Miðvikudagur, 9. mars 2022
Henry Kissinger um Úkraínu
"Vesturlönd verða að skilja að þegar að Rússlandi kemur, getur Úkraína aldrei orðið bara "erlent ríki". Úkraína hefur verið hluti af Rússlandi öldum saman. Jafnvel þekktir andófsmenn á borð við Alexander Solzhenitsyn og Joseph Brodsky héldu því staðfast á lofti að Úkraína væri órjúfanlegur hluti af Rússlandi"
Henry Kissinger, 2014
Ergo: Úkraína verður aldrei NATO-ríki né hvað þá ESB-land
Síðan þurfa menn að athuga að sterkasta strategíska-bandalag norðurhvels jarðar í dag er Rússland-Þýskaland. Stórt (vandamál) er í vændum þar
Nú segja tístkofaræksni vestrænna fjölmiðla að Rússar neyðist til að vera án Coca-Cola og McDonalds hamborgara. Þetta er alveg skelfilegt. Sennilega svipað og þegar McDonalds flúði Ísland vegna falls bankanna. Þá sá ég lesanda WSJ skrifa að það væri rosalegt áfall fyrir okkur Íslendinga, því nú þyrftum við að fljúga til Írlands til að fá að borða hjá McDonalds þar. Rosalegt. Og þá vorum við kallaðir "gyðingar norðursins" og sumir sögðust allt í einu vera "Danir"
Ég er enn að hlægja að tístkofaræksnum vestrænna fjölmiðla fyrir marglognu sögu þeirra af MIG-þotunum sem Pólverjar áttu að vera að senda. Og satt að segja dauðvorkenndi ég skelfingu lostinni ríkisstjórn Póllands fyrir að þurfa að niðurlægja sig við að koma því á framfæri að um falskar fréttir væri að ræða. En þeir gátu auðvitað ekki sagt almenningi frá því að tilbúningurinn varð að mestu til í munni utanríkisráðherra Joe Bidens. Sá maður villtist óvart á veruleikanum og sýndarveruleika vestrænna tístkofaræksna. Það er: hann villtist í sjálfklappandi innvortis fagnaðarsölum þeirra og í hliðar- og sýndarveruleika eigin en gjaldþrota góðmennsku allra sem þar tísta
Já vel á minnst. Yfirmaður Rússneska hersins, varnarmálaráðherrann, talar níu tungumál - og hlær örugglega dátt á þeim öllum í dag. En hér heima tala menn orðið bara hálft tungumál
Mikið verður Kreml nú fegin því að Vesturlönd þurrka sig sjálf út í Rússlandi. Alveg sjálf. Slíkt hefði engum innan landamæra rússneska ríkisins tekist upp á eigin spýtur. Og svo er svakalega gott að geta borgað erlendar skuldbindingar í rúblunni sem Vesturlönd sáu um að fella í verði heima hjá sér en ekki í Rússlandi. Þarna er allt á réttri leið. Tístkofaveldi Vesturlanda stendur sig vel og miðar nákvæmt og rétt á sínar eigin fætur
Nú styttist í að hér verði gerðar vesalinga-kröfur um nýjan útaustur úr "neyðarsjóðum", fullum af frosnum vindmyllum og dauðum sólsellum. Einkum þegar refsiaðgerðir Vesturlanda byrja að virka á Vesturlönd en ekki á Rússland. Þá verður nú gaman
Það verður líka fróðlegt að sjá hvaða erlendu einræðisherra Vesturlönd ætla að sleikja sig upp við næst. Biden bað Pútín um að auka olíuframleiðsluna um daginn, því auðvitað getur hann sem kemst varla klakklaust upp í eigin flugvél ekki skitið sig út við svo subbulegar nauðsynjavörur heima í sínum eigin kolruglaða flokki, sem komst yfir forsetaembættið með svo miklu kosningakerfissvindli að 21 ríki Bandaríkjanna reyndu að fá hæstarétt landsins til að grípa inn. Hláturinn í Kreml hlýtur að hafa heyrst austur fyrir Úralfjöll þá, um leið og þeir dreifðu útfylltum kjörseðlum Demókrata út um gluggana - og hringdu Kremlarklukkum
Nú skemmti ég mér við að lesa Tass og RT á meðan ég get, því varla er lengur hægt að lesa það sem vesturlenskt er, þöggunin á sögulegar staðreyndir og eigin heimsku er svo ærandi. Frjálsum Bretum var hins vegar leyft að hlusta á skemmtiatriðin frá Berlín í Síðari heimsstyrjöldinni. Ræður staðarhaldarans þar urðu að föstu skemmtiatriði fyrir bresku þjóðina. En í dag neyðist sú þjóð til að hlusta eingöngu á trúðinn í eigin húsi, allt hitt er nefnilega bannað, nema tístkofaveldi Sovét-Google. Og svo eru það náttúrlega "persónuverndarlögin" beint úr glóandi einræðisbakarofni Sovét-ESB og sem kostað hafa þrjár billjónir evra. Þau bjarga þessu öllu, ekki satt!
Illa er fyrir okkur komið
Fyrri færsla
Af hvejru Berlín hætti við NordStream2
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 18:07 | Facebook
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 102
- Sl. sólarhring: 122
- Sl. viku: 749
- Frá upphafi: 1390481
Annað
- Innlit í dag: 65
- Innlit sl. viku: 472
- Gestir í dag: 55
- IP-tölur í dag: 44
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Góður pistill Gunnar
og greining upp á 10.
Og athugun Henry Kissinger er og var
og mun verða hárrétt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 21:29
Helsti kaldastríðs haukur Valhallar,
Björn ESB Bjarnason,
hefur greinilega aldrei skilið annan
af tveimur helstu strategistum bandarískrar
utanríkisstefnu varðandi Evrasíu, Kissinger.
Það er hlálegt varðandi Valhallar haukinn
og bimbóin hans.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 22:01
Þakka þér fyrir Símon Pétur.
Já ég er ansi hræddur um að Kissinger hafi skoðað málið allsgáður og séð veruleikann eins og hann er, en ekki eins og menn óska sér að hann sé. Sá maður er ekki beint þekktur fyrir draumórastarfsemi.
Eva Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar sagði í dag að það sé rangt að Svíþjóð hyggi á NATO-aðild. Ekkert sé hæft í því og það komi einfaldlega ekki til greina því slíkt myndi ógna öryggismálum Evrópu, sagði hún skv. Reuters.
Ríkisstjórn Rússlands kynnti í dag mótvægisaðgerðir vegna refsiaðgerða Vesturlanda:
- Undanþágur frá skatti á fjármagns- og vaxtatekjum.
- Bann við sölu á sérstökum vörum sem þýtt gæti framleiðslustöðvun á hluta vesturlenska orkugeirans - þar undir gætu verið sérkol til stálframleiðslu plús 1.hreinleika-klassa nikkel í rafhlöður frá Nornikkel risanámufyrirtækinu í Síberíu, sem sér heiminum fyrir 1/5 af því, plús kóbalt og ál. Féll því hlutabréfaverð í nýja Suðurkóreanska LG-orkufélaginu sem framleiðir túrbínur í vindmyllur um 19 prósent í dag.
- Aðstoð við erlend flugfélög sennilega bönnuð. Það kostar þau kassann að þurfa að sniðfljúga rússneska lofthelgi, sem er risavaxin að stærð.
- Forgangslánskjör til rússneska landbúnaðarins
- Plús sérstakar refsiaðgerðir á lönd sem neita rússneskum skipum að koma í höfn (þar undir er sennilega Ísland)
- Plús nýjar innviðafjárfestingar.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2022 kl. 22:30
Takk fyrir svarið, Gunnar.
Já, Kissinger var án vafa allsgáður þegar hann kom með þessa sögulegu og réttu greiningu.
Af því leiðir að þeir sem skilja það ekki, eru að drukkna í hinni brusselsku grænslepju, sem oft er kennd við spýju. Og eru að fara með allt okkar gósenland til fjandans.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 22:59
Vert er að minnast á að bara til dæmis lokun Visa Inc. í Rússlandi þýddi að heimsviðskipti þess féllu um rúmlega sex prósent á einni nóttu. Rússar fluttu hins vegar allt það færslukerfi inn í Mir-greiðslukerfi sitt, þannig að færslur innanlands virka eins og að ekkert hafi í skorist. Annað mál er með færslur utan landssteinanna.
En fyrst að Visa missir þarna rúmlega sex prósentur af heimsviðskiptunum, þá bendir það til að rússneska hagkerfið sé ekki eins "lítið" og haldið hafi verið fram.
Í reynd held ég að magn-mikilvægi þess í heimsviðskiptunum sé eins og mikilvægi samanlagðra hagkerfa Þýskalands og Frakklands.
Þetta gæti hæglega orðið langsamlega verst fyrir vesturlönd sjálf. Það þurrkar enginn út svona mikilvægt hagkerfi heimsins án mjög alvarlegra afleiðinga fyrir vesturlönd sjálf. Plús það að þetta kemur beint ofan í áhrif Wuhanveirunnar frá Kína.
Eru menn ekki komnir í Covid-vatteruðu glerhúsin sín núna? Eða hafa þeir kannski ekki náð að yfirgefa þau?
Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2022 kl. 23:04
Rétt Gunnar, þetta getur orðið verst fyrir vesturlönd sjálf. Og þær grímur eru að byrja að renna upp fyrir þeim, nema Valhallar grænslepju bimbóunum.
Við vitum báðir að Rússar geta horft til suðurs og austurs, ef vesturglugginn lokast.
Minni á BRICS bandalagið, sem telur Rússland með 145 milljónir, Indland með um 1.500 milljónir og Kína með annað eins. Þá hef ég margoft bent á Persíu með um 100 milljónir. Auk Brasilíu og Suður Afríku. Heildarfjöldi meira en helmingur mannkyns. Og nú eru Sádarnir auk þess orðnir móðgaðir út í Biden, sem kallaði þá úrhrak.
Allt eru þetta ríki sem eru orðin hundleið á yfirgangssemi og drambi mýrungunna vestra, sér í lagi eftir að Trump var velt af stóli og elliglapinn fallvalti varð þar forseti.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 23:34
En ég styð náttúrlega Björn Bjarnason í NATO-málum okkar hér heima, meira en 200 prósent. Ég er sennilega enn meiri Kaldastríðshaukur en hann.
Kissinger studdi NATO dyggilega, en hann var samt alltaf með báðar fætur á jörðinni.
En öllu er þó hægt að klúðra gæti menn sín ekki.
Gunnar Rögnvaldsson, 9.3.2022 kl. 23:48
"NATÓ málum hér heima." Um það deila engir.
En styðurðu þá snarlega brusselsku hans?
Mundu Gunnar, stefna Valhallar nómenklatúrunnar tekur einungis mið af stefnu, reglugerðum, lögum og pökkum frá ESB og nojara EES.
Stefna Valhallar nómenklatúrunnar hefur ekkert að gera með skynsamlega NATÓ hugsun manna eins og Henry Kissinger.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 00:02
Jú, Símon Pétur, það hefur alltaf verið deilt um NATO-aðild Íslands. Lýðskrum vinstriflokkanna gegn aðildinni hefur í samfellt 70 ár jaðrað við geðklofa á hæsta stigi - og gerir það að mörgu leyti enn.
Þú þekkir andstöðu mína gagnvart út-úr misráðinni ræfils-afstöðu flokksforystu Sjálfstæðisflokksins í orkupakkamálinu og afstöðu Björns Bjarna þar. Skoðun mín þar er alveg á hreinu. Sú stefna þeirra jafngilti pólitískri gjaldþrotabeiðni á flokkinn minn. Þeir stefndu flokknum mínum og báðu um enn meiri hrakfarir hans ofan í Icesave-klúðrið. Og það sést!
Með orkupakkamálinu bað forysta xD um að fullveldi okkar í orkumálum yrði deilt með 27 öðrum óviðkomandi þjóðum. En núna þegar Rússar vilja að Úkraína, fyrrum landsvæði þess, deili fullveldi sínu með Rússlandi, þá gjósa bara ósamhangandi hrútskýringar upp úr turnspírum þessa fólks; og þær eru allar jafn ámátlegar og veikróma síbylju-mjálm þeirra um "betur borgið utan en innan".
Evrópusambandið, nú með orkupakkavaldið yfir Íslandi, hlýtur einmitt núna að hafa mikið dálæti á baráttu Rússa fyrir því að Úkraína deili fullveldi sínu með Kreml. Þetta er einmitt sú framtíðarsýn sem blasir við þegar sérhvert ESB-ríki ætlar að rífa sig laust og burt úr samruna þess í framtíðinni.
Og þegar Þýskaland hefur vígbúist á ný, sem það segist allt í einu ætla að gera, þá mun það geta sent nýjan Luftwaffe sem fljúgandi innheimtustofnun til svona mótþróafullra landa á borð við Úkraínu. Til Evrópusambandslanda sem makka ekki rétt.
Halló! Er einhver heima? Burt með ESB og burt með EES. Ísland þolir ekki meira af svona afbökunarstefnu uppgjafarsinna.
Gunnar Rögnvaldsson, 10.3.2022 kl. 06:05
Þakkir fyrir glöggt og greinargott svar.
Kemur í því að kjarna málsins.
Sammála.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 10.3.2022 kl. 10:14
Takk fyrir þráðinn, Gunnar. Maður kemur ávalt fróðari út eftir innlit til þín.
Ragnhildur Kolka, 12.3.2022 kl. 23:11
Ég þakka Ragnhildur.
Góð kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 13.3.2022 kl. 19:50
... og Tenerife er nú "Tene" okkar Íslendinga ... útskýring óþörf.
Guðjón E. Hreinberg, 14.3.2022 kl. 00:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.