarbólunni eru orðnar stærri en þær voru í dot.com bólunni þegar fjárfestar gengu á vatni

["þvaðrið um gervigreind undanfarin ár var að sjálfsögðu ekkert annað en múgsefjun á borð við "deilihagkerfið", "fjártækni-fyrirtæki", "græna hagkerfið", "rafmyntir", "sjálfkeyrandi bíla", "örbrugghús", "ping-pong-borð" og "rafmagnsbíla" ásamt þeirri staðreynd að allar þessar þvælu-bólur eiga heimkynni sín innan í risabólu-þvættingnum um "hlýnun jarðar af mannavöldum"] | hér

Innilega til hamingju með góða og rétta ákvörðun Apple. Tímasetningin er stjórnviskulegt afrek

Fyrri færsla

Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Bragason

Skrýtið með þessa rafbíla og græna hagkerfið að það er eins skipti engu máli hvort efniviðurinn sé til staðar. Þannig var/er rafbílaframleiðsla alltaf takmörkuð að efnisgæðum jarðar sem er fráleitt nóg til að umbreyta bílaflotanum í heiminum.

Ef bætum svo við menguninni við að grafa upp efni til að búa til rafhlöðurnar þá fellur þetta um sjálft sig. Að nánasta umhverfi við námur verði óíbúðarhæft um aldir er andsnúin umhverfisvernd.

Rúnar Már Bragason, 28.2.2024 kl. 14:53

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Rúnar.

Svona eru bóluferli. Það sem gerist í bóluferli er það að fólki fer smám saman að líða illa yfir því að geta hugsanlega virkað heimskara eða meira aftur-úr en nágranninn. Og jafnvel þó svo að fólk trúi ekki á bóluna þá fer það að lokum út í banka eða bílabúð og lætur slag standa, til þess eins að tryggja sig gegn því að vera álitið "gamaldags" eða fábjánar í augum nágranna eða vina. Að trygga sig gegn heimsku í augun annarra má á enska fjárfestingar-fagmálinu kalla: "hedging against stupidity".  Þannig myndast bólur og þetta gildir líka á milli landa um stjórnmálamennina.

Þannig runnu hlutabréfin í bönkum, fjármálastofnunum og sjóðum út í fjármálabólunni. Fólk var að tryggja sig gegn því að geta virkað heimskt, gamaldags eða fávíst í augum annarra. Það hoppaði á vagninn þrátt fyrir að hafa miklar efasemdir, svona eins og Bjarni Ben hoppaði á AIIB og Guðlaugur Þór út um gluggann af því að hans líkar í öðrum löndum höfðu gert það.

Í bólum er ekki pláss fyrir neitt nema þvælu. Fjölmiðlar eru eintóm þvæla sbr. stríðinu í Úkraínu núna, þar á undan í fjármálabólunni og þar á undan í dot.com bólunni osfrv. Fjölmiðlar miðla þvaðri eins og Wall Street miðlar "action" eða "aðgerðum" þó svo að þær séu flestar gagnslausar þegar best lætur en tortímandi þegar verr lætur.

Þess vegna eru t.d. notaðar Teslur óseljanlegar í dag - og nýjar eru að ná því stignu sem rafbílar hafa náð vestanhafs; "fólk opnar ekki einu sinni hurðina til að skoða þá", eins og enn umboðsmaðurinn sagði þegar salan rakst á vegg og rafbílarnir byrjuðu að hrannast óseldir upp hjá honum. Sama gildir um hybrid ruslið. Allt saman algjört fótanudds-drasl og flopp.

Fólki er alveg nákvæmlega sama um það sem þú nefnir, nema þegar það stillir ser út sem algott og helst fórnarlömb með geislabaug á Fésbókinni, svo ég minnist nú ekki á ráphrifavaldana.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2024 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband