Fimmtudagur, 2. júní 2022
Hvernig gengur stríðið? og T-62
****
Fyrir áhugamenn
(Sagnfræðideild Bandaríska hersins)
Allar útgáfur
****
VEÐURATHUGUN
Staðan núna er sú að Rússland hefur um það bil 22-28 prósentur af flatarmáli Úkraínu á sínu valdi. Sé vald Rússlands yfir Krímskaga talið með þá ráða Rússar um það bil 26-32 prósentum af því landsvæði sem er Úkraína
Mannfjöldinn á þessum 140 til 180 þúsund ferkílómtetrum er 10 til 12,7 milljónir manna og sé mannfjöldi Krímskagans lagður við þá lúta um það bil 12 til 14 milljónir Úkraínumanna stjórn Rússlands núna. Til samanburðar er allt landsvæði Stóra-Bretlands 242 þúsund ferkílómetrar að stærð. Um er að ræða þessa landshluta (r. og ú. oblast):
Luhansk - hlutann allan
Kharkiv - hlutann að miklu leyti
Donetsk - hlutann að mestu leyti
Zaporizhzhia - hlutann allan
Kherson - hlutann allan
(og Krím - hlutann allan)
Hafið einnig í huga að það landsvæði sem Rússar hafa náð á sitt vald er marflatt eða í besta falli bugðótt flatlendi þar sem hvergi nema í skógum og í þéttbýli er hægt að fela sig og finna skjól, enda er það það sem Úkraínuherinn gerir, þ.e. skýlir sér í borgaralegu fjölmenni og í skógum. Þannig að allt tal um að stríðið í Úkraínu verði "nýtt Afganistan" á ekki við nein rök að styðjast. Frekar ætti tala um "nýja Berlín", sé farið út í þá sálma
Sem sagt: Rússneski herinn sem mánuðum saman sagður hefur verið getulaus her "geðbilaðs" eða "fársjúks forseta" og her klaufhala með léleg vopn í höndum, hefur metra fyrir metra hakkað sig í gegnum landsvæði sem er næstum 100 prósent bardagavænn völlur, en ekki óbardagahæf fjöll, hellar og óyfirstíganlegar náttúruhindranir
Sennilega hefur enginn vestrænn her háð bardaga af þessu tagi og náð slíkum landvinningum í þannig stríði og þannig aðstæðum síðan að Rauði herinn í Síðari heimstyrjöldinni braut hryggsúlu þýska landhersins í spón í einmitt Úkraínu. Þess vegna er Úkraína innbyggð í DNA Rússlands. Þetta stríð er ekki eins og Kóreustríðið og heldur ekki eins og stríðið í Írak
Þetta eru þá um það bil 1500 ferkílómetrar á dag, eða um það bil hálfur Borgarfjörður og innsveitir á dag á þeim 13 vikum sem stríðið hefur staðið
En hvar hafa svo kallaðir "fjölmiðlar okkar" verið allan þann tíma. Jú, úti á túni að tala við sjálfa sig og engan annan. Þá tekur sig því ekki að opna né borga fyrir lengur
Í fyrradag kom enn ein útátúni-saga þeirra um að Rússa skorti svo vopn að þeir neyddust til að senda hina nokkuð til ára sinna komnu T-62 skriðdreka út á vígvöllinn. Þetta er eins og að reyna að segja útlendingum að skortur sé á fiski á Íslandi. Aðeins þeir fávísu trúa slíku og því miður er alltaf nóg til af þeim
Það landsvæði sem Rússland hefur lagt undir sig þarf að sjálfsögðu að lögga; þ.e. á því þarf að reyna að koma í veg fyrir að skilvirkar skemmdarverkasveitir Úkraínuhers nái árangri með bakárásum á birgða- og viðhaldslínur til rússneska hersins, ásamt mikilvægum innviðum, bæði hernaðar- og borgaralegum
Rússland á sennilega 5 til 15 þúsund stykki af T-62 á lager og í geymslum og hluti þeirra hefur þess utan verið uppfærður með nýjustu rafeinda- og samskiptatækni. Þessir skriðdrekar verða því sendir inn á hernumdu svæðin og notaðir þar sem vegtálmar, eftirlits-, stjórn-, og vaktpóstar. Notaðir sem vel hreyfanlegir vaktturnar, vopnaðir fall- og vélbyssum, með nýjustu rafeinda- og samskiptatækni - og örugg skjól og svefnstaður fyrir þá hermenn sem manna munu þá sem hreyfanlegar eftirlitsstöðvar (sjá frétt 2021 um T-62 og fyrsta start áhugamanna á V12-strokka vél T-62)
Það er hreint með eindæmum hversu lélegir fjölmiðlar vesturlanda eru orðnir. En einkum þeir ættu að vita að birgðir Rússneska hersins af nýstárlegum skriðdrekum eru stærri en birgðir Bandaríkjahers. Slíkt er auðvitað aðeins eðlilegt því Rússland er ekki flotaveldi heldur fyrst og fremst geim-, flug-, og landhersveldi, sé eldflauga- og kjarnorkuvopnamálum haldið utan við umræðuna
Vestrænir fjölmiðlar minna mig nú orðið mest á þá fjölmiðla sem Sovétríkin ráku og sem afbökuðu allar fréttir og staðreyndir. Evrópusambandið og ráðamenn þess eru hins vegar farnir að minna mig mest á Maó-Zedong-sjálfstortímingarveldi kommúnista, því þeir eru farnir að tala og hegða sér svipað, talandi um "stór skref" og öll í sjálfstortímingarátt
Rússland er hins vegar markaðshagkerfi í dag og rekur ekki sovétríki. Það er hins vegar Kína sem rekur sovétríkið og Stalínistískt gúlagkerfi þess í dag. Ekki Rússland. En Rússar hljóta að horfa með skelfingu vestur um höf þessi árin, og lítast afar illa á þau niðurrif sem þar fara fram, næstum því hvern einasta dag ársins
Rússland er líklega ekki lengur nógu vinstrisinnað land til að njóta stuðnings nútíma-sovétdýrkandi vinstrimanna á vesturlöndum, en samt búa 70 prósentur Rússa í einmitt þeim hluta heimsins og ekki í Asíu
Ég mun í næsta stríðsveðurskeyti koma inn á orsakaupphaf stríðsins og hvað breyttist í markmiðum þess eftir að það hófst. Þetta er heitt stríð og það er kerfislega mikilvægt. Þetta er ekki kalt stríð
====
PS.: Ég skil ekki af hverju menn tala um Úkraínu sem "brauðkörfu" Evrópu og jafnvel heimsins. Samkvæmt tölum tölfræðideildar FAO er Rússland langsamlega stærsti hveitiútflytjandi veraldar með 44 milljón tonn, en Úkraína er hins vegar í fimmta sætinu með 16,3 milljón tonn (2018)
Og nú þegar Úkraínumenn hafa sjálfir sprengjulagt útskipunarhafnir lands síns þá er því haldið fram í sovétmiðlum vesturlanda að Rússland sé að reyna að svelta heiminn. Þessi sprengjudufl koma þó varla að sök fyrir Úkraínu því útflutningur hennar fer þá bara um Rúmeníu, samþykki hún það. En Úkraína mun bara ekki hafa svo mikið til að flytja út þetta árið, því miður. Og þar sem Vesturlönd hafa lokað á útflutning Rússlands þá verða þau líklega að láta sér nægja fjölmiðlasúpuna í öll mál - þ.e. haldi þessi skrípaleikur áfram
Fyrri færsla
Rússar verða sennilega eins lengi í Úkraínu og þeim sýnist
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 10:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 6
- Sl. sólarhring: 87
- Sl. viku: 723
- Frá upphafi: 1390499
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 458
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ég fagna nýjum pistli frá þér Gunnar. Maður var hálfvegis farinn að trúa því að Rússar væru að tapa stríðinu, en þú setur þetta í rétt samhengi.
Annars eru þessar viðskiptaþvinganir á Rússland eins og að skjóta sig í fótinn, nú þegar uppskerubrestur hefur orðið víða og matvælaskortur gert vart við sig áður, eins og var nýlega í fréttum. Þetta eru miklir háskatímar rétt í kjölfarið á Covid farsóttinni, og maður undrast ESB ráðamenn og aðra sem virðast ekki skynja hættuspilið í þessu að mörgu leyti.
Þetta með fjölmiðlasúpuna voru góð lokaorð pistilsins, minnir á naglasúpuna í sögunni forðum, en þá átti eftir að setja öll hráefnin í hana.
Ingólfur Sigurðsson, 2.6.2022 kl. 08:39
Þakka þér fyrir Ingólfur.
Rússneski herinn mun ekki tapa stríði í Úkraínu frekar en Bandaríski herinn tapar stríði í Mexíkó. Alveg sama hvað mönnum kann að finnast um rétt- eða ranglæti stríða.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2022 kl. 09:21
Gott að vita að þú standir vaktina Gunnar. Sé að utanríkisráðherra Valhallar þykist einnig standa þá vakt, í slagtogi með Gucci vínkonunum ofan af Skaga og Engeyjarfurstanum.
Ísland á ekki breik í veröld Pútíns
Þetta er það sem utanríkisráðherra Valhallar
hefur helst um þetta stríð að segja á ruv.is
Aldrei, aldrei minnist ég þess að Rússland hafi staðið í stríði við Ísland. Kannski er utanríkisráðherra Valhallar bara að espa sig og Icesave III samþykkjarann og Orkupakka ESB samþykkjarann -- sem gerði olígörkum ESB kleift að markaðsvæða 80% af auðlindum Íslands og sölsa undir sig jarðir landsins -- til að fara í stríð við Rússland. Hafa Rússar verið að hóta stríði við Ísland? Nei, en utanríkisráðherfa Valhallar og Engeyjarfurstans stundar nú stífan, eiginlega hlálegan, hræðsluáróður:
Ísland á ekki breik í veröld Pútíns
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 10:42
Þakka þér fyrir Símon Pétur.
Já það er margt skrýtið í Metoo-hausnum. Því miður er dómgreindin ekki til heimils þar. Það sást alveg frá byrjun, því miður.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2022 kl. 11:16
Líkast til hefur utanríkisráðherra Valhallar
aldrei lesið neitt um sögu lands okkar,
hvað þá um þorskastríð okkar við Tjallana.
Og um Lödur, Moska, Volgur og Vodka
veit hún örugglega ekkert um.
En virðist þekkja til Gucci og breikdans.
Hún er varaformaður Sjálfstæðisflokksins
sem hér forðum naut allt að 45-50% fylgis.
Nú keppir sá flokkur helst við Pírata og Samfylkingu um fylgið sem er hrunið í 20-25%.
Skyldi engan undra.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 11:19
Já ég er frekar miður mín vegna ásandsins á flokki mínum, Sjálfstæðisflokknum. Svo mikið er víst.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2022 kl. 11:24
Ef einhver fréttamaður væri með a.m.k. hálft vit á fréttastofu ruv.is, sem því miður er ekki svo, þá hefði sá spurt
varaformann Sjálfstæðisflokksins eftirfarandi spurningar um formann Sjálfstæðisflokksins:
En telur þú Bjarna Benediktsson eiga breik í veröld kínverska innviðabankans, AIIB, sem bankaráðsmaður í þeim banka? Á hann breik þar?
Já, Gunnar. Við erum báðir miður okkar yfir því hvílíkir kvartvitar komast helst til valda í Sjálfstæðisflokknum.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 2.6.2022 kl. 11:40
Undarleg niðurstað. Ég hlusta á Podcast eit dagleg en þar eru tekin viðtöl við hershöfðingja daglega frá margvíslegum herjum. Þeir hafa aðra sýn á gangi stríðsins en þú. Það er ekki nóg að taka landsvæði, sbr. gang Kóreustríðsins. Þar var Bandaríkjaher afkróaður á smá landskika en tókst samt að breyta stríðgæfunni í vil. Þjóðverjar tóku helming Evrópuhluta Sovétríkjanna og hvernig endaði sú sjóferð?
Sá sem á mestu og bestu hergögnin sigrar stríðið. BNA eru að senda samtals 56 milljarða dollara virði af hergögnum (sama fjármagn og Rússar eyða árlega). Herstjórn Rússa er með ólíkindum léleg og mannfall gífurlegt. Mórallinn í klósettinu. Og þú spáir sigri Rússa?
Með hjálp Vesturvelda (hafa haft síðan 2014) hafa Úkraníumenn getið haldið út langvarandi stríði. Geta Rússar það? Með hverri mínútu minnkar kverkatak Rússa á orkuútflutningi til V-Evrópu. Öll Evrópa leitar leiða til að losna við rússneska olíu og gas. Eftir nokkur ár hafa þeir fáa kaupendur í Evrópu en marga fátæka í Asíu.
Þökk sé Pútín er öll Norðurlöndin og Vestur-Evrópa að vígbúast. Nokkuð sem Trump átti eriftt með og fékk skammir fyrir. Landamæri Rússlands verða ótryggari og enginn mun treysta þeim næstu áratugi. Pútín tapaði stríðinu um leið og hann fór yfir landamærin.
Birgir Loftsson, 2.6.2022 kl. 19:02
Þakka þér fyrir Birgir.
Höggbylgjan sem skall á á mánudag í Evrópu og Bandaríkjunum þegar ljóst varð að engar fréttir né spár vesturlenskra um gang stríðsins í Úkraínu standast, er rétt svo að byrja að hjaðna núna. Og ekki bætti úr skák að Roland Kather skyldi þora að koma fram og staðfesta í Welt um hvílíka þvælu hefur frá degi eitt verið að ræða. Snéri hann því hnífnum kyrfilega í sárinu með því að segja:
"Die Russen haben lokal eine bedrückende Überlegenheit erzielt". Lausleg þýðing: Rússar hafa náð yfirburðastöðu á jörðu niðri í Úkraínu
Að sjálfsögðu verða fyrrverandi hershöfðingjar vestanhafs að hafa eitthvað fyrir stafni og fyrir sinn snúð í Bandaríkjunum, því þegar þeir láta af störfum þá fara þeir flestir einmitt út í (upplýsinga) "ráðgjöf".
Staðan þar er þannig núna að í stað fjögurra fjögra stjörnu hershöfðingja Bandaríkjahers í Síðari heimstyrjöldinni er fjöldi þeirra kominn upp í tuttugu og fjóra núna. Allt þetta fólk þurfa bandarískir skattgreiðendur að fjármagna. En þegar þeir láta af störfum þá eru það spádómar þeirra sem fjölmiðlar þar vestra nota - en sem oft lítið gildi hafa, eins og fjölmiðlarnir sjálfir.
Ég hef ekki komið með neina niðurstöðu á stríðinu í Úkraínu. Slíkt er ekki tímabært. Það eina sem ég geri hér er að lýsa stöðunni eins og hún er núna.
Allt þetta fé sem þú nefnir mun að mestu leyti fara í að halda ríkisstjórninni í Kænugarði á floti peningalega séð og mikið af því mun einnig snúa aftur yfir Atlantsála og enda í vösum þeirra sem það sköffuðu. Þannig spilar klukkan þar, því miður.
Síðan þarf að bæta Evrópulöndum "tjónið" sem þau urðu fyrir þegar massamúgæsing hafi af þeim vopnin sem þau voru neydd til að kasta út um austurgluggana, engum til gagns og öllum til ógagns.
Það er lítið gagn í að bera saman upphæðir í Bandaríkjadölum í þessum efnum, þegar vitað er að til dæmis hver Borei-klassa kafbátur Rússa (tók við af Delta og Typhoon klössunum) kostar Rússland 860 milljónir dala að byggja, á meðan tilsvarandi og sambærilegt Ohio-klassa eintak Bandaríkjanna kostar 3 milljarða dala að byggja þar vestra. Rekstur Bandaríkjahers er hefur undið svo upp á sig að erfitt er að átta sig á í hvað peningarnir þar fara.
Það er leitun að eins praktísku og jarðbundnu fólki og rekur starfar fyrir Rússneska herinn. Þarna er um tvo ólíka heima að ræða.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2022 kl. 20:46
Takk fyrir svar þitt Gunnar. Finnst greinar þínar skemmtilegar en gat ekki setið á mér að andmæla aðeins, því að hver veit hver "sigrar" að lokum? Dapurlegt stríð á milli bræðraþjóða.
En ég tel að 21. aldar stríðin fjögur, í Afganistan, Írak, Sýrlandi og nú Úkraníu skilji ekkert eftir sig nema dauða og eyðileggingu. Ekkert af þeim skilar því sem upp var lagt upp með og því að fara af stað? En mannskepnan er stríðlynd og lítið við því að gera.
P.S. Það er hægt að sigra heiminn í gegnum verslun eins og Kínverjar hafa gert. Áður fyrr var leiðin til endurdreifa auði að fara í stríð. Í dag ætti það að vera nóg að kaupa upp lönd eins Kínverjar gera.
Birgir Loftsson, 2.6.2022 kl. 21:53
Annars má, Birgir, með sanni segja að loftið í Evrópu (jafnvel í Bandaríkjunum líka) sé mjög svo lævi blandið þessi árin og einnig á þeim 30 síðustu. Og er þá vægt til orða tekið.
Menn muna kannski enn eftir AUKUS-áfallinu sem Evrópa varð fyrir þegar Ástralir ákváðu að hætta við frönsku kafbátana og í þeirra stað að leita tæknilegrar aðstoðar Bandaríkjanna og Stóra-Bretlands, og sem í praxís þýðir að kafbátafloti Ástrala mun innan skamms verða knúinn kjarnorku og þar með öðlast óendanlegt úthald.
Þarna opinberaðist frekar djúp en langtíma-undirliggjandi gjá milli bandalagsþjóða NATO. Hin undirliggjandi gjá er sú að stór hluti hins pólitíska landslags Evrópu hafði vonast eftir að komast í skjól undir hernaðar- og kjarnorkuvopnaregnhlíf Rússlands og þar með losna undan því sem sá hluti kallar "bandaríska hælnum"; "Nú þegar Bandaríkin og Bretland gefa skít í Evrópu þá munum við herða samstarfið við Rússland, þetta AUKUS-fíaskó flýtir einungis fyrir þeirri stefnubreytingu", hljómaði víða í hallar-forstofum á meginlandi Evrópu.
Þessi undirliggjandi gjá er einna stærst og sterkust í Þýskalandi og Frakklandi og hún á sér sitt málgagn víða í Evrópu. ESB-fjölmiðlar Kýpur hafa hins vegar verið einna ófeimnastir við að birta skoðanir þessa vængs evrópskra stjórnmála.
En svo kom stríðið í Úkraínu og þá vandast málin nú heldur betur svo um munar. Ég voga mér hér að segja að bandalagleitni Þýskalands við Rússland er strategískt sterkara fyrirbæri en bandalagleitni Þýskalands er til NATO. Má því segja að Evrópa sé að miklu leyti að enda sem ekki bara álegg á milli tveggja brauðhleifa sem enn eru að hefast, heldur er hún að enda sem eins konar sandsparsl sem við gárungarnir laumuðum í samloku kjaftfors múrara þegar ég starfaði sem ungur maður í þeim bransa.
PS.: AUKUS var einungis mjög svo rökræn ákvörðun Ástrala, því hitt hefði verið eins og að Winston hefði ætlað að stóla á Frakkland sem tæknilegan birgi í Síðari heimstyrjöldinni. Frakkland mun aldrei geta séð Ástralíu fyrir "lend-lease" í þessum efnum undir kerfislægum hernaðarátökum. Aðeins Bandaríkin eru fær um slíkt.
Gunnar Rögnvaldsson, 2.6.2022 kl. 21:59
föstudagur, 3. júní 2022 kl. 00:16:14
Pólland hættir frá og með 1. júlí sérstökum fjárstuðningi við úkraínska flóttamenn í Póllandi. Ríkisstjórnin segir að þetta sé gert til að hvetja þá til sjálfbærni. Um það bil 3,5 milljónir úkraínskra flóttamanna hafa komið til Póllands frá því að stríðsátökin í Úkraínu hófust. Þar af eru tvær milljónir þeirra enn í Póllandi. | RP
Tékkland mun frá og 15. júní hætta að taka á móti flóttamönnum frá Úkraínu. | Romea
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2022 kl. 00:16
föstudagur, 3. júní 2022 kl. 09:41:04
Hér er lítið sýnishorn af svo kölluðum "fréttum" svo kallaðra fjölmiðla og sem þeir borið hafa á borð fyrir íbúa vesturlanda undanfarna mánuði og reyndar í mörg ár. Þeir sem enn halda því fram að "fjölmiðlar vesturlanda" séu ekki orðnir sovéskt fyrirbæri og sérfræðingar í afbökun á staðreyndum og fréttum, já þeir um það. Hitt er þó enn verra að skattgreiðendur séu látnir halda þeim að fullu leyti eða að hluta til uppi. Sovéskri geta hlutirnir varla orðið.
==========================
Putin is running out of options
newstatesman.com 3. mars 2022
==========================
Russia running out of precision munitions in Ukraine war - Pentagon official
Reuters 25. mars 2022
==========================
Russia is running out of troops
express.co.uk 8. mars 2022
==========================
The Russian army is running out of options
spectator.com.au 9. apríl 2022
==========================
These simple mathematical models tell us why Russia is running out of time
medium.com 16. mars 2022
==========================
The Russian Army Is Running Out Of Tanks
Forbes.com 25. maí 2022
==========================
Russia is running out of precision-guided munitions and may...
Yahoo.com 9. maí 2022
==========================
Vladimir Putin is running out of options to avoid defeat in Ukraine
AtlanticCouncil.org 17. maí 2022
==========================
Russia is running out of precision guided munitions and it is more likely to..
Guardian 24. mars 2022
==========================
Russian Army Days Away From Running Out of Resources
Newsweek 15. mars 2022
==========================
Putin is Running Out of Ideas on What to do Next
Bloomberg 9. maí 2022
==========================
Russia is running out of oil customers
Economic Times 4. mars 2022
==========================
Russia Is Running Out Of Cloud Storage!
Fossbytes 16. mars 2022
==========================
Russia is running out of sugar and grain ...
Twitter bla bla 14. mars 2022
==========================
Russia Running Out of Precision Munitions
usanews.com 24. mars 2022
==========================
Russia Is Using Chips From Dishwashers
PcMag 13. maí 2022
==========================
Russia imminent default will have harsh ripple effects ...
Washingtonpost.com 9 mars 2022
==========================
Russia has just one week left to conquer Ukraine ...
Dalystar.co.uk 19. mars 2022
==========================
Russia is running out of its own stocks (af skotfærum) as fast or faster
ForeignPolicy.com 4. maí 2022
==========================
Russia running out of weapons
DailyTrust.com 9. maí 2022
==========================
Exact date Putins forces will run out of ammunition in Ukraine, according to expert
mirror.co.uk 30. maí 2022
==========================
Prófið sjálf að leita með svo kallaðri "leitarvél" internetsins eftir svörum við þessari spurningu: "Russia is running out of" (og hafið gæsalappirnar með)
Gunnar Rögnvaldsson, 3.6.2022 kl. 09:42
Rússar hafa tekið meira af landi frá lokum febrúar til miðs maí mánaðar en þeir tóku á sama tíma 1943, og gegn sambærilegum mótherja.
Guðjón E. Hreinberg, 5.6.2022 kl. 16:05
Þakka þér fyrir Guðjón.
Fréttaflutningurinn af þessu stríði hefur verið og er fyrir neðan allar hellur. Vestrænir fjölmiðlar hafa lapið upp upplýsingaóreiðuherferð Hvíta hússins og þar með Pentagons frá því að stríðið hófst í núverandi mynd þess (þ.e.a.s ekki frá myndinni sem varð til 2014 heldur myndinni frá 2022).
Rússneski herinn hefur verið sagður getulaus og ónýtur í samfellt 100 daga, en á degi 101 er hins vegar kvartað yfir því hversu vel honum hefur gengið þ.e. hversu miklir landvinningar hans eru. Það er ekki heil brú í þessu. Allt tóm þvæla og forhertur áróður.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 5.6.2022 kl. 20:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.