Leita í fréttum mbl.is

Tyrkland kaupir fleiri rússneskar eldflaugar

Patton Normandy 1944

Mynd Chronos-Media: Patton: "Hvað segirðu maður, eru Þjóðverjar enn að leita að sprekum í eldinn fyrir veturinn 22/23 á næstu öld - og að þá sé grænklyfjaður grasasni orðinn forseti Bandaríkjanna? - ha ha ha ha"

****

Fyrir utan frosna jörð í höfuðborg Íslands, þar sem græn elíta ofsatrúarstjórnmálamanna agíterar fyrir grænum alþjóðagjaldþrotum og umfram allt fyrir því að bláber fái að frjósa græn en ekki fullþroskuð í friði, þá er það helst að frétta í dag að NATÓ-ríkið Tyrkland skrifaði undir pöntun á enn fleiri loftvarnarkerfum- og eldflaugum frá sambandsríkinu Rússlandi

En Rússland er það ríki sem stóð fyrir framleiðslu á helmingi allra stórskotaliðsvopna sem framleidd voru af Bandamönnum í Síðari heimsstyrjöldinni. Þá framleiddi Rússland hálfa milljón stórskotaliðsvopna - og vel að merkja með "aðeins" einar en tröllvaxnar vígstöðvar sem líklega hafa spannað fimm- til sexþúsund kílómetra að lengd. Í dag notar Rússland því aðeins tvo fingur annarrar handar hersins til að annast víglínu í Úkraínu sem er tvö þúsund kílómetrar að lengd. Sem sagt: Rússland notar í dag tvo fingur annarrar handar hersins við að berjast á og annast landsvæði sem er mun stærra en landsvæðið frá St. Louis í Missouriríki til Philadelphíu í Pennsylvaníu

Og það sem meira er: hluti af vopnasölusamningi Rússland og Tyrklands gerir ráð fyrir að sumar einingar rússnesku loftvarnarkerfanna verði framleiddar á staðnum í Tyrklandi sjálfu! - af Tyrkjum. Þetta er því það sem á fagmálinu er kallað tækniyfirfærslur (e. technology transfer eða TT)

Nú þarf bara að finna upp nýja tegund stór-sturtu-útbúnaðar sem er þess megnugur að sturta niður þeim tröllrisavaxna þvættingi sem vesturlenskir fjölmiðlar hafa náð að framleiða um stríðið í Úkraínu frá því að það hófst í febrúar á þessu ári. Aldrei í sögu mannkyns hefur annað eins rusl framleitt af rusli verið borið á borð fyrir svo marga

Fyrri færsla

Boris ekki farinn enn. "Ef Pútín væri kona..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það er víst óþarfi að taka það fram hér, en ég geri það samt, að Rússland og Tyrkland eiga sameiginlega hagsmuni á mörgum sviðum frá og með nú. Bæði ríkin hafa til dæmis áhuga á Balkanskaganum. Og þar sem engin sérstök kommúnistísk hugmyndafræði er í umferð núna, nema háskólaþvælan um imbahala-loftslag vestrænna fábjána og græna heilamyglu þeirra, þá ættu menn að varast að hlusta um of á þá sem í vestrænum ruslakistum blaðrara og tala um heimsmálin núna út frá sovéttímunum. Rússland er ekki Sovétríkið. Hvort að Tyrkland sé á leið út úr NATO núna, skal ég ekki segja um. En það kæmi mér hins vegar ekki á óvart.

1) Þeir sem áhuga hafa á hernaðarsögu hafa ef til vill gaman af fyrirlestri Victors Davis Hansonar um Patton hershöfðingja sem hann hélt í Hillsdale-háskólanum 2020. En þar kennir Victor bóndi og sagnfræðingur  hernaðarsögu fyrir utan það að vera prófessor í sömu fræðum við Kaliforníuháskóla. Fyrirlesturinn: George S. Patton: American Ajax.

Patton lagði til að bandaríski herinn tæki í notkun þann hjóla og fjöðrunarbúnað sem Rússar notuðu síðar í hinum byltingarkennda T-34 skriðdreka sem var vinnuhestur Rauða hersins allt fram til 1945. En ráðum Pattons var hafnað eins og svo mörgu öðru sem hann lagði til, en reyndist rétt.

2) Þeir sem hafa ekki lesið grein "Marinus" um hernaðaraðgerð Rússa í Úkraínu í nýjasta hefti bandaríska landgönguliðsins "Marine Corps Gazette", geta lesið úrdrátt úr greininni hér: EIR.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.8.2022 kl. 00:00

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Greinina eftir "Marinus" í Marine Corps Gazette má sjá alla hér á Reddit.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.8.2022 kl. 07:10

3 Smámynd: Ragnhildur Kolka

 Sagnfræði er ekki í tísku og því litlar líkur á að PR-fólkid í Kyiv og Pentagon dragi nokkurn lærdóm af søgunni. En þessi landgøngulidi er á svipuðu róli í mati sínu á þessari SMO og fyrrum kollegi hans sem birtir umfjöllun sína á YouTube undir titlinum The New Atlas. 

Ragnhildur Kolka, 18.8.2022 kl. 18:12

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Farandsögur herma að "Marinus" sé hvorki meira né minna en Paul Van Riper hershöfðingi sem "eyðilagði" Millennium Challenge 2002 heræfingarnar með því láta þær fara fram við raunhæfar aðstæður. En Van Riper er hataður af stóladeildum Pentagons (e. Pentagon Chairborn Divisions).

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.8.2022 kl. 22:10

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Rauða temið sem Van Riper stóð fyrir á þessum heræfingum notaði gamlar WWII aðferðir til að blöffa nútíma rafeinda- og njósnabúnað óvinarins: notaði sendiboða á mótorhjólum til að koma skipunum til framvarðardeilda, notaði ljósmerki við að koma herþotum á loft án rafeindasamskipta, notaði flota af litlum bátum til að staðsetja flota óvinarinarins á öðrum degi æfinganna, þannig að í þeirri fyrirbyggjandi árás sem hann gerði tókst honum með stýriflaugum að steikja skynjara óvinahersins með þeim árangri að hann sökkti sextán herskipum þeirra, þar á meðal einu flugmóðurskipi, sex tundurspillum og fimm af sex landgönguskipum óvinarins. Við raunaðstæður hefði þetta þýtt að 20.000 hermenn óvinarins hefðu misst lífið. En strax eftir eldflugaárásina sökkti hann til viðbótar stórum hluta flota andstæðingsins með litlum bátum með hefðbundnum aðferðum ásamt sjálfsmorðsárásum.

*

Þeir sem hafa ekki enn horft á fyrirlestur Dr. Phillips Karber í West Point 2018 um Rússneksa herinn geta gert það hér, því sumt af því sem Van Riper viðhafði á þessum heræfingum hér fyrir ofan, er einmitt það sem Rússneski herinn viðhefur, ásamt því að steikja rafeindabúnað innkomandi stýriflauga, annarra stýrðra skotfæra og dróna og að fela rafeindasamskipi þannig að þau séu  ónemanleg.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.8.2022 kl. 00:27

6 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Takk fyrir upplýsingarnar. Verð að hlusta á þennan fyrirlestur næst þegar ég tek hundinn í langan gøngutúr. 

Ragnhildur Kolka, 19.8.2022 kl. 09:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband