Leita í fréttum mbl.is

Rússland nú fimmta stærsta hagkerfi veraldar

Upptaka: Að hafa það er betra en að hafa það ekki. Ural-4320 (drif á öllum) með YaMZ-238 V8 dísilvélinni (eða sexunni) frá vélaverksmiðjunni í Yaroslavl. Ural-4320 fór í framleiðslu 1976 og er framleiddur enn. Greinilega velheppnuð hönnun. Er líka með úttak fyrir drifskaft fyrir aftanívagn og er þá með drif á 5-7 hásingum

****

Alþjóðabankinn (e. The World Bank) segir og skrifar að Rússland hafi á síðasta ári orðið fimmta stærsta hagkerfi veraldar með því að landsframleiðsla þess mælist nú stærri en landsframleiðsla Þýskalands

Þetta kemur mér ekki á óvart. Og líklegt er að á næsta ári muni rússneska hagkerfið fara fram úr því japanska að stærð

En það sem mikilvægara er, er það að iðnaðarhluti rússneska hagkerfisins hefur árum saman verið miklu stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Þegar Rússland fer fram úr Japan og verður fjórða stærsta efnahagsstórveldi veraldar, kannski á næsta ári, þá er líklegt að iðnaðarhluti þess verði orðinn hátt í tvöfalt stærri en iðnaðarhluti þýska hagkerfisins

Sem sagt. Rússland er nú stærsta hagkerfi Evrópu (VLF PPP)

Fyrri færsla

Beint: Allt heyrt og séð áður


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Þeir eru ekki mikið fyrir að leggja góða vegi þarna í Russíá en smíða þeim mun öflugri trukka. Svona er þetta líka hjá þeim þegar kemur að fluginu. Die Russen sind eine Art Sumpfmenschen sagði Adolf í ræðu um samgöngur í Rússlandi skömmu eftir innrásina 1941 því þeir kæmust leiðar sinnar þrátt fyrir vegaleysið og alla forina.

Helgi Viðar Hilmarsson, 5.8.2023 kl. 17:51

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helgi Viðar.

Það reyndar er til mikið af góðum vegum í Rússlandi. En þar sem skógarhögg fer fram eru engir eða fáir vegir, eðli málsins samkvæmt. Mest slóðar og troðningar. Það gefur auga leið.

Vegakerfi Rússlands er um það bil ein miljón kílómetrar að lengd og þar af eru ca. 750 þúsund km. með bundnu slitlagi. Um sambandsríkisvegi Rússlands má fræðast þarna.

Vladímír Pútín opnaði t.d. nýjan hluta Amur R297-þjóðvegarins sem er 2100 km langur, með því að aka á Lada Kalina um hann árið 2010.

En já landið er risastórt. Vegakerfið virðist þó nógu gott fyrir þýsk fyrirtæki sem nota vegi Rússlands til að koma útflutningi sínum til Kína. Reyndar var það eini útflutningssamgöngumöguleikinn sem Þjóðverjar höfði á tímum Wuhanveirunnar, þegar skipaferðir lágu niðri. Sennilega er sú leið þeim lokuð núna, án þess að ég þori að fullyrða um það.

Járnbrautarkerfið er risavaxið og flugsamgöngur tröllvaxnar. Var því Aeroflot lengi vel stærsta flugfélag veraldar þó svo að það flygi næstum eingöngu innanlands.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 5.8.2023 kl. 21:59

3 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Rússland er í mikilli sókn þessi misserin og ekkert mun stöðva hnignun vesturlanda næstu áratugina. Zhírínovskí sagði Síbríu vera framtíðarland hvíts fólks sem myndi taka að flytja þangað á komandi árum. Innfluttir á vesturlöndum sem tækju brátt yfir gætu ekki rekið þróuð samfélög eins og við þekkjum þau. 

Helgi Viðar Hilmarsson, 6.8.2023 kl. 13:09

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

"Rússland er í mikilli sókn þessi misserin og ekkert mun stöðva hnignun vesturlanda næstu áratugina."

Þar held ég að þú hafir aldeilis rétt fyrir þér.

Mér finnst eins og að rigor mortis færist hraðar og hraðar yfir vesturlönd, dag fyrir dag, og að það styttist óhugnanlega hratt í óafturkræfa hnignun.

Gunnar Rögnvaldsson, 6.8.2023 kl. 22:40

5 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ef bara ráðamenn þessarar þjóðar myndi lesa þennan pistil, Gunnar, og tækju mark á þessu, sem eru staðreyndir, en ekki pólitík andstæðinga þeirra, þá væri hægt að hafa meira traust á þeim. 

Ég sakna þess að þú skrifir ekki oftar, en það þyrfti alveg heilan her af svona höfundum eins og þér til að bæta ástandið í þjóðfélaginu. 

Kannski er það rétt hjá þér að flest í fréttum er ekki svaravert, það er fyrirsjáanlegt og pólitíkusarnir nýju eins og píratarnir, óreynt fólk sem gerir mistök, lærir af þeim, og svo kemur meira af nýju fólki inná þing sem er ekki búið að þroskast, og þarf að gera mistök og láta þjóðina gjalda þess.

Það vantar að svona umræða sé efst á baugi í þjóðfélaginu. 

Til samanburðar er vert að minna á að skuldir Bandaríkjanna fara sífellt hækkandi undir stjórn demókrata, sem hafa ekkert þarfara að gera en að leita í öllum skúmaskotum að því sem mögulega er hægt að klína á Donald Trump, manninum sem helzt hefði hjálpað Bandaríkjunum útúr margvíslegum ógöngum. Demókratar eru ekki aðeins haldnir sjálfseyðingarhvöt, þeim nægir ekki minna en að taka sem flesta með sér.

Pistlar þínir hjálpa Gunnar, þótt reynt sé að telja fólki trú um að rökleg niðurstaða sé ekki í tízku. 

Þú spáðir því að Miðflokkurinn ynni stórsigur eftir tvö ár. Að minnsta kosti er hann eitthvað að stækka í skoðanakönnunum, ég vona að þú hafir rétt fyrir þér.

Ég er kannski eitthvað efins um að hinn venjulegi Íslendingur myndi vilja hafa mann eins og Pútín að stjórna sér, en persónulega vil ég allt nema jafnaðarfasismann og öfgafemínismann, sem hefur afsannað gildi sitt og gerir það stöðugt.

Takk fyrir góðan pistil. Vonandi að þú skrifir sem mest.

Ingólfur Sigurðsson, 7.8.2023 kl. 17:08

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég finn mig knúna til að andmæla Helga Viðari hvað varðar flug í Rússlandi. Ég flaug frá Astrakhan til Moskvu með Aeroflot. Vélin var af Sukhoi gerð og var þjónustan eins og best verður á kosið. Flugstöðin var frekar gamaldags ( engin Joe& the Juice) en þjónaði sínum tilgangi. Frá Moskvu flaug ég svo með Airbus321 til Stokkhólms (líka Aeroflot)og gilti það sama um það flug. Þetta var í miðju kófinu og ég var þar að auki á hækjum þannig að flugfélagið sá um allar vendingar, lyftara og innanhúss tilfæringar með prýði. Var sú þjónusta engu verri en ég fékk síðan á Arlanda.
Og þegar ég sé myndbönd af Úkraínu stríðinu sýnist mér hervélar Rússa engir eftirbátar þeirra véla sem UK og USA senda inn á Svartahafið, nema síður sé, svo líklega ættir þú að finna þér nýrra lesefni en það sem Adolf býður upp á.

Ragnhildur Kolka, 7.8.2023 kl. 20:03

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Ingólfur fyrir væn orð og safaríka athugasemd sem heiður er að fá.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2023 kl. 22:14

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og takk fyrir innlitið Ranghildur.

Til gamans má geta þess að Aeroflot átti 100 ára afmæli núna á þessu ári og haldið var upp á það um borð í vélum þeirra með ýmsum hætti.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 7.8.2023 kl. 22:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband