Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn

Grettir Björnsson leikur hina mögnuðu og ódauðlegu Austfjarðarþoku eftir Inga T. Lárusson

****

UM FREKAR STUNDVÍSAN ÞVÆTTING Í AÐDRAGANDA FORSETAKOSNINGA

Ef kjósa á um hvar höfuðborg lands á að vera, þá er nóg að úr því sé skorið með því að sá bær eða sú borg sem fær flest atkvæði hljóti kosningu sem höfuðborg. Óþarfi er krefjast þess að sú borg sem fái meiri hluta atkvæða kjósenda sé valin, því sú staða næst yfirleitt aldrei, nema þá með því að beita gervilýðræði sem felst í því að fækka valkostum þannig að enginn kjósandi fengi þá niðurstöðu sem hann óskar sér, eða jafnvel niðurstöðu sem fengi minni raunverulegan stuðning en fyrsti bær á listanum fengi þegar menn láta sér nægja að sá bær sem fái flest atkvæði verði fyrir valinu

Til dæmis er hálf einræðisherralegur forseti Frakklands, samkvæmt endalaust útópískum stjórnarskrám í óteljandi útgáfum, yfirleitt kosinn í tveimur umferðum þar sem niðurstaðan í síðari umferðinni er allt önnur en niðurstaðan úr þeirri fyrri. Þarna eru kjósendur yfirleitt ekki að fá það sem þeir vilja heldur er verið að etja þeim gegn hvor öðrum til að koma í veg fyrir að niðurstaðan úr fyrstu umferðinni ráði úrslitum. Þarna ganga þá kosningarnar út á að koma í veg fyrir X eða Y, í stað þess að stuðla að því að þjóðarviljinn eins og hann best getur orðið nái fram að ganga. Þetta er hræðslukerfi. Ekki er verið að láta þjóðarviljann eins og hann í raun er koma til að minnsta kosti framkvæmda eins og best getur orðið. Þarna mun alltaf ríkja ófriður og fátt ganga upp nema þá helst það að koma í veg fyrir eitthvað, í stað þess að stuðla að einhverju. Þetta kerfi jafngildir því að brenna niður þá bæi eða borgir sem hlutu kjör sem höfuðborg þar til aðeins einn bær eða borg stendur eftir á listanum og sem þá er sjálfkjörin. Slíkt er ekki lýðræði heldur hræðsluræði

Aþena hin forna var slæmt dæmi um meirihluta-hræðsluræði fyrir hádegi, og annað eftir hádegi

Forseti Íslands er höfðingi þjóðarinnar eins og hún best getur komið sér saman um. Hann er höfuðborgin í mannsmynd og hann gæti haft aðsetur hvar sem er í landinu, ákveði Alþingi það

Reykjavík ætti til dæmis, að mínu mati, ekki að vera höfuðborg Íslands lengur, því hún er að breyta sér í gettó og sveitarstjórnarfarslegt misfóstur á borð við Heiðnikirkjuveldi háskólans, þar sem turn-truntur predika ýtrasta þvætting úr turnspírum. Reykjavík á titilinn sem höfuðborg landsins ekki skilið lengur. Reykjavík er búin að vera. Hún er mannfjölda hræðsluræði aðeins. Forseti Íslands býr því ekki þar, skiljanlega, því þar myndi hann farast

Forsetinn er fyrstur meðal jafningja, oftast nær. Og þannig á það að vera. Innfluttur konunglegur plebbi, annar af tveimur, frá Danmörku, er það ekki

Allir forsetar Íslands hafa verið miklu betri en lögsambærilegir forsetar erlendis

Gleðilegt nýtt ár  

Fyrri færsla

Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Þú bregzt ekki með það Gunnar að þú skrifar vel og rökfast. Góð athugasemdin um einræðisherralegan forseta Frakklands, til dæmis. Eins þetta með hræðsluræðið, það ætti að vera flestum ljóst, en einmitt í þannig ástandi er þagað og fæstir sem koma með þannig lýsingar á ástandinu.

Þetta með að Reykjavík ætti ekki lengur að vera höfuðborg landsins, það er nokkuð sem ég tek undir líka. Sérstaklega til að losna undan hættu vegna jarðhræringa og eldgosa. Það þarf einhvern eins og þig til að sýna að fólk getur verið frjálst undan þvættingi flestra.

Annars eru kosningar leiðinlega fyrirsjáanlegar, sérstaklega forsetakosningar. Þetta eru vinsældarkosningar. Auglýsingar í fjölmiðlum og sæmilegt ríkidæmi hafa mest að segja. Guðni var pólitískur ráðgjafi á RÚV áður en hann varð forseti. Ólafur Ragnar líka, sem stjórnmálafræðingur. Vigdís var vinsæl fyrir frönskukennslu, þannig að það er mikil RÚV lykt af þessu öllu.

Þannig ætti þetta ekki að vera. Þjóðin ætti ekki að vera einsog lepjandi lamb á spena hjá RÚV. Alltaf góðir pistlarnir þínir.

Ingólfur Sigurðsson, 12.1.2024 kl. 00:54

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þitt ljúfa innlegg, eins og alltaf, Ingólfur.

Hrun Ríkisútvarpsins hefur varað lengur en nýlega hafið allsherjarhrun fjölmiðla á Vesturlöndum. Og það sést greinilega á stjórnmálunum á Íslandi núna. Fæstir landsmenn hafa beðið um þann pólitíska örvita-þvætting sem meðal annars þessa vegna ríður húsum hér heima þessi árin.

Hins vegar er gamla góða Heima er best komið á netið þar sem hægt er að lesa alla árgangana á tímarit.is. Þeir eru betri en allt hið stafrænda fjölmiðlasuð er í dag. Endar kostar dílinn (e. pixel) ekkert og það sést á honum, langar leiðir að.

Greinar Gils Guðmundssonar um íslensk mannanöfn er t.d. fróðleg lesning. Greinarnar eru nokkrar að fjölda, og fleiri en fimm þarna á sjötta áratugnum. Í fjórar aldir og fram undir 1750, eða svo, bar til dæmis aðeins einn Íslendingur meira en eitt nafn. Í dag ríkir hins vegar því sem næst apamenning í nafngiftum. Ruslmenning.

Bestu kveðjur til þín

Gunnar Rögnvaldsson, 12.1.2024 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband